Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 5 Gengisskráning: Myntvog tek- in upp í stað viðskiptavogar Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag var ákveðið að við gengis- skráningu skyldi miðað i aðalatriðum við svokallaða myntvog, en ekki viðskiptavog svo sem verið hefur. Var þessi ákvörðun tekin eftir að ríkisstjórnin hafði kynnt sér greinargerð banka- stjórnar Seðlabankans um gengismál. Að sögn Geirs Hallgrímssonar bankastjóra Seðlabankans er þessi breyting gerð nú til þess að draga úr áhrifum ört lækkandi gengis dollarans á afkomu útflutningsat- vinnuveganna og halda jafnframt við fastgengisstefnu ríkisstjórnar- innar, sem mótuð var við kjara- samninga í desember. „Þessi breyting felur það í sér að ekki verða eins miklar sveiflur í gengis- skráningu eftir gengi dollara og verið hefur þegar hann hefur fall- ið ört. Fyrirtæki sem selja vöru sína til útlanda verða ekki jafn snögglega fyrir barðinu á lækkun dollara og ella hefði orðið og jafn- framt er leitast við að draga úr hækkunum á innfluttum vörum. Þessi breytti háttur tekur því af miklar sveiflur í gengisskrán- ingu,“ sagði Geir. Viðskiptavogin, sem miðað hef- ur verið við, sýnir viðskipti lands- ins við önnur lönd, en myntvogin sýnir viðskipti eftir myntum. Is- lendingar selja vöru gegn greiðslu í dollurum víðar en til Banda- ríkjanna og því verður vægi dollarans meira samkvæmt mynt- voginni en viðskiptavoginni. Kópavogur: Sambýli aldr- aðra stofnað Z./ebrúa, .22.maf m. 1.1—15 eða 16—18 'íttimi almenn , ENSKA Dlman English as a /orcign í language — inlermedíate" ^ fíZnTUS‘UndÍrhennl Wrtán vikur. Pi(mansprð/er 'eLð l .lok námskeiðsins. ' ''tersla 1ogð á: málír;,*ði aukmn orðaforða. skrifa eftir upplesfn, ritgerðir, lýsingar og bréf. ALÞJOÐLEG PRÓFl ENSKU VERSLUNAR ENSKAI Pitman Knglish for Basiness Communieations — elementary. Kennt er fjóra daga í 'viku, tvæ.r klukkustundir i senn í fjórtán vikur. Pitmanspróf er lekið i lok námskeiðsins. Áhersla lögð á: samin verslunarbréf eftir itarlegum minnisatriðum varðandi kaup og sölu, kvartanir, fyrirspurnir o.fl.; persónuleg bréf fyrir vinnuveitenda varðandi meðmæli, hamingjuóskir o fl '. móttaka og sending skilaboða gegnum sima og telex. a J2. febrúar — 22. maí ki. 13-15 eða 16-18 ENSK VERSLUNARBRÉF Skriflegar æfingar í enskum verslunarbréfum. 10 vikna námskeið. Kennt cinu sinni i viku tvær klukkustundir i senn. TIMI: 26. janóar — 3. apríl kl. 13.30-15.30. Vilt þú auka möguleika þína á vinnumarkaði? Stöðugt fleiri störf krefjast staðgóðrar kunnáttu í erlendum tungumálum. IMámskeiðin hjá Mimi eru einhver aðgengilegasta leiðin til þess að bæta þekkingu þína. Leitaðu tíl Mímis — og málið er leyst! Upplýsingar og innrltun í síma 11109/10004/21655 Mímir IÁNAN AUSTUM 15 SAMBÝLI fyrir aldraða er tilraun sem verið er að hleypa af stokkunum að Skjólbraut 1A í Kópavogi. Alls bárust hátt í 30 umsóknir um þau 11 herbergi sem í boði eru og er heim- ilið því fullskipað. Að sögn Braga Guðbrandssonar félagsmálastjóra Kópavogs, er heimilinu fyrst og fremst ætlað að mæta þörfum þeirra sem eiga erfitt með að búa einir eða hafa einangrast og þarfnast talsverðrar þjónustu, þó ekki faglegrar. „Með sambýli fyrir aldraða viljum við freysta þess að koma á dvalar- heimili fyrir aldraða án þess stofnanabrags sem þar vill oft Svala Norðberg Konan fannst látin KONAN, sem lögreglan hefur lýst eftir síðustu daga, fannst látin á þriðjudag. Hún hét Svala Norðberg, til heimilis að Fetjubakka 6 í Reykjavík. Svala var 51 árs gömul. Lögreglan lýsti eftir henni í fjölmiðlum eftir helgina, en þá hafði ekkert til hennar spurst síðan á laugardag. Svala fannst látin í Öskjuhlíð síðdegis á þriðjudag. verða. Það heimilisfólk sem þess óskar fær tækifæri til að taka þátt í heimilistörfum eftir þörf- um,“ sagði Bragi. „Ef vel tekst til með þessa tilraun þá verða fleiri sambýli opnuð.“ Hann sagði að heimilið yrði það stórt að dag- gjöld ættu að standa undir rekstr- inum. Kópavogsbær leggur fram stofnkostnað en húsnæðið er á kaupleigusamningi. Sótt hefur verið um framlag úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra og fáist það þá verður húsnæðið keypt. Sambýlið er 280 fermetrar með 11 herbergjum, þar af tvö tveggja- manna. Reiknað er með 7 til 8 starfsmönnum, sem verða á vakt allan sólarhringinn. Elín Kröyer hefur verið ráðinn forstöðumaður heimilisins. Póstburðar- gjald hækkar NÝ gjaldskrá fyrir póstþjónustu tekur gildi 1. febrúar næstkom- andi. Samkvæmt henni verður burðargjald bréfa i fyrsta þyngd- arflokki, 20 grömm, innanlands og til Norðurlanda 12 krónur, til annarra landa 15 krónur og flug- burðargjald til landa utan Evrópu 24 krónur. Burðargjald fyrir póstkort og prent í fyrsta þyngdarflokki verður 12 krónur nema flugburðargald til landa utan Evrópu sem verður 14 krónur. Gjald fyrir almennar póstávísanir verður 28 krónur, símapóstávísanir 121 króna og póstkröfur 50 krónur, en 33 krónur sé um innborgun á póstgróreikning að ræða. Leyfileg hámarksupphæð póstávísana hækkar úr 100 þúsund krónum í 200 þúsund krónur. Hækkanir þessar eru á bilinu 5 til 20% og í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnun segir að þrátt fyrir það séu póstburðargjöld lág á Islandi miðað við nágranna- lönd okkar. (Úr fréttatilkynningu.) MEGRUN AN MÆÐU EÐLILEG LEIÐ TIL MEGRUNAR NYTT NYTTNYTT NYTT TREFJABÆTT FIRMALOSS Þúsundir íslendinga og milljónir manna um allan heim hafa nú sannreynt gildi FIRMALOSS grenningarduftsins í baráttunni viö aukakilóin. Firmaloss er náttúrulegt efni sem neytt er I stað venjulegrar máltlðar. Þvl er t.d. blandað I léttmjólk, undanrennu eða ávaxtasafa og útkoman er frábær drykkur sem ekki er bara saösamur — heldur inniheldur hann öll þau vltamln.steinefni og eggjahvltuefni sem llkaminn þarfnast, einmitt þaö útilokar megrunarþreytu á timabilinu. Firmaloss pakkinn inniheldur 20 skammta ásamt Islenskum leiðbeiningabæklingi um skynsamlega megrunaráætlun. Pakkinn kostar 495 kr.,eða aðeins 24,75 kr. I hverja máltlö. Útsölustaðir: Apótek, heilsuræktarstöðvar, sólbaðsstofur, Iþróttavöruverslanir eða samvæmt pöntunarseöli. ”Eg þakka FIRMALOSS grenningarduftinu aó ég get haldiö mér grannri og hraustri án fyrirhafnar." Marcia Goebel. Súkkulaðibragði, vanillubragði jarðarberjabragði. Ég vil gjanan fá eftirfarandi vöru helmsenda I póstkröfu: □ Firmaloss:.....................pakka á 495 kr. stk. Nafn__________________________________________' Heimili ________ Póstnr./staóur . (Sendingarkostnaöur er ekki innifalinn I verói.) m/wmA ISslinmiíWTTn NÓATÚN 17, sími: 19900 „Okkur er annt um heilsu þína“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.