Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
ÚTVARP/SJÓNVARP
Ljósálfar
Hún var falleg lokamyndin er
barst okkur sjónvarpsáhorfend-
um af skermi ríkissjónvarpsins síðast-
liðið þriðjudagskveld. I grösugri
brekku stóðu þrír vinir og störðu
framan í myndavélina, lítill hvolpur,
lamb og kettlingur. Lífið sjálft brosti
þama við sjónvarpsáhorfandanum,
gætt þessum ólýsanlega ljóma ungvið-
isins er minnir okkur á hversu litlu
við ráðum um tilveruna. Jörðin snýst
hring eftir hring og vér bandingjar
tímans ferðumst saman þessa ör-
skotsstund. Því miður notum vér
gjarnan þetta augnablik til að hnippa
í samfangana. En til allrar hamingju
hittum við þó oft fyrir einstaklinga
er bera hina ósýnilegu hlekki með
bros á vör. Hún Hófí okkar er ein
þessara björtu vera er virðast gæddar
eðlislægri bjartsýni og innri styrk er
sviptivindar veraldargengisins fá ekki
haggað. í þætti Jóns Gústafssonar
af henni Hófí er sýndur var á Stöð 2
síðastliðið sunnudagskveld kom ber-
lega í ljós að hið stormasama ár er
Hófí bar kórónuna hefir ekki spillt
stúlkunni hið minnsta. Slíkir einstakl-
ingar létta okkur samföngunum svo
sannarlega vistina og svo vil ég
minnast á hana Rósu Ingólfsdóttur
er mætti í spjall hjá Hermanni Gunn-
arssyni síðastliðinn sunnudag á
Bylgjunni. Rósa ljómaði af þessari
einstöku bjartsýni og æðruleysi er
einkennir hana Hófí okkar. Slíkir Ijós-
álfar mættu flögra oftar um eterinn
í landi hinna pólitísku kveinstafa.
Útsölur
En aftur til raunveruleikans frá
hinum rósfíngruðu morgungyðjum.
Útsölurnar minna okkur hversdags-
menn á þá staðreynd að möguleikinn
á að vinna í Lottóinu er einn á móti
200 þúsund. Hallur Hallsson kíkti á
útsölur bæjarins í Kastljósi síðastlið-
inn fostudag. Ég segi kíkti því mér
fannst hann standa fullstutt við og
ekki skoða nægilega vel vöruúrvalið.
En hvað um það, þá var það ágæt
hugmynd hjá Halli að kíkja á útsölum-
ar í landi hinnar fijálsu verðlagningar.
Eru slíkar skoðunarferðir flölmiðla í
fullu samræmi við yfirlýst markmið
ríkisstjómarinnar um aukið neytenda-
eftirlit enda hafa ekki allir launaþræl-
ar tíma til að flengjast á milli verslana
að bera saman verð og gæði vöru.
Hallur beindi helst myndauganu að
verðmerkingu útsöluvömnnar en
gleymdi að mestu að skoða hvemig
varan var fram borin en þar skiptast
svo sannarlega á skin og skúrir. Vil
ég svona til gamans nefna að ónefnd
herrafatabúð í hjarta miðbæjarins
stillti sínum ágætu útsöluvörum jafn-
vel á gínur svo til fyrirmyndar má
telja. í ónefndri kvenfatabúð á Lauga-
veginum var útsöluvörunum hins
vegar hrúgað í pappakassa og ekki
vantaði að vegfarendur rötuðu á garð-
ann.
Myndbandalist
Á sunnudagskvöldið var var á dag-
skrá ríkissjónvarpsins þáttur er
nefndist Eitt stykki tilraun. Rætt var
við fjóra einstaklinga er hafa lagt
stund á svokallaða myndbanda- og
kvikmyndalist og afurðimar kynntar.
Er sjálfsagt að kynna slíka nýgræð-
inga myndlistarinnar líkt og listasög-
una er birtist okkur í hinum fremur
hæggenga abstraktþætti mánudags-
ins. Þó finnst mér nú að þáttarstjórar
mættu stytta lopann en þessar enda-
lausu viðræður við listafólkið og
listfræðingana geta gengið of langt.
Hvað varðar myndbandalistina þá
verð ég að segja alveg eins og er að
mér fannst sumar myndanna er bar
fyrir í þættinum vart eiga heima í
sjónvarpi allrar þjóðarinnar, fremur á
skólasýningum listaskólanna. Við
megum ekki rugla saman skólafólki
og hinum sem eru teknir að vinna að
list sinni hvort sem þeir hafa nú kos-
ið að ganga gegnum sali hinna
hefðbundnu listaskóla eður ei. Og
sumir komast nú aldrei úr faðmi skól-
ans.
Ólafur M.
Jóhannesson
Þórhildur við leikstjórnina.
Rás 2:
Þórhildur Þorleifsdóttir
í viðtali
■■■■i ' Að venju verður
Ol 00 Gestagangur
“ hjá Ragnheiði
Davíðsdóttur í kvöld og fær
hún Þórhildi Þorleifsdótt-
ur, leikstjóra, til sín að
þessu sinni.
Þórhildur hefur starfað
að ótrúlega mörgu um
ævina, en í kvöld ætlar
Ragnheiður að ræða mest
um leikstjórnina og hvernig
í ósköpunum Þórhildur hafi
tíma til allra sinna verka,
vera fimm barna móðir,
reka heimili, stússast í
pólítík og hveiju ekki.
Að sögn Ragnheiðar vill
hún ekki vera að grennsl-
ast mjög fyrir um það hvað
sé á döfinni hjá Þórhildi,
eins og venja er þegar lista-
fólk er annars vegar,
heldur reyna frekar að
kynnast manneskjunni að
baki nafninu, að svo miklu
leyti sem það er hægt í
beinni útsendingu.
Að venju mun gesturinn
velja tónlist og skýra
ástæðurnar sem að baki
valinu liggja.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
29. janúar
6.45 Veöurtregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin. — Jón
Baldvin Halldórsson, Sturla
Sigurjónsson og Lára Mar-
teinsdóttir. Fréttir eru
sagðar kl. 7.30 og 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25.
Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál kl.
7.20.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Hanna Dóra" eftir
Stefán Jónsson. Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir les (19).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesið úrforustugreinum
dagblaöanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Morguntónleikar.
a. Itzhak Perlman, Pinchas
Zukerman, Samuel Sanders
og Rainer Kuisma leika lög
eftir Dimtri Sjostakovitsj.
b. Joan Sutherland syngur
lög eftir Reinhold Gliére, Ig-
or Stravinskí, Cesar Cui og
Alexander Grétchanoff með
Sinfóniuhljómsveit Lund-
úna; Richard Bonynge
stjórnar.
c. Andreij Gawriloff leikur á
pianó lög úr „Rómeó og
Júlíu" eftirSergej Prokofjeff.
d. Hljómsveit Covent Gard-
en-óperunnar leikur loka-
þáttinn úr „Svanavatninu"
eftir Pjotr Tsjaíkovskí; Jean
Morel stjórnar.
e. Sinfóníuhljómsveitin í
Gávle leikur „Trúðana",
svitu op. 26 eftir Dimtri Kab-
alevskí; Reiner Miedel
stjórnar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn — Efri
árin. Umsjón Anna G.
Magnúsdóttir og Guðjón S.
Brjánsson.
14.00 Miðdegissagan: „Móðir
Theresa" eftir Desmond
Doig. Gylfi Pálsson les þýð-
ingu sína (2).
14.30 Textasmiðjan. Lög við
texta Valgeirs Sigurðsson-
ar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá
svæðisútvarpi Reykjavíkur
og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónskáldatimi. Leifur
Þórarinsson kynnir.
17.40 Tcrgiö — Menningar-
mál. Umsjón: Steinunn
Helga Lárusdóttir. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
Að utan. Fréttaþáttur um
erlend málefni.
19.45 Leikrit: „Ævintýri á
gönguför" eftir Jens Christ-
ian Hostrup. Þýðandi: Jónas
Jónasson frá Hrafnagili.
Breytingar og nýþýðingar:
Lárus Sigurbjörnsson og
Tómas Guðmundsson.
. Leikstjóri: Gfsli Halldórsson.
Leikendur: Árni T ryggva-
son, Helga Stephensen,
Soffia Jakobsdóttir, Þor-
SJÓNVARP
■O.
Tf
F0STUDAGUR
30. janúar
18.00 Nilli Hólmgeirsson
(Níls Holmgersson)
Nýr flokkur — fyrsti þáttur
Þýskur teiknimyndaflokkur
gerður eftir kunnri barna-
sögu eftir kunnri barnasögu
eftir Selmu Lagerlöf um
ævintýraferð drenghnokka í
gæsahópi.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Sögumaður Örn
Árnason.
18.25 Stundin okkar — Endur-
sýning
Endursýndur þáttur frá 25.
janúar.
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Spítalalíf
(M*A*S*H) Sautjándi þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur sem gerist á neyðar-
sjúkrastöð bandaríska
hersins i Kóreustriöinu. Að-
alhlutverk: Alan Alda.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingarogdagskrá
20.40 Rokkarnir geta ekki
þagnað
Atriði úr þáttum á liönu ári.
21.10 Mike Hammer
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur
Bandarískur sakamála-
myndaflokkur gerður eftir
sögum Mickey Spillane um
einkaspæjarann Mike
Hammer.
Aöalhlutverk Stacy Keach.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
22.00 Kastljós — Þáttur um
innlend málefni.
Umsjónarmaður Ólína Þor-
varðardóttir.
22.35 Seinni fréttir
22.40 Rósaflúr
(The Rose Tattoo)
Bandarísk bíómynd frá árinu
1955, gerð eftir samnefndu
leikriti eftir Tennessee Will-
iams.
Leikstjóri Daniel Mann.
Aðalhlutverk Anna Magnani
og Burt Lancaster.
Ekkja af sikileyskum ættum
harmar mjög eiginmann
sinn sem ekki hefur þó ver-
ið við eina fjölina felldur. Þá
kynnist hún vörubílstjóra
nokkrum, sem minnir um
margt á hinn látna ástvin,
en á ýmsu gengur í sam-
bandi þeirra.
Þýðandi Þorsteinn Helga-
son.
00.40 Dagskrárlok.
0
(í
STÖÐ2
FIMMTUDAGUR
29.janúar
17.00 Elton John
Skömmu áður en Elton John
fór í aðgerðina tók Music
Box viðtal við stjörnuna.
Ennfremur eru sýnd nokkur
bestu myndbönd hans.
18.00 Knattspyrna.
Umsjónarmaður er Heimir
Karlsson.
19.00 Teiknimynd. Glæfra-
músin (Dangermouse).
19.30 Fréttir.
20.00 Ljósbrot
Kynning helstu dagskrárliða
Stöðvar 2 næstu vikuna og
stiklaö á helstu viðburðum
menningarlífsins.
Umsjónarmaður: Valgerður
Matthíasdóttir.
20.20 Morðgáta (Murder
She Wrote). Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur
með Angela Lansbury í að-
alhlutverki.
§ 21.05 Afbæíborg.(Perfect
Strangers). Nýr bandariskur
framhaldsmyndaflokkur.
Larry Appelton er borgar-
barn sem er að reyna að
koma sér fyrir í lífinu. Hann
verður fyrir áfalli þegar inn
í líf hans dettur fjarskyldur
ættingi nýkominn frá ein-
hverju krummaskuði við
Miðjarðarhafið. Þættirnir
fjalla um grátbroslegar til-
raunir þeirra til að deila með
sér súru og sætu.
§ 21.30 Bráölæti (Hasty
Heart). Bandarísk bíómynd.
Með aðalhlutverk fara Greg-
ory Harrison, Cheryl Ladd
og Perry King. Myndin gerist
í sjúkrahúsi i Burma. Mynd-
arlegur Skoti, Lachlen að
nafni, liggur fyrir dauðanum.
Sjúklingar og starfslið leggj-
ast á eitt að stytta honum
stundir, en skapferli hans
gerir þeim erfitt fyrir.
00.15 Dagskrárlok.
steinn Ö. Stephensen,
Margrét Ólafsdóttir, Gísli
Halldórsson, Þórhallur Sig-
urðsson, Jón Gunnarsson,
Jón Sigurbjörnsson og Guð-
mundur Pálsson. (Áður
útvarpað 1971 og 1979.)
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Önnur saga. Þáttur i
umsjá Önnu Ólafsdóttur
Björnsson og Kristínar Ást-
geirsdóttur.
23.00 Túlkun í tónlist. Rögn-
valdur Sigurjónsson sér um
þáttinn.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
29.janúar
9.00 Morgunþáttur í umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Sigurðar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Tvennir tímar
á vinsældalistum, tónleikar
helgarinnar, verðlaunaget-
raun og ferðastund með
Sigmari B. Haukssyni.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist i
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Hingað og þangað um
dægurheima með Inger
Önnu Aikman.
15.00 Sólarmegin. Tómas
Gunnarsson kynnir soul- og
fönktónlist. (Frá Akureyri.)
16.00 Tilbrigði. Þáttur i umsjá
Hönnu G. Siguröardóttur.
17.00 Hitt og þetta. Stjórn-
andi: Andrea Guðmunds-
dóttir.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsaeldalisti rásar tvö.
Gunnlaugur Helgason kynn-
ir tíu vinsælustu lög vikunn-
ar.
21.00 Gestagangur hjá Ragn-
heiöi Davíðsdóttur.
22.00 Rökkurtónar. Stjórn-
andi: Svavar Gests. í
þessum þætti verður rætt
um söngflokkana Ink Spots
og Manhattan Transfer.
23.00 Á tindinum i aldarfjórö-
ung. Þáttur um söngkonuna
Dionne Warwick í umsjá
Helga Más Barðasonar.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1
AKUREYRI
18.00-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
Má ég spyrja? Umsjón:
Finnur Magnús Gunnlaugs-
son. M.a. er leitað svara við
spurningum hlustenda og
efnt til markaðar á markað-
storgi svæðisútvarpsins.
989
BYLGJAN
FIMMTUDAGUR
29.janúar
07.00—09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapað — fund-
ið, opin lína, mataruppskrift
og sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Haröar-
dóttur. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með þvi
sem helst er í fréttum, segja
frá og spjalla við fólk.
Flóamarkaðurinn er á dag-
skrá eftir kl. 13.00.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar síðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Tónlistar-
gagnrýnendur segja álit sitt
á nýútkomnum plötum.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00—19.00 Hallgrimur
Thorsteinsson í Reykjavík
síðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrími, hann lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk-
ið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—20.00 Tónlist með
léttum takti.
20.00—21.30 Jónína Leós-
dóttir á fimmtudegi. Jónína
tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist að þeirra
smekk.
21.30—23.00 Spurningaleikur
Bylgjunnar. Jón Gústafsson
stýrir verölaunagetraun um
popptónlist.
23.00—24.00 Vökulok. Frétta-
tengt efni og þægileg tónlist
í umsjá Elínar Hirst frétta-
manns.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veöur.
ALFA
Krlstlleg útvarpsstöA.
FM 102,9
FIMMTUDAGUR
29. janúar
13.00—16.00 Tónlistarþáttur
20.00—24.00 Blandaður þátt
ur i umsjón Magnúsar
Gunnarssonar og Óla Jóns
Ásgeirssonar