Morgunblaðið - 16.01.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1987
49
Benfica
sigraði
Ander-
lecht
BENFICA frá Portúgal vann And-
erlecht, lið Arnórs Guðjohnsen,
með tveimur mörkum gegn einu
f vináttuleik á miðvikudaginn.
Það var Michael Manniche sem
skoraði fyrst fyrir Benfica. Júgó-
slavinn Krncevic jafnaði fyrir
Anderlecht en Carlos Manuel
gerði sigurmark Benfica.
Gunnarog Guðmundur
löglegir með ÓL-liðinu
GUNNAR Gfslason og Guð-
mundur Steinsson er löglegir
með Ólympíuliði íslands í knatt-
spyrnu. Margir höfðu talið að
þeir væru ólöglegir þar sem
þeir komu inná sem varamenn
í leik íslands og Spánar í undan-
keppni HM.
Það hefur komið í Ijós að leik-
menn sem hafa leikið í minna en
90 mínútur með landsliðinu í
undankeppni HM eða Evrópu-
keppni mega leika með Ólympíu-
liðinu.
Fjölmargir leikir eru á dagskrá
undankeppni Ólympíuleikana í
sumar hjá íslenska landsliðinu.
Stórmót íþrótta-
fréttamanna
áAkranesi
Ómar og félagar leika gegn
„gulldrengjunum“ af Skaganum
STÓRMÓT íþróttafréttamanna
í innanhússknattspyrnu verður
haldið á sunnudaginn í iþrótta-
húsinu á Akranesi og hefst
klukkan 14.30.
Það eru átta lið sem taka þátt
í mótinu eins og venja er til. Lið-
unum er skipt í tvo riðla þar sem
allir leika við alla. í A-riðli eru
Fram, ÍBK, Valur og lið íþróttaf-
réttamanna. í hinum riðlinum eru
KR, Þór, Víðir og Skagamenn.
Hver leikur er 2x7 mínútur
nema í undanúrslitunum og í
sjálfum úrslitaleiknum en þá leika
menn í 2x10 mínútur. Undanúr-
slitin hefjast klukkan 18.15 og
úrslitaleikurinn klukkan 19.15.
Það verður eitthvað til
skemmtunar á Akranesi á sunnu-
daginn því Ómar Ragnarsson
mætir með Stjörnulið sitt og leik-
ur við „gulldrengina" af Akranesi
og ætti það að vera jöfn og
skemmtileg keppni.
• Gunde Svan hefur mikla yfir-
burði í heimsbikarnum í skfða-
göngu karla.
HSÍ og Flugleiðir:
Fimm milljón króna
auglýsingasamningur
Handknattleikssamband ís-
lands, HSÍ, hefur gert nýjan
auglýsingasamning við Flugleiði
sem gildir fram yfir Olympfuleik-
ana í Seoul f Suður-Kóreu á
næsta ári.
Flugleiðir munu verða aðal-
stuðningsfyrirtæki HSÍ fram að
Olympíuleikum og munu öll lands-
lið íslands í handknattleik, karla,
Skíði:
Gunde Svan enn efstur
GUNDE Svan frá Svfþjóð hefur
örugga forystu f heimsbikarnum
í skíðagönu karla. Hann hefur nú
74 stig. Vladimir Smirnov, Sov-
étrfkjunum er f öðru sæti með 43
stig.
Karlarnir kepptu í 15 km göngu
á laugardaginn. Þar sigraði Harri
Kirvensniemi frá Finnlandi. Hann
gekk á 41.52,2 mínútum. Torgny
Mogren, Svíþjóð, varð annar á
42.02,7 mín. Christer Majbaeck,
Svíþjóð, þriðji á 42.05,9 mín. og
Gunde Svan í fjórað sæti á 42.42,2
mín.
Staðan í heimsbikarnum
síðustu helgi er þessi:
Gunde Svan, Svíþjóð
eftir
74
Vladímir Smirnov, Sovétrfkjunum 43
Torgny Mogren, Sviþjóð 42
Thomas Eriksson, Sviþjóð 34
Harri Kirvesniemi, Finnlandi 34
Christer Majbaeck, Svfþjóð 30
Pierre Harvey, Kanada 26
Vegard Ulvang, Noregi 24
Thomas Wassberg, Svíþjóð 21
kari Ristanen, Finnlandi 20
Andi Grúnonfelder, Sviss 19
• Ernst Vettori frá Austurrfki hefur staðið sig vel f vetur og er nú efstur f heimsbikarkeppninni f skíða-
stökki. Hann er líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu sem hefst í Oberstdorf í febrúar.
Skíðastökk:
Vettori hefur tekið forystu
ERNST Vettori frá Austurríki hef-
ur nú tekið forystu í heimsbikar-
keppninni í skíðastökki. Hann
sigraði í stökki af 70 metra palli
í Oberwiesenthal f A-Þýskalandi
f gær.
Vettori, sem er 22 ára, náði
lengsta stökki keppninnar í fyrra
stökki sínu er hann stökk 92 metra.
Hann stökk síðan 86, 5 metra og
varð hinn öryggi sigurvegari með
samtals 224,6 stig. Hann hefur nú
hlotið 165 stig í heildarstigakeppn-
inni.
Hroar Stjernen frá Noregi varð
annar stökk 88,5 og 91,5 metra
og hlaut 223,5 stig. Jiri Parma frá
Tókkóslóvakíu varð þriðji, stökk
88,5 og 88 metra og hlaut 219,9
stig.
Staöan í heimsbikarnum í skíða-
stökki er nú þessi:
Ernst Vettori, Austurríkl 165
Vegard Opaas, Noregi 154
Jens Weissflog, A-Þýskalandi 103
Prlmoz Ulaga, Júgóslavíu 101
Ulf Findeisen, A-Þýskalandl 97
Hroar Stjernen, Noregl 88
Andreas Felder, Austurriki 82
MiranTepes, Júgoslavíu 70
Jiri Parma, T ókkóslóvakiu 70
Thomas Klauser, V-Þýskatandi 66
Matti Nykaenen, Finnlandi 62
kvenna, pilta og stúlkna, leika með
merki Flugleiða á búningum sínum.
HSÍ mun leitast við að kynna þjón-
ustu og starfsemi Flugleiða hér,-
lendis sem erlendis á þessum
tíma.
Auk þessa munu Flugleiðir
styðja við bakið á landsliðinu með
ýmsum hætti. Þeir munu til dæmis
bjóða Júgóslövum, heims- og
Olympíumeisturunum, hingað til
lands til tveggja landsleikja í febrú-
ar.
Þessi samningur er sá stærsti
sem íslenskt fyrirtæki gerir við
sérsamband innan ÍSÍ og er áætl-
að að stuðningur Flugleiða við HSÍ
nemi um 5 milljónum króna á
þessu keppnistímabili.
Er samningurinn var undirritað-
ur í gær sagði Jón Hjaltalín
Magnússon formaður HSÍ meðal
annars að frá því HSÍ var stofnað
fyrir 30 árum hefðu handknatt-
leiksmenn farið í um 10.000 ferðir
með Flugleiðum. Jón sagði einnig
að landsliðsmenn okkar yrðu mikið
á ferðinni fram að Olympíuleikum
og taldi ekki ofreiknað að þeir yrðu
fjarri heimilum sínum í um 42 vik-
ur, eða í tæpt ár, fram að Olympíu-
leikum.
• Emst Happel hefur ákveðið
að hætta sem þjálfari HSV í vor.
Happel
hættir
ÞJÁLFARINN góðkunni, Ernst
Happel, sem þjálfað hefur HSV í
Vestur-Þýskalandi um árabil hef-
ur ákveðið að hætta hjá félaginu
eftir þetta keppnistfmabil.
Happel var búinn að lýsa því
yfir fyrir nokkru að hann hyggðist
hætta eftir þetta keppnistímabil
en í gær sagði hann alls óráðið
hvað hann tæki sér fyrir hendur.
„Það getur vel verið að ég haldi
áfram að þjálfa en það verður alla
vega ekki hjá HSV því það er mik-
ið meira en nóg að vera með sama
liðið í sex ár,“ sagði kappinn.
Frjálsar íþróttir:
Egill hleypur
vel innanhúss
„MÉR hefur gengið vel á æfingum
og á ugglaust eftir að ná betri
tímum í mótum, sem eru fram-
undan,“ sagði Egill Eiðsson,
spretthlaupari úr UÍA í samtali
við Morgunblaðið.
Egill hefur náð góðum árangri á
innanhússmótum í Vestur-Þýzkal-
andi að undanförnu, en hann
stundar nám við íþróttaháskólann
í Köln.
Egill hljóp 400 metra á 49,20
sekúndum í Dusseldorf á sunnu-
daginn og varð fjórði í úrslitahlaupi
á meistaramóti Nord-Rhein-fylkis-
ins. Sigurvegarinn hljóp á 48,08
sek., en aðeins var hálf sekúnda
milli þriggja næstu manna. Und-
anrásir fóru fram aðeins rúmum
tveimur klukkustundum fyrir úr-
slitahlaupið og hljóp Egill þá á
49,50 sekúndum.
Helgina áður, sunnudaginn 4.
janúar, hljóp Egill 200 metra á
22,3 sekúndum á móti í Dortmund.
Hvort tveggja er með því betra,
sem íslendingur hefur náð innan-
húss.
4-
Kraftlyftingar:
Unglingamót
íslandsmeistaramót unglinga í
kraftlyftingum verður haldið laug-
ardaginn 7. febrúar en unglingar
eru þeir sem eru á aldrinum
14—23 ára.
Keppendur verða að senda þátt-
tökutilkynningar til Halldórs E.
Sigurbjörnssonar, Ásbraut 11 í
Kópavogi eða í Æfingastöðina í
Engihjalla fyrir 1. febrúar.