Morgunblaðið - 16.01.1987, Síða 11

Morgunblaðið - 16.01.1987, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 11 Hlutaskipti og ágóðaskipti eftírÞórólf Matthíasson í yfirstandandi samningalotu sjó- manna og útgerðarmanna hefur svokölluð kostnaðarhlutdeild verið meðal umræðuefna. Sjómenn hafa krafist almennrar lækkunar þessar- ar hlutdeildar meðan útgerðarmenn hafa krafist hækkunar hennar þeg- ar um útflutning gámafisks er að ræða. Hlutaskiptakerfið í einföldu máli má segja að skipt- ing aflaverðmætis milli útgerðar og sjómanna verði með eftirfarandi hætti: Frá brúttóverðmæti aflans er fyrst dregin frá kostnaðarhlut- deildin, sem gengur beint til útgerðarinnar. Nú nemur þessi kostnaðarhlutdeild 29% af aflaverð- mæti. Afgangurinn, stundum nefndur skiptaverðmæti aflans, skiptist milli útgerðar og sjómanna skv. fyrirfram ákveðnum reglum. Sjómenn fá í sinn hlut ríflega 40% skiptaverðmætis, en útgerðin tæp 60%. Þegar fiskverð og kostnaðarhlut- deild hafa verið ákveðin ráðast tekjur sjómanna nær einvörðungu af aflamagni. Þegar afkoma laun- þega er tengd framleiðslumagni á þennan hátt er talað um hluta- skipti. Þetta fyrirkomulag á sér mörg hundruð ára sögu í íslenskum fískveiðum og hefur eflaust hentað vel meðan fiskveiðar voru mann- aflafrek atvinnugrein og fiskur gegndi hlutverki peninga í viðskipt- um manna á milli. Nokkrir gallar núver- andi fyrirkomulags Spyrja má hvort hlutskipti eigi jafnvel við þegar um er að ræða hátæknivæddan og Qármagnsfrek- an atvinnuveg eins og nú háttar um fiskveiðamár. Kostnaðarhlut- deildin og tilkoma hennar gæti einmitt verið tilefni slíkrar spum- ingar. Kostnaðarhlutdeild var komið á með lagasetningu í kjölfar olíuverðshækkananna á síðasta ára- tug. Astæðan var sú að sá hlutur er útgerðinni var ætlaður úr hluta- skiptum hrökk ekki fyrir útgerðar- kostnaði við þessar nýju aðstæður. Var þá sjálfgert að útgerð legðist af að öllu óbreyttu. I stað þess að hrófla við hlutaskiptareglunum fornu var ákveðið að taka hluta af aflaverðmæti framhjá skiptum sem kallað var. þannig vom fluttir fjár- munir til útgerðarinnar frá sjó- mönnum og komið í veg fyrir að útgerð legðist af. Benda má á alvarlegan vankant á fyrirkomulaginu. Ástæða þess að grípa þurfti inn í hlutaskiptakerfið var hækkandi olíuverð. Frá þjóð- hagslegu sjónarmiði hefði verið mikilvægt að hvetja til olíuspamað- ar við þær aðstæður. Aðgerðin fól í sér sem fyrr segir að sjómenn greiddu olíukostnað útgerðarinnar að nokkru í formi lægri launa. Olíu- eyðsla skips ræðst að verulegu leyti af ákvörðunum skipstjórnarmanna. En ekkert í hinum nýju reglum tengdi afkomu sjómanna og þar með skipstjórnarmanna við olíu- eyðsluna. Þetta verður að telja alvarlegan ókost. Utgerðin fann að vísu verulega fyrir þunga olíureikn- ingsins og gera má ráð fyrir að einstakir útgerðarstjórar hafi hvatt skipstjórnarmenn til að haga veið- um þannig að olíueyðsla yrði sem minnst. Jafnframt er líklegt að út- gerðin hafi tekið mið af olíukostnaði þegar ný skip vom hönnuð eða eldri skip endurbætt. En það breytir því ekki að hagsmunir skipstjómar- manna vom eftir sem áður að veiða sem mest á sem stystum tíma, óháð olíunotkun. Teng-ing- kostnaðarhlut- deildar og- olíuverðs Nú munu uppi hugmyndir um að tengja kostnaðarhlutdeildina með einum eða öðmm hætti við olíuverð. Ef olíuverð hækkar mun kostnaðarhlutdeildin hækka, en lækka ef olíuverð lækkar. Þar með yrði öfugt samhengi milli launa sjó- manna annars vegar og tekna olíufursta við Persaflóa hins vegar! Þrátt fyrir þetta er ekkert beint samhengi milli tekna skipstjómar- manna annars vegar og olíueyðslu eigin skips hins vegar. Olíuverðshækkun mun skv. þessu fyrirkomulagi hafa tvenns konar áhrif á afkomu útgerðarfyrirtækj- anna: Annars vegar mun olíureikn- ingurinn hækka, hins vegar munu greiðslur til sjómanna lækka. Heild- aráhrif olíuverðshækkana þurfa þannig ekki að verða útgerðinni þungbær, jafnvel þó um stór stökk sé að ræða. Það er því hætt við að útgerðarstjórunum muni vart þykja taka því að væla í köllunum um að draga úr olíueyðslunni þó svo olíu- verð hækki mikið. Jafnframt er líklegt að dragi úr áhuga útgerðar- innar á olíusparandi aðgerðum á borð við skrúfubreytingar og véla- skipti. Sá hvati er var í gamla kerfínu í átt til olíusparnaðar hverf- ur því að mestu. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er þetta verulega slæmt. Breytinga er þörf Að mínu áliti þarf að breyta fyrir- komuiagi tekjuskiptingar milli útgerðar og sjómanna. Einn mögu- Þórólfur Matthíasson „Það kerfi sem upp- fyllir bæði þessi skil- yrði er svonefnd ágóðaskipting. I stað þess að áhöfnin fái hluta af brúttóverð- mæti aflans fengi hún hluta af nettóverðmæti aflans.“ leiki er að taka upp fastlaunakefí eins og þau þekkjast frá vinnustöð- um í landi. Hugsanlega mætti taka upp einhvers konar afkasta- og nýtingarbónusfyrirkomulag því til viðbótar. Slíkar ráðstafanir mundu þó líklega ekki njóta mikillar hylli meðal sjómanna. Margt bendir til að sterk tenging þurfi að vera milli tekna sjómanna annars vegar og afla hins vegar eigi hæfustu menn- irnir áfram að haldast í þeirri starfsgrein. Skal það ekki rakið frekar. Það fyrirkomulag er yrði valið í stað hlutaskiptareglunnar þarf að uppfylla tvö grundvallarskilyrði: a) að viðhalda samhenginu milli afla og tekna sjómanna og b) að tengja tekjur sjómanna rekstrarkostnaði skipanna í þeim mæli sem þessi kostnaður er háður ákvörðunum skipstjórnarmanna. Ágóðaskipting Það kerfí sem uppfyllir bæði þessi skilyrði er svonefnd ágóða- skipting. I stað þess að áhöfnin fái hluta af brúttóverðmæti aflans fengi hún hluta af nettóverðmæti aflans, þ.e.a.s. eftir að dreginn hef- ur verið frá brúttóverðmætinu beinn rekstrarkostnaður skipsins: olía, ís, veiðarfærakostnaður að einhveiju marki o.s.frv. Fjármagnskostnaði yrði haldið utan við, enda taka sjó- menn ekki ákvörðun um fjárfesting- ar útgerðarinnar. Ágóðaprósentu sjómanna mætti miða við að tekjur þeirra yrðu óbreyttar m.v. hluta- skiptakerfið eftir að aðilar hafa komið sér saman um stærð kostnað- arhlutdeildarinnar. Einn kostur ágóðaskiptingar umfram hiutaskipti er að ekki þarf að semja um breytingar á kostnað- arhlutdeild þegar olíuverð breytist. Mestu skiptir þó að með kerfinu fæst gott samhengi milli afkomu skipstjómarmanna annars vegar og olíukostnaðar, veiðarfærarifrildis o.s.frv. hins vegar. M.ö.o. skips- höfnin er verðlaunuð jafnt fyrir að draga úr kostnaði og auka tekjur. Þegar fram í sækir má því ætla að kostnaður á aflaeiningu lækki verði þetta fyrirkomulag tekið upp. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði eru því ágóðaskipti hlutaskiptunum fremri. Einnig má nefna að hagsmunir út- gerðar og sjómanna varðandi ráðstöfun afla (útflutningur í gám, vinnsla innanlands) munu ávallt fara saman skv. þessu nýja kerfí, en dæmi munu um hið gagnstæða skv. hlutaskiptakerfinu. Nefna ber að ágóðaskipting býð- ur upp á missætti um hvaða kostnaðarþættir skulu teljast rekstrarkostnaður og hvaða þættir fjármagnskostnaður. Án þess að lítið skuli gert úr þessum erfiðlejk- um eru þeir að áliti undirritaðs minni en þeir erfíðleikar er búa í öllum afbrigðum núverandi hluta- skiptakerfís. Lokaorð Nú berast þær fréttir að samn- ingar sjómanna og útgerðarmanna séu til lykta leiddir. Hins vegar er því ekkert til fyrirstöðu að aðilar taki breytt fyrirkomulag til alvar- legrar umræðu nú þegar, til undir- búnings næstu lotu. Höfuadur er hagfræðingur hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Háskólinn X: Hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun eftirÞórð Kristinsson Yngstu námsbrautir lækna- deildar eru hjúkrunarfræðin sem til var stofnað 1973 og sjúi:ra- þjálfunin sem byijaði 1976.' Báðum lýkur með BS-prófí eftir 4 ára nám. Hin fyrrnefnda hafði í fyrstu aðsetur í leiguhúsnæði á Suður- landsbraut 18 í Reykjavík, en hefur nú aðalbækistöð í húsnæði Hjúkrunarskóla íslands við Eiríksgötu, en sá skóli var lagður niður á þessu ári, eftir að hafa starfað frá árinu 1931. Hjúkrun- armenntun er nú eingöngu á vegum námsbrautar í hjúkrunar- fræði við háskólann, kennslan fer þar fram, en einnig eru nokkrar námsgreinar kenndar á vegum læknisfræðinnar, raunvísinda- deildar og félagsvísindadeildar á öðrum stöðum og klíníska kennsl- an í sérstökum rannsóknastofum og á heilbrigðisstofnunum. Til- gangur námsins er m.a. að mennta hjúkrunarfræðinga til að stunda hjúkrun, starfa við heilsu- gæslu, kennslu og rannsóknir. Hjúkrunarfræðin er fjölmenn- asta námsbraut læknadeildar með samtals 335 nemendur nú í vetur og reyndar er hjúkrunarstarfið einnig ijölmennasta starfsgrein heilbrigðisstéttanna; um 1500 manns unnu við hjúkrun um síðustu áramót. Fastir kennarar við námsbrautina eru 11, en stöðugildin 8,5 og hefur mikið áunnist á þessu ári því t.d. voru föst stöðugildi einungis 3,5 árið 1983 er nemendafjöldinn taldi tæplega 300 og voru þá 88% vinnustunda við kennslu í höndum stundakennara. Þess er og vert að geta, að allt frá byijun hefur námsbrautin notið aðstoðar og styrkja erlendis frá, einkum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, sem bæði hefur kostað hingað ráðgjafa og kennara, auk þess sem hún hefur styrkt hjúkrunar- fræðinga til framhaldsnáms erlendis. Rannsóknir í hjúkrunarfræðum eru minni en efni standa til og ræður því sennilega m.a. mikið kennsluálag sem verið hefur hjá föstum kennurum námsbrautar- innar undanfarin ár og því hversu skammt er síðan greinin varð háskólagrein. í nýútgefinni skrá yfir rannsóknir við háskólann 1985—86 er einungis getið rann- sóknar á ýmsum atriðum varðandi bijóstagjöf kvenna í Reykjavík 1981—84, en markmið hennar er að finna og þróa aðferðir til að stuðla að lengri bijóstagjöf. Námsbraut í sjúkraþjálfun tók til starfa haustið 1976, en fram til þess varð að sækja slíkt nám til útlanda. Sjúkraþjálfun er ung fræðigrein sem hefur á síðustu áratugum þróast mjög ört með rætur bæði í raun- og félagsvís- indum. Islenska heitið er e.t.v. nokkuð villandi fyrir greinina og starf sjúkraþjálfara með því að „Er námsbrautin var stofnuð var skortur á sjúkraþjálfurum hér á landi o g mjög erfitt að fá inngöngu í slíkt nám við erlenda skóla, t.a.m. hafði einungis einn sjúkraþjálfari komið heim frá námi erlendis í nokkur und- anfarin ár fyrir stofn- un námsbrautarinnar hér.“ það gefu” einsýna hugmynd um hvað er um að ræða. Enska orðið er „physiotherapy" og starf sjúkraþjálfarans er auk þjálfunar og endurhæfingar sjúkra forvam- ir af ýmsu tagi, viðleitni til að koma í veg fyrir sjúkdóma og slit líkamans, einkum í stoðkerfinu. Sem dæmi um slíkt er vinnuholl- ustufræðin, þar sem áherslan er á samspil vinnu og heilbrigðis í þeim tilgangi að bæta heilsu og vellíðan og auka öryggi; en þar koma m.a. til athugunar vinnu- brögð, vinnuumhverfi o.fl. Er námsbrautin var stofnuð var skortur á sjúkraþjálfurum hér á landi og mjög erfitt að fá inn- göngu í slíkt nám við erlenda skóla, t.a.m. hafði einungis einn sjúkraþjálfari komið heim frá námi erlendis í nokkur undanfarin ár fyrir stofnun námsbrautarinnar hér. Var reyndar líkt á komið í hjúkmnarfræðinni er til hennar var stofnað sem háskólagreinar, mjög hafði dregið úr aðsókn í hjúkrunarskólann og skortur á hjúkrunarfræðingum samfara sívaxandi kröfum í heilbrigðismál- um. Til samanburðar má rifja upp það sem áður hefur komið fram í þessum pistlum að hafin var kennsla í tannlækningum við ekki ólíkar aðstæður árið 1940 er ein- ungis vom 12 starfandi tannlækn- ar á landinu; sama ár vom 136 starfandi við hjúkmn og aðeins 11 sjúkraþjálfarar. Rúmum fjöm- tíu áram síðar, eða um síðustu áramót, vom starfandi hjúkmnar- fræðingar sem em í Hjúkmnar- félagi Islands samtals 1.422, 546 í fullu st.arfi og 876 í hlutastarfi; og til viðbótar 109 hjúkmnar- fræðingar sem em félagar í Félagi háskólamenntaðra hjúkmnar- fræðinga, en um 200 hjúkmnar- fræðingar hafa útskrifast frá því námsbrautin tók til starfa við háskólann. Stöðugildi sjúkraþjálf- ara em nú 140 og tæplega tvö hundmð í félagi sjúkraþjálfara. Á þessu tímabili frá 1940 hefur þjóðinni fjölgað um rúm hundrað þúsund. Námið í sjúkraþjálfun er í senn fræðilegt og verklegt og fer verk- lega námið bæði fram á vegum námsbrautarinnar sjálfrar og á sjúkrahúsum og endurhæfingar- stofnunum; en verklega kennslan sem fram fer í húsnæði náms- brautarinnar þarfnast sérstakrar aðstöðu, s.s. bekkja, ýmissa tækja o.þ.h. Hluti hins fræðilega náms er kenndur á vegum læknisfræð- innar. Fastir kennarar em 6, en stöðugildin 4,37. Nemendur em alls 60 þar af 18 á fyrsta náms- ári, en þess er að geta að fjölda- takmörkun er að námsbrautinni, einkum sakir lítillar aðstöðu til verklegrar kennslu á sjúkrastofn- unum. Fyrstu níu árin bjó námsbraut- in við mjög þröngan kost í leigu- húsnæði á Lindargötu 7, íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. 1983 fluttist sjúkraþjálfunin í annað leiguhúsnæði, á Vitastíg 8; þar em tvær kennslustofur, tvö herbergi fyrir verklega kennslu og tvö kennaraherbergi. Mikil bót var að þessu húsnæði, en vinnuað- staða kennara er þó heldur klén þar sem em sex um tvö herbergi, auk þess sem fjarlægðin frá há- skólasvæðinu á Melunum er til baga. Rannsóknir í sjúkraþjálfun sem unnið er að em m.a. í starfrænni líffærafræði, sjúkraþjálfun í heil- sugæslu og að gerð tölvuforrits til notkunar við starfsemi, rann- sóknir og kennslu í sjúkraþjálfun. Höfundur er prófstjóri við Há- skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.