Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 59 kvæmt samþykktum, jafngildi 14,1 milljóna Bandaríkjadala í dönskum krónum. Stofnfé (framlag) skiptist þannig: Danmörk 2,7 milljón dala, Grænland 0,1 m. dala, Færeyjar 0,1 m. dala, Finnland 2,7 m. dala, ísland 0,4 m. dala, Noregur 2,7 m. dala og Svíþjóð 5,4 m'. dala. Stofnféð greiðist samkvæmt sér- stakri greiðsluáætlun á árabilinu 1987-1995. Sjóðurinn veitir lán og ábyrgðir með sömu skilmálum og bankar. „Þegar aðstæður mæla með því má veita lán og ábyrgðir á hagstæð- ari kjörum en bankakjörum", segir í 4. grein samþykkta. „Styrki og skilyrt lán má einungis veita af heildarhagnaði sjóðsins". Þar segir og: „I starfsemi sjóðsins skal jafhan stefnt að sanngjarnri skiptingu lánsfyrirgreiðslu milli Færeyja, Grænlands og íslands. - Verkefni, sem snerta fleiri en eitt hinna vest- lægu Norðúrlanda eða fela í sér samvinnu við önnur Norðurlönd, skulu ganga fyrir öðrum'verkefn- um“. Stjóm sjóðsins skal skipuð sjö mönnum, tilnefndum af ríkis- eða landsstjómum aðila. Stjómin velur formann úr sínum hópi og ræður framkvæmdastjóra. Aðalskrifstofa skal vera í Reykjavík en fulltrúar í Þórshöfn í Færeyjum og Nuuk á Grænlandi. Samstarf við grannríki Tillaga ríkisstjómarinnar, sem fyrr er vitnað til, felur í sér heimild Alþingis, ef samþykkt verður, til að staðfesta fyrir Islands hönd samning milli ríkisstjóma Norður- landa um framangreint efni. Þetta mál snýst aðeins um einn af fjölntórgum þáttum norræns samstarfs, sem treystist ár frá ári. Þetta samstarf hefur ótvírætt gildi fyrir aðildarríkin (og getur verið fyrirmynd annara um samstarf þjóða í milli), þó það sé ekki hafið yfír gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Ríkin við Norður-Atlantshaf: Grænland, Island, Færeyjar og Noregur eiga margskonar saman- slugna hagsmuni, m.a. vaðandi nýtingu lífríkis í N-Atlandshafi (og þá um leið vemdun þess, mengunar- varnir ekki undanskildar), á sviði varnar- og öryggismála, atvinnu og viðskipta, félags- og menningar- mála. Samnorrænn byggða- eða þrón- arsjóður fyrir „hin vestlægu Norðurlönd" er ef til vill „lítið mál“ í augum sumra, en getur orðið „stórt" í tímans rás. Það er einn þáttur hagsmuna-, vináttu- og menningartengsla norrænna þjóða, sem ástæða er til að leggja vaxandi rækt við. Þetta mál gæti og ýtt undir marktækari stefnumörkun í byggðaþrón hér heima fyrir en ver- ið hefur til staðar til þessa. Fátt er mikilvægara fyrir fullbyggt ís- land, ef það á að vera markmiðið. Og byggist ekki rétturinn til lands- ins m.a. á nýtingu þess? Mánudagsmyndin í Regnboganum: Heim fyrir miðnætti MÁNUDAGSMYNDIN í Regn boganum að þessu sinni er „Heini fyrir miðnætti". í aðalhlutverk- um eru James Aubrey, Alison Elliot og Richard Todd. Höfund ur, framleiðandi og leikstjóri ei Peter Walker. Myndin fjallar um Mike Beres- ford, ungan efnilegan lagasmið sem verður ástfangin af Virginii Wilshire, en það eru ýmis Ijón veginum, t.d. það að stúlkan ei aðeins 14 ára gömul. Mike á yfíi höfði sér ákæru fyrir að vera me< henni, en ekki er það þó allt. Verkfræðingafélag íslands boðar til ráðstefnu: Forsendur virkjunar á Nesjavöllum Verkfræðingafélag íslands boð- ar til ráðstefnu um virkjun jarðhita á Nesjavöllum miðviku- daginn 28. janúar. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: „Er þörf á Nesjavallavirkjun ?“ í frétt frá félaginu kemur fram að hér sé um að ræða þátt i viðleitni stjórn- ar þess til að skapa málefnalega umræðu um tæknilega hlið slíkra mannvirkja. Vonast stjórnin til þess að félagið öðlist sess sem hlutlaus og áreiðanlegur um- sagnaraðili um málefni á sérsviði verkfræðinga. Á ráðstefnunni munu fulltrúar Hita- veitu Reykjavíkur og Orkustofnunar fjalla um forsendur þess að Nesja- vellir eru taldir fysilegur virkjunar- kostur. Einnig verða haldin erindi um samrekstur hita- og rafveitna, húshitunarspá og arðsemismat í op- inberum framkvæmdum. Ráðstefn- unni lýkur með pallborðsumræðum þorra frummælenda og fleiri sem umræðuefninu tengjast. Öllum sem áhuga hafa á málefninu, innan Verk- fræðingafélagsins eða utan þess, er boðin þáttaka í ráðstefnunni. (■ VJterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Nýttu tækifærið ! Notaðu afsláttarávísunina. Sparaðu 10.000,-kr. Mitsubishi farsíminn kostar án ávísunar kr. 89.800,- afb. eða kr. 86.800,- stgr. r----1 ____ en með afsláttarávísuninni aðeins kr. 79.800,- afb. eða 76.800,-kr. stgr Klippa hér —--------------------------------------------------------------------:----------------.----------r .7 Radióbúðin hf. Skipholti 19 súni 29800 KR 10.000,- Grelöið gegn tókka þessum Handhafa. Krónur Tfu þúsund krónur til greiðslu upp í Mitsubishi farsíma °/oo' P:S: Aðeins er hægt að nota eina ávísun fyrir hvem Mitsubishi farsíma og ekki sem útborgun. Greiðslukiör útborgun eftirstöðvar Eurokredit 0 kr. á 11 mán. Skuldabréf 19.000,-kr. 6-8 mán. SKIPHOLTI SÍMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.