Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987 29 Fræðslustjóradeilan magnast: Fj órðungsstj ómin mótmælir ákvörðuu menntamálaráðherra Telur ákvörðun ráðuneytisins um slgórnun fræðsluskrifstofunnar ganga þvert á lög FJÓRÐUNGSSTJÓRN Norð- lendinga kemur saman til fundar í dag og verður þar fjall- að um brottrekstur Sturlu Kristjánssonar úr starfi fræðslustjóra Norðurlandsum- dæmis eystra. í Fjórðungs- stjórn eiga sæti sveitarstjórnar- menn úr báðum Norðurlands- kjördæmunum. Fyrir fundinum liggja drög að ályktun sem Morgunblaðið hefur komist yfir. í upphafsorðum þessara draga er lýst yfir fyllsta trausti á aðgerð- ir fræðsluráðs Norðurlandsum- dæmis eystra varðandi „tilefnis- lausa uppsögn" Sturlu. Síðan er „gerræði ráðherra" vítt, „sem að- för að sjálfstæði fræðslustjóra og fræðsluráða í störfum og þar með að valddreifingu í landinu.“ Síðan segir: „Fjórðungsstjórn styður ákvörðun fræðsluráðs, um að ann- ast stjómun fræðsluskrifstofunn- ar meðan reglulegur fræðslustjóri gegnir ekki störfum og álítur þann málatilbúnað menntamálaráðu- neytisins, að skólaskrifstofu þess skuli falið úrskurðarvald um mál- efni fræðsluráða á meðan ekki er áður enn til úrskurðar ráðuneytis kom. Upplýsinga var eigi heldur leitað hjá starfsbróður mínum í N. vestra, fræðsluráðum eða fjórð- ungssambandi. Ráðuneytið sendi samdægurs af- rit af bréfinu til starfsbræðra minna. Framkvæmdastjóm FSN og formönnum fræðsluráða er nú einn- ig kunnugt efni þess. Með tilvísun í viðbrögð starfs- bræðra minna, sem yður munu berast, vil ég leyfa mér að óska eftir því að þér dragið umrætt bréf til baka og léttið af mér þeirri alvar- legu áminningu sem mér er þar veitt. Sturla Kristjánsson.“ Fræðsluráð mótmælir Þetta hafði fræðsluráðið síðan að athuga við áminningarbréf ráð- herrans í bréfí dags. 13. september s.l: „Fræðsluráð Norðurlandsum- dæmis eystra harmar bréf yðar frá 21. ágúst sl. til fræðslustjóra þar sem þér veitið honum vítur vegna blaðamannafundar sem haldinn var á fræðsluskrifstofu N. eystra 14. ágúst 1986 og fyrir að halda ekki trúnað gagnvart menntamálaráðu- neyti. Vegna þessa máls vill fræðsluráð taka eftirfarandi fram: 1. Áðumefndur blaðamannafundur var haldinn af fræðsluráðum N. eystra og vestra og til hans boð- að af þeim. 2. Allt til þessa dags hefur fræðslu- ráði og skólastjórum verið gerð grein fyrir tillögum mennta- málaráðuneytis til fjárlaga enda litið svo á að þær taki gildi í upphafi hvers skólaárs og skól- um gert að starfa samkvæmt þeim frá 1. september. Fræðsluráð fer því þess á leit að þér dragið umrætt bréf til baka því augljóst er að fræðslustjóri er bor- inn þar röngum sökum. kominn fræðslustjóri til starfa á ný, vera þvert á ákvæði reglu- gerða og grunnskólalaga og treystir því, að fræðsluráð standi fast á rétti sínum í þessu efni. Fjórðungsstjórn telur að efni standi til að endurskoða ákvæði grunnskólalaga um ráðningu fræðslustjóra og ákveða í lögum að hann skuli ráðinn af fræðslu- ráði, eins og annað starfsfólk fræðsluskrifstofu. Bent skal á í því sambandi á afstöðu fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga við undirbúning gmnnskólalaga. Því beinir Fjórðungsstjórn því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir þess konar lagabreytingu við end- urskoðun grunnskólalaga, sem nú stendur yfir. Jafnframt beinir Fjórðungsráð því til alþingis- manna á Norðurlandi eystra að leita sér stuðnings um lagabreyt- ingu til að koma í veg fyrir áframhaldandi aðgerðir mennta- málaráðherra varðandi störf fræðslustjóra þvert á vilja fræðsluráðs og heimamanna í umdæminu." Fyrir fundi Fjórðungsstjórnar- Þráinn Þórisson, Hreinn Bemharðsson, Tryggvi Aðalsteinsson, Stefán Haraldsson, Trausti Þorsteinsson, Guðmundur Helgason, Magnús Stefánsson." Bréf fræðslusíjóranna Fræðslustjórar landsins söfnuðust saman til fundar á ísafirði 26. ágúst s.l. og skrifuðu þá m.a. ráðherran- um eftirfarandi bréf varðandi áminningarbréfið til Sturlu: „í 14. gr. laga nr. 63/1974 em ákvæði um verkefni fræðslustjóra. Þar segir í lið 2: „Hann hefur um- sjón með gerð árlegra rekstraráætl- ana fyrir gmnnskóla umdæmisins, endurskoðar þær og sendir ráðu- neytinu." I reglugerð um störf fræðslu- stjóra nr. 182/1976, gr. 33—34 er fjallað um skyldur fræðslustjóra í áætlanagerð og úrskurðarvald hans innan ramma gildandi laga og reglugerða. Á það skal bent, að þótt fræðslustjóri sé fyrst og fremst embættismaður ríkisins, er hann einnig framkvæmdastjóri fræðslu- ráðs, sbr. 2. gr. sömu reglugerðar. í 17. gr. reglugerðar um fræðslu- ráð nr. 183/1976 segir: „Fræðslu- ráð sér um að gerðar séu áætlanir um fræðslumál í umdæminu, bæði árlegar fjárhags- og fram- kvæmdaáætlanir m.a. til notkunar við undirbúning íjárlagafrumvarps, svo og áætlanir til lengri tíma um skólaskipan, kennslufræðilega þjónustu og annað er lýtur að fram- kvæmd grunnskólalaga í umdæm- inu.“ Fræðsluráð Norðurlands vestra og fræðsluráð Norðurlands eystra boðuðu til blaðamannafundar 14. þ.m. Tilefni fundarins voru tillögur Menntamálaráðuneytis til íjárlaga varðandi sérkennslu á Norðurlandi næsta vetur og niðurskurður á til- lögum fræðslustjóranna, sem unnar innar liggur einnig tillaga um að lýsa yfír ánægju með störf Sturlu Kristjánssonar að skólamálum. í tillöguni er sagt að í umdæminu hafi mótast skólastefna í „byggðalegum skilningi". Segir síðan að „réttur skóla í umdæminu hafi verið sóttur gagnvart Menntamálaráðuneytinu, svo sem grunnskólalögin heimila." Loka- orðin eru þessi: „Fjórðungsstjórn vill standa vörð um þessa stefnu og sækja lengra með eflingu starf- seminnar heima í umdæmunum og styður því Sturlu Krisstjánsson til áframhaldandi starfa í stöðu fræðslustjóra í Norðurlandsum- dæmi eystra. Með skírskotun til þessa leggur Fjórðungsstjórn áherslu á, að við- ræður eigi sér stað milli mennta- málaráðherra og fræðsluráðs um skipan í starf fræðslustjóra og framkvæmd málefna fræðslu- skrifstofu áður en gerðar eru tillögur um ráðningu í starf fræðslustjóra á ný. Fjórðungs- sstjórn beinir því til forsætisráð- herra og þingmanna á Norður- landi eystra, að koma á slíkum viðræðum." eru eftir því sem mælt er fyrir í reglugerð um sérkennslu nr. 270/1977. Formaður fræðsluráðs Norðurlands vestra stjórnaði fund- inum. Auk fræðsluráðsmanna voru á fundinum Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri Norðurlands eystra og Bjarne Helleman, forstöðumaður ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í Norðurlandsumdæmi vestra, sem mætti fyrir Guðmund Inga Leifs- son, fræðslustjóra, sem fulltrúi hans á fundinum. Það er föst venja að líta á af- greiðslu Menntamálaráðuneytis á íjárlagatillögum sem endanlega niðurstöðu til að vinna eftir við skipulag skólahalds. Í samræmi við það er hlutaðeigandi (fræðsluráð- um, skólastjórum, skólanefndum) gerð grein fyrir niðurstöðum „hvítu bókarinnar". í þessu tilviki var m.a. ljóst, að ekki yrði hægt að uppfylia kröfur um sérkennslu nema að hluta til. Slíkar upplýsingar gefa fræðslustjórar fræðsluráðum, skól- um eða skólanefndum, eftir því sem við á. í samræmi við framangreint er ljóst að ekki hefur verið litið á „hvítu bókina“ sem trúnaðarmál, enda hvergi um það beðið. Með hliðsjón af framansögðu telj- um við Sturlu Kristjánsson í engu hafa brotið trúnað við yfirboðara sína, þar sem honum er í raun skylt að veita Fræðsluráði tilgreindar upplýsingar sé þess óskað. Væntum við þess að bréf það dagsett 21. þ.m. sem þér senduð til Sturlu Kristjánssonar verði aft- urkallað með þeim ummælum sem þar standa vegna þessa máls. ísafirði, 26. ágúst 1986, Virðingarfyllst, Snorri Þorsteinsson, Pétur Bjarnason, Guðm. Ingi Leifsson, Jón R. Hjálmarsson, Helgi Jónasson." Hrein óstjóm og óheið- arlegt rekstrarfé - segir Olafur G. Einarsson alþingis- maður um vanda fiskvinnslufyrirtækja „VIÐ þingmennirnir getum ekki komið í veg fyrir að Útgarður hf. selji Gaut GK til hæstbjóð- anda. Hinsvegar höfum við verið að beita okkur fyrir þeirri fjár- hagslegu aðstoð, sem heimamenn telja sig þurfa til að kaupa skip- ið,“ sagði Ólafur G. Einarsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið, en hann ásamt þeim Karli Steinari Guðnasyni og Geir Gunnarssyni, situr í nefnd sem skipuð var til að finna leiðir til að halda togaranum áfram á heimaslóðum, í Garði. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á miðvikudag gær, hefur togarinn verið auglýstur til söiu vegna fjárhagsörðugleika fyrir- tækisins og hefur hæsta tilboð í skipið komið frá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. „Við höfum fyrst og fremst áhyggj- ur af atvinnulífinu á staðnum, en ekki einstökum fyrirtækjum. Hrað- frystihús Keflavíkur og Sjöstjarnan eiga einnig í fjárhagsörðugleikum og hafa bæði fyrirtækin leitað til Byggðastofnunnar vegna þess. En ef eigendur þessarra fyrirtækja vænta fyrirgreiðslu frá stofnuninni, verða hluthafar sjálfir að leggja fram nýtt hlutafé og veð fyrir lán- unum. Það hefur hinsvegar ekki verið gengið frá tryggingum af hálfu Kaupfélags Suðumesja og SÍS, sem er aðalhluthafi Hráðfrysti- húss Keflavíkur þó frystihúsinu hafi nú nýlega verið veitt 20 millj. kr. lánsloforð frá Byggðastofnun. Stofnunin leggtir sig fram við að aðstoða þessi svæði við að halda skipum í heimahöfn. Þó hefur stofn- unin vissulega ákveðnar skyldur við stað eins og Grundarfjörð, sem hef- ur misst skip,“ sagði Ólafur. Aðspurður um orsakir slæmrar rekstrarstöðu þessarra fiskvinnslu- fyrirtækja sagði Ólafur að margar ástæður lægu þar að baki. „Of lítið eigið fé er fyrir hendi í upphafi sem þýðir lántökur sem fyrirtækin geta ekki staðið undir. í sumum tilvikum er um hreina óstjórn að ræða og stundum hafa menn náð sér í rekstrarfé með óheiðarlegum hætti sem þeir þurfa auðvitað að standa skil_ á síðar.“ Ólafur sagði að ljóst væri að öll fiskiskip, sem seld væru í dag, væru á yfirverði vegna innflutn- ings- og smíðabanns á nýjum skipum. I öðru lagi sagði hann að kvótakerfið ætti þátt í þessu yfir- verði þar sem kvóti er seldur um leið og skip er selt. Kvótakerfið gæti því ekki gengið öllu lengur í núverandi mynd. Höfum gert ákveðinn samning við Útgarð hf. - segir Guðni Jónsson, fram kvæmda- sijóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar „VIÐ höfum gert ákveðinn samn- ing við Útgarð hf. í Garði um kaup á togaranum Gauti GK 244 og geri ég ráð fyrir að frá honum verði endanlega gengið í næstu viku,“ sagði Guðni Jónsson, framkvæmdasljóri Hraðfrysti- húss Grundarfjarðar, i samtali við Morgunblaðið í gær. Guðni vildi ekki skýra frá endan- legu kaupverði, aftiendingardegi eða öðru því sem við kemur samn- ingnum, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Hraðfrystihús Grundarfjarðar hafa boðið í skipið um það bil 170 millj. kr. „Við höfum staðið í mikilli baráttu á liðnu ári við að fá hingað skip og boðið í íjölda skipa síðan við misstum Sig- urfara til Fiskveiðasjóðs fyrir rúmu ári. Auðvitað er kaupverðið hrika- legt og langt yfír tryggingaverð- mæti skipsins, sem eru rúmar 90 millj. kr., en það eina sem við hugs- um um er að eignast skip, sem getur veitt okkur hráefni." Guðni sagðist skilja það manna best að Garðmönnum þætti súrt í broti að missa skipið. „Eg veit ekki hvað heimamenn eru að hugsa, en ég vona bara að þeir og aðrir verði látnir lúta sömu lögmálum og yfir okkur hafa gengið," sagði Guðni. Hraðfrystihús Grundarfjarðar hefur einnig nýlega fest kaup á útgerðarfélaginu Skipanesi hf. frá Grundarfírði, sem átti meðal annars 137 tonna bát, Skipanes. Ekki er ástæða til að ræða lánabeiðni Garð- skaga ef Grundfirðingar eru að kaupa Gaut GK - segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunnar EIGENDUM Hraðfrystihúss Keflavíkur hefur verið veitt 20 milljóna króna lán frá Byggða- stofnun og reikna má með að eigendum Sjöstjörnunnar verði veitt svipuð upphæð að því til- skildu að eigendur sjálfir auki hlutafé í fyrirtækjum sínum og leggi fram veð til tryggingar lánunum, að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggða- stofnunnar. Beiðni Sjöstjörnunnai- hefur hins- vegar ekki verið tekin fyrir í stjóm Byggðastofnunnar. Þá hefur beiðni Garðskaga og Útgarðs hf. frá Garði, sem á Gaut GK 244, ekki verið tekin fyrir í stjórn Byggða- stofnunnar, en hún hljóðar upp á 40 millj. kr. „Það er engin ástæða til að ræða málefni Útgarðs hf. í stjóminni ef verið er að selja skipið til Grundarfjarðar eins og allar líkur benda til,“ sagði Guðmundur, en Hraðfrystihús Grundarfjaðrar hefur einmitt sótt um 40 miilj. kr. lán frá Byggðastofnun, meðal annars til að kaupa Gaut GK og verður sú beiðni væntanlega tekin fljótlega | fyrir í stjórninni. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.