Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
Byggingaþj ónustan;
Skipulag miðbæjar
Reykjavíkur kynnt
Morgunblaðið/Júlíus
Skipulag miðbæjarins skoðað í Byggingaþjónustunni. Frá vinstri: Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður Borgarskipulags, Davíð Oddsson borgarstjóri, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
Framsóknarflokks og Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýðuflokks
KYNNING stendur nú yfir á
tillögu um miðbæjarskipulagið
í Byggingaþjónustunni, Hall-
veigarstíg 1, m.a, með líkani
og teikningum. Einnig stendur
þar yfir kynning á deiliskipu-
lagstillögu af Þingholtinu og
Ijósmyndir af líkani nýrrar
þjónustumiðstöðvar, sem á að
rísa á horni Vesturgötu og
Garðastrætis, eru til sýnis í
Byggingaþjónustunni.
Tillaga þeirra Dagnýjar
Helgadóttur og Guðna Pálssonar
arkitekta að skipulagi miðbæjar-
ins hefur verið í vinnslu frá miðju
ári 1984. Tillagan tengist þeirri
vinnu, sem unnin hefur verið að
endurskoðun aðalskipulags
Reykjavíkur. Að lokinni kynningu,
18. mars nk., fjallar skipulags-
nefnd og borgarráð um athuga-
semdir er borist hafa og afgreiðir
síðan borgarstjóm skipulagið
ásamt umsögn um hvetja athuga-
semd og umsögn um skipulagstil-
löguna til skipulagsstjómar.
Nú er lokið vinnu við endur-
skoðun á skipulagi gömlu hverf-
anna í Þingholtinu er tengist beint
aðalskipulagsvinnunni. Unnar
hafa verið nokkrar tillögur að
deiliskipulagi reita, sem ástæða
hefur þótt til að vinna strax vegna
óska lóðareigenda um breytingar
á húsum eða umsókna um ný-
byggingar. Á fundi skipulags-
nefndar sl. mánudag var tillaga
frá Teiknistofu Guðrúnar Jóns-
dóttur að öðrum reit í Þingholtum
samþykkt, en hún afmarkast af
Bankastræti, Þingholtsstræti og
Skólastræti. Tillagan verður
kynnt í Byggingaþjónustinni í
þijár vikur og skal koma athuga-
semdum eða ábendingum til
Borgarskipulags fyrir 20. febrúar
nk.
Samkeppni um ráðhúsbygg-
ingu á svonefndri Bámlóð í
norðvesturhomi Tjarnarinnar
stendur nú yfir og rennur skila-
frestur út 5. mars nk. Á líkani
miðbæjarskipulagsins má sjá
lausa plötu, sem svarar til bygg-
ingarreits Ráðhússins en allir
þátttakendur í samkeppninni fá
slíka plötu til að fella á líkan af
sinni tillögu.
í Byggingaþjónustunni eru til
sýnis húshlutar úr 100 ára gömlu
húsi úr borginni. Húsið var á einni
hæð á hlöðnum grásteinssökkli.
Upphaflegur ytri frágangur var
timburvatnsklæðning að götu óg
bámjám að nærliggjandi húsum.
Húshlutamir sýna þá þróun sem
orðið hefur frá þeim tíma er eng-
in byggingarreglugerð var til hér
á landi. Húshlutunum er einnig
ætlað að gefa innsýn í viðgerð og
útlit fyrir og eftir viðgerð.
Á homi Vesturgötu og Garða-
strætis mun á þessu ári og
tveimur næstu rísa ný þjónustu-
miðstöð fyrir íbúa vesturbæjarins
og em fyrirhugaðar framkvæmdir
kynntar á sýningunni. Þar verður
þjónustumiðstöð fyrir aldraða,
heilsugæslustöð og 26 íbuðir, sem
ætlaðar em öldmðum. I kjallara
hússins verður bflageymsla, sem
ætluð er almenningi.
Byggingaþjónustan er sjálfs-
eignastofnun. Aðilar að henni em
átta: Arkitektafélag íslands, Ak-
ureyrarbær, Félag íslenskra
iðnrekenda, Húsnæðisstofnun
ríkisins, Iðntæknistofnun Iðlands,
Landssamband iðnaðarmanna,
Rannsóknarstofnun bygginga-
riðnaðarins og Reykjavíkurborg.
Þar er um 600 fermetra sýningar-
salur þar sem íslenskir og erlendir
framleiðendur kynna vömr sínar
í sýningarbásum og með mynd-
böndum. I máli Ólafs Jenssonar,
framkvæmdastjóra Bygginga-
þjónustunnar, kom meðal annars
fram við opnun kynningar borgar-
innar að ýmsar nýjungar væm á
döfinni hjá fyrirtækinu. Verið er
að taka í notkun byggingarefna-
skrá, sem er í tölvu og getur
almenningur upplýsingar úr tölv-
unni um hvar viðkomandi vara
er fáanleg, hvar framleidd, hver
sé umboðsmaður o.s.frv. Einnig
hefur fyrirtækið nú upp á að bjóða
verktakaþjónustuskrá, sem hefur
að geyma upplýsingar um fag-
menn á sviði byggingaiðnaðar.
Þá hefur Húsnæðisstofnun ríkis-
ins látið Byggingaþjónustunni í
té tölvuforrit til þess að geta boð-
ið upp á þá þjónustu að reikna
út greiðslubyrði þeirra, sem ætla
að fara út í íbúðakaup eða hús-
byggingar.
Byggingaþjónustan er þessa
dagana í samvinnu við nokkra
aðila að láta gera myndband um
orsakir steypuskemmda, hvað sé
til ráða til þess að koma í veg
fyrir þær og hvernig sé hægt að
gera við skemmdimar. I mars-
mánuði verður sérsýning á efnum,
tækjum og búnaði er varðar
vatns- og fráveitulagnir í tengsl-
um við námskeið sem endur-
menntunamefnd HÍ heldur í
samvinnu við Iðntæknistofnun Is-
lands.
Ólaf i Ragnari
veitt viður-
kenning fyrir
framlag til af-
vopnunarmála
ÓLAFI Ragnari Grímssyni pró-
fessor var í síðustu viku veitt
viðurkenning Pomerance-sam-
takanna. Samtök þessi starfa í
nánum tengslum við Sameinuðu
þjóðirnar á sviði afvopnunar-
mála og veita árlega viðurkenn-
ingu þeim sem þykja hafa lagt
með nýjum hætti fram skerf til
þess málaflokks. Ólafur Ragnar
er formaður alþjóðlegra þing-
mannasamtaka sem hafa látið að
sér kveða á þessum vettvangi.
William Epstein, framkvæmda-
stjóri afvopnunardeildar Sameinuðu
þjóðanna, afhenti Ólafi viðurkenn-
inguna í New York á fimmtudag.
„í máli Epstein kom fram að mér
var veitt þessi góða viðurkenning
af þremur ástæðum. I fyrsta lagi
fyrir að hafa átt hlut að því að
koma á samstarfi sex þjóðarleið-
toga, sem undanfarin tvö ár hafa
í æ ríkari mæli beitt sér á vett-
vangi afvopnunarmála, t.d. á
síðasta ári með tillögum og viðræð:
um við Reagan og Gorbachev. í
öðru lagi vegna þess að á síðasta
ári lagði ég grundvöll að því ásamt
samstarfsmönnum mínum, meðal
annars með viðræðum við She-
vardnadze utanríkisráðherra Sovét-
rikjanna, að gerður var samningur
þar sem heimilað er að bandarískir
vísindamann komi til Sovétríkjanna
og fylgíst með því að bann gegn
tilraunum með kjarnorkuvopn sé
virt. í þriðja lagi fékk ég þessa við-
urkenningu vegna þess að samtökin
sem ég er formaður fyrir, komu
fram með ýmsar hugmyndir um
hvernig ná mætti víðtækum af-
vopnunarsamningum með því að
beita ákvæðum í gildandi samning-
um til þess að breyta þeim. Hingað
til hefur ávallt verið samið frá
grunni, með nýjum samningi í hvert
sinn,“ sagði Ólafur Ragnar.
Þegar Ólafi var veitt viðurkenn-
ingin var honum flutt kveðja Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna. í kveðju þess-
ari kom fram ánægja framkvæmda-
stjórans með störf prófessorsins.
i-
Húsgagna
í fullum gangi
Opið kl. 9-19
það hefur alltaf borgað sig
að versla á Vörumarkaðinum
Vúrumarkaöurinn hf.
Nýjabæ-Eiðistorgi Sími 622-200