Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 Nýjung í orlofsmálum íslendinga Glæsileg orlofshús til sölu við hvítu ströndina (Costa Blanca) á Spáni. Starfsmannafélög — félagasamtök — hópar — fyrirtæki. íbúðir — raðhús — villur. Einnig 203 fm veitingastaður og 200 fm kjörverslun. Hagstætt verð og greiðslukjör. Samningar í gangi um mjög hagstæðar ferðir fyrir verð- andi húseigendur og þá, sem þegar eru búnir að kaupa. Hafið samband strax, við komum með kynningar á stað- inn ef óskað er. Næsta kynnisferð tii Spánar er 6. febrúar 1987. G. Óskarsson og Co.y Laugavegi 18, sími 17045. Eyðni á Ítalíu: 200 þúsund ítal- ir sýktir af veirunni — maður sem taldi sig sýktan af eyðni myrðir þungaða eiginkonu sína, son sinn og fremur sjálfsmorð Torino, Ítalíu, frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins Alls eru nú 150 — 200 þúsund einkennaiausir ítalir sýktir af eyðniveirunni. Fimm hundruð manns, þar af tíu börn, hafa sjúkdóminn á alvar- legu stigi, en langflestir eru þrátt fyrir að veiran hafi fundist í blóði þeirra. Undanfarnar vikur hefur eyðni verið mjög til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum á Italiu, en hingað til hefur umræðan ekki verið mikil á opinberum vettvangi. 'ftirminnileg ferð, sem kostar aðeins frá kr. 24.385.- Tónlistin hefur verið aðalsmerki Vínar um aldir og svo er enn í dag. Hvergi í heiminum er tónlistarlífið blómlegra, eins og sjá má á fjölbreyttum dagskrám ópera og annarra tónlistarhúsa. Á næstu vikum gefst þér m.a. kostur á að sjá óperurnar La Traviata, Hollendinginn fljúgandi, Valkyrjurnar, Leðurblökuna og ótal margar fleiri. Vínarbúar eru snillingar í matargerð. í Vín getur þú valið um fjölmörg úrvals veitingahús, sem öll eiga það sameiginlegt að bjóða upp á fyrsta flokks mat. Daglega eiga sér stað stórviðburðir á öllum sviðum í þessari sígildu borg lista og menningar í hjarta Evrópu. - Pað er FLUGLEIDIR sannarlega þess virði að skella sér með í Vínarferð SAS og Flugleiða og upplifa allt það sem Vín hefur að bjóða. SAS og Flugleiðir bjóða þér fimm daga Vínarferðir, brottför er alla föstudaga. Gist er á Sheraton í Kaupmannahöfn eina nóttog þrjár nætur í Vín,þarsem þúgetur valið um gistingu á nokkrum fyrsta flokks hótelum. Hægt er að framlengja dvölina í báðum borgunum að ósk. Boðið er upp á fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferð- ir um borgina og einnig til Búdapest. Eftirminnileg Vínarferð með SAS og s Flugleiðum kostar aðeins frá kr. 24.385.- í 2 tvíbýli. Innifalið er flug, gisting og 2 morgunverður. g m/s/u Hópur þeirra ítala sem sýktir eru af eyðniveirunni fer sífellt stækk- andi. Alls eru nú um 150—200 þúsund ítalir einkennalausir en þó sýktir af veirunni. Rúmlega 500 Italir hafa sjúkdóminn á alvarlegu stigi og um helmingur þeirra er þegar látinn, þar af eru tíu böm. Þefta kemur fram í viðtali við Ma- oro Moroni, prófessor við lækna- deild háskólans í Mílanó og framkvæmdastjóra smitsjúkdóma- sjúkrahúss háskólans. Viðtalið birtist nýlega í ítalska vikuritinu Oggi og hefur það vakið mikinn óhug meðal ítala, ekki síst þeir spádómar prófessorsins að árið 1989, eða innan tveggja ára, verði §öldi dauðadæmdra eyðnisjúklinga á Ítalíu orðinn 12 þúsund. Umræðan um eyðni hefur aukist mjög mikið í öllum fjölmiðlum hér á Ítalíu að undanförnu, umræðu- þættir og viðtöl eru í sjónvarpi, auk frétta og ýmissa upplýsinga í dag- blöðum og tímaritum. Umræðan hefur þó oft verið svolítið yfirborðs- kennd og ekki nógu nákvæm. Dapurleg afleiðing þess er atburður sem átti sér stað á Italíu nú fyrir skömmu. Þrítugur maður hafði heyrt í sjónvarpsþætti hver fyrstu einkenni sjúkdómsins væru. Hann hafði fundið til lasleika í nokkra daga og eftir sjónvarpsþáttinn leiddi hann hugann að mökum sem hann átti við konu nokkra fyrir fjór- um árum. Taldi hann fullvíst að hann væri sýktur af eyðni og fannst honum hugmyndin óhugsandi. Kona hans var bamshafandi af seinna barni þeirra hjóna, en fyrir áttu þau tæplega tveggja ára son. Gagntekinn af ótta við hinn hræði- lega sjúkdóm skaut hann konu sína og barn til bana og framdi síðan sjálfsmorð. Maðurinn skildi eftir bréf til ættingja sinna þar sem hann útskýrði „fullvissu" sína um að vera haldinn eyðni. í ljós hefur komið að maðurinn var kvefaður og með vott af inflúensu. Þessi sorglegi atburður hefur vakið mikla umræðu um upplýsingastreymi til almenn- ings, því ljóst er að ekki taka allir upplýsingunum sem skyldi. I nýlegri skoðanakönnun, sem ítölsk einkasjónvarpsstöð gerði meðal almennings, kom meðal ann- ars í ljós að 73% aðspurðra vildi auknar upplýsingar um sjúkdóminn og fómarlömb hans. Menn spyija sig nú hvernig hægt sé að ná til unglinga á gmnnskólaaldri. Hingað til hefur engin kynfræðsla verið í boði í ítölskum skólum og umfjöllun um þessi mál á heimilum er oftar en ekki fremur bágborin. Rætt hef- ur verið um þann möguleika að sjúkir einstaklingar haldi fyrirlestra í skólum, en enn sem komið er hef- ur ekkert verið gert í þeim málum. Langstærstur hópur þeirra, sem hafa sjúkdóminn á alvarlegu stigi, eru í svokölluðum áhættuhópi; þ.e. eiturlyfjaneytendur og kynhverft fólk. Þau böm sem hafa sjúkdóminn á alvarlegu stigi em flest böm eitur- lyfjasjúklinga. Mikið er um vændi á Italíu og þar sem það er ólöglegt er ekkert opinbert eftirlit með þeim sem það stunda. Vændið er eitt af þeim viðkvæmu atriðum sem lítið er til umræðu opinberlega þó aug- ljóst sé að þar er fljótvirk leið til að breiða sjúkdóminn enn frekar út. Alls em þeir sem hafa eyðni á alvarlegu stigi á Ítalíu rúmlega 500 talsins. Þar af em 59% þeirra eitur- lyflasjúklingar, 29% kynhverfir, 7% böm mæðra sem em eiturlyfjaneyt- endur og 2% sem fengið hafa blóðgjafir með sýktu blóði. Þijú prósent þeirra Itala sem hafa sjúk- dóminn á alvarlegu stigi em „venjulegt" fólk. Multiplan Vandað námskeið í notkun töflureiknisins Multiplan. Þátttakendur fá góða æfingu í að nota kerfið og ýmis gagnleg útreiknings- líkön, t.d. víxla, verðbréf o.fl. Dagskrá: ★ Almennt um töflureikna. ★ Töflureiknirinn Multiplan. ★ Æfingar í notkun allra algengustu skipana í kerfmu. ★ Stærðfræðifóll í Multiplan. ★ Fjárhagsáætlanir: Notkun tilbúinna líkana til að reikna út víxla, verðbréf, skuldabréf o.fl. ★ Ath. Með námskeiðsgögnum fylgir disklingur með ýmsum gagnlegum útreikningslíkönum. Tími: 2.-5. febrúar kl. 13—16. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.