Morgunblaðið - 29.01.1987, Page 14

Morgunblaðið - 29.01.1987, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 I Yinnuveitendur þroskist eftirPétur Sigiirðsson í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, þ.e. 22. janúar, birtist „fréttatil- kynning“ frá Vinnuveitendasam- bandi Islands, hvar fjallað er um samningsaðstöðu farmanna, en fyr- ir þá semur Sjómannafélag Reykja- víkur við kaupskipaútgerðimar. Þar eð víða er hallað réttu máli í þessari „fréttatilkynningu" þykir mér sem herrar farmanna á landi og legi sigli frekar á hvolfi en rétt- um kiii. Ég tel nauðsynlegt að koma nokkrum athugasemdum að, ekki aðeins vegna stöðu minnar í Sjó- mannafélaginu, heldur einnig vegna þess að margir góðviljaðir og ábyrg- ir menn meðal beggja aðila hafa reynt að miðla málum milli deiluað- ila. Þar á meðal ber að telja undirrit- aðan, sem löngu er hættur að taka þátt í beinu samningaþjarki, en hefír talið rétt og skylt að liðka til við lausn þessarar deilu, sem hefur staðið, má segja, allt frá 1979, þeg- ar þáverandi ríkisstjóm stöðvaði verkfall undirmanna á farskipum með bráðabirgðalögum. Og má með sanni segja að þannig hafi þessi stétt unnið síðan, með lítilli upp- styttu, þ.e. undir lögum. Það ár og deilan sú er að sjálf- sögðu forsendan, en ekki árið 1986, eins og VSÍ heldur nú fram. Til viðbótar er rétt og skylt að benda á, að hluta þess sem fólst í niður- stöðu gerðardómsins hefur aldrei verið framfylgt og þess vegna held- ur þessi deila m.a. áfram. Einnig vegna þess að heildarsamningar ASÍ sem allt eiga að móta, geta það ekki og gera ekki, þegar .þeir sem þar fara með forræði mála, gera aldrei ráð fyrir því að borð þurfi fyrir bám. Grátbroslegt er að lesa þá full- yrðingu VSI að þeir hafi gert ítrekaðar tilraunir til að koma við- ræðum milli deiluaðila í gang á sl. hausti. Eitthvað hefur blessuðum útgerðarmönnunum okkar þótt að, enda létu þeir sumarstörf nokkurra starfsmanna sinna ganga til þess að „búa til“ nýja kjarasamninga fyrir farmenn og senda þá síðan á hvern einstakling, sem hlut átti að máli, þrátt fyrir aðvörun formanns SR. Auðvitað mega vinnuveitendur senda hveijum sem þeir vilja bréf. En ekki er það gáfulegt svo ekki sé meira sagt að hefja samningavið- ræður á þann hátt að leggja til gjörbyltingu á áratuga gömlum vinnuramma, án þess að hafa nokkra samstöðu viðsemjenda þar um. Því hafa samningar þessir lent í þófi. Að sjálfsögðu lagði SR fram sínar kröfur á grundvelli gildandi „samninga“, sem voru ákveðnir með lögum á sínum tíma. Má benda útgerðarmönnum á, að til þessa hefur SR mótmælt laga- setningu um kaup og kjör félags- manna sinna en alltaf hlýtt þeim. Tel ég þetta nægja til að svara finu VSI, er þeir segja í fréttatil- kynningu sinni að „vinnuveitendur hafi gert ítrekaðar tilraunir til að koma viðræðum í gang á sl. hausti"! Um kröfur farmanna í prósentum eða krónutölu þýðir ekki að ræða við þá sem ekki til þekkja. Enda forðast fréttaskýrendur VSI að minnast á vinnutímalengd, fjaiveru, álag vegna starfsaðstöðu auk hætt- unnar í starfi sjómanna, en halda því frekar á lofti krónutölum án þess að geta í einu eða neinu vinnu- tímans. Er óþarfi að rifja nýliðna atburði upp, en útgerðarmönnum kaupskipa á að vera fullkunnugt þar um. Eða hvað? Þessum samtökum VSÍ er að sjálfsögðu ekki sæmandi — og reyndar út í bláinn — að koma fram í „fréttatilkynningu“ sinni fullyrð- ingu um laun á „viku eða átta mánuðum", án þess að geta um það sem að baki liggur, en það er vinnu- tími þeirra, sem fyrir tilvitnuðum upphæðum vinna. Furðulegt þykir mér ennfremur að heyra fullyrðingar sömu aðila um nauðsyn aukinnar hagkvæmni í rekstri og þá að sjálfsögðu með aukið vinnuálag háseta og annarra undirmanna í huga. Furðulegt segi ég og hefi þá í huga eftirfarandi magntölur, sem birtust fyrir skömmu í blaði og hefur verið ómót- mælt hingað til. Sjá töflu Sú þróun sem hefur átt sér stað, þ.e. magn pr. sjómann, hefur öll orðið innan þess gamla vinnu- ramma, sem mér er nær að halda að hafi orðið til við stofnun Eim- skipafélags íslands! Vissulega hafa margar breyting- ar verið þar á gerðar á þessu langa árabili. Eitt hefur þó alltaf staðið upp úr: Ekki hefur verið látið undan síendurteknum kröfum, sem rýrt gætu öryggi áhafnar og þar með skips og farms. Því miður hafa sjómenn á far- skipum skipt sér í tvo hópa, a.m.k. stéttarfélagslega séð. Nú þekkist ekki það sem ég varð áður var við, að yfirmenn reyndu að nýta sér kjarabaráttu undir- manna, enda í flestum tilfellum sameiginleg hagsmunamál áhafna. En þau mál liggja víðar en á launa- sviði. Mín spá er sú að í kjölfar þessa samningaþófs munu yfir- og undirmenn þjappa sér saman og Niður með hita- kostnaðinn OFNHITAST1LLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Pétur Sigurðsson „Eiga farmenn í síauknum mæli að gegna hlutverki gal- eiðuþrælsins, sem flutt- ur er milli hafna innanlands og utan til að gegna hlutverki haf nar verkamannsins? Surnum okkar, sem f lokkast undir maga- þenjandi jólakrása- sveina, þætti ekki gott frekar en öðrum Islend- ingum að fá 20 mínútur í matarhlé á aðfanga- dagskvöld. En þetta var hásetum á einum fossi „óskabarnsins“ boðið upp á um Si. jól í einu austantjaldslandanna.“ mótmæla flumbrugangi útgerðar- manna með því að knýja fram frekari öryggi áhafna og vinnu- vemd. Síðasttalda atriðið var ekki með í löggjöf síðustu vinstri stjóm- ar um vinnuvernd og öryggi á vinnustað. Samkvæmt ákvæðum laga áttu aðilar að semja um þessi mál. Ekk- ert boð hefur komið frá útgerðar- mönnum þar um. Þó skal réttilega bent á þátt Siglingamálastofnunar á sviði öryggismála. En nú þarf að semja þar um eða fá þriðja aðilann, sem ASI og VSI styðjast svo oft við í samningum sínum til að tosa í taum útgerðanna eða lemja í lengd þeirra, nema báðar verði. A ég hér að sjálfsögðu við ríkisstjórn og Al- þingi. Vonandi þarf ekki að leita til Washington að þessu sinni. Enn hefur aðeins verið rætt við félaga okkar á Norðurlöndum. Hvorki yfír- né undirmenn eiga að óttast kröfuna um svokallað „Combi-crew“, hvar hásetum og öðrum er skylt að vinna frá mast- urstoppi niður í kjalsog, hvenær sem er sólarhringsins, hvemig sem á stendur í þoku, náttmyrkri og Rey ðarfj örður: Þorrablót í sumarveðri Reyðarfjörður., Reyðfirðingar héldu sitt ár- lega þorrablót sl. föstudag, eða fyrsta þorradag. Blótið var með svipuðu sniði og undanfarin ár og mikill og góður matur á borðum. Þá voru skemmt- iatriði á meðan á borðhaldi stóð, sungnar gamanvísur og lesinn annáll. Loks dönsuðu allir til klukk- an fjögur um nóttina við undirleik hljómsveitarinnar Bumbumar frá Neskaupsstað. Blótið sátu fjörutíu manns og fór það í alla staði vel fram. Sumarveður var á meðan, enda hefur svo verið allan janúar- mánuð. Elstu menn muna ekki eftir iafn miklu blíðviðri á þorra. Gréta. 1978 Skipafjöldi Sjómenn Flutt tonn Olíuverð í Kaupmannahöfn 1979 Skipafjöldi Sjómenn Flutt tonn Olíuverð í Kaupmannahöfn 1985 Skipaijöldi Sjómenn Flutt tonn Olíuverð í Antwerpen 24 147 undinn. 589.000 180 U.S. $ pr. tonn 24 147 undirmenn 560.000 372 U.S. $ pr. tonn 15 83 undirmenn 704.000 180 U.S. $pr. tonn. 368 heildaráhöfn 364 heildaráhöfn 205 heildaráhöfn KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEO KENWOOD HEIMILISTÆKIN KENWOOD CHEF hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin \lr\»A 4 “í yinnmeö skál, þeytara, hnoðara, vero KT. | | .T'UUhrærara, loki og mæliskeið. Viðgerða- og varahlutaþjónusta Fáðn I j ^ Raftækja- og heimilisdeild fylgihlutir: Laugavegi 170-172 Simi 695550 +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.