Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 44
44 v 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 mt Umhverfísmál og náttúru- vernd í brennidepli Nauðsyn að flýta afgreiðslu þingsályktunartillögu um stefnumótun í umhverfismálum á þessu þingi „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera áætlun um stefnumótun í umhverfismálum. Tilgangur þeirrar áætlunar verði að efla alhliða umhverfissvernd og varnir gegn hvers konar mengun og öðrum skaðlegum umhverfis- áhrifum jafnframt því að vinna að varðveislu og sem skynsamlegastri nýtingu náttúrugæða landsins. Að þessum markmiðum skal unn- ið með því að koma á skipulegri yfirstjórn umhverfismála í Stjórnar- ráði íslands og samstarfi þeirra aðila sem fjalla um náttúruvernd, mengunarmál, og aðra þætti um- hverfismála. Við gerð slíkrar áætlunar verði sérstaklega fjallað um endurskoðun núgildandi laga um náttúruvernd og mengnunarvarnir, svo að komið verði í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og annarra landkosta og vaxandi mengun í lofti, á láði og legi. Aætlun þessi um stefnumótun í umhverfísmálum skal lögð fram í upphafi næsta reglulegs Alþingis." I greinargerð sem tillögunni fylg- ir segir: „A síðari árum hefur mönnum orðið æ ljósara hve mikilvægur þáttur umhverfismál eru í lífsskil- yrðum þjóða. Mikilvægt er að nýtingu lofts, lands og sjávar sé á þann hátt hag- að að full aðgæsla sé viðhöfð og komið í veg fyrir mengun og önnur umhverfisspjöll eftir því sem föng eru á. Ekki síst er vemd náttúrunnar mikilvæg hér á landi vegna þeirra loftslags- og gróðurskilyrða sem við búum við. Vísindamenn telja að þjóðin búi nú við minna en 20% af þeim landgæðum sem fólust í gróðri í berjamó á íslandi 1986. Norðmenn gátu ekki veitt sér þennan munað í sumar vegna geislavirkni eft- ir Chernobyl-slysið. „Náttúran og umhverfíð er háð ráði og viðhorfum mannsins meira en nokkru sinni fyrr í sögunni — hvort heldur er til að vernda eða spilla. Sú staðreynd setur honum á herðar margar skyldur og þunga ábyrgð.“ Svo fórust Gene William, einum forstöðumanna Audubon-náttúru- vemdarsamtakanna í Bandaríkjun- um, orð, þegar hann kom hingað fýrir nokkrum ámm á vegum Land- verndar og flutti fyrirlestur í Norræna húsinu um náttúmvernd- arstörf og fræðslu um þau efni. Gene William varð tíðrætt um sérstöðu íslands hvað þessi mál varðar. Hvergi hafði hann fyrir- fundið svo hreint andrúmsloft eða tærara vatn sem hér á landi — en þetta tvennt taldi hann einhver mestu gæði sem hægt væri að bjóða mannfólki upp á í dag. Um leið brýndi hann það fyrir okkur Islend- ingum að þennan Qársjóð yrðum við að meta að verðleikum og varð- veita. Þetta voru sjálfsagt orð í tíma töluð. Margt hefur áunnist hjá okkur á síðustu ámm á sviði umhverfis- og náttúmverndar og töluverð vakning hefur orðið meðal landsmanna að því er þessi mál varðar. Mönnum tekur almennt sárt að horfa upp á gróðureyðingu sem orðið hefur hér án þess að brugðið sé nógu hart við til úrbóta. Og þótt mengunarmál brenni ekki eins á íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum, munu álíka vanda- mál og nú herja hjá þeim brátt sækja okkur heim ef við höldum ekki vöku okkar. Ár og vötn em hér enn full af físki. Annað er uppi á teningnum t.d. í Svíþjóð og Noregi. í Svíþjóð em nú þegar 4000 stöðuvötn, þar sem áður þreifst margbreytt fisk- gengd, orðin fisklaus og enn fleiri í yfirvofandi hættu, en orsökin er rakin til hins súra regns. Skógar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu em á hröðu undanhaldi að því talið er, aðallega vegna útblásturs frá bifreiðum og verksmiðjum. Fréttir berast af því að nú sé komið „gat“ á ozonlagið sem umlykur jörðina og verndar hana fyrir hættulegum geislum vegna óvarlegrar notkunar ýmissa efna í iðnaði og guð má vita hvaða afleiðingar það getur haft. Eftir hið hörmulega slys í kjamorkuverinu í Chernobyl breidd- ist geislavirkt loft yfir stór svæði í Skandinavíu svo ekki þótti óhætt að leggja sér til munns afurðir dýra sem þar höfðust við og fólki ráðlagt að tína ekki ber til matar á víða- vangi t.d. í Noregi. Og enginn veit hve lengi áhrifín af þessu slysi vara. Skyldi nokkurn undra þótt um- hverfis- og náttúmvemdarmál séu í brennidepli í opinbemm umræðum hjá nágrannaþjóðum okkar. Þau em það ekki síður en aðrir málaflokkar sem snerta heill þjóða um ókomna framtíð. Skipulagsleysi á yf ir- stjórn og framkvæmda- hlið Hér á landi hafa náttúruvemdar- og umhverfismál verið töluvert til umræðu á undanförnum ámm, bæði í sölum Alþingis og á fundum og ráðstefnum á vegum sveitarfé- laga eða samtaka áhugamanna um þessi mál. Við Islendingar njótum að vísu nokkurrar sérstöðu, bæði vegna legu landsins og fleiri þátta, en ættuin þó að gefa þessum mála- flokkum miklu meiri gaum en gert er. Ekki síst vegna þess skipulags- leysis sem ríkir að því er varðar yfirstjóm og framkvæmdahliðina. Við búum við ýmsar þarfar laga- setningar á þessu sviði en þær eru dreifðar á milli 9 ráðuneyta. Gmnd- vallaratriði hlýtur að vera að koma þeim öllum undir einn hatt svo hægt sé að styðjast við stefnumót- andi lög varðandi meðferð þessaia málaflokka. Aðgerðir stjórnvalda hafa hingað til einkennst af afstöðu til einstakra atvika þar sem engin heildarlöggjöf er fyrir hendi. Handahófskennd vinnubrögð, sem af því leiða, kunna ekki góðri lukku að stýra. Ekki hefur þó á það skort að þingmenn hafí sýnt málinu áhuga. Allir virðast þeir hlynntir því að lagfæra þá brotalöm sem hér er á og málin hafa oft komið til umræðu á Alþingi, eins og áður sagði. Arið 1975 skipaði þáverandi greiðslu frestað. Nú er mikils um vert að þessi tillaga nái sem fyrst fram að ganga. Hún fjallar um stefnu- mótun í umhverfismálum og er því fyrsta skrefið til þess að bæta úr þeirri ringulreið sem nú ríkir í þessum málum. Fái hún fljóta af- greiðslu er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að kynna slíka stefnumótun í grundvallaratriðum nógu vel til þess að samþykkt um hana geti komið inn í þann stjórnar- sáttmála sem gengið verður frá við stjórnarmyndun eftir kosningarnar í vor. Ætla má af því sem á undan er gengið að þingmenn geti allir verið sammála um að veita tillögunni góðan byr á þessu þingi. Tillaga um stefnumót- un í umhverf ismálum Þar sem ætla má að margir hafi áhuga á að kynna sér þessa tillögu er hún birt hér í heild: ríkisstjom Geirs Hailgrímssonar nefnd sérfræðinga til að gera drög að heildarlöggjöf um umhverfismál og í framhaldi af því var lagt fram fmmvarp 1978. Það kom ekki til afgreiðslu þá og síðan hafa nokkr- um sinnum verið flutt fmmvörp sama efnis með tiltölulega litlum breytingum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alls lagt fram þrisvar sinnum fmmvarp til laga um umhverfismál og Alþýðubandalagið hefur tvisvar lagt fram tillögu til þingsályktunar um úrbætur í umhverfismálum og náttúmvernd, þar af eina tillöguna tvisvar. A því þingi sem nú situr hefur verið lögð fram tillaga til þings- ályktunar um stefnumótun í umhverfismálum og eru flutn- ingsmenn 7 þingmenn sjálfstæð- isflokks, en 1. flutningsmaður er Gunnar G. Schram. Þessi tillaga kom til umræðu á Alþingi 27. nóvember sl. Eftir nokkra umræðu var henni vísað í nefnd eins og venja er og af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.