Morgunblaðið - 16.01.1987, Side 37
37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
Lucy Winston Hannes-
son kennari - Minning
Fædd 23. júní 1920
Dáin 12. jánúar 1987
í öllum skólum ægir saman jurt-
um af hinum ýmsu tegundum eða
eins og máltækið segir, þar kennir
ýmissa grasa. Sum stráin eru ung
og auðsveigjanleg en hin eru eldri
og þroskaðri og sá siður ríkir þar,
sem og í öllum samfélögum, að þau
eldri teygja höfuðið hátt á meðan
nýliðarnir reyna að vera hljóðir,
hikandi og forvitnir inn í þessa
nýju veröld sem virðist geyma
leyndardóma og ævintýri á bak við
hvetja hreyfingu.
Og svo hefst sagan hröð og mis-
kunnarlaus og ungu stráin hrífast
með straumnum og hafa vart við
að drekka í sig allt sem fyrir verð-
ur og við sem áttum í erfiðleikum
með einbeitnina við námið urðum
sérfræðingar í mannfólkinu og þá
sér í lagi kennurunum — sterku
eikunum. Sumir voru léttvægir
fundnir, hégómlegir, hrokafullir,
sumir voru góðlegir, hvetjandi,
skemmtilegir, nokkrir voru af dýr-
ustu tegund, og maður vildi ekki
gleyma þeim.
Gráhærða konan með hásu rödd-
ina var ein af þeim sem ungu stráin
tóku eftir strax. Stóru stráin, sem
urðu vinveitt svona eftir vígsluna
miklu, fræddu okkur á því að þetta
væri Winston. „Hún kennir ensku
— það er enginn svikinn af henni,“
sögðu þau og augnaráðið breyttist
þegar þau töluðu. Og svo kom að
því að við fengum að kynnast
henni. Hún var rösk, klædd eins
og hippi í mussu og sléttum striga-
skóm; oftast sat hún með krosslagð-
ar fætur á stólnum eins og Gandhi
hefði vafalaust gert. Kennslan hófst
án nokkurra aukaorða, hún talaði
hratt og ákveðið og áður en maður
vissi af var maður hugfanginn.
Kannski var það ekki það sem hún
sagði — heldur hvernig hún sagði
það — það var eitthvað sem gagn-
tók hugann og maður vildi allt fyrir
manneskjuna gera. Reynslan var
skráð í fas hennar og manni fannst
hún hafa bitið á jaxlinn oft — og
hún átti kjark sem fáir eiga.
Svo heyrðum við af manninum
hennar — þeir sögðu hann vera
hugsuð, skáld og mikinn mann. Og
við skildum að hún hefði auðvitað
aldrei getað orðið samferða öðruvísi
manni en einmitt honum. Stundum
læddi hún inn orðum um hann og
það var fallegt. En mitt í önnunum
hvarf hann brott — og við fundum
til langt inn í hjarta og þorðum
ekki að segja neitt. Konan hélt
áfram að beijast, bíta á jaxlinn,
gefast ekki upp og kjarkurinn var
óbilandi. Við skildum, þögðum,
fundum til og fylltumst lotningu
um leið. Við vorum farin að læra
af henni dýrustu hluti — þessa sem
aldrei eru sagðir með orðum og
aldrei skráðir með krít á töflu.
Tilvera hennar var orðin okkur
veigamikið námsefni — hún var
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
kennari af Guðs náð. Skarð hennar
verður seint fyllt og þeirra hjóna.
Guð blessi minningu þeirra.
Gunnbjörg og Brynjólfur
í dag, föstudaginn 16. janúar,
verður til moldar borin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík Lucy Winston
Hannesson, menntaskólakennari,
sem andaðist í Landspítalanum í
Reykjavík 12. þ.m.
Lucy Winston, eða Winston eins
og vinir hennar nefndu hana, fædd-
ist í Richmond í Virginia í Banda-
ríkjunum 23. júní 1920. Hún ólst
upp þar vestra og var í námi í heim-
speki og ensku við University of
California í Berkeley þegar þangað
kom ungur siglfírskur námsmaður,
Jóhann S. Hannesson. Þau hittust
þar fyrst haustið 1941 og gengu í
hjónaband í janúar 1942. Fimm
árum síðar lá leiðin til íslands og
bæði gerðu ráð fyrir að þau væru
alkomin hingað þá. Svo varð ekki.
Jóhann fékk ekki stöðu, aðeins
stundakennslu, og þrem árum
seinna fluttust þau aftur til Banda-
ríkjanna. Þar var ekki heldur um
auðugan garð að gresja á vinnu-
markaði þeirra, Winston vann ýmis
algeng störf en Jóhann kenndi
ensku við sinn gamla háskóla í
Berkeley til ársins 1952. Þá fékk
hann starf við Cornell University
og var þar m.a. bókavörður við ís-
lenska bókasafnið sem kennt er við
Fiske. Þar réðst Winston síðar til
starfa sem ritari við enskudeildina.
Þar áttu þau heimili til ársins 1959
að þau fluttust alfarin til Islands
og settust að á Laugarvatni þar sem
Jóhann tók við skólameistarastarfi
í ársbyijun 1960. Þar hóf Winston
kennslu ári síðar og var síðan nær
óslitið enskukennari við framhalds-
skóla til æviloka. Leiðin lá frá
Laugarvatni til Reykjavíkur árið
1970 og árið 1971 hóf Winston störf
við Manntaskólann við Hamrahlíð,
þar sem hún kenndi æ síðan.
Winston Hannesson var afburða-
kennari og hafði mikinn metnað
fyrir hönd greinar sinnar, móður-
máls síns. Hún gerði miklar kröfur
til sjálfrar sín í starfi, stundum svo
að samkennurum hennar ofbauð,
hún gat verið nemendum sínum
ströng, en af því öryggi sem þeir
kennarar einir hafa sem jafnan
gera sér fulla grein fyrir getu nem-
andans.
Ég hitti Winston og Jóhann fyrst
þegar hún gerðist kennari við MH.
Kynnin urðu ekki hröð, m.a. vegna
þess að ungur kennari hlaut að
bera óttablandna virðingu fyrir
þeim hjónum. Jóhann einn kunnasti
og merkilegasti skólamaður sem við
höfum nokkurn tíma eignast,
Winston ekki aðeins kona hans
heldur fyrst og fremst þvílík per-
sóna að engum gat dulist að þar
fóru glæsilegar gáfur með mikilli
reisn. En svo tókust kynni sem
leiddu til vináttu og bar aldrei
skugga á. Vináttu sem var svo
auðgandi að maður kom ríkari af
hveijum fundi við þau hjónin, ríkari
af skilningi, hugmyndum, mann-
þekkingu. Því það var einmitt á því
sviði sem mér lærðist að skilja að
yflrburðir þeirra beggja lágu. Þau
skildu, hvort með sínu móti, meira
í hegðun og eðli mannanna en nokk-
urt það fólk sem ég hafði notið
kynna af. Það fer ekki hjá því að
maður á að leiðarlokum stóra skuld
ógoldna þvílíku fólki.
Ég skrifaði að Winston hefði ver-
ið strangur kennari. Þannig kom
hún mér fyrst fyrir sjónir. Það var
áður en ég hafði gert mér grein
fyrir hinni ofumæmu kviku sem bjó
að baki. Seinna varð mér ljóst að
nemendur hennar skynjuðu þessa
kviku fyrr en samkennarar. Það
duldist ekki hvert menn leituðu í
öngum sínum, hver var „grátmúr-
inn“ þegar á bjátaði. Þessi svip-
fallega kona, sem alltaf talaði
bjagaða íslensku, þeim mun fegur
móðurmál sitt, vakti nemendum það
traust sem aldrei virtist bila.
Fleiri en nemendur sýndu henni
traust. Um tuttugu ára skeið sat
Winston Hánnesson í Fulbright-
nefndinni og mörg áranna var hún
formaður hennar. Hún sat einnig
oftlega í þeirri undirnefnd sem vel-
ur styrkþega. Samkennarar fólu
henni oft vandasöm störf — og aldr-
ei brást að Winston leysti verk sitt
óaðfínnanlega af hendi.
Eitt var að kynnast þeim hjónum
hvoru um sig. Annað var að verða
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
þeim sem hjónum. Það er sumra
sögn að hjónabönd sem til er stofn-
að eftir skömm kynni verði sjaldan
farsæl. Sé í einu vetfangi hægt að
afsanna slíka kenningu gerðu
Winston og Jóhann það. Sú ást, sú
virðing, sem þau sýndu hvort öðru
var þvílík að vinum þeirra mun aldr-
ei gleymast. Hafi ég einhvern tíma
skilið hvað átt væri við með orða-
sambandinu að Jafnræði sé með
hjónum" skildi ég það af kynnunum
við Winston og Jóhann. Kannski
stafaði það jafnræði m.a. af því að
verkaskipting með þeim var hreint
ekki eins og algengast er. Á heim-
ili þeirra í Hafnarfirði smíðaði
Winston innréttingarnar sjálf. Hún
var líka bílstjórinn, jafnt í sumar-
sem vetrarferðum, hún, útlending-
urinn sem vaxinn var úr annarri
mold en hinni íslensku, hafði vanist
annarskonar veðráttu, annarskonar
samgöngum. Utlendingur? Að vísu
að uppruna en samt var aldrei á
henni að finna eftir að okkar kynni
urðu að hún ætti nokkurs staðar
heima nema hér. Eftir að hún
missti mann sinn árið 1983 kom
fyrir að hún væri spurð hvort hún
ætlaði ekki að flytjast aftur til
Bandaríkjanna. Það þótti henni frá-
leit spurning og varla svars verð.
Þessu landi hafði hún gefist, þess-
ari þjóð helgaði hún starfskrafta
sína.
Winston hafði fengið orlof skóla-
árið 1986—87. En hún hafði ekki
að fullu lokið störfum á vorönninni
1986 þegar uppgötvaðist sá sjúk-
dómur sem dró hana til dauða. Við
kvöddumst fyrir þremur vikum og
bæði vissu að það var hinsta kveðja.
Enn sem fyrr var Winston æðrulaus
og styrk. Énn sem fyrr fór ég auð-
ugari af fundi hennar. Aldrei hafði
mér verið jafnljóst að í henni hafði
ég kynnst eiginlegu stórmenni. Fyr-
ir það skal þakkað.
Bömunum, Wincie og Sigurði,
og bamabömum Winston votta ég
samúð um leið og ég þakka Winst-
on Hannesson fyrir ógleymanlega
samvem.
Heimir Pálsson
Kynni mín af Winston stafa frá
námsárunum í Kaliforníu. Við Jó-
hann urðum samferða vestur um
haf og hófum nám við Háskólann
í Berkeley. Þar kynntist hann hinni
glæsilegu og gáfuðu skólasystur,
Winston Hill, og skipti það engum
togum að þau felldu hugi saman
og giftust. Ég bjó hjá þeim framan
af, þangað til eftir að Wincie, dótt-
ir þeirra, fæddist. Við áttum
samleið í námi. Lifandi áhugi Jó-
hanns og Winston á öllum sviðum
smitaði mig og víkkaði sjóndeildar-
hring minn. í þessu sambýli
tengdumst við þrjú, nánast án þess
að taka eftir því, þeim vinaböndum
sem síðan héldust þótt leiðir skildi.
Er við hittumst aftur á íslandi,
eftir méira en áratug, var eins og
aðeins dagur hefði liðið. Eiginlega
gerði ég mér þá fyrst grein fyrir
því hve djúpstæð vinátta okkar var.
Við það tækifæri hitti og Unni,
kona min, þau hjón í fyrsta sinn.
Bæði tóku þau henni tveim höndum.
Tendraðist þar neisti sömu bylgju-
lengdar sem æ síðan tengdi okkur
öll fjögur.
Það er ekki auðvelt að flytjast
frá fijósömu landi feðra, úr hlýju
loftslagi og eiga að aðlagast kaldri
fegurð íslands og fella sig að að-
stæðum þar, stundum við misjafnar
móttökur af hálfu heimamanna.
Þær eru þó ófáar konurnar sem
gifst hafa íslendingum erlendis og
flust til íslands. Með því að flytja
með sér brot af menningarhefð og
venjum heimalands hafa þær
fijóvgað gróðurmold íslenskrar
menningar. Winston Hannesson
hafði marga þá kosti, sem auðveld-
að geta aðlögun að nýju umhverfi
— frábæra greind og glaðværa
glettni, víðsýni og eðlislægt um-
burðarlyndi. Hún tók ástfóstri við
Island og allt það, sem íslenskt
var, mál og menningu. Fósturland-
inu gaf hún af heilum hug alla
starfskrafta sína og fölskvalausa
þjóðhollustu. Henni þótti vænt um
alla sem urðu á vegi hennar, unga
sem gamla. Einkum dáði hún dugn-
að og áræði íslenskrar skólaæsku,
en umburðarlyndi og hreinskilni
gerðu henni jafnframt kleift að
gagnrýna án þess að særa.
Að minnast hennar er að minnast
Jóhanns um leið. Hún var honum
ómetanlegur styrkur í starfi hans.
Hjónaband þeirra var skemmtileg
blanda af gagnkvæmri aðdáun og
samofnu samstarfi. Jóhann Hann-
esson hefur verið kallaður einn af
fremstu skólamönnum okkar kyn-
slóðar á íslandi. Réttara .væri að
segja að Jóhann og Winston hafi í
sameiningu verið meðal fremstu
kennara og uppeldisleiðbeinenda
þessa lands. Svo mikinn þátt áttu
þau hvort í annars ævistarfi.
Farsælt framlag þeirra til heil-
brigðrar menntunar íslenskrar
æsku verður seint fullþakkað.
Flestir skrifa eða senda samúðar-
kveðjur til vinar, sem misst hefur
maka eða annan ástvin. Þegar Jó-
hann Hannesson dó var það
Winston sem skrifaði okkur hjón-
um. Við vorum í Moskvu. Hún vildi
ekki að við fengjum fregnina úr
blöðum. Þannig var Winston: Form
skipti ekki máli né hégómi hefð-
bundinna siða. Aðalatriðið var að
ná til vina þótt íjarri væru.
í bréfinu lýsti Winston söknuðin-
um og einmanakenndinni eftir lát
Jóhanns. Jafnframt rifjaði hún upp
margar minningar úr gæfuríkri
sambúð. Þau hjón áttu öll sín
áhugamál, öll sín vandamál í sam-
einingu. Allt, sem þau gerðu, það
gerðu þau saman. Kannski var það
þess vegna, sem þau gátu miðlað
öðrum svo miklu.
Bréfið frá Winston er fallegasta
og hjartnæmasta bréf, sem við hjón-
in höfum fengið.
Að Jóhanni látnum hélt Winston
ótrauð áfram kennslustarfinu við
Hamrahlíðarmenntaskólann, þrátt
fyrir þverrandi heilsu. Það var henni
styrkur í baráttunni við einveruna.
Sjúkralegunni síðustu mánuði
tók hún með einstöku jafnaðargeði.
Hún vissi vel hvert stefndi og gat
rætt um það, æðrulaust, við Wincie
dóttur sína.
Við þökkum Winston samfylgd-
ina, vináttuna og allt það sem hún
gaf íslandi. Hún var landnámskona,
hetja. Við missi hennar er ísland
at fátækara.
Hugur okkar leitar í dýpstu sam-
úð til Wincie og Chris, Sigurðar og
annarra nánustu aðstandenda.
Unni og Haraldur
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík útför Lucy Winston
Hannesson. Lucy Winston Hill
fæddist 23. júní 1920 í Richmond
í Virginíuríki í Bandaríkjunum þar
sem faðir hennar var lögfræðingur
en móðirin sölustjóri hjá bókafor-
lagi. Hún lagði stund á ensku og
heimspeki við Kalifomíuháskóla,
lauk þaðan Associate of Arts-prófi
árið 1940 en hélt áfram námi um
sinn. Haustið 1941 kom þangað
ungur íslenskur námsmaður, Jó-
hann S. Hannesson. Með þeim
Winston tókust brátt kynni og í
janúar 1942 gengu þau í hjóna-
band. Árið 1947 fluttust þau til
íslands, þar sem Jóhann sinnti stop-
ulli vinnu við kennslu. Leiðin lá að
nýju til Bandaríkjanna árið 1950.
og Jóhann réðst bókavörður við
Fiske-safnið í Cornell-háskóla í
íþöku í New York-ríki. Árið 1959
fluttist fjölskyldan aftur til íslands
og Jóhann tók við starfi skólameist-
ara Menntaskólans á Laugarvatni.
Þar kenndi Winston ensku á árun-
um 1961—67. Þau Jóhann fluttust
svo til Reykjavíkur og skömmu
síðar, árið 1971, réðst Winston sem
enskukennari að Menntaskólanum
í Hamrahlíð, þar sem Jóhann var
einnig kennari. Dóttir þeirra,
Wincie, kom einnig að skólanum
sem enskukennari og starfar þar
enn.
Mörgum hefur reynst erfitt að
flytjast með maka til framandi
lands, temja sér nýja tungu og að-
lagast nýjum háttum, en allt frá
því ég kynntist Winston Hannesson
hef ég nánast litið á hana sem ís-
lending, þótt henni væri vissulega
tamt að grípa til móðurmáls síns í
löngum orðræðum.
Það duldist engum sem kynntist
þeim Winston og Jóhanni, hve náið
og innilegt samband þeirra var.
Fráfall hans 9. nóvember 1983 var
henni mikið áfall.
Winston Hannesson var kennari
við Menntaskólann við Hamrahlíð
til dauðadags. Hún var afbragðs
kennari og að sama skapi góður
skipuleggjandi. Skólinn mun léngi
búa að starfi hennar. Henni var sl.
haust veitt eins árs orlof til fram-
haldsnáms, en entist ekki heilsa til
að nýta orlofið. Baráttu við erfiðan
sjúkdóm lauk að morgni mánudags-
ins 12. janúar.
Að leiðarlokum votta ég börnum
Winston, Wincie og Sigurði, bama-
börnum ogöðrum ástvinum innilega
samúð mína, og ég veit að ég má
flytja þær kveðjur frá nemendum,
kennurum og öðru starfsfólki
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Ornólfur Thorlacius
Kveðja frá ensku-
kennurum við MH
Þann 12. janúar sl., daginn sem
kennsla hófst að loknu jólaleyfi,
lést samkennari okkar Winston
Hannesson. Hún beið lægri hlut í
æðrulausri baráttu við banvænan
sjúkdóm.
Winston hlaut menntun í ensku
máli og bókmenntum í Kaliforníu á
vesturströnd Bandaríkjanna og
vann síðan við kennslu mestan hluta
starfsævi sinnar, á Laugarvatni og
síðar við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Því starfi helgaði hún
sig af lífi og sál. Einlægur áhugi
hennar á menntamálum og viðmót
í samskiptum við annað fólk gerði
hana að jafngóðum kennara og
raun ber vitni. Hún var ávallt reiðu-
búin að tileinka sér nýjar hugmynd-
ir og sótti námskeið í því skyni.
Hún staðnaði því aldrei í starfí.
Samskipti hennar við nemendur
voru oft nánari en almennt gerist
í skóla milli kennara og nemenda.
Ófáir nemendur komu að heim-
sækja hana í skólann, jafnvel
mörgum árum eftir að námi þeirra
lauk, sem sýnir að þeir kunnu að
meta þá umhyggju sem hún bar
fyrir þeim.
Við samstarfsmenn Winston
minnumst hennar með hlýhug. Við
minnumst margra ánægjustunda
þar sem hún sagði frá ferðalögum
sínum, margvíslegri reynslu og
hugmyndum. Hún var hjálpsöm og
örlát á tíma sinn, hvort sem var í
einkalífi eða starfi. Jafnframt lét
hún sér mjög annt um okkur og
fjölskyldur okkar.
Winston var sérstaklega vel að
sér í bókmenntum og málfræði'
enskrartungu. En metnaður hennar
fólst ekki aðeins í því að kenna
ensku, heldur einnig að þroska
hæfileika nemenda og auka þeim
víðsýni. Dugnaður var aðalsmerki
Winston.
Megi góðar minningar styrkja
börn og barnaböm í sorginni.