Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrá: * Þróuntölvutækninnar. * Grundvallaratriði við notki * Notendahugbúnaður. * Ritvinnsla meðtölvum. * Töflureiknir. * Gagnasafnskerfi. * Tölvurogtölvuval. ☆ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 3., 5., 10. og 12. febrúar kl. 20-23 Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík. Leiðbeinandi: Yngvi Pétursson menntaskólakennarí. Hæstiréttur: Vínkynning á veitinga- stað ekki áfengisauglýsing NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti sýknudómur í máli, sem ákæru- valdið höfðaði gegn Júlíusi P. Guðjónssyni stórkaupmanni, vegna meints brots gegn banni á áfengisauglýsingum, þegar hann í samráði við veitingahúsið Þórscafé stóð fyrir kynningu á ákveðinni tegund kirsjuberjavíns. Kynning þessi var haldin þann 25. janúar 1985 og fór hún þannig fram, að boðsgestum og gestum, sem borgað höfðu sig inn, var boðið ókeypis upp á ýmsar blöndur vínsins og var auglýs- ingarbæklingum dreift á borð. Að undangenginni kæru áfengisnefndar Reykjavíkur og rannsókn lögreglu höfðaði ríkissaksóknari mál á hendur stókaupmanninum og var það mál dæmt í Sakadómi Reykjavíkur þann 5. mars 1986, þar sem ákærði var sýknaður. 1 máli þessu reyndi á 4. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 98/1969 og 16. gr reglugerðar nr. 335/1983 um sölu og veitingar áfengis. I fyrrgreinda ákvæðinu segir: ^Afengisauglýsingar eru bannaðar." I hinu síðargreinda segir m.a., að með auglýsingu sé m.a. átt við hvers kyns tilkynningu eða birtingu til almennings og hverja þá aðferð aðra, sem felur í sér hvatningu til kaupa eða neyslu áfengis. I dómi Sakadóms, sem staðfestur var af meirihluta dómara Hæstarétt- ar, þeim Guðrúnu Erlendsdóttur og Guðmundi Skaftasyni, segir að hug- takið áfengisauglýsing sé hvergi skýrgreint í lögum og að í þeim sé hvergi vikið að því, að það skuli nánar skilgreint í reglugerð. Með hliðsjón af því og að ákvæðið um bann við áfengisauglýsingum setji ákvæðum 72. gr. stjómarskrárinnar um prent- frelsi skorður, verði að túlka hugtakið auglýsing þröngt. í dómnum segir síðan að háttsemi ákærða hafi verið fallin til þess að hvetja gesti veitinga- hússins til kaupa og neyslu á viðkom- andi áfengistegund, en líta verði til þess, að ákærði hafi ekki vitað eða mátt vita að öðrum gestum en boðs- gestum yrði veitt áfengið og látinn bæklingurinn í té. „Slíkur afmarkaður hópur getur ekki talist almenningur,“ segir síðan í dómnum. Dómurinn leit því svo á, að ekki væri um áfengisaug- lýsingu að ræða í merkingu áfengis- laga. Einn dómara Hæstaréttar, Magnús Þ. Torfason greiddi sératkvæði í þessu máli og vildi hann sakfella ákærða, enda taldi hann engu skipta, hvort ákærði hefði talið, að gestir þeir, sem áfengið yrði kynnt, væru allir boðs- gestir eða ekki. vorar s s m r» Wi;¥i insveum i Með hækkandi sól hristirfólk af sér skammdegisdrung- ann og lœtur hugann reika til komandi vors. í hugskoti geymum við angan grasa, trjáa og blóma, senn fer laxinn að ganga í Elliðaárnar. Á þessum tímamótum er tilefni þess að koma saman, gleðjast og gera sér dagamun í mat og drykk. Líttu inn, við höfum opnað dyrnar á ný eftir velheppn- aðar breytingar og tökum á móti þér í sólskinsskapi. (í hvaða veðri sem er). \iiym •Sjt <0* ■ Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Fleirí má fá til liðs við góðan mál- stað með alúð og glaðlegu viðmóti, en yggldu yfirbragði. — gullkorn — Þessi sígildu lífssannindi þekkja allir, þó að jafnvel bestu menn gleymi þeim stundum. Hafi menn ekki gleði sína á hraðbergi ætti meðfylgjandi málsverður að geta bætt fljótlega úr því, — enda er rétt- urinn er bæði ódýr og góður. Þetta er Steiktar kálfa- kótilettur í Parmesan- brauðhjúp 600 g kálfakjöt hakkað 1/4 tsk. múskat 1/4 tsk. mulið rósmarín salt og malaður pipar 1/3 bolli fínmöluð brauðmylsna 1/3 bolli Parmesanostur 1 stk. egg 1/2 laukur 3 matsk. matarolía 3 matsk. smjörlíki 1 bolli vatn 1 ten. kjúklingakraftur 1/4 bolli mjólk 1. Kálfahakkið er sett í skál. Þar sem kjötið er ekki bragðmikið er það oragðbætt með kryddjurtum: Músk- at, rósmarín, salt ca. 1/2 tsk. og malaður pipar er sett saman við hakkið og blandað vel kjötinu. 2. Mótaðar 6 kótilettur u.þ.b. 2 :m þykkar. Blandað er saman brauð- mylsnu og Parmesanosti og er cótilettunum velt upp úr mylsnunni. Sggið er brotið í sundur og aðskilið. Sggjahvítan er þeytt með 2 matsk. if vatni, kótilettunum er síðan velt ipp úr þeyttri eggjahvítunni og aft- ir upp úr Parmesan-brauðmylsn- inni. Þær hafa þá fengið góðan hjúp. 3. Hitaðar eru á pönnu 3 matsk. imjörlíki, fínsaxaður 1/2 laukur lát- nn krauma í feitinni þar til hann ;r orðinn glær. Laukurinn er síðan ;ettur í skál en feitin látin vera á lönnunni. (Laukbragðið úr feitinni iragðbætir kótilettumar). Matarolíu 1 matsk. er bætt á pönnuna og eru :ótiletturnar steiktar við meðal hita 5 mín. á hvorri hlið. 4. Kótilettumar eru síðan settar i eldfastan disk og inn í heitan ofn i meðan sósan er útbúin. Steiktum auknum er bætt á pönnuna ásamt ■atni, kjúklingakrafti (í stað víns) >g mjólk. Suðan er látin koma upp >g er sósuefnið látið sjóða þar til :raftur á pönnunni hefur blandast ■ökvanum. Salti er bætt út í ef þurfa >ykir. 5. Eggjarauðan er hrærð með irlitlu salti, hún er notuð til að jafna ósuna. Panna er tekin af hellunni g er 1—2 matsk. af sósunni hrært arlega út í eggjarauðuna, hún er íðan hrærð varlega saman við sós- na. Sósan er að síðustu hituð arlega að suðu og þess gætt að hún ióði ekki, þá mæmar hún. 6. Sósunni er hellt yfir kótilettum- r (sigtið) og eru þær bomar fram leð steiktum kartöflum: Kartöflum- r eru snöggsoðnar og skomar í leiðar og steiktar í örlitlu smjörlíki. ott meðlæti eru einnig grænar aunir og annað grænmeti eins og ;eikt zucchini. /erð á hráefni í sunnudags- íálsverði fyrir 6 manns [álfakjöt hakkað OO g ... Kr. 170.00 egg ... Kr. 12.00 laukur ... Kr. 5.00 OOgkart. .. ... Kr. 22.40 dós baunir . ... Kr. 25.00 zucchini .... ... Kr. 79.00 Kr. 313.40

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.