Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 t Sonur okkar og bróðir, GUÐMUNDUR JÖKULL JENSSON, lést af slysförum 15. janúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Flugbjörgun- arsveitina í Reykjavík. Valgerður Hallgrímsdóttir Jens A. Guðmundsson Margrét Jensdóttir Hallgrímur Jónas Jensson Laufey Jensdóttir t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSMUNDAR VILHJÁLMSSONAR, múrarameistara, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vilja minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Hólmfriður Ásmundsdóttir, Sigrún Ásmundsdóttir Pang, Svanhvít Ásmundsdóttir, Vilhjálmur Ásmundsson, Örn Ásmundsson, Þorbjörn Ásmundsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Kristinn Danfelsson, Jack Pang, Þorvaldur Ingibergsson, Marfa Sigursteinsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Magnús Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, ERLENDUR DAGUR VALDIMARSSON, Vatnsstfg 4, verður jarðsunginn mánudaginn 26. janúar frá Fossvogskapellu kl. 10.30. Hjördís Oddgeirsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS KRISTÓFER EYJÓLFSSON, húsgagnasmfðameistari, Lækjartúni við Vatnsveituveg, Reykjavík, verður jarðsunginn mánudaginn 26. janúar kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Ragna Pétursdóttir, Guðrún Lárusdóttir J., Arne Jonasson, Pétur E. Lárusson, Þórunn E. Lárusdóttir, Jakob Jakobsson og barnabörn. + PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR, saumakona, Jökulgrunni 1b, sem lést 17. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Ragnar Veturliðason, Helga Þorleifsdóttir, Elfsabet Óskarsdóttir, Óskar Ingvarsson, Pálfna Ingvarsdóttir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar og bróður, HLÖÐVERS EINARSSONAR, yfirvélstjóra, Flúðaseli 90. Kristfn Káradóttir, Sigurður Helgi Hlöðversson, Hlfn Hlöðversdóttir, Vilborg Einarsdóttir, Einar Runólfsson, Aðalheiður ísleifsdóttir, Kári Söebeck Kristjánsson, Atli Einarsson, Eygló Einarsdóttir, Friðbjörg Einarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og afa, ANDRÉSAR G. ÞORMAR. Andrea Þormar, Ólafur Þormar, Birgir Þormar, Kristfn Inga Þormar, Gunnar Þormar, Sveinbjörn Þormar. Lárus Eyjólfs- son — Minning Fæddur 12. ágúst 1907 Dáinn 15. janúar 1987 Mig langar að minnast Lárusar Eyjólfssonar, sem lést 15. þ.m. 79 ára að aldri, eftir tæplega tveggja mánaða sjúkrahúsvist. Þegar ég rifja upp kynni mín af honum koma upp í hugann aðeins góðar minningar. Kynni okkar hóf- ust þegar ég var 10 ára. Var ég þá um árabil tíður gestur á heimili hans. Ekki minnist ég þess að hann væri með hávaða eða einhveijar aðfinnslur við okkur krakkana held- ur þvert á móti. Ég minnist hans með bros á vör, talandi við okkur í gamansömum tón. Ekki alls fyrir löngu spurði ég hann hvort hann myndi ekki fara að hætta að vinna og taka það rólega. Hann var farinn að stinga mjög við og ágerðist það hið síðari árin. Hann svaraði á þá leið að það væri mest dútl sem hann væri að fást við. Hann væri svo heppinn að vinnuveitendur hans leyfðu sér að „dútla" að vild og ynni hann hálfan daginn. Eftir 30 ára kynni af Lárusi á ég aðeins ánægjulegar minningar um hann sem ekki munu gleymast, um hlýtt viðmót alla tíð, dugnað °g tryggð við sína nánustu og í starfi. Ég bið Guð að blessa Rögnu, börn þeirra og barnabörn, og votta þeim öllum innilega samúð mína. Stella Hann afi Lárus er dáinn. Með nokkrum orðum langar okkur til að minnast hans og þakka honum fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ófáar ferðir kom afí upp í Kóngs- bakka að hjálpa til. Alltaf var hann tilbúinn að smíða og gera við fyrir okkur og heimilið. Gaman er að eiga alla þessa hluti eftir hann til minningar. Eins var það þegar við komum í Lækjartún, hann var alltaf tilbúinn að spila við okkur og höfð- um við öll gaman af. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu á þessari stundu og hjálpa henni að halda hugrekki og dugn- aði eins og hún hefur hingað til sýnt. Við kveðjum nú afa með söknuði og vonum að honum líði vel. Systkinin i Kóngsbakka Palína Þorleifs- dóttir - Minning Fædd 8. nóvember 1903 Dáin 17. janúar 1987 Pálína var systir ömmu minnar. Mjög náin tengsl voru milli móður minnar og hennar og þegar ég fæddist, á afmælisdegi Pálu frænku, þótti móður minni sjálfsagt að láta mig bera nafn hennar. Þegar ég hugsa til baka til bernskuáranna koma fljótt upp í hugann minningar um öll fötin sem Pála saumaði og gaf okkur systkin- unum; ennfremur heimsóknir okkar til hennar, sem voru ófáar, og alltaf er mér jafnminnisstæður súkkulaði- ilmurinn sem barst á móti manni. Heimsóknir til hennar voru líka sérstakar að því leyti að hún átti ekki venjuleg barnaleikföng, heldur tók hún styttur og önnur djásn nið- ur úr hillum og fékk okkur í hendur. Pála frænka var eins og þetta litla dæmi sýnir mjög barngóð og einkar umhyggjusöm og natin við þau. Mín börn nutu þess í ríkum mæli ekki síður en ég sjálf sem barn. Það gerðist t.d. ósjaldan þeg- ar hún kom inn á mitt heimili að hún hvarf með bömunum inn í þeirra herbergi og ræddi við þau um hugarefni. Pála frænka var mjög sterkur persónuleiki, einkar næm og við- kvæm, en átti mjög auðvelt með að taka létt á erfíðleikum sínum sem kom glögglega í ljós þegar sjóndepra fór að gera henni erfítt fyrir með aldrinum. Pálina fæddist 8. nóvember 1903 í Garðakoti í Svarfaðardal í Eyja- firði. Foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir og Þorleifur Baldvinsson + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS GÍSLASONAR, prentara, Ásgarði 135. Oddur J. Guðjónsson, Lisa K. Guðjónsdóttir, Gísli Guðjónsson, Axel G. Guðjónsson, Sólveig Guðjónsdóttir, Hanne Gíslason, Pia Guðjónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Gunnlaug H. Ragnarsdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, BörkurJóhannesson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, INGVELDAR SVANHILDAR PÁLSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Eygló Gísladóttir, Ingólfur Gi'sli Þorsteinsson, Vignir Páll Þorsteinsson, tengdabörn, barnabörn, barna- barnabörn og systkini hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför LOFTEYJAR KÁRADÓTTUR, Freyjugötu 25. Aðstandendur. Kveðjuorð Lárus Eyjólfsson, húsgagnasmið- ur, lést í Landakotsspítala þann 15. þ.m. eftir nokkra vikna legu, 79 ára að aldri. Lárus lærði snemma húsgagna- smíði hjá Björgvin Hermannssyni, húsgagnasmíðameistara, og vann að iðn sinni alla tíð síðan, og síðustu 18 árin hjá Gamla kompaníinu. Lárus var maður hógvær og ljúf- ur, sem jafnan gekk glaður og reifur að sínu starfi. Hann var vandvirk- ur, vinnusamur og góður félagi. Sjíks manns er gott að minnast. Við starfsfélagar Lárusar þökk- um honum samfylgdina og vottum konu hans og öðrum ástvinum okk- ar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng yljar lengi. Vinnufélagar og var hún ein af fímm systkinum. Eftir lifír yngsta systkinið, amma mín, Helga Þorleifsdóttir. Pálína ólst upp í Svarfaðardal, en fluttist ung til Akureyrar. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur, þar sem hún vann við ýmiss störf, en aðal- lega við fatasaum. Hún giftist aldrei, en árið 1970 hóf hún sambúð með Ragnari Vet- urliðasyni og bjuggu þau saman nú síðast að Jökulgrunni lb í Reykjavík. Ragnar reyndist Pálu mjg vel og ekki síður okkur sem hann tók opnum örmum frá fyrstu tíð. Með þessum orðum vil ég þakka Pálu frænku alla þá ást, umhyggju og styrk sem hún hefur gefið mér og minni fjölskyldu í gegnum árin. Pála Blömastofa Fríðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld til kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.