Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 47 Hluti þátttakenda á kynningarfundi um fræðslumál fiskvinnslufólks Morgunblaðið/Árni Sœbcrg Fræðslunámskeið fiskvinnslufólks: Blað brotið í atvinnu- sögu fiskvinnslunnar ALLMÖRG fiskivinnslufyrirtæki hafa notað tækifærið í verkfalli sjómanna til að halda fræðslunámskeið fyrir starfsfólk sitt. Mikill fjöldi fólks hefur útskrifazt af þessum námskeiðum og bætt með því afkomu sína og aukið skilning á faginu. Laugardaginn 10. jan- úar var vegna þessa kynningarfundur fyrir verkstjóra hjá frystihús- um Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þar sem námsefni hvers flokks innan námskeiðsins var kynnt. Þeir þátttakendur, sem Morg- unblaðið ræddi þar við, voru mjög ánægðir með framgang þessara fræðslumála og töldu þetta eitthvert markverðasta átak í fræðslu fullorðinna á landinu. Hér fara á eftir viðtöl við þijá þeirra, sem fundinn sátu: Már Lárusson: Mikil lyfti- stöng fyrir fiskvinnsluna „Mér lýst mjög vel á þessa fræðslu. Hún er eitt mesta átak, sem gert hefur verið innan sjávarút- vegsins í langan tíma. Ef eins vel tekst til og farið er af stað, verður þetta mikil lyftistöng fyrir fisk- vinnsluna, sem var komin anzi neðarlega á vinnumarkaðnum," sagði Már Lárusson, frystihússtjóri í Neskaupstað. Már sagði, að það væri mikið mál hvernig framkvæmdin væri. Þetta hefði farið vel af stað hjá þeim, sem væru byijaðir og ætti að geta verið leiðbeinandi fyrir þá, sem ekki væru byrjaðir enn. I Nes- kaupstað hefði verið byijað föstu- daginn 9. janúar. 6 kennarar væru á staðnum og því þyrfti aðeins að sækja fjóra til viðbótar. Hins vegar gæti framkvæmdin orðið erfiðari fyrir þá, sem hefðu yfir fáum eða engum kennurum að ráða. Um 110 manns væru fastráðnir við frysti- húsið í Neskaupstað og tækju þeir allir þátt í námskeiðinu, en kennar- arnir hefðu verið sendir á leiðbein- endanámskeið í Reykjavík. „Þetta skilar fiskiðnaðinum miklu, námskeiðin auka víðsýni og þekkingu starfsfólksins og lyfta atvinnugreininni á hærra plan. Þetta lyftir fólki líka upp um tvo launaflokka og öll stjómun hlýtur að verða léttari á eftir. Það má því segja að með þessu sé brotið blað í atvinnusögu fiskvinnslunnar," sagði Már Lárusson. Stella Stefánsdóttir: Betra og ánægðara starfsfólk Stella Stefánsdóttir er eftirlitsmað- ur hjá Granda hf, nánar tiltekið í Norðurgarði, en hún útskrifaðist af námskeiðinu 9. janúar. Hún hef- ur reyndar bæði verið nemandi og leiðbeinandi á þessum námskeiðum. Einar Sveinn Árnason Stella sagðist hafa unnið í 30 ár í físki og nánast öll störf í fyrsti- húsi. Hún taldi sig þrátt fyrir það hafa lært heimikið af þessu. „Fræðslan skilar sér á margvís- legan hátt, en fyrst og fremst skilar hún betra og ánægðara starfsfólki, “ sagði Stella. „Það er einkennandi hvað námskeiðið hefurjijappað fólki mikið saman. Ég er þo glöðust yfir því að sjá elzta fólkið, 70 til 80 ára gamalt, sem hefur með þessum námskeiðum fengið sína fyrstu við- urkenningu á hálfrar aldrar starfs- ferli. Þetta fólk var bæði stolt og glatt að loknu námskeiðinu hjá okk- ur hjá Granda, þrátt fyrir að það hafi kannski verið fremur vantrúað á allt saman í upphafi. Ég var sjálf leiðbeinandi á námskeiði, sem fjall- aði um sérhæfni. Með því komst ég í náin kynni við nánast hvem ein- asta starfsmann í Norðurgarði og það er mjög mikilvægt," sagði Stella Stefánsdóttir. Einar Sveinn Árnason: Þjappar fólk- inu saman „Það var strax ákveðið að taka þetta af alvöru og í náinni sam- Stella Stefánsdóttir vinnu við verkstjóra fyrirtækisins. Það er óhætt að segja að vel hafí til tekizt og óánægju raddir, sem í upphafi heyrðust, þögnuðu fljótt," sagði Einar Sveinn Amason, ráðn- ingarstjóri hjá Granda hf. Einar sagði, að áhrif námskeið- anna sæjust ekki fyrr en vinna hæfist að nýju, en þó þau yrðu ekki önnur en bætt ímynd þessarar atvinnu, væri það mikilvægt. Hann taldi þó að áhrifin kæmu jafnframt fram í aukinni ánægju starfsfólks og þekkingu á viðfangsefninu. Það yrði því og vinnuveitandanum tvímælalaust til hagsbóta. Jafn- framt sagði Einar, að miklu mál skipti hve vel námskeiðin hefðu þjappað starfsfólki hjá Granda sam- an og andrúmsloftið að lokinni útskrift hefði nánast verið ólýsan- legt. Tillögu um bú- seturéttaríbúð- irvísaðfrá Samræmdist ekki lögnm um Húsnæðisstofnun BORGARFULLTRÚAR minnihlutaflokkanna lögðu til á fundi að- fararnótt föstudagsins, að varið yrði níu milljónum til sérstaks tilraunaverkefnis um 30 íbúðir með búseturrétti, sem stefnt skyldi að því að reka saman sem eina sjálfstæða einingu án nokkurs frek- ara tilleggs frá borginni. Myndað yrði búseturéttarfélag sem sæi um reksturinn. Borgin ætti að sækja um 85% lán til Byggingarsjóðs verkamanna en 10% eða 9 milljónir yrði framlag borgarinnar. Bú- seturéttinn keyptu svo íbúar fyrir þau 5% sem eftir væru af kaupverðinu. Hilmar Guðlaugsson (S), form- aður bygginganefndar, sagði minnihlutann taka hér upp hug- mynd Búseta með svokallað búsetu- réttarform. Sagði Hilmar borgar- stjórn ekki geta samþykkt þessa tillögu eins og hún væri uppsett, þar sem hún samrýmdist ekki lög- um um Húsnæðisstofnun Islands. Lán úr Byggingasjóði verkamanna væru háð ströngum reglum og ekki væri nokkur vafí á því að ekki myndi fást heimild til þess að lána út á þessar íbúðir. Af þessari ástæðu legði hann til að tillögunni yrði vísað frá. Einnig lögðu minnihlutaflokk- arnir til að varið yrði 35 milljónum í kaup á leiguíbúðum í stað þeirra 20 milljóna króna sem áætlaðar voru í fjárhagsáætlun. Bjarni P. Magnússon (A) sem mælti fyrir tillögunni fyrir hönd minnihlutans, sagði að ef tillagan yrði samþykkt myndi íbúðum fjölga úr 50-60 í 100. Bjarni sagði að ef raunin yrði sú að kaupleigufyrir- komulagi yrði komið á eftir næstu kosningar, en það yrði eitt af skil- yrðum Alþýðuflokksins við hugsan- lega stjórnarmyndun, væri rétt að ætla að íbúðir t.a.m. á höfuðborgar- svæðinu yrðu boðnar íbúunum til kaups með kaupleigukjörum. Fjöldi leiguíbúða nú yki þvi á fjölda kaup- leiguíbúða seinna. Hilmar Guðlaugsson sagði minni- hlutann vera að lækka flugið hvað varðaði fjölda leiguíbúða. Áður skiptu þær hundruðum en nú aðeins tugum. Hilmar taldi að ef ætti að auka við félagslegar íbúðir í borg- inni ætti að fjölga íbúðum í Verkamannabústöðum. Þær væru mun hagstæðari og það íbúðarform sem ætti að leggja áherslu á. Báðum þessum tillögum minni- hlutans var vísað frá. Astæðulaus, óþörf og jafnvel óvið- eigandi tillaga MINNIHLUTINN flutti á aukafundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudagsins um fjárhagsáætlun breytingartillögu þess efnis, að varið yrði einni milljón til rannsókna er varpað gætu Ijósi á líf og störf kvenna í Reykjavík fyrr og nú í tilefni þess að á þessu ári eru 80 ár síðan konur öðluðust kosningarétt. Ingólfur Sveinsson (S) sagði að konur hefðu nú löngu fengið form- legt og síðar raunverulegt jafnrétti í landi okkar. í þeirra hópi væru listamenn, fræðimenn og annað vel menntað fólk sem gæti vel varpað þeim Ijósum sem þarf á líf og starf kvenna, án þess að nú þyrfti að koma til sérstakt framlag af al- mannafé. Það væri rangt að ætla konum endalaust stöðu sem ein- hvers konar minnimáttar- eða minnihlutahópur hliðstætt og gerist meðal minnihlutaþjóðflokka, sem standa höllum fæti meðal annara þjóða. Því væri bæði rangt í dag og konum ósæmandi að reka kvenna- baráttu út frá þeirri afstöðu, að Grænland: Mörg heila- himnubólgu- tilfelli Kaupmannohöfn. Frá J.N. Bruun, Græn- landsfréttaritara Morgunblaðsins. AÐ undauförnu hafa greinst mörg heilahimnubólgutilfelli á Grænlandi og vita menn ekki hvað veldur. Kom þetta fram í viðtali grænlenska útvarpsins við Jens Misfeldt, landlækni. Frá því í september sl. hafa níu manns veikst af heilahimnubólgu og þar af sex af einu afbrigði sýk- innar, meningikok, sem er mjög smitandi. Tveggja ára gamalt bam lést nú í vikunni í Nuuk og í fyrri viku dó 13 ára gamall drengur í Sermiligak-byggð á austurströnd- inni. konur sem hópur standi höllum fæti og þurfí sérstakra rannsókna við. Því leggðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að tillögunni yrði vísað frá sem ástæðulausri, óþarfri og jafnvel óviðeigandi. Flutningsmenn tillögumar vom ekki á eitt sáttir með þessi málalok og tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl) sig til og samdi í snarhastri frávísunartillögu við tillögu frá meirihlutanum þess efnis að hálfri milljón króna yrði varið í Afreks- mannasjóð Reykjavíkur: „Íslenskir afreksmenn hafa fyrir löngu fengið formlegt og raun- vemlegt jafnrétti til íþróttaiðkana í landi okkar. Ættu þeir óhindrað að geta stundað íþrótt sína, án þess að komi til sérstakt framlag af al- mannafé. Það er rangt að ætla afreks- mönnum endalaust stöðu sem einhvers konar fyrirbæra, sem eigi sér enga hliðstæðu, og standi höll- um fæti í samfélagi manna. Því er bæði rangt í dag og sjálf- stæðismönnum ósæmandi að reka íþróttamálin út frá þeirri afstöðu, að afreksmenn sem hópur standi höllum fæti og þurfi sérstakra styrkja við. Ég legg því til, að borgarstjóm samþykki að vísa tillögunni frá sem ástæðulausri, óþarfri og jafnvel óviðeigandi. Þessi frávísunartillaga hlaut ekki náð fyrir augum nema fímm borg- arfulltrúa minnihlutans þvi Össur Skarhéðinsson sat hjá. Fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Frávísunartillaga Ingólfs Sveinssonar var hins vegar sam- þykkt með níu atkvæðu meirihlut- ans gegn sex atkvæðum minnihlut- ans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.