Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR 6 STOFNAÐ 1913 20.tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Miðstjóm- arfundur ákveðinn Moskvu, Reuter. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, tilkynnti í gær í ræðu að miðstjórn kommúnista- flokksins kæmi saman til fundar á þriðjudag. Fundi þessum hefur verið frestað í tvo mánuði. Búist er við að Dinm- ukhamed Kunayev, sem þegar hefur verið vikið úr embætti flokks- formanns í Asíulýðveldinu Kazakhst- an, verði nú formlega vikið úr stjórnmálaráði flokksins. Hundur- inn var samsekur Chicago, AP. MAÐUR einn rændi skyndi- bitastað í Chicago-borg í gær og naut við það dyggr- ar aðstoðar bolabíts, sem með var í fðr. Ræninginn brá sér aukinheldur í þjónslíki meðan á ráninu stóð og hitaði samloku fyrir einn viðskiptavininn. Að sögn lögreglu ruddist maðurinn inn á skyndibitastað- inn og sigaði hundinum á manninn sem var á næturvakt. Hundurinn læsti hvössum tönn- um sínum í læri mannsins og ræninginn særði hann hnífi. Því næst læsti hann starfsmanninn inni í heroergi einu og skipaði honum f.ð afklæðast. í þá mund sem ræninginn hafði náð 170 dollurum úr pen- ingakassanum vatt maður einn sér inn á staðinn og pantaði sér samloku. Ræninginn útbjó hana samviskusamlega og jók þar með ránsfenginn um tvo dali. Því næst tók ræninginn á rás ásamt hundinum. Báðir voru handteknir nokkrum mínútum síðar. FERÐ AN FYRIRHEITS Morgunblaðið/Rax Kosningar í V-Þýskalandi: Helmut Kohl talinn öruggur sigurvegari Bonn, AP. VESTUR-Þjóðveijar ganga í dag að kjörborðinu og er búist við því að kjósendur láti efna- hag sinn ráða hvernig þeir veija atkvæðum sínum. Helmut Kohl kanslara er spáð stórsigri í kosningunum. í síðustu skoðanakönnun All- ensbach-stofnunarinnar kom fram að flokkur kristilegra demókrata (CDU) og bróðurflokkur hans í Bæjaralandi (CSU) nytu 44 pró- senta fylgis og fijálsir demókratar (FDP) 10,4 prósenta fylgis. Þessir tveir flokkar starfa nú saman í samsteypustjóminni í Bonn. í könnuninni var því spáð að jafnaðarmenn fengju 35,3 prósent atkvæða. Það væri minnsta fylgi, sem þeir hafa notið síðan árið Grænlendingar íhuga málshöfð- un á hendur grænfriðungum - sem sögðu uppstoppað náhveli vera útflutning á hvalkjöti Kaupmannaliöfn. Frá N. J. Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landsstjórnin er að íhuga að höfða skaðabótamál á hendur grænfriðungum og öðr- um umhverfisverndarfélögum, sem borið hafa Grænlendinga upplognum sökum. Er þetta haft eftir Moses Olsen, sem fer með fiskveiðimál í landstjóminni. Forsaga málsins er sú, að í fyrri viku skýrðu grænfriðungar svo frá, að Grænlendingar hefðu brotið lög með því að flytja 1100 kíló af hval- kjöti til Japans. Kæmi það fram í japönskum innflutningsskýrslum en Grænlendingar hafa aðeins leyfi til að veiða hval til eigin nota. Landsstjómin hefur nú upplýst, að 1100 kílóin voru í líki uppstopp- aðs náhvelis, sem var sent til Tókýó og notað sem nokkurs konar ein- kénnismerki á grænlenskri vöru- sýningu. Voru öll leyfi í lagi auk þess sem náhvelið verður flutt aftur í þjóðminjasafnið í Nuuk að sýning- unni lokinni. Landsstjómin segir, að grænfrið- ungum hefði verið í lófa lagið að spyrjast fyrir. "f 1961. Flokkur græningja hefur 9,6 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. í annarri könnun, sem Emnid- stofnunin gerði, er kristilegu flokkunum spáð 48 prósenta fylgi, jafnaðarmönnum 37 og frjálsum demókrötum og græningjum 7 prósentum hvomm. Stjóm Kohls hefur haft forystu frá upphafi kosningabaráttunnar. Stjórnarandstaðan hefur ekki get- að fundið mál til að setja á oddinn í kosningunum og er búist við því að efnahagsmál ráði úrslitum. Helsti styrkur Kohls er lítil sem engin verðbólga og stöðugur hag- vöxtur. Aukin spenna færðist þó í kosn- ingabaráttuna vegna mannrána í Beirút. Tveimur Þjóðveijum var rænt þar snemma í síðustu viku og á fostudag tóku mannræningj- ar tvo menn, sem talið er að séu vestur-þýskir. Talið er að mönnum þessum hafi verið rænt til að þrýsta á stjómina í Bonn og neyða hana til að framselja ekki mann, sem handtekinn var í Frankfurt og sakaður er um flugrán og morð, til Bandaríkjanna. Kohl hefur haldið neyðarfundi með ráð- hermm sínum og ráðgjöfum til að móta stefnu í málinu. V opnasölumálið: Vangoldnir reikningar Washington, AP. EMBÆTTISMENN í varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna sögðu í gær að reikningar þeir sem ráðu- neytið sendi bandarísku leyniþjón- ustunni vegna vopnasölunnar til íran hefðu verið 2,6 milljónum dala lægri en efni stóðu til. Robert Sims, talsmaður vamar- málaráðuneytisins, sagði í gær að leyniþjónustunni myndi brátt verða sendur nýr reikningur fyrir Tow- flugskeytin, sem seld vom til íran. Sagði hann mistökin hafa komið til vegna þess að starfsmenn, sem gengu frá vopnasendingunum, hefðu ekki vitað hvert vopnin ættu að fara eða hver myndi greiða fyrir þau. Enn- fremur vom tvær mismunandi gerðir Tow-flugskeyta seldar til íran og höfðu starfsmenn mglað saman verði þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.