Morgunblaðið - 16.01.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.01.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 19 Myndir og texti: HG Fyrirtæki Lee Hasselmans hefur fengið fjölda viður- kenninga fyrir sölu á matvæium. hafa umsjón með fólkinu, sem er að selja fyrir mig víða um landið kaupir fískinn af okkar aftur og aft- ur. Það, sem meira er, bömin halda áfram að borða fisk, ekki bara í skól- anum, heldur heima og á veitinga- stöðum. Með þessu móti er framtíð físksölu og fískneyzlu tryggð. Á sama hátt er hún lögð í rúst með því að selja vondan físk í skólana. Það er skammsýni og vanþekking á hæsta stigi. í Pittsburg Press, stærsta og áhrifamesta dagblaði í Vestur-Penn- sylvaniu, var úttekt á fæði í skólum á Pittsburg-svæðinu. Það telur um 22 menntaskóla, 40 gagnfræðaskóla og nærri 60 bamaskóla. Niðurstaða blaðsins var sú, að bömunum hefði nánast algjörlega verið snúið frá fískáti, vegna þess, að innkaup á físki miðuðust alltaf við lægsta verðið, ekki gæði. Sé bömum frá 7 til 17 ára gefínn gæða fískur, munu þau borða físk það sem eftir er æfínnar," sagði Lee. „Það er engin leið til að lækka kostnað við sölu físksins eða fækka milliliðum. Umboðsmennimir, fá sín umboðslaun og leggja jafnframt mik- inn kostnað í söluna. Við leggjum mikla áherzlu á kynningu á fískinum okkar og samanburð við físk frá öðr- um, þar sem fiskurinn frá Coldwater er ætíð beztur. Verðið er líka hæst, en menn vita það, að þeir fírra sig vandræðum, með því að kaupa bezta- fískinn. Síðan taka heildsalamir við og þeir þurfa álagningu fyrir kostn- aði. Loks þarf smásalan sína álagn- ingu. Sölukerfíð er fastmótað og það er ekki aðeins illa séð að fara fram- hjá einhveijum milliliðnum, það getur líka kostað mikilvæg viðskipti og rýrt álitið á Coldwater. Það er ekki hægt að selja fískinn með öðmm hætti. Við vitum um aðra fískseljendur, sem hafa reynt að komast framhjá um- boðsmönnum og heildsölum og það hefur að lokum farið illa fyrir þeim öllum. Þeir geta ekki snúið til baka aftur. Ætli seljendur á físki, eins og Cold- water, að sjá um alla söluna sjálfír, mun það kosta þá mun meira af pen- ingnm, en það gæti skilað þeim. Það er dýrt að halda úti hundruðum eða þúsundum sölumanna, vörugeymsl- um, flutningabílum og svo framvegis. Eins og kerfið er, er þessi kostnaður hjá umboðsmönnum og heildsölum ekki einungis byggður upp á fisksölu, heldur öðrum matvælum líka. Fyrir- tæki þessara aðilja eru ennfremur vel flest byggð á gömlum merg með mikilvæg persónuleg viðskiptasam- bönd, sem myndu glatast með nýjum leiðum. Coldwater þarfnast okkar því og við þörfnumst Coldwater til að geta selt gæðafísk án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kvörtunum," sagði Carolynn Hasselman. Carolynn Hasselman ræðir málin við Pótur Másson, starfs- mann Coldwater. auk þess sé ég um nokkuð af beinni sölu. Ég þarf því að skipta um umboðsmenn, standi þeir sig ekki, hvetja þá til afreka, koma með nýjar hugmyndir og áætlan- ir til að styrkja söluna og loks að stjórna þessu 2,7 milljarða „fyrirtæki“ minu og það er stíf vinna,“ segir Gerald McGuire, annar sölustjóra Coldwater. „Það er margt, sem þarf að glíma við. Samkeppnin er alltaf hörð, ný framleiðsla og vörur er mikilvægar. Þá er mjög mikilvægt að halda vöku umboðsmannanna. Þeir selja fyrir 10 til 15 fyrirtæki í allt og markmið- ið er að þeir gefí okkur eins mikinn tíma og mögulegt er. Það er eitt mikilvægasta málið í dag, þar sem öll fyrirtækin reyna að hvetja um- boðsmennina til afreka fyrir sig og ná athygli þeirra frá öðrum, sem þeir selja fyrir. Birgðastaðan er allt- af vandmeðfarin. Okkur gengur mjög vel nú að selja flökin þó við þurfum að skammta allmargar teg- undir, nánast allar aðrar en þorsk. Fengjum við það af flökum, sem við vildum, gætum við selt feikimikið. Framboðið er mjög mikilvægt. Það er til dæmis ekki hægt að byggja upp sölu á verulegu magni af karfa og þurfa síðan að sjá á eftir viðskipt- unum vegna þess, að framboð er ekki nægilegt. Það getur tekið að minnsta kosti tvö ár eða meira til að vinna þau viðskipti upp aftur. V<;rð á íslenzka fiskinum er hátt, en þrált fyrir það er ekki erfítt að selja hann, vegna þess hve góður hann er. Sala á þorsk- og ýsuflökum gengur vel, þrátt fyrir hækkanir á verði að undanförnu, en því miður virðist verð á karfa hafa dregið lítil- lega úr sölu. Karfinn er seldur meira í almennri samkeppni en þorskurinn og ýsan og því er salan á honum viðkvæmari fyrir verðhækkunum, en meðan framboð frá okkur er nægilegt en ekki frá keppinautunum, er verðið hjá okkur í lagi. Komi Kanadamenn inn á markaðinn með mikið af karfa og grálúðu á lægra verði en við, fellur salan hjá okkur. Þessar fisktegund- ir fara mikið í stórmarkaðina og þvi eru þær svo viðkvæmar fyrir verði, þó við höfum gæðin okkar megin. Gæði íslenzka físksins eru á hinn bóginn ástæða þess, að við berum höfuð og herðar yfír aðra seljendur físks á markaðnum hér, bæði í verði og sölu. Gæði íslenzka fískins eru þekkt um allt land. Þegar Alaska- menn fóru að framleiða þorsk fyrir nokkrum árum án verulegs árang- urs, var það markmið þeirra að ná sömu gæðum á framleiðsluna og íslendingar og ná þannig íslenzka verðinu. Það sýnir okkur mjög vel hve staða okkar er sterk. Ég óttast það að íslenzkir framleiðendur hugsi ekki nógu langt fram í tímann um þessar mundir, en til lengri tíma lit- ið mun Coldwater halda áfram að vaxa og skila framleiðendum á ís- landi hagnaði. Skammtímasjónar- mið borga sig ekki; að selja fískinn til Evrópu eða eitthvert annað en til Bandaríkjanna í auknum mæli mun valda okkur erfíðleikum, þegar til lengri tíma er litið. Við getum ekki byggt okkur upp á stopulu framboði. Langtímasjónarmið með stöðugt framboð fyrir markaðinn hér er því það mikilvægasta af öllu. Nú erum við líklega í hvað harð- astri samkeppni síðan ég byrjaði hér, sérstaklega í sölu fískrétta og þar kemur margt til. Samdráttur hefur orðið í sölu fískrétta í skóla, en það var stór og mikilvægur mark- aður fyrir okkur. Þá er sala fiskrétta í smásölu minni en áður og sala á kjúklingum er í mikilli samkeppni við okkur í veitingahúsakeðjunum. Kjúklingasamlokur hafa komið í stað fiskisamlokunnar. Það er sam- dráttur í sölu á fiskréttum og allir berjast harðvítugri báráttu til að halda sínum hlut eða auka hann. Með aukinni umræðu um heilsu- samlegt fæði, hefur dregið úr neyzlu á djúpsteiktum físki og físki með miklu af deigi og mylsnu. Þess vegna hefur meðal annars orðið aukning í sölu flaka, en samdráttur í brauð- og deigfiskinum. Þeir stað- ir, sem selja tilbúna fískrétti, leggja æ meiri áherzlu á rétti, sem hægt er að baka eða pönnusteikja og eru með minni brauð- og deighjúp. Þetta hefur einnig bætt stöðu ferskfisk- sölu verulega hér í landi. Þess vegna er okkur nauðsynlegt að breyta verksmiðjuframleiðslunni hjá okkur í samræmi við breyttar óskir mark- aðsins og að slíkum breytingum er unnið af krafti. það verður alltaf viss eftirspum eftir fískstautum og slíkum réttum, en jafnframt mun eftirspum eftir verðmeiri réttum vaxa, það er réttum, sem innihalda hlutfallslega meira af físki, en nú er algengast. Það er framundan aukning í neyzlu sjávarrétta og lausnin felst í því að finna réttu pakkninguna, réttu fiskréttina bæði til að svara eftii spurn og auka hana. Það er margt að gerast í þessu landi. Nú em myndbönd til á nær þriðjungi heimila og fólk horfir því mikið á alls konar sjónvarpsefni heima hjá sér . Því er búizt við því, að sala veitingahúsa færist í miklum mæli yfír í heimsendingar og rétti til að taka með heim. Bæði konan og maðurinn vinna úti, koma við á veitingastaðnum og taka með sér eitthvað að borða og horfa á bíómynd. Hlutverk okkar er því að koma fram með fískréttina, sem henta þessu lífsmynstri," sagði Ger- ald McGuire. BrSds Arnór Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Sveit Gunnlaugs Guðmundssonar sigraði í Akureyrarmótinu í sveita- keppni sem lauk sl. þriðjudag. Keppnin var mjög jöfn og spenn- andi allt til loka. Sveit sem kallar sig SS-Byggir hafði forystu í mót- inu þar til í síðustu umferðinni að sveit Gunnlaugs átti góðan loka- sprett og sigraði eins og fyrr segir. Með Gunnlaugi spiluðu í sigursveit- inni: Magnús Aðalbjömsson, Páll Jónsson og Friðfínnur Gíslason. Lokastaðan: Gunnlaugur Guðmundsson 303 Ámi Bjamason 288 SS-Byggir 284 Hellusteypan hf. 260 Gunnar Berg 252 Stefán Vilhjálmsson 243 Zarioh Hammadi 242 Símon I. Gunnarsson 241 Gísli Pálsson 225 Stefán Sveinbjömsson 218 Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son. Næsta keppni félagsins verður Akureyrarmótið í tvímenningi sem hefst á þriðjudaginn kemur. Spilað- ur verður Barometer og verða væntanlegir þátttakendur að láta skrá sig fyrir kl. 20 á sunnudags- kvöld. Allt spilafólk á Akureyri og í nágrannasveitunum er velkomið. Bikarkeppni Norðurlands er í fullum gangi og em nú 8 sveitir eftir í keppninni sem er útsláttar- keppni. Nánar verður sagt frá þessari keppni síðar í þættinum. Bridsfélag- Suðurnesja Aðalfundur brids-félagsins verð- ur haldinn föstudaginn 16. janúar 1987 í húsi verslunarmanna Suður- nesja, Hafnargötu 28 í Keflavík. Félagar, fjölmennið og munið að mæta sundvíslega. Bridsfélag kvenna Aðaltvímenningskeppni félagsins lauk skömmu fyrir jól, með yfír- burðasigri Gunnþómnnar Erlings- dóttur og Ingunnar Bernburg. Þær hlutu 599 stig, eftir að hafa leitt keppnina frá upphafí. Röð efstu para varð þessi: Gunnþómnn Erlingsdóttir — Ingunn Bemburg 599 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir 372 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 331 Elín Jónsdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 269 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 201 Ásgerður Einarsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 195 Ingibjörg Halldórsdóttir —Sigríður Pálsdóttir 184 Dóra FViðleifsdóttir — Ólafía Þórðardóttir 174 Sl. mánudag hófst svo aðalsveita- keppni með þátttöku 16 sveita. Spilaðir em 2 x 16 spila leikir á kvöldi, allir v/alla. Bridsfélag kvenna er til húsa í Sigtúni 9 (nýja húsnæði Bridssam- bandsins) og vill stjóm félagsins koma á framfæri ánægju félags- manna með þá aðstöðu, sem boðið er upp á. Formaður félagsins er Aldís Schram. Bridsdeild Skagfirð- inga, Reykjavík Að lokinni einni umferð í aðal- sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita á „viðkvæmu“ stigi. Bmgðið getur til beggja átta, eins og vera á. Staða efstu sveita er: Lárasar Hermannssonar 225 Rögnvaldar Möller 224 Guðrúnar Hinriksdóttur 222 ÁrmannsJ. Lárassonar 199 Sigmars Jónssonar 189 Guðmundar Theodórssonar 183 Högna Torfasonar 182 Sveitakeppninni lýkur næsta þriðjudag, en annan þriðjudag (27. janúar) verður eins kvölds tvímenn- ingskeppni. Spilað er í Drangey v/Síðumúla og er allt spilaáhuga- fólk velkomið. Keppni hefst kl. 19.30. Keppnisstjóri er Júlíus Sigur- jónsson. Bridsdeild Rang- æingafélagsins Eftir 2. umferð í aðalsveita- keppni er staða efstu sveita þannig: Gunnar Helgason 47 Sigurleifur Guðjónsson 47 Loftur Þ. Pétursson 42 Gunnar Guðmundsson 36 Lilja Halldórsdóttir 33 Frá Bridssambandi Austurlands Nýlokið er bikarkeppni sveita, sem jafnframt var firmakeppni sambandsins. Rörasteypan á Egils- stöðum sigraði, en í sveitinni spil- uðu: Pálmi Kristmannsson, Guðmundur Pálsson, Páll Sigurðs- son og Sigfús Gunnlaugsson. Rörasteypan sigraði sveit Esk- fírðings hf. í úrslitum. Alls tóku 12 sveitir þátt í keppninni að þessu sinni. Evrópumeistaramót, opni flokkur 1987 Evrópumeistaramótið verður haldið í byijun ágúst í Brighton á suðurströnd Englands. Landsliðsnefnd hefur ákveðið að haldin verði keppni sex úrvalspara, sem nefndin velur fyrir 10. febrúar. Keppni þessi verður sveita- keppni, sem hefst síðari hluta febrúar. Spiluð verða a.m.k. 150 spil. Eftir keppnina verður liðið valið. Landsliðsnefnd áskilur sér allan rétt við val liðsins. Evrópumeistaramót kvenna 1987 Evrópumeistaramót kvenna verður haldið í byijun ágúst í Brighton á suðurströnd Englands. Landsliðsnefnd hefur ákveðið, að haldin verði undankeppni 21.—22. febrúar. Þessi keppni verður tvímenningskeppni, með Butler- útreikningi. Keppnin mun standa yfír eina helgi og verða spiluð 60—90 spil. Eftir þessa undankeppni mun landsliðsnefnd velja nokkur pör í sveitakeppni í mars. Að henni lok- inni verður liðið endanlega valið. Landsliðsnefnd áskilur sér allan rétt við val liðsins, þ.m.t. að velja spilara, sem ekki hafa tekið þátt í þessum keppnum. Þær sem hug hafa á að spila í landsliðinu skulu sækja um þátt- töku fyrir 10. febrúar til: Bridssambands íslands, Sigtúni 9, Box 272, 121 Reykjavík. Umsókninni skal fylgja stutt kerfísyfírlit parsins. Norðurlandamót yngri spilara 1987 Hér með er vakin athygli á að NM 1987 verður haldið í Hrafna- gili í Eyjafirði í júnímánuði. Keppt verður í tveimur aldursflokkum. Yngra liðið verður skipað spiluram fæddum 1966 eða síðar, en það eldra fæddum 1962—1965. Landsliðsnefnd hefur ákveðið, að haldin verði undankeppni 21.—22. febrúar. Þessi keppni verður tvímenningskeppni, með Butler- útreikningi. Keppnin mun standa yfír eina helgi og verða spiluð 60—90 spil. Eftir þessa undankeppni mun landsliðsnefnd velja nokkur pör í sveitakeppni í mars. Að henni lok- inni verða liðin endanlega valin. Landsliðsnefnd áskilur sér allan rétt við val liðanna, þ.m.t. að velja spilara, sem ekki hafa tekið þátt í þossum keppnum. Þcir som hug hafa á að spila í landshðunum skulu sækja um þátt- töku fyrir 10. febrúar til: Bridssambands íslands, Sigtúni 9, Box 272, 121 Reykjavík. Umsókninni skulu fylgja fæðing- arár og stutt kerfísyfírlit parsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.