Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 63 9 Einar Þór Jónsson Sláumst stundum heima EINN af strákunum í byrjenda- flokk Gerplu í júdó er þegar kominn með gula beltið, en það or Eyjólfur Þór Jónsson. „Ég œfði einu sinni og fékk þá gula beltið, sfðan hœttu eiginlega allir að œfa og óg hætti þá bara líka. Sfðan byrjaði óg að æfa aftur þegar þetta námskeið byrjaði," sagði hann þegar hann var spurður hvers vegna hann væri sá eini f hópnum sem hefði náð gulabelt- isgráðunni. Þrátt fyrir að hafa hætt að æfa um tima datt Eyjólfur ekki alveg úr æfingu því eldri bróðir hans er í júdó og takast þeir oft á júdó- brögðum. „Við sláumst stufndum heima, en mamma er nú ekkert hrifin af því. Hún er sérstaklega hrædd um að ef við erum að slást inní stofu munum við brjóta allt og bramla," sagði Eyjólfur um þessi heimaslagsmál. Ekki fannst Eyjólfi neitt erfitt að oá gula beltinu á sínum tíma og sagðist hann hafa verið alveg af- slappaður fyrir prófið. Hins vegar sagði hann að það gæti orðið erfið- ara að ná svarta beltinu, eins og hann stefnir að með tíð og tíma. Til þess sagðist hann þurfa að æfa vel og lengi. „Það er eiginlega ekki nóg að æfa þrisvar í viku eins og við gerum, allavega æfir Bjarni Friðriksson örugglega miklu rneira," sagði Eyjólfur að lokum. Fékk gallann i jolagjof - segir Örn Þórisson JÓDÓMENN klæðast sérstökum búningum við æfingar og keppni og þar er Örn Þórisson engin undantekning. „Ég fékk gallann minn í jólagjöf en áður æfði ég bara í íþróttagalla. Það er miklu betra að vera í júdógalla því það er ekki eins vont að detta f honum og svo er hann bara miklu liprari. Eins og vera ber setur Örn markið hátt í íþrótt sinni og stefnir á að ná svarta beltinu þó að það taki um 4—5 ár að hans sögn. Til þess að það geti orðið þarf hann að æfa vel og reglulega en þar sem hann er einungis 10 mínútur að labba á æfingar ætti það ekki að vefjast fyrir honum. Blaðamaður bað Örn að skýra út fallæfingarnar og sagði hann þá: „Þegar við lendum eigum við að lenda með fæturna út og á ská og slá hendinni um leið niður. Ef maður gerir þetta rétt meiðir mað- ur sig ekki neitt og þess vegna veröum við að gera fallæfingarn- ar.“ • Örn Þórisson „ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ® Hafðu þetta og vertu svo ekki með neina stæla við mig. Þeir eru ®kki beint árennilegir júdókapparnir þegar þeir eru f ham og fullum skrúða. Morgunblaðiö/Einar Falur • Guðmundur Guðmundsson afhendir Jóni A. Ingvarssyni, besta manni mótsins í 4. flokki, verðlaunin veglegu. Landsbankamótið í körfubolta: Haukar unnu í báðum flokkum ÞANN 29. desember efndi útibú Landsbankans f Breiðholti til Landsbankamóts í körfuknattleik í sameiningu við körfuknattleiks- deild Hauka. Keppendur voru úr 4. og 5. flokki og var fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, Kristinn Guðnason, feng- inn til að skipuleggja mótið. Alls voru 3 lið úr hvorum flokki sem tóku þátt í mótinu en það voru lið Hauka, ÍR og ÍBK. Leikinn var einföld umferð í hvorum flokki og hófst fyrsti leikurinn klukkan 11 um morguninn. Haukar unnu í 5. flokki Fyrsti leikur mótsins var leikur Hauka og ÍR í 5. flokki og var stað- an jöfn framan af en lið Hauka náði síðan yfirhöndinni og vann leikinn sannfærandi, 41:26. (BK og ÍR léku næsta leik í þessum flokki og var sá leikur mjög jafn og spennandi. ÍR náði að sigra í leikn- um, 42:32. Síðasti leikurinn í flokknum var á milli Hauka og ÍBK og var það leikur kattarins að músinni. Yfir- burðir Hauka voru miklir og urðu lokatölurnar, 54:19, þeim í vil. Jafnt í 4. flokki Keppnin í 4. flokki var mjög jöfn og skemmtileg. Fyrsti leikurinn var á milli Hauka og ÍR. ÍR-ingarnir byrjuðu vel og voru yfir lengst af í fyrri hálfleik. Rétt fyrir leikhlé náðu Haukar að komast yfir og héldu þeir forystu sinni út leikinn sem endaði 63:50. Næsti leikur var á milli ÍBK og (R og var hann ekki síður spennandi en Keflvíking- ar höfðu betur og unnu leikinn, 64:50. Seinasti leikurinn milli Hauka og ÍBK ’var því hreinn úr- slitaleikur. Keflvíkingarnir voru mjög óheppnir í leiknum og Hauka- menn nýttu sér það vel og náðu að vinna leikinn nokkuð örugglega, 65:43, og þar með mótið. Stjörnulið valin Eftir mótið var öllum þátttak- endum boðið til veislu þar sem Morgunblaöið/Einar Falur • Besti maður mótsins f S. flokki, Brynjar K. Sigurðsson, ÍR, með viðurkenningu sfna. fram fór verðlaunaafhending, valin voru stjörnulið hvors flokks og bestu menn. í 5. flokki voru Björg- vin K. Sigurðsson, Bjarni Ágústs- son og Steinar Hafberg úr Haukum, Brynjar Sigurðsson úr ÍR og Kristinn Jónasson úr (BK valdir í stjörnuliðið. Þorvaldur Hennings- son og Jón A. Ingvarsson úr Haukum, Indriði úr ÍR, Kristinn og Nökkvi Jónsson úr ÍBK urðu þess heiðurs aðnjótandi að mynda stjörnulið 4. flokks. Brynjar K. Sigurðsson, ÍR, var valinn besti leikmaður 5. flokks en Jón A. Ingvarsson hlaut þá útnefn- ingu í 4. flokki. Bjarni Magnússon bankastjóri sagðist vonast til að mót þetta gæti orðið árlegur viðburður því það er mál manna að mjög vel hafi til tekist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.