Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 23

Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 23 norrænum nafnalistum. íslenski hópurinn er skráður í bókina nokkrum blaðsíðum fyrir aftan kardínálann. Nöfn þeirra eru á vinstri spássíu og það má draga þá ályktun af rithönd munksins að þeir hafi verið einir á ferð. Onnur nöfn á blaðsíðunni eru ekki rituð af sama manni og skráði nöfn þrettánmenninganna. Jón Sigurðsson, forseti, skrifaði ritgerðina „Nafnaskrá íslenzkra suðurgöngumanna" árið 1876 og taldi að Islendingarnir, §órar kon- ur og níu karlmenn, hefðu verið á ferð við Bodensee í kringum 1100. En prófessor Naumann tel- ur að þeir hafi verið seinna á ferðinni. Jón sá ekki frumrit bók- arinnar og hélt að Steini, sem er nefndur á hægri spássíu á sömu síðu og Islendingamir, hafi verið með þeim á ferð. Hann taldi að Steini þessi væri Steini Þorvarðar- son, prestur í Stafholti, og komst að þeirri niðurstöðu að hópurinn hefði verið á ferð í kringum alda- mótin 1100. Naumann telur að hópurinn hafí ekki verið á ferð fyrr en í kringum 1170. Á einum stað í bókinni er þess getið að Thrui nokkur hafí játist þriðja í páskum 30. mars. Útreikningar sýna að páskadagur var 28. mars árin 913, 924, 997, 1003, 1008, 1087, 1092, 1171, 1182 og 1193 áþess- um öldum. Ekki þykir ólíklegt að Thrui þessi hafí verið á ferð um svipað leyti og Islendingamir. Finnur Jónsson taldi að Vigdís og Kolþerna, sem eru á íslendinga- listanum, væru hinar sömu og er getið í Sturlungasögu. Þar greinir frá Þóri hinum auðuga, bróður Vigdísar, sem fór með konu sinni Þorlaugu í Rómarferð og sneri aldrei aftur. Þórir lést í Lucca árið 1177. Það er ekki útilokað að ætt- menni Þóris og aðrir trúaðir fslendingar hafí haidið í pflagríms- ferð til Rómar eða alla leið til Jerúsalem um svipað leyti og hann. Naumann segir að algeng- asta leið suðurfara á þessum áram hafi verið meðfram Rínarfljóti til Basel og þaðan yfír St. Bemard- skarðið til Ítalíu. Reichenau er 100 km frá Basel og góðan spöl úr leið fyrir fótgangandi fólk. Pflagrímar fóra um 20 km á dag svo að það hefur tekið íslending- ana 5 daga að komast til klaust- ursins. En eyjan var þekkt fyrir kirkjulíf. Þar vora 5 eða 6 kirkjur auk klaustursins og ekki unnið nema 230 daga á ári, aðrir dagar vora hátíðardagar kirkjunnar. Auk þess vora gersemar klaust- ursins víðfrægar. íslendingamir kunna því að hafa ákveðið að taka á sig krók til að lyfta sér upp á Reichenau og til að skoða safn klaustursins. Ferðin borgaði sig svo sannarlega. Þeir vora skráðir í bræðralagsbókina og era þar með ódauðlegir. Þijár kirkjur standa enn á Reichenau frá þeim tíma sem ís- lendingamir vora á ferð. Þeim er vel haldið við og hafa varðveist vel. Dómkirkjan við klaustrið býr enn yfir nokkram gersemum en helstu listaverk klaustursins era nú á söfnum annars staðar í Vest- ur-Þýskalandi. St. Georg-kirkjan, sem maður kemur fyrst að ef maður ekur eftir „Vegi heimspek- inganna" út á eyjuna, er skreytt veggmyndum frá 1000. Loftið í kirkjunni St. Peter und Paul, sem er yst á Reichenau, hefur verið gert upp og gjöreyðilagt en kirkj- an er annars mjög falleg. íslend- ingar sem era á ferð á þessum slóðum gætu haft ánægju af að feta í aldagömul fótspor landa sinna og skoða sig um á græn- metiseyjunni miklu. En hún ku einmitt vera svo gróðursæl af því að munkamir í Reichenauklaustri hreinsuðu hana af snákum og sníkjudýram þegar þeir hófu akur- yrkju á eyjunni. 1 — Suðurnesjamenn athugíð 6',ebrua n.OO. GUBSÍteOU,í SW,! sími 92-2526. eina s,n„ a Suðurnesjum. Ain i- og félagarí 15 manna stór hljómsveit hans, m.a. þeirDave Bartholomew, Herb Hardesty, Lee Allen og allir hinir koma nú til íslands aftur 29.janúarog skemmta á eftirtöldum stöðum: BKCADWAy 30. og 31. janúar, 15., 6. og 7. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 77500 og 641441. Ath. ósóttar pantanir verða seldar í dag frá ki. 14—17 og næstu daga. Sjallinn Akureyrí, 2., 3. og 4. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 96-22525 og 96-22970. Sætaferðir f rá Húsavík, Dalvík, Raufarhöfn, Siglufirði, Ólafsfirði, Sauðárkróki og Blönduósi. FATS OG FÉLAGAR SLÓU SVO SANNARLEGA í GEGN í BROADWAY í APRÍL SL. ÞAÐ ER MÁL MANNA AÐ ALDREI FYRR HAFITÓNLEIKAR Á ÍSLANDIVERIÐ JAFN FJÖRUGIR OG SKEMMTILEGIR OG ÞÁ. FATS OG FÉLAGAR TÓKU MIKLU ÁSTFÓSTRI VIÐ LAND OG ÞJÓÐ OG ÞESS VEGNA KOMA ÞEIRAFTUR. R A ISLANDI VERIÐ JAFN Sjallinn Missið alls ekkiafþessum einstæða atburði. IBROADVW

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.