Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 23 norrænum nafnalistum. íslenski hópurinn er skráður í bókina nokkrum blaðsíðum fyrir aftan kardínálann. Nöfn þeirra eru á vinstri spássíu og það má draga þá ályktun af rithönd munksins að þeir hafi verið einir á ferð. Onnur nöfn á blaðsíðunni eru ekki rituð af sama manni og skráði nöfn þrettánmenninganna. Jón Sigurðsson, forseti, skrifaði ritgerðina „Nafnaskrá íslenzkra suðurgöngumanna" árið 1876 og taldi að Islendingarnir, §órar kon- ur og níu karlmenn, hefðu verið á ferð við Bodensee í kringum 1100. En prófessor Naumann tel- ur að þeir hafi verið seinna á ferðinni. Jón sá ekki frumrit bók- arinnar og hélt að Steini, sem er nefndur á hægri spássíu á sömu síðu og Islendingamir, hafi verið með þeim á ferð. Hann taldi að Steini þessi væri Steini Þorvarðar- son, prestur í Stafholti, og komst að þeirri niðurstöðu að hópurinn hefði verið á ferð í kringum alda- mótin 1100. Naumann telur að hópurinn hafí ekki verið á ferð fyrr en í kringum 1170. Á einum stað í bókinni er þess getið að Thrui nokkur hafí játist þriðja í páskum 30. mars. Útreikningar sýna að páskadagur var 28. mars árin 913, 924, 997, 1003, 1008, 1087, 1092, 1171, 1182 og 1193 áþess- um öldum. Ekki þykir ólíklegt að Thrui þessi hafí verið á ferð um svipað leyti og Islendingamir. Finnur Jónsson taldi að Vigdís og Kolþerna, sem eru á íslendinga- listanum, væru hinar sömu og er getið í Sturlungasögu. Þar greinir frá Þóri hinum auðuga, bróður Vigdísar, sem fór með konu sinni Þorlaugu í Rómarferð og sneri aldrei aftur. Þórir lést í Lucca árið 1177. Það er ekki útilokað að ætt- menni Þóris og aðrir trúaðir fslendingar hafí haidið í pflagríms- ferð til Rómar eða alla leið til Jerúsalem um svipað leyti og hann. Naumann segir að algeng- asta leið suðurfara á þessum áram hafi verið meðfram Rínarfljóti til Basel og þaðan yfír St. Bemard- skarðið til Ítalíu. Reichenau er 100 km frá Basel og góðan spöl úr leið fyrir fótgangandi fólk. Pflagrímar fóra um 20 km á dag svo að það hefur tekið íslending- ana 5 daga að komast til klaust- ursins. En eyjan var þekkt fyrir kirkjulíf. Þar vora 5 eða 6 kirkjur auk klaustursins og ekki unnið nema 230 daga á ári, aðrir dagar vora hátíðardagar kirkjunnar. Auk þess vora gersemar klaust- ursins víðfrægar. íslendingamir kunna því að hafa ákveðið að taka á sig krók til að lyfta sér upp á Reichenau og til að skoða safn klaustursins. Ferðin borgaði sig svo sannarlega. Þeir vora skráðir í bræðralagsbókina og era þar með ódauðlegir. Þijár kirkjur standa enn á Reichenau frá þeim tíma sem ís- lendingamir vora á ferð. Þeim er vel haldið við og hafa varðveist vel. Dómkirkjan við klaustrið býr enn yfir nokkram gersemum en helstu listaverk klaustursins era nú á söfnum annars staðar í Vest- ur-Þýskalandi. St. Georg-kirkjan, sem maður kemur fyrst að ef maður ekur eftir „Vegi heimspek- inganna" út á eyjuna, er skreytt veggmyndum frá 1000. Loftið í kirkjunni St. Peter und Paul, sem er yst á Reichenau, hefur verið gert upp og gjöreyðilagt en kirkj- an er annars mjög falleg. íslend- ingar sem era á ferð á þessum slóðum gætu haft ánægju af að feta í aldagömul fótspor landa sinna og skoða sig um á græn- metiseyjunni miklu. En hún ku einmitt vera svo gróðursæl af því að munkamir í Reichenauklaustri hreinsuðu hana af snákum og sníkjudýram þegar þeir hófu akur- yrkju á eyjunni. 1 — Suðurnesjamenn athugíð 6',ebrua n.OO. GUBSÍteOU,í SW,! sími 92-2526. eina s,n„ a Suðurnesjum. Ain i- og félagarí 15 manna stór hljómsveit hans, m.a. þeirDave Bartholomew, Herb Hardesty, Lee Allen og allir hinir koma nú til íslands aftur 29.janúarog skemmta á eftirtöldum stöðum: BKCADWAy 30. og 31. janúar, 15., 6. og 7. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 77500 og 641441. Ath. ósóttar pantanir verða seldar í dag frá ki. 14—17 og næstu daga. Sjallinn Akureyrí, 2., 3. og 4. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 96-22525 og 96-22970. Sætaferðir f rá Húsavík, Dalvík, Raufarhöfn, Siglufirði, Ólafsfirði, Sauðárkróki og Blönduósi. FATS OG FÉLAGAR SLÓU SVO SANNARLEGA í GEGN í BROADWAY í APRÍL SL. ÞAÐ ER MÁL MANNA AÐ ALDREI FYRR HAFITÓNLEIKAR Á ÍSLANDIVERIÐ JAFN FJÖRUGIR OG SKEMMTILEGIR OG ÞÁ. FATS OG FÉLAGAR TÓKU MIKLU ÁSTFÓSTRI VIÐ LAND OG ÞJÓÐ OG ÞESS VEGNA KOMA ÞEIRAFTUR. R A ISLANDI VERIÐ JAFN Sjallinn Missið alls ekkiafþessum einstæða atburði. IBROADVW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.