Morgunblaðið - 16.01.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 16.01.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 Vestur-Berlín: Rosa Luxembourg vekur enn deilur Eftir Catherine Field Conner, skiptstjórí undraskútunnar Stars and Stripes, siglir hér þvert fyrir skútuna Nýja Sjáland. Ameríku-bikarinn: Kookaburra III tekur forystu Fremantle, AP. SEGLSKÚTAN Kookaburra III hafði forystu við hvern áfanga kapppsiglingarinnar við Astralíu IV i gær. Kookaburra kom í mark 1:34 mín á undan Ástralíu og hefur því unnið fyrstu kapp- siglinguna af níu í undanrásum. Í raun er þetta öðru sinni, sem skipstjórar skút- anna etja kappi hver við annan. Aftur á móti var fyrsta kappsiglingin, sem Ástralía IV reyndar vann, gerð ógild vegna kvartanna hvors tveggja um að rangt hefði verið haft við áður en siglingin hófst á miðvikudag. Olíuverðið upp fyrir 20 dollara? New York, Reuter, AP. SAUDI-ARABÍA beitir sér nú fyrir hækkun oliuverðs og hefur leitað eftir sam- stöðu á meðal ýmissa olíu- ríkja í þessu skyni. Er talið, að þetta frumkvæði Saudi- Araba kunni að leiða til þess að olíuverð hækki upp fyrir 20 dollara tunnan. Var þetta haft eftir sérfræðingum í New York í gær. Þar að auki kunna aðrir þættir að valda því, að olíuverðið hækki t. d. sú ákvörðun Norðmanna nú í vikunni að minnka olíufram- leiðslu sína um 80.000 tunnur á dag. Þar við bætast kuldamir í Evrópu og stigmögnun styijald- arinnar milli írans og íraks. Allt kann þetta að leiða til þess, að olíuverðið haldi áfram að hækka. Haft var eftir Stepehen Smith, kunnum bandarískum olíumála- sérfræðingi í gær, að afleiðing þessa alls yrði hugsanlega sú, að olúverðið færi upp í 22 doll- ara tunnan. Olíuverðið hefur hækkað um nær 25%, síðan OPEC, samtök olíuútflutnings- ríkjanna, náðu samkomulagi um það í síðasta mánuði að minnka heildarframleiðslu sína um 7,25% og innleiða á ný fast olíuverð, sem átti að verða 18 dollarar á tunnu. Þannig hefur verð á olíu úr flokknum „West Texas Inter- mediate“ hækkað frá því í síðasta mánuði úr 15 dollurum upp í rúml. 19 dollara tunnan. Slík olía var seld á 19,13 dollara tunnan í New York í gær miðað við af- hendingu í febrúar. Hafði hún hækkað um 24 cent frá því dag- inn áður. FIMMTÁNDA janúar árið 1919 voru Rosa Luxembourg og Karl Liebknecht myrt í Berlín og líkum þeirra kastað í Land- wehr-skurð. Fundust þau þar fjórum mánuðum síðar svo illa farin, að varla var unnt að bera á þau kennsl. Þótt 68 ár séu lið- in frá þessum atburði eru engu likara en Luxembourg, þessi eftirminnilega kona, sé enn í fullu fjöri og oft nægir að nefna hana á nafn til að menn fari í hár saman. Margarethe von Trotta, einn af boðberum nýju bylgjunnar í vest- ur-þýskri kvikmyndagerð, gerði í fyrra mynd um líf og starf Rosu Luxembourg og m.a. vegna þeirr- ar athygli, sem hún vakti, ákvað ein af hverfisstjórnunum í Vestur- Berlín að koma upp bautasteini til minningar um þau Liebknecht og Luxembourg. I borgarstjórninni voru menn aftur á móti ekki á eitt sáttir um þessa afgreiðslu og kom þar til harðvítugra orða- skipta. Ánnars vegar voru þeir, sem vildu, að þessarra fórnarlamba hægriöfgamanna yrði minnst á viðeigandi hátt, og hins vegar þeir, sem sögðu, að hvorki morðingjam- ir né hin myrtu hefðu haft frelsi og lýðræði að leiðarljósi og því engin ástæða til að hafa þau í heiðri. Með því var í raun verið að segja, að Luxembourg hefði verið andlega skyld hryðjuverka- mönnum nútímans og að þau Liebknecht hefðu átt sinn þátt í að falli fyrstu lýðræðislega kjömu ríkisstjórnarinnar í Þýskalandi, hmni Weimar-lýðveldisins. Þótt menn skiptist nokkuð í flokka í afstöðunni til þessa máls er það þó ekki einhlítt, margir hægrimenn em sammála græn- ingjum og jafnaðarmönnum um að rétt sé að minnast með virðingu fómarlamba „fyrstu pólitísku morðanna í þýska lýðveldinu". I Vestur-Berlín er sjaldan minnst á þau Luxembourg og Liebknecht en hinum megin við múrinn er annað uppi á teningn- um, þar em þau hetjur og næstum litið á þau sem stofnendur austur- þýska ríkisins. Á dánardegi þeirra var efnt til mikillar samkomu í Austur-Berlín þar sem aðalræðu- maðurinn var Hermann Axen, félagi í stjómmálaráðinu og yfir- maður þeirrar deildar kommún- istaflokksins, sem fer með alþjóðleg málefni, og skólinn fyrir foringja í landamæragæslunni er nefndur eftir Luxembourg. Þessi persónudýrkun er víðs fjarri Vestur-Berlínarbúum. Það eina, sem minnir á þau Luxem- bourg og Liebknecht er lítið skilti þar sem líkum þeirra var kastað í skurðinn. Var það sett upp í stað- inn fyrir minningarskjöld, sem skemmdarverkamenn höfðu leikið Rosa Luxembourg Karl Liebknecht lausum hala á í mörg ár uns hon- um var stolið í maí í fyrra. Umræðumar um Rosu Lux- embourg em til marks um þær breytingar, sem orðið hafa á við- horfum manna og stjórnmálunum á síðustu ámm. Nú viðurkenna margir, með semingi kannski, að hún hafi verið merk kona hvað sem skoðunum hennar leið. Þýskir jafnaðarmenn vildu t.d. lengi vel ekkert af Luxembourg vita, enda sneri hún snemma baki við þeim og gerðist einn af fmmkvöðlum þýska kommúnistaflokksins, en á sjöunda áratugnum, á tímum stúd- entaólgunnar og vaxandi kvenna- hreyfinga, þegar vinstrimennska var í tísku, var rykið dustað af nafni hennar og var hún um skeið í miklu afhaldi hjá þessum hópum. Hvort og hvernig Rosu Lux- embourg verður minnst á að liggja fyrir í vorbyijun en nú þegar hef- ur einni hugmyndinni verið hafnað, þeirri að nefna eftir henni nýja brú yfir Landwehr-skurð. Þess í stað var brúin skírð eftir stofnanda og fyrsta forstöðumanni dýragarðsins í Berlín. (Höfundur er fréttamaður breska dagblaðsins Observei) Kínverjar kynna nýja sprengjuflugvél * v AP/Símamynd. Kínverska fréttastofan Xinhua birti þessa mynd í fyrra- dag af nýrri tegund tegund sprengjuflugvéla, B6-D, sem m.a. verða búnar íjarstýrðum eldflaugum, tveimur undir hvomm væng. Em þessar vélar smíðaðar sérstak- lega til árása á herskip.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.