Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 plnrgmj Útgefandi tÞIiifrft Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Flokkur (eina) mannsins Saga Alþýðuflokksins er sér- kennileg. Hann hefur klofnað oftar en aðrir íslenskir stjórn- málaflokkar. Þar hafa fylkingar einnig runnið saman oftar en í öðrum íslenskum stjórnmála- flokkum. Nú lýtur hann for- mennsku manns, sem hefur áður verið virkur í að minnsta kosti tveimur stjórnmálaflokkum, Al- þýðubandalaginu og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Innan Alþýðuflokksins sýnast all- ir standa á öndinni og bíða þess, að þessi eini maður, Jón Baldvin Hannibalsson, leiði flokkinn til mikils sigurs í komandi kosning- um. Blaðamaður Morgunblaðsins gerði úttekt á stöðu Alþýðu- flokksins nú í upphafi kosninga- árs og birtist niðurstaðan hér í blaðinu síðastliðinn þriðjudag. Þar kemur fram, að foringjadýrk- un er meiri í Alþýðuflokknum nú en nokkrum öðrum íslenskum stjórnmálafokki. Það sýnist sam- dóma álit, að það sé verk Jóns Baldvins Hannibalssonar eins, að tekist hefur að auka stuðning við Alþýðuflokkinn í skoðanakönn- unum. „Það er áberandi í mál- flutningi margra, sem skýra þau völd og ítök sem Jón Baldvin hefur í Alþýðuflokknum, að hér sé um hlýðni við formann að ræða. Hlýðni við formann sem hefur náð að rífa flokkinn upp í að minnsta kosti 20% fylgi, miðað við niðurstöður skoðanakann- ana,“ segir í niðurstöðum blaða- mannsins og einnig: „Velflestir viðmælenda telja að Jón Baldvin sé einfari í pólitík. Hann sé einn á toppnum og hljóti að vera ein- mana þar, oft á tíðum. „Það háir honum að hann treystir engum og því treystir enginn honum,“ segir einn þingmaður Alþýðu- flokksins." Lýsingin á Alþýðuflokknum núna er lýsing á flokki eins manns. Það skín í gegnum við- horf samflokksmanna Jóns Baldvins Hannibalssonar, að þeir bíða eftir því með vaxandi óþreyju, að hann auki fylgi flokksins í kosningum. Þar til talið hefur verið upp úr kössunum sýnast þeir reiðubúnir til að fara að óskum formannsins, hvað síðan gerist er óvíst. Samtíminn krefst þess af stjómmálaflokkum, að þeir byggi mjög á foringjum sínum í kosn- ingaslag. Flokksformaður án öflugra samstarfsmanna og bar- áttusveitar má sín hins vegar lítils, þegar að því kemur að fást við hin daglegu viðfangsefni stjómmálanna. Þótt nauðsynlegt sé að hafa sterkan foringja, er hitt jafn varasamt fyrir stjóm- málaflokk að eiga ekkert annað en sterkan foringja. Jón Baldvin Hannibalsson áttaði sig á hættu- legri stöðu sinni að þessu leyti og kallaði með aðstoð Gylfa Þ. Gíslasonar á Jón Sigurðsson, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, í efsta sæti listans í Reykjavík. Þar með sameinuðust þeir ættbogar, sem hafa sett svip sinn á Alþýðuflokk- inn og klofning innan hans í hálfa öld. Er opinskátt rætt um Jón Sigurðsson sem arftaka Jóns Baldvins á formannsstóli í flokkn- um. Jón Sigurðsson segist að vísu ekki sjálfkjörinn til neins eftir að hann var sjálfkjörinn í prófkjöri Alþýðuflokksins. Það fer ekki hjá því, að þing- mönnum Alþýðuflokksins svíði, hvernig flokksformaðurinn hampar Jóni Sigurðssyni sem eina manninum, er geti áunnið flokknum traust við hlið sér. í því dálæti felst að sjálfsögðu mikið vantraust á þá menn, sem nú sitja á þingi fyrir Alþýðuflokk- inn og sækjast allir eftir endur- kjöri og telja meira en sjálfsagt að hljóta aukin völd og ráðherra- sæti eftir kosningar. Hjá flokki, sem byggir jafn mikið á einum manni og Al- þýðuflokkurinn gerir nú, er jafnan lítil áhersla lögð á mál- efni. Leitast er við að halda sjó í málefnalegum átökum á þann veg, að sem minnstar skvettur komi á sjálfan foringjann. At- hyglisvert er, hve talsmenn Alþýðuflokksins eru fljótir að sveigja af leið, ef sótt er gegn þeim með eitthvert mál á oddin- um. Hefur þetta komið hvað skýrast fram í skattamálum. Þegar á reynir vilja þeir til dæm- is varla kannast við eigin tillögur um stóreignaskatt og stórauknar álögur. . Þess er ekki að vænta, að for- maður Alþýðuflokksins geti sannfært nokkurn um það fyrir kosningar, hvað hann ætlar að gera að kosningum loknum. Það yrði raunar í andstöðu við þá pólitísku leiki, sem hann hefur stundað síðustu misseri, að hann segði hug sinn allan í því efni. Hitt er ljóst, að fulltrúar Al- þýðuflokksins í sveitarstjórnum hafa hallað sér mjög til vinstri í störfum sínum frá kosningunum í maí. A þeim vettvangi hafa skapast tengsl á milli vinstri flok- kanna og ekki síst Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. A þau mun reyna, ef í brýnu slær að þing- kosningum loknum. Nýjasta dæmið um samruna vinstri manna í eina fylkingu er sá óvenjulegi atburður, að þeir stóðu saman að 70 breytingartillögum við fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar. Voru viðræðumar um það prófraun á samstarfsvilja á stærri þjóðmálavettvangi? Ein- farinn í formannsstóli Alþýðu- flokksins segir líklega ekkert um það. Spurningin er: hveiju fær hann að ráða eftir kosningar? Sl. þriðjudag birtist grein hér í Morgunblaðinu, sem ástæða er til að vekja at- hygli á. Höfundur hennar er Sigurður Guðmundsson, foistöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar og fjallaði hann um „byggðaþróun á krossgötum". í gi-ein þessari ræðir Sigurður Guðmundsson um þá grundvallarbreytingu, sem sýnist vera í aðsigi í byggð á íslandi og sumir vilja raunar líkja við nýja þjóð- flutninga. Sigurður Guðmundsson segir m.a.: „Mik- ilvægasta breytingin á íbúaþróun í landinu undanfarin ár er að frá árinu 1981 hafa búferlaflutningar af landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins aukizt verulega... Tölurnar fyrir árið 1986 eru reiknaðar út frá bráðabirgðatölum um íbúaijölda en tölur um búferlaflutninga á sl. ári liggja ekki fyrir. Samkvæmt þessu er áætlað að yfir 1.100 manns hafi flutt á höfuðborgarsvæð- ið utan af landsbyggðinni umfram þá, sem fluttu í hina áttina. Sá fjöldi fólks, sem flutt hefur af landsbyggðinni frá og með árinu 1981 nemur tæplega 5.500 manns samtals. Það jafngildir nær öllum íbúum í Árbæjar- hverfi svo dæmi sé tekið um umfang flutninganna á því landsvæði, sem tekur við þeim. Sé litið á dæmið hinum megin frá jafngildir flutningstap landsbyggðarinnar á þessum sex árum íbúafjölda Akraness, þriðja stærsta þóttbýlisstaðar á því land- svæði. Afleiðingin er sú, að frá árinu 1984 hefur íbúum landsbyggðarinnar í heild fækkað, samtals um tæplega 500 manns, enda fæðast ekki lengur nægilega mörg börn til að vega upp flutningstapið eins og áður var.“ Forstöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar fjallar síðan um ástæður þessarar þróunar og segir m.a.: „Hlutur sveitabyggð- ar í samdrætti á landsbyggðinni er ekki mjög mikill í tölum talinn enda þótt víða hafí orðið veruleg mannfækkun. Það er af því að einungis um 9% landsmanna búa í sveitum. Af þeim búa allmargir í litlum byggðahverfum til sveita og hafa viðurværi sitt af öðru en hefðbundnum landbúnaði. Hinn gífurlegi samdráttur, sem er að ganga yfir í honum kemur til með að hafa tölu- verð áhrif á íbúaþróun til sveita. Þá þurfa menn nú að ganga frá mun meiri fjárfest- ingu og þar með áhvílandi skuldum á hverri bújörð sem yfirgefin er, en var meðan byggðaröskunin var sem mest eftir seinni heimsstyijöldina. Þetta gerir skjóta aðíögun að breyttum aðstæðum illframkvæmanlega og sársaukafulla . . . Þrátt fyrir að ýmsar nýjungar geti komið til í atvinnulífi sveita- byggðarinnar á næstu árum koma allstór landsvæði til með að fara í eyði.“ Þessu næst fjallar Sigurður Guðmunds- son um þéttbýlisstaði á landsbyggðinni og segir þá skiptast í tvo meginflokka: „Eru þar annars vegar þjónustustaðir við land- búnaðarhéruð, þar sem er lítill eða enginn sjávarútvegur. Hins vegar eru útgerðarstað- ir, sem hafa lítið eða ekkert þjónustusvæði. Þjónustustaðimir hafa allflestir verið miklir vaxtarstaðir undanfarna áratugi. Þau alvar- legu þáttaskil virðast vera nú, að vaxtar- skeiði þeirra sé að ljúka.“ Greinarhöfundur birtir síðan töflu yfir mannfjöldaþróun í Borgamesi, þar sem fólki hefur fækkað síðustu tvö árin og segir síðan: „Aðrir em Búðardalur, Blönduós, Egilsstað- ir, Vík í Mýrdal, Hella, Hvolsvöllur og Selfoss. Þessum stöðum er það sammerkt, að dregið hefur úr vexti þeirra undanfarin ár og á árinu 1986 fækkaði fólki á þeim utan Egilsstöðum, en mannfjöldi stóð í stað í Búðardal. Samdráttur í landbúnaðarfram- leiðslu kemur hart niður á þessum stöðum, enda hafa þeir byggt tilveru sína að miklu leyti á iðnaði og þjónustu, sem tengist henni. Akureyri, Sauðárkrókur, Húsavík, Vopnafjörður og Höfn í Hornafirði eru bæði útgerðar- og þjónustustaðir. Þessir staðir hafa flestir einnig verið vaxtarstaðir undan- fama áratugi enda þótt úr hafi dregið að undanförnu og það svo mjög, að það er ein- ungis á Sauðárkróki, sem fólki hefur fjölgað svo orð sé á gerandi. . . Á 9 þéttbýlisstöðum er meira en 60% af atvinnunni í sjávarút- vegi. Á 15 stöðum til viðbótar er sjávarút- vegur milli 50 og 60% af mannafla. Yflr 27.000 manns búa á þéttbýlisstöðum, þar sem yfir 40% af atvinnu er í sjávarútvegi. Það fer ekki hjá því, að þessir staðir standa afar berskjaldaðir fyrir þeim sveiflum, sem alltaf em og verða í sjávarútveginum ... Undanfarin ár hefur hin almenna reynsla verið sú að því hærri sem hlutur sjávarút- vegs er af mannafla þeim mun neikvæðari hefur þróun íbúafjölda verið.“ Loks segir Sigurður Guðmundsson í grein sinni: „Hitt er ljóst, að megintilhneigingunni í byggðaþróun landsins verður ekki snúið við á fámennu stöðunum. Til þess er straum- urinn einfaldlega of stríður. Honum er hins vegar hægt að breyta og það er þjóðarbúinu nauðsynlegt að það verði gert.“ Grundvallarbreyting í landbúnaði í grein þeirri, sem hér hefur verið vitn- að til hefur höfundur sett fram á skýran og aðgengilegan hátt kjarna mikils alvöru- máls. Þær breytingar, sem ýmist eru að heijast eða standa yfir í tveimur helztu atvinnuvegum þjóðarinnar eru svo víðtæk- ar að þær munu augljóslega hafa djúpstæð áhrif á byggðina í landinu. Að mörgu leyti stendur landbúnaðurinn frammi fyrir afleiðingum eigin velgengni á undanförnum árum og áratugum. Tæknivæðingin í landbúnaði og þar með framleiðniaukning hefur verið svo mikil, að tiltölulega fámennur hópur bænda mun í náinni framtíð geta framleitt allar þær búvörur, sem þjóðin þarf á að halda. Þetta er þróun, sem er alþekkt víða um lönd. Samt sem áður höfum við talið sjálfum okkur trú um, að við gætum mætt vanda umfram framleiðslu í landbúnaði að hluta til með auknum útflutningi. Enn hefur sá markaður ekki fundizt í útlöndum og allar líkur benda til að það sé sjálfsblekking ein að halda að slíkan markað sé hægt að finna. Samkeppnin um að koma umfram- framleiðslu þjóða heims á markað er einfaldlega svo mikil, að við stöndumst hana á engan hátt. Því fyrr, sem menn horfast í augu við þennan veruleika þeim mun betra. I annan stað hefur bændum verið talin trú um, að þeir gætu bætt sér upp samdrátt í mjólkurframleiðslu og sauð- fjárbúskap með svonefndum aukabúgrein- um. Margt bendir til að þar sé önnur sjálfsblekking á ferðinni, a.m.k. að hluta til. Fyrir nokkrum misserum var höfundur Reykjavíkurbréfs á ferð í Borgarfirði eystra og skoðaði þar m.a. myndarlegan gæsahóp, en þá hafði gæsarækt verið hafin þar fyrir nokkru og myndarlegt slát- urhús reist í tengslum við þá starfsemi. Fyrir nokkrum vikum birtust hins vegar viðtöl við fólk á Borgarfirði eystra hér í blaðinu. Þar koma fram, að menn höfðu geflzt upp á gæsaræktinni vegna þess að markaður var ekki til staðar. Fyrir nokkrum vikum var komið við í Borgarfjarðardölum. Þar, sem víða annars staðar í sveitum, er nú að grípa um sig vonleysi. Þar hafa bændur reynt við aukabúgreinar eins og t.d. refabúskap. Hann hefur gengið ákaflega misjafnlega og er a.m.k. ekki farinn að skila nokkrum hagnaði fyrir suma bændur, sem hann hafa stundað. Það er búið að veifa aukabú- greinum framan í bændur, sem einhverri allsheijar lausn á þeirra vandamálum, en því miður bendir margt til að það sé blekk- ing einber. Það er alveg ljóst, að þeirri þróun verð- ur ekki snúið við, sem nú er hafin í landbúnaði. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, mun landbúnaður í framtíðinni stundaður á tiltölulega fáum stöðum á landinu, þar sem bezt er að reka búskap. Aðlögun þeirra, sem hætta búskap verður hins vegar erfið. í sumum tilvikum er þetta gamalt fólk, sem er sátt við að búa á jörð- um sínum, þótt ekki sé um mikinn búskap að ræða. En í öðrum tilvikum er á ferð- inni ungt fólk, sem búið er að Ieggja út í mikla fjácfestingu m.a. fyrir tilstuðlan opinberra aðila og með þeirra stuðningi. Þetta fólk getur staðið uppi nánast eigna- laust á næstu árum. Það er ekki einvörðungu sveitafólkið, sem lendir í þessum vandræðum. Eins og Sigurður Guðmundsson víkur að í grein sinni héfur samdráttur í landbúnaði mikil áhrif á hag fólks í þéttbýlinu, sem hefur myndast utan um þjónustustarfsemi við MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. janúar ? Morgunblaðið/RAX landbúnaðinn. Þar býr fólk, sem hefur einnig fjárfest í íbúðarhúsnæði til þess að geta stundað vinnu sína þar. Það verður ekki síður erfítt fyrir þetta fólk að losna við eignir sínar fyrir eitthvert verð en sveitafólkið. Vafalaust verða einhveijir til þess að segja sem' svo, að samfélagið í heild sinni beri enga ábyrgð á hvar fólk hefur valið sér búsetu og það verði sjálft að taka af- leiðingum þess vals. Ef hér væri einungis um að ræða afmarkaðan vanda tiltölulega fámenns hóps væri kannski hægt að standa á slíkri röksemdafærslu. En svo er ekki. Þessi vandi mun snerta heil byggð- arlög á næstu árum. Sjávarútvegur á sömu braut? Engin spurning er um það, hvert stefnir í landbúnaði. Það kann hins vegar að vera meira álitamál, hvort hið sama eigi við með einum eða öðrum hætti í sjávarút- vegi. Sú breyting, sem mesta athygli hefur vakið í sjávarútvegi seinni árin eru sölur á ferskum fiski erlendis. Þær hafa ýmist farið fram með siglingum fiskiskipanna sjálfra eða þá að fiskurinn hefur verið flutt- ur í gámum til útlanda. Hvor leiðin sem farin er þýðir hins vegar, að þessi fiskur kemur ekki til vinnslu í frystihúsum í sjáv- arplássum í kringum landið. Önnur meginbreytingin, sem hefur orðið í sjávarútvegi er sú, að frystitogarar hafa rutt sér til rúms. Þeir veiða fískinn og frysta um borð og kemur sá fiskur því ekki til vinnslu í frystihúsum nema að mjög takmörkuðu leyti, ef nokkru. Nú er ekki langt síðan undan því var kvartað að ekki fengist fólk til þess að vinna í frystihúsunum og jafnvel var tölu- vert um, að útlendingar væru fluttir til landsins í því skyni að vinna í frystihúsum. Þess vegna má kannski segja sem svo, að það hafi engan skaðað þótt umfram- fiskur hafi verið fluttur til útlanda ferskur. Málið er áreiðanlega ekki svo einfalt. Mikill þrýstingur er á útgerðir frá sjó- mönnum að selja fiskinn ferskan til útlanda. A.m.k. eitt frystihús borgar út- gerðarfélagi peningaupphæð til þess að fresta því að togara verði breytt í frystitog- ara. Þetta hvoru tveggja segir sína sögu. Það sýnir okkur hvert straumarnir liggja. En ef það er svo í raun, að hraðfrystiiðn- aðurinn sé í hnignun, hvað verður þá um fólkið, sem býr í litlu sjávarplássunum allt í kringum landið, sem byggir afkomu sína á vinnu í frystihúsinu. Er ekki augljóst, að þetta fólk leitar á önnur mið til þess að tryggja sér betri kjör og tryggari lífsaf- komu. Um leið og þessar byggðir byija að leggjast í eyði kemur upp sama vanda- málið og í sveitunum, að menn geta ekki komið eignum sínum í verð og flytja kannski eignalitlir á mölina hér fyrir sunn- an. Sú röskun í byggð landsins, sem við kunnum lað standa frammi fyrir á næstu árum er því stórfelld. Viðbrögð stjórn- málaflokkanna Stjórnmálaflokkarnir hafa enn sem komið er ekki lagt þessi vandamál fyrir þjóðina í samhengi. Þeir hafa ^allað um hvert vandamál fyrir sig og leitast við að finna lausnir á aðkallandi vanda líðandi stundar. En enginn þeirra hefur tekið sig til, beint athygli þjóðarinnar að þessu stór- máli í heild sinni og leitast við að leggja það fyrir þjóðina með skilmerkilegum hætti. Undan því verður hins vegar ekki vikizt og það verður að gerast í þeirri kosninga- baráttu, sem í hönd fer. Þetta er vandamál dagsins í dag en ekki morgundagsins. Það er beinlínis illa gert að ræða þessi mál ekki opinskátt bæði við landsbyggðarfólk og þá, sem búa í þéttbýlinu á suðvestur- hominu. Eins og allir vita geta byggðamál orðið mikið tilfínningamál hér á Islandi eins og víða annars staðar, t.d. í Noregi, en í Norður-Noregi eru vandamálin ákaflega áþekk því, sem við kynnumst hér. Á landsbyggðinni eru öfgasjónarmið býsna sterk, þ.e. skoðanir þeirra, sem telja að á höfuðborgarsvæðinu búi fyrst og fremst fólk, sem lifi eins og sníkjudýr á landsbyggðarfólkinu, sem framleiði þær afurðir, sem geri þjóðinni kleift að lifa í landinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig til staðar öfgakenndar skoðanir fólks, sem telur að það borgi skatta fyrst og fremst til þess að halda fólkinu á landsbyggðinni uppi. Þessar öfgakenndu skoðanir á báða bóga eru hættulegar í þeirri stöðu, sem við erum að komast í vegna þess, að ekk- ert eitt mál getur sundrað þjóðinni með jafn afdráttarlausum hætti og einmitt byggðamálin. Stríð á milli byggða og landshluta er eitt það versta sem fyrir þessa þjóð getur komið. Hvað er til ráða? Það er nánast óbærileg tilhugsun, að byggð á íslandi dragist svo mikið saman, að þjóðin verði að langmestu leyti búsett á suðvesturhorni landsins. Þess vegna er nauðsynlegt að gera sér rækilega grein fyrir því, sem hér er að gerast. Peninga- austur í vitlausar framkvæmdir, sem engu skila nema taprekstri, eru ekki lausnin á þessum vanda. Sigurður Guðmundsson víkur að því í grein sinni, hvernig við skuli bregðast. Hann segir m.a.: „Allflestir útgerðarstað- anna þurfa að stækka þannig að þjónusta geti vaxið og atvinnulíf orðið fjölbreyttara. Til þess að svo geti orðið þarf að bæta samgöngur milli þeirra til að stækka þjón- ustusvæði og jafnvel atvinnusvæði. Leita þarf leiða til að lífskjör verði sambæri- legri við þéttbýlli svæði. Síðast en ekki sízt þarf að efla atvinnustarfsemi á stöðun- um og þá alveg sérstaklega þjónustu.“ Líklegt má telja, að framvinda næstu ára verði með svipuðum hætti og forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofnunar nefnir hér sem æskilegt markmið. Með sama hætti og landbúnaðurinn mun að mestu einskorðast við þær sveitir, þar sem bezt er að búa má búast við að útgerðar- staðimir renni meira saman, ýmist með því, að fólk flytji á hin þéttbýlli svæði, t.d. á Vestijörðum, þar sem töluvert þéttbýli hefur myndast við Djúp eða á þann veg, að miklar samgöngubætur tengi byggðim- ar saman þannig, að í raun verði um samfellda byggð að ræða eins og t.d. er smátt og smátt að verða á svæðinu ísa- fjörður-Hnífsdalur-Súðavík og að nokkru leyti Bolungarvík. Undir slíka þróun er sjálfsagt að ýta af hálfu opinberra aðila. Þó vekur það óneitanlega áhyggjur að sjá þá stöðnun, sem virðist vera í vexti Ákureyrar. Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið er einmitt það þéttbýli á landsbyggðinni, sem hefur nú þegar komið upp vísi að nánast allri þeirri þjónustu, sem er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngubætur í Eyjafirði valda því, að tengingin milli t.d. Akureyrar og Dalvíkur hlýtur að vera mun meiri en áður. Samt sem áður er stöðnun á þessu svæði. Hvers vegna? „í grein þeirri, sem hér hefur verið vitnað til hefur höfundur sett fram á skýr- an og aðgengileg- an hátt kjarna mikils alvöru- máls. Þær breyt- ingar, sem ýmist eru að hefjast eða standa yfir í tveimur helztu at- vinnuvegnm þjóðarinnar eru svo víðtækar að þær munu aug- ljósiega hafa djúpstæð áhrif á byggðina í landinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.