Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 3 Ný tegund skelfiskplógs talin valda byltingu Blönduós: Blönduósi. Á BLONDUÓSI býr maður einn ásamt fjölskyldu sinni sem Einar heitir og er Jóhannesson og er ættaður úr Garðinum. Undanfar- in ár hefur hann fengist við að þróa og smíða nýja gerð af skelfisksplógum sem segja má að hafi valdið byltingu við skelfisk- veiðarnar. Morgunblaðið/Jón Sig. Einar Jóhannesson stendur hér við skelfiskplóg sinn sem hann hefur þróað og smíðað. Skelfískplógur sá sem Einar smíðar er svokallaður tvByrðings- plógur og er frábrugðin öðrum skelplógum að því leiti að veiða má með honum frá báðum hliðum og skiptir þá ekki máli hvernig plógurinn lendir í sjónum. Að sögn Einars er þessi eiginleiki skelplógs- ins mikilvægur því plógar sem veiða einungis með annarri hliðinni (skíðisplógar) verða oft fyrir skemmdum lendi þeir öfugt á botn- inn og fer þá oft mikill tími í viðgerðir þannig að tíminn við veið- amar verður oft lengri en þyrfti að vera. Einnig er losunarbúnaður- inn á pokanum ákaflega einfaldur og auðveldur viðureignar. Sl. sumar var gerð athugun á veiðihæfni tveggja skelplógsgerða og var skelplógur Einars annar þeirra. Niðurstöður þeirrar athug- unar bentu til að afli á sóknarein- ingu var 11,8% meiri í Blönduós- plóginn jafnframt var meðalþungi skelja heldur meiri. Norðmenn hafa sýnt plóggerð Einars mikinn áhuga og hafa boðið honum út til Noregs til að kenna mönnum með- ferð plógsins. Einar Jóhannesson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hugmynd- ina að þessari skelfískplóggerð hefði hann fengið í viðskiptum sínum við skelfiskveiðimenn í gegnum árin. Þó svo að þessi skel- fiskplógur sé fyrst og fremst notaður við hörpudiskveiðar þá heldur Einar því fram að með smá lagfæringu megi nota þennan plóg við kúfiskveiðar. Einar segir að nóg sé af kúfisk í flóanum en menn velti því fyrir sér hvemig ná mætti kúfisknum. „Menn verða að hafa hraðar hendur í þessu máli. Við verðum að nýta kúfiskinn og jafnvel öðuskelina til að mæta samdrættinum í rækjuveiðunum á Húnaflóa." Einar Jóhannesson hefur stund- að þessa framleiðslu lengst af heima í bílskúr hjá sér en nýlega hefur hann fengið bráðabirgðaað- stöðu hjá verktakafyrirtæki í iðnaðarhúsnæðinu Votmúla. Einar sagði að hann og eiginkona hans Guðrún Sigurðardóttir ynnu mest við þessa framleiðslu en þegar mest væri að gera þá væm þetta 4-5 aðilar sem ynnu að plóggerð- inni. Guðrún sér um að raða hringjunum í pokann en það er mikið þolinmæðisverk. Einar segir ennfremur að það taki um það bil viku að framleiða einn plóg en framleiðnin þyrfti að aukast til að ná upp hagkvæmninni en til að svo megi verða þarf að koma til aukið fjármagn. Einar hefur fjármagnað allar tilraunir við skelfiskplóginn af eigin fé en telur að til þyrfti að vera aðili sem tæki þátt í áhættunni sem óneitanlega fylgir svona tilraunastarfsemi. „Kannski er þessi aðili til en það er ansi erfitt að slást við kerfið. Maður þarf þekkingu á því sviði og ég hef ekki haft tíma til að standa í því.“ Einar Jóhannesson sagði enn- fremur þegar hann var inntur eftir því hvort iðnráðgjafar sem starfað hafa á Norðurlandi vestra hefðu ekki verið honum innan handar. „Vissulega hafa þeir verið hjálp- legir, en þeir hafa bara staðið svo stutt við í starfí og verið famir þegar þeir vom að komast inn í málið.“ Þótt Einar hafí barist fyrir þess- ari hugmynd sinni í mörg ár og kannski stundum við lítinn skilning þá er hann bjartsýnn á framhaldið. — Jón Sig. VALKOSTIR: 1.17 daga dvöl á hinu glæsilega 5 stjörnu hóteli, RECIFE PALACE í RECIFE, einni helstu baðströnd heims. UM AÐ GERA AÐ VERA FUÓTUR TIL 2. 11 daga dvöl í Recife. 1 dagur í höfuðborginni Brasilíu. 5 dagar í Rio de Janeiro. 3. Ferðir um Brasilíu að eigin vild. Útsýn útvegar flugfarseðil, sem gildir til allra helztu borga Brasilíu aðeins kr. 10.750 Austurstræti 17, sími 26611 BROTTFÖR 13. MARS Þú færð sjaldan slíkt tilboð. Það verður dekrað við Brasilíu- farana þetta árið. Dvalið er á glæsilegustu hótel- um á hveijum stað. RECIFE: Hotel Recife Palace ★ ★ ★ ★ ★ BRASILÍA: Hotel Nacional ★ ★ ★ ★ ★ RIO DE JANEIRO: Rio Palace ★ ★ ★ ★ ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.