Morgunblaðið - 16.01.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
7
Grafíkmyndir Andy War-
hol í Norræna húsinu
SÝNING á grafíkmyndum eftir
bandaríska listamanninn Andy
Warhol verður opnuð í anddyri
Norræna hússins á laugardaginn.
Hér er á ferð sýning, sem nefnist
„Andlitsmyndir af Ingrid Berg-
man“ og eru þetta, eins og nafnið
bendir til, myndir af leikkonunni
frægu i hlutverkunum: „Nunnan“
(úr „The Bells of St. Mary’s"),
„Með hatt“ (úr „Casablanca") og
„Hún sjálf“.
Þessi grafíksýning kemur hingað
til lands frá Galerie Böijeson í Malmö.
Kveikjan að henni er sú að eigandi
gallerísins, Per-Olov Böijeson og
Andy Warhol hittust haustið 1982
og talið barst að andlitsmyndum
þeim, sem Warhol hafði gert af ýms-
um kvikmyndastjömum, frægust
þeirra er mynd af Marilyn Monroe.
Sú hugmynd kviknaði að gera
grafíska myndaröð til minningar um
Ingrid Bergman, sem þá var nýlátin.
Andy Warhol hófst handa og árang-
urinn má sjá á þessari sýningu.
A sýningunni eru þijátíu myndir,
þijár áritaðar silkiþrykksmyndir á
þijú þúsund dollara hver og tuttugu
og sjö „prófþrykk" listamannsins, en
þau eru ekki til sölu. Auk þess verð-
ur hægt að kaupa nokkur
plaköt með hverri mynd um sig.
Sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi, Nicholas Ruwe, opnar sýning-
una kl. 16.00 á laugardaginn og
flytur ávarp við það tækifæri. Sýn-
ingin verður síðan opin til 15. febrúar
á venjulegum opnunartíma Norræna
hússinsþ.e. kl. 09.00-19.00 virka daga
og kl. 12.00-19.00 á sunnudögum.
Kjarvalsstaðir:
Frá sýningu Kjarvalsstaða á íslenskum abstraktverkum
Morgunblaðið/Einar Falur
Yfirlitssýning á verkum ís-
lenskra abstraktlistamanna
ennfremur í þessari sýningar-
skrá viðtöl við Valtý Pétursson
og Björn Th. Björnsson.
Sýningin stendur yfir til 22.
febrúar.
1500miðar
seldir á Fats
MIKILL áhugi er á hljómleikum
Fats Domino og hljómsveitar
hans í Broadway og Sjallanum
um næstu mánaðamót. Tvo
fyrstu dagana voru pantaðir
1500 miðar í Broadway, sem
samsvarar að uppselt væri á
þrenna hljómleika af sex, sem
haldnir eru í Reykjavík.
„Það er augijóst að Fats hefur
sungið sig inn í hjörtu íslendinga
þegar hann kom hingað í fyrra,“
sagði Olafur Laufdal veitingamaður
í samtali við Morgunblaðið.
Fats Domino heldur þrenna
hljómleika á Akureyri. í gær lágu
ekki fyrir upplýsingar um hve
marga miða var búið að panta þar.
Verkunum á sýningunni er
stillt upp í tímaröð, en með því
er ætlunin að sýna fram á tengsl
listamanna innbyrðis samtímis
því að fylgt verður eftir breyting-
um og þroskaferli einstakra
listamanna.
í tengslum við sýninguna, sem
hefur að geyma 178 listaverk
eftir 48 listamenn, verður efnt
til kynningar á íslenskri ab-
straktlist. Haldnir verða fyrir-
lestrar um tengsl abstraktlistar
við aðrar listgreinar. Matthías
Viðar Sæmundsson mun fjalla
um tengsl abstrakt myndlistar
og bókmennta og Hjálmar R.
Ragnarsson mun taka saman
dagskrá um tengsl tónlistar og
abstrakt myndlistar.
- söguleg og persónuleg þróun
YFIRLITSSÝNING á verkum morgun, laugardag 17. jan-
íslenskra abstraktlistamanna úar. A sýningunni verða bæði
opnar á Kjarvalsstöðum á málverk og höggmyndir og á
hún að gefa listunnendum
tækifæri til að skoða þessa
tegund myndlistar í sögulegu
samhengi. Reynt er, eftir
mætti, að spanna söguna og
gefa áhorfendum sem flest
sjónarhorn á hugtakið óhlut-
læg myndlist í málverki og
skúlptúr.
Nokkrar af tízkusýningarstúlkum Gunnars Larsen. Gunnar hefur tekið fjölmargar myndir af íslenzkum
sýningarstúlkum. t.d. Maríu Guðmundsdóttur.
Gunnar Larsen heldur tvær
tízkusýningar hér á landi
HINN þekkti tízkufrömuður
Gunnar Larsen er væntanlegur
til landsins i lok þessa mánaðar
ásamt 12 sýningarstúlkum frá
10 þjóðlöndum. Þær munu sýna
það nýjasta í franskri tízku á
tveimur skemmtikvöldum í Bro-
adway þriðjudaginn 27. janúar
og miðvikudaginn 28. janúar.
Gunnar Larsen er ljósmyndari, rit-
stjóri og útgefandi stærsta og
dýrasta tízkutímarits í heimi,
„Gunnar International.” Gunnar
hefur lengi haft góð tengsl við Is-
land og tízkumyndir hans birtast
t.d. reglulega í Morgunblaðinu.
Hann kom hingað til lands í fyrra-
vor og var viðstaddur krýningu
Fegurðardrotningar Islands.
Gunnar og starfsfólk hans sækir
árlega um 300 tízkusýningar í París
og velur þann fatnað á sýningar
sínar, sem það telur athyglisverð-
astar. Ferðast þau vítt og breytt
um heiminn í um mánaðartíma og
halda sýningar.
í frétt frá Broadway segir að
sýningin taki u.þ.b. eina og hálfa
klukkustund. Þar segir ennfremur
að sýningin sé ákaflega nýstárleg,
sé bæði tízku- og leiksýning og
tónlist sé mjög fjölbreytt. Titill sýn-
ingarinnar er „Fire of Desire."
Kjell Bækkelund (Toikninp Ulf Aas)
Sýningunni fylgir vegleg sýn-
ingarskrá þar sem birtar eru
greinar um íslenska abstraktlist.
Olafur Kvaran, listfræðingur rit-
ar um upphaf íslenskrar ab-
straktlistar, Guðbjörg Kristjáns-
dóttir um geometríska og lýríska
abstraktion, Halldór Björn Run-
ólfsson ritar um íslenska ab-
straktlist síðastliðna tvo áratugi
og Gunnar B. Kvaran um ab-
strakt höggmyndalist. Þá eru
INNLENT
Kjell Bækkelund kveð-
ur í Norræna húsinu
NORSKI píanóleikarinn Kjell
Bækkelund heldur píanótónleika
í Norræna húsinu sunnudaginn
18. janúar kl. 17.00. í frétt frá
Norræna húsinu segir að hann
hafi oft komið hingað til lands
og að sögn hans sjálfs sé þetta
í siðasta sinn sem hann komi
fram opinberlega á Norðurlönd-
um og valdi hann sjálfur að halda
þessa kveðjutónleika hér.
Kjell Bækkelund fæddist í Osló
1930 og þótti snemma efnilegur
píanóleikari. Hann kom fyrst fram
opinberlega átta ára gamall, en
hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína
árið 1951 í Osló. Hann hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenninga
fyrir píanóleik sinn bæði innanlands
og utan. Hann hefur ferðast víða
og leikið í flestum löndum Evrópu
og i öðrum heimsálfum, m.a. var
hann fyrsti vestræni píanóleikarinn,
sem boðið var til Kína eftir menn-
ingarbyltinguna.
Á efnisskrá tónleikanna í
Norræna húsinu á sunnudaginrr
vevða eingöngu verk eftir norræn
tún.-káld: Edvard Grieg, Niels
Yíggo Bentzon, Erik Bergman,
Fmn Mortensen óg Lars Erik Lars-
son. Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.