Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ,. SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 Brosað í blíðunni Morgunblaðið/Einar Falur Icelandic Freezing Plants í Grimsby: Fjórum sinnum minni sala vegna fiskskorts Annasöm nótt hjá lögreglu- mönnum í borginni „NÓTTIN var afleit og úti- lokað að lögregluvaktin aðfaranótt laugardags hafi komist yfir öll þau útköll með eðlilegum hætti sem upp komu,“ eins og varðstjórinn í Reykjavík komst að orði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Mikill drykkjuskapur var í heimahúsum og í miðborginni og honum samfara var mikið um ólæti og rúðubrot víðsvegar. Brotnar voru rúður á tveimur stöðum í Austurstræti; í verslun Hagkaups í Lækjargötu og í húsi við Garðastræti. Einnig voru brotnar rúður í Hótel Borg, Rammagerðinni og í pylsuvagni er stóð við Þórskaffí. Tveir menn fundust með skömmu millibili í Austurstræti, annar þeirra meiddur á höfði og hinn meðvitundarlítill. Þeir voru fluttir á slysadeild. Þá meiddist maður í átökum í veit- ingahúsi í borginni svo flytja varð hann á slysadeild og aðrir tveir voru þangað fluttir, einnig vegna meiðsla er þeir hlutu á skemmtistöðum. Kveikt var í rusli við Iðnaðarbankann, Fella- görðum, en eldinn tókst að slökkva áður en skemmdir hlut- ust af. Þeir sem þar stóðu að verki, náðust ekki. Þá var stöðu- mælir skemmdur við Vallar- stræti og tókst að ná sökudólgunum. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta sýningu fjögurra sjónvarpsþátta, sem Arni Johnsen alþingismaður hefur unnið fyrir Sjónvarpið og ráðgert var að sýna í febrúar og mars. Að mati útvarpsráðs þótti óhæft að alþingismaður, sem jafnframt er í framboði, sjái um þáttagerð í sjónvarpi þegar svona skammt er til kosninga. Markús Á. Einarsson, útvarps- ráðsmaður, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hingað til hefði sú regia gilt að eftir að fram- boðsfrestur væri útrunninn, mættu frambjóðendur I aðalsætum ekki koma fram í sjónvarpi, nema í kosn- ingasjónvarpi og ef viðkomandi gegndu einhveijum þeim skyldum, sem krefðust þess. Miðað hefur verið við mánuð hingað til. Markús sagði að þessi mánaðar- regla væri hinsvegar að ganga þeim útvarpsráðsmönnum úr greipum þar sem framboð væru nú birt mun fyrr en tíðkast hefur áður. Út- varpsráð hefur því falið útvarps- stjóra að endurskoða þessar reglur og koma með drög að nýjum regl- um. Markús sagði að lokum að það ætti ekki að eiga sér stað að einn ICELANDIC Freezing Plants, dótturfyrirtæki SH I Grimsby, sér fram á að verða af um 60 milljóna króna sölu af sextíu alþingismönnum gerðist þáttagerðarmaður fyrir Sjónvarpið síðustu mánuði fyrir kosningar. „Ætli við stæðum þá ekki uppi með aðra 59 alþingismenn í viðbót sem vildu líka gerast þáttagerðarmenn fyrir sjónvarp." i janúarmánuði vegna skorts á fiski, aðallega flökum, að heiman, sem seldur er beint til viðskiptavina. Skorturinn stafar fyrst og fremst af verkfalli sjómanna, en verk- fall undirmanna á kaupskip- um getur einnig haft slæm áhrif að sögn Ólafs Guð- mundssonar, forstjóra fyrir- tækisins. Hugsanlegt er talið að einhver viðskipti geti tapazt vegna þessa. Ólafur Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að í janúar á síðasta ári hefði sala flaka og annarra fískafurða beint frá íslandi numið 1,5 millj- ónum punda eða um 90 milljón- um íslenzkra króna. Hins vegar væri fyrirsjáanlegt að vegna skorts á þessum vörum að heim- an yrði salan í janúar nú aðeins um 400.000 pund eða 24 milljón- ir króna. Ólafur sagði, að fisk- réttaverksmiðjan væri enn í gangi og sala unninna fískafurða svipuð og í sama mánuði í fyrra, en samdráttur undir mánaða- Þrír umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í Lækjarskóla. I fræðsluráði hlaut Bjöm Ólafsson atkvæði Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, sem eiga þrjá fulltrúa, en Ellert Borgar atkvæði Sjálf- stæðisflokksins sem á tvo fulltrúa. Þegar niðurstaða fræðsluráðs lá fyrir dró Ellert umsókn sína til baka og skipaði ráðherra Bjöm í stöðuna. „Bjöm hefur starfað sem yfír- kennari skólans um árabil og sýnt það í hvívetna að hann er góður starfsmaður," sagði Guðmundur Ámi. „Með honum mæltu kennar- ar skólans og skólastjóri. Það mótin væri fyrirsjáanlegur, fengist hráefni ekki að heiman. Vegna þessarar stöðu legði fyrir- tækið nú áherzlu á fískkaup frá öðmm löndum en íslandi og gæti það bjargað einhveiju. hefði ekki verið forsvaranlegt að sniðganga mann með slíka yfír- burða reynslu. Mér er ekki kunnugt um hversvegna Ellert fræðslustjóri ákveður nú að hverfa frá störfum og mér er ákaflega sárt um að missa svo færan starfs- mann.“ Guðmundur Ami var spurður hvers vegna fulltrúi Alþýðubanda- lagsins hefði sagt sig úr fræðslu- ráði, en það er meðal þeirra atriða sem tíunduð eru í áðumefndri bókun sjálfstæðismanna. Þetta er einfaldlega röng staðhæfing. Maðurinn situr enn í ráðinu “ sagði Guðmundur Ámi. Söngleikur byggð- ur á Atómstöðinni Stokkhólmi. Frá Ásdísi Haraldsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SÖNGLEIKURINN „Lítil eyja í hafinu“, sem byggður er á Atóm- stöðinni eftir Halldór Laxness verður frumsýndur á litla sviði Dramatiska Theatem í Stokkhólmi laugardaginn 31. janúar næst- komandi. Söngleikinn skrifaði Hans Alfr- edson eftir þýðingu Peters Hall- berg á Átómstöðinni. Hans Alfredson er einnig leikstjóri og auk þess hannaði hann búninga. I helstu hlutverkum eru Lena Nyman sem leikur Uglu, Sven Lindberg sem leikur organistann og Búa Árland og Harriet Anders- son, sem leikur frú Árland og Kleópötru. Lena Nyman er eini leikarinn sem fer aðeins með eitt hlutverk. Aðrir leikarar leika allir tvær persónur, oftast andstæður. Hans Alfredson sagði á blaða- mannafundi á föstudaginn að ef til vill væri ekki rétt að kalla „Litla eyju í hafínu“ söngleik, en tónlist er í hávegum höfð í verk- inu. Tónlistin er flutt af hljóm- sveitinni „Jazz Doctors“, en söngtextar eru eftir Hans Alfred- Uppselt er á frumsýninguna og næstu sýningar. Útvarpsráð mælir gegn sjónvarpsþátt- um Árna Johnsen Fræðslusljóri hefur ekki getið um ástæðu fyrir uppsögn sinni - segir Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson bæjarsíjóri í Hafnarfirði seg- ist ekki geta skilið að uppsögn Ellerts Borgar Þorvaldssonar fræðslustjóra standi í tengslum við veitingu skólastjórastöðu í Lækjarskóla. f frétt blaðsins í gær staðfestir Ellert að stöðu- veitingin sé ástæða uppsagnar hans. Einnig hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði haldið þessu fram. Segir í bókun sem þeir gerðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að „foringjar meirihlutans“ hafi hrakið Ellert úr starfi. „Hann Iét ekki getið um ástæður fyrir uppsögn sinni og ég get ekki séð að þessi mál séu tengd," sagði Guðmundur Arai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.