Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 64
£TERKTKDRT SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR. Verð á loðnumjöli hefur farið lækkandi Búist er við að gott verð fáist fyrir loðnuhrogn í Japan í vor Björgnnar- netið Mark- ús viður- kennt í Danmörku BJÖRGUNARNETIÐ Markús hefur nú verið viðurkennt í Dan- mörku sem mikilvægt björgunar- tæki um borð í fiskiskip og unnið er að reglugerð, sem skyldar fiskiskip stærri en 50 lestir til að hafa netið um borð. Hér er um að ræða mörg hundruð skip, en Danmörk er fyrsta landið ut- an íslands, sem bindur þetta í reglugerð. Jafnframt verður net- ið til umræðu á ráðstefnu tryggingafélaga í Bandaríkjun- um á næstunni. Loks verður Markúsarnetið sýnt í nokkrum borgum i Japan næsta vetur. í framhaldi þessa eru uppi hug- myndir um stofnun samsetningar- fyrirtækis í Danmörku, en netin sjálf verði áfram unnin hér á vemd- uðum vinnustöðum aldraðra. Pétur Th. Pétursson framkvæmdastjóri Björgunametsins Markús, sagði í samtali við Morgunblaðið, að viður- kenningin í Danmörku væri árang- —ur eins og hálfs árs þróunar- og kynningarstarfs, sem meðal annars hafi falið í sér þátttöku í nokkmm sjávarútvegs og björgunartækja- sýningum, meðal annars í Bella Center í Kaupmannahöfn. Um framvindu mála eftir að þessum áfanga hefur verið náð, segir Pét- ur, að ætlunin sé að auka hlutfé félagsins. Ustamannaíbúð keypt í mið- jþorg Parísar GENGIÐ var frá kaupum á afnota- rétti af íbúð fyrir isienska listamenn í Paris um áramótin og standa að þvi Reykjavíkurborg sem á 60% hlut, íslenska ríkið sem á 30% og Seðla- bankinn sem leggur fram 10% kaupverðs. íbúð þessi er á besta stað í miðborg Parísar, á bökkum Signu í húsi stofnun- ar sem nefnist Intemational Cité des Arts. Hefur hún yfir að ráða nær 200 íbúðum fyrir listafólk, auk sameigin- legra vinnustofa, tónleikasals, sýning- araðstöðu og fleira. Sjá nánar á blaðsíðu 6-7B SENDINEFND frá bandaríska sjóhernum er væntanleg hingað til lands i næstu viku til viðræðna (ífíi kaup á kjöti fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Það hefur frá upphafi flutt nær allt sitt kjöt inn frá Bandaríkjunum. Neraur innflutningurinn nú um 400 tonn- um á ári. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra sagði að hann byggist fastlega við þvi að samið yrði um sölu á svina-, kjúklinga- og nautakjöti. VERÐ á loðnumjöli hefur frekar farið lækkandi undanfarið vegna mjög lágs verðs á fiskimjöli frá Suður—Ameríku. Hinsvegar hef- ur verð á loðnulýsi frekar farið hækkandi og búist er við að gott verð fáist fyrir loðnuhrogn í vor í Japan. Loðnuveiðin hefur ekki gengið vel undanfarna daga vegna þess hve loðnan er dreifð. Það sem af er loðnuvertíðar hafa veiðst rúm 593 þúsund tonn Undirbúningur málsins hefur staðið um nokkurt skeið. Arið 1985 var deilt um innflutning bandaríska hersins á hráu kjöti. Var það á svip- uðum tíma og Rainbowdeilan stó’ sem hæst en henni lauk með samn- ingi ríkjanna síðastliðið sumar. Matthías sagði að Bandaríkjamenn virtust nú vilja semja um þessi at- riði. „Það gæti orsakast af því að stjómin f Washington telji sér ekki annað fært en að semja við okkur á sama tíma og við erum sífellt að og eftir aukninguna á loðnukvótan- um á föstudaginn mega íslendingar veiða rúm 400 þúsund tonn til við- bótar. Loðnuveiðin hefur verið heldur treg undanfarið, samkvæmt upplýsingum Loðnunefndar. A föstudaginn landaði aðeins eitt skip, Guðrún Þorkelsdóttir, 600 tonnum. Þá voru Qögur skip á leið til lands í gær með 1740 tonn alls, Hilmir II, Erling, Helga II og Albert. Loðnuflotinn, milli 30-40 bátar, auka frelsi í viðskiptum," sagði Matthías. „Þetta er í fyrsta skipti sem gengið er svona til verks. Eg vona að okkur takist að fínna þá lausn sem báðir aðilar geta við un- að.“ Viðræðumar munu að sögn Matt- híasar snúast um magn afurðanna og verð. Einnig verður rætt um heil- brigðiskröfur sem gerðar eru. Ekki er Ijóst hversu stórum hluta af kjöt- neyslu sinni vamarliðið hyggst fullnægja með íslenskri framleiðslu. er allur á Hvalbakssvæðinu, suð-- austur af landinu, en loðnan var mjög dreifð og því erfítt að ná henni. Búist er við að veiðin glæð- ist þegar loðnan færir sig suður fyrir landið. Útlit með sölu á loðnumjöli er ekki sérlega gott um þessar mund- ir, að sögn Jónasar Jónssonar framkvæmdastjóra Síldar- og físki- mjölsverksmiðjunnar hf. Frá Chile og Peru hefur verið selt fískimjöl, aðallega af ansjósum og sardínum, fyrir lágt verð sem hefur áhrif á sölu Ioðnumjöls. Jónas sagðist telja að verð á loðnumjöli væri nú um 5,5 dollarar á próteineiningu en verðið hefur komist upp í 6 dollara á próteineiningu og þá var dollarinn einnig hærri. Til samanburðar nefndi Jónas að Suður-Ameríkubú- ar fengju aðeins um 4,7 dollara fyrir próteineiningu af sínu fiski- mjöli. Jónas sagði hins vegar að lýsis- verðið hefði hækkað nokkuð undánfarið og hefðu fengist rúmir 200 dollarar fyrir tonnið, en þegar verðið var Iægst fór það niður í 145 dollara á tonnið. Þegar verðið var hæst á síðsta ári fengust hinsvegar um 300 dollarar fyrír tonnið. Sú loðna sem veiðst hefur undan- farið er með um 8% hrognafyllingu og þykir það benda til þess að hægt verði að hefja hrognatöku um miðjan febrúar, sem er óvenju snemmt. Jónas sagði að útlit væri fyrir að mjög gott verð fengist fyr- ir hrogn í Japan þegar að því kæmi. Hinsvegar væri ekki búið að ganga frá samningum við Japana enn um kaup á frystri loðnu. Óðinn aðstoð- ar grænlensk- an togara VARÐSKIPIÐ Óðinn hélt á föstu- dagskvöld til móts við grænlensk- an rækjutogara sem var á veiðum á Dohmbanka. Háseti hafði slasast á hendi við vinnu sína og var ósk- að læknisaðstoðar. Þyrlur Land- helgisgæslunnar hafa ekki flugdrægni á slysstað. Varnarliðið tók þá ákvörðun að senda ekki þyrlu sína vegna afleitra veður- skilyrða. Tíu vindstig voru á þessum slóðum, slæmt skyggni og ölduhæð 9 metrar. Óðinn var kominn að togaranum um kl. 5.30 á laugardagsmorgun. Vegna veðurhæðarinnar réðu læknar í landi frá því að hásetinn yrði fluttur á milli skipa á miðunum. Skipunum var stefnt til hafnar en þegar veðrinu slotaði í gærmorgun tók varðskipið hinn slasaða um borð og sigldi með hann til ísafjarðar. Skipveijinn missir framan af fingri og var líðan hans eftir aðstæðum. 'Varnarliðið hyggst kaupa íslenskt kjöt Samninganefnd bandaríska sjóhersins væntanleg í næstu viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.