Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 21

Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 21 Andreas Scmidt á ljóða- tónleikum í Gamla bíói Tónlistarunnendum gefst kostur á að heyra söng barítón- söngvarans Andreas Scmidt frá Vestur-Þýskalandi nk. mánu- dag'skvöld 2. febrúar. Andreas Scmidt syngur Ijóðasöngva eftir Mozart, Beethoven og Schumann með pianóleikaranum Thomas Palm. Það er mikill viðburður að Andreas Schmidt skuli syngja á íslandi, en hann er nú svo eft- irsóttur að óperuhús og tónleika- hús út um allan heim keppast um að fá hann til að syngja, seg- ir i fréttatilkynningu sem blaðinu hefur borist. Þar segir ennfremur: „Andreas Scmidt fæddist í Diisseldorf árið 1960, og er því aðeins 26 ára gam- all. Söngferill hans hefur verið svo glæsilegur, þó stuttur sé, að menn líkja því helst við feril kennara hans Fischer-Dieskau. Telja má upphaf þessa óvenju skjóta frama fyrstu verðlaun í tveimur stærstu söngv- arakeppnum Þýskalands er hann hlaut árið 1982. í framhaldi af því var honum boðinn árs styrkur hjá óperunni í Berlín og síðan starfs- samningur og hefur hann þegar komið fram f mörgum aðalhlutverk- um þar. í desember sl. söng hann hlutverk Wolframs í Tannhauser eftir Wagner og var það einn stærsti söngsigur hans til þessa. Á sl. ári söng hann sem gestur í óperuhús- unum í Hamborg, Munchen og Covent Garden í London og mun syngja við mörg önnur þekkt óperu- hús á næstunni. Hann hefur komið fram með mörgum sinfóníuhljóm- sveitum í fremstu röð, svo sem Berlínar Fílharmoníunni, Vínar Fílharmoníunni, Lundúna Fílharm- oníunni og Hljómsveit Scala óper- unnar í Mílanó undir stjóm þekktra hljómsveitarstjóra, Giulini, Colin Davis, Cobos, Sawallisch, Sinopoli, Rilling ofl. Auk þessa hefur Andre- as komið fram á fjölda ljóða- og óratóríutónleikum í mörgum Evrópu- löndum, ísrael, Suður-Ameríku og Japan. Píanóleikarinn Thomas Palm hefur oftast leikið með Andreas Schmidt á ljóðatónleikum, en auk þess hefur hann unnið mikið með píanóleikaranum Irwin Gage og Jörg Demus, en til íslands kemur hann einmitt beint úr tónleikaför um Ítalíu með Jörg Demus. Andreas hefur komið fram í útvarpi og sjón- varpi víða um lönd og sungið inn á hljómplötur hjá Deutsche Grammaphon, Philips og EMI. Hann hefur hvarvetna hlotið mikið lof gagnrýnenda, sem nefna oft nafn Fischer-Dieskau í því sam- bandi. Andreas Schmidt hefur áður heimsótt ísland og er mikill aðdá- andi lands og þjóðar. Það má telja til tíðinda að fyrsta sjónvarpspró- gramm, sem hann gerði var hjá Islenska sjónvarpinu árið 1982, þegar hann var aðeins 22 ára gam- all, en í það skipti söng hann einnig einsöngskantötur eftir Bach í Hallgrímskirkju. Minna má á að hann var einnig „leynigestur" á píanótónleikum Jörg Demus hjá Tónlistarfélaginu árið 1984 oghreif áheyrendur með flutningi nokkurra þekktra Schubert-ljóða. Á ljóðatónleikunum í Gamla bíói á mánudagskvöldið munu þeir fé- lagar m.a. flytja ljóðaflokkana „An die feme Geliebte" eftir Ludvig van Beethoven og Liederkreis op. 39 eftir Robert Schumann, sem báðir tilheyra fegurstu perlum ljóða- söngsins. Aðgöngumiðar eru til sölu hjá Istóni við Freyjugötu, hjá íslensku Gítartónleikar ópemnni í Gamla bíói og við inn- ganginn. Tónleikamir heíjast kl. 20.30.“ Tónlist Jón Ásgeirsson Ungur gítarleikari, Sveinn Ey- þórsson, hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu og flutti tónlist eftir Weiss, Falla, Brouwer, Villa-Lobos, Mangore og Rodrigo. Fyrsta verkið var Lútusvíta eftir Weiss (1686—1750), fallegt verk er Sveinn lék ágæta vel. Falla starfaði um tíma í París og þekkti Debussy mjög vel. Minningarlagið um Debussy er sérkennilegt en á engan hátt stæling á stíl meistar- ans, þó heyra megi smá tón- hendingu eftir hann. Falla var á margan hátt eina spánska tón- skáldið er náði að skapa sér alþjóðlegan tónstfl, þó ævinlega megi merkja sterk einkenni þjóð- félagsins. Nútímalegasta verkið á tónleikunum var Elogio de la danza eftir Leo Brouwer, sem er þegar mjög kunnur fyrir frábær- lega vel gerð gítarverk. í þessu verki sýndi Sveinn mjög skemmti- leg tilþrif og vald sitt á hljóð- færinu. Eftir hlé flutti Sveinn tónlist eftir snillingana Villa- Lobos, Mangore og Rodrigo og var flutningur verkanna sannköll- uð gítarveisla. Fyrst vom það þijár etíður, nr. 4, 6 og 10, eftir Villa-Lobos. Þar mátti heyra sterka tilfínningu Sveins fyrir „dynamic", eins og reyndar í tón- verki Brouwers, sérstaklega í tveim fyrri æfíngunum en í þeirri þriðju leikandi tækni hans. Prelúdía og „betlarabæn" eftir Mangore em ljóðræn tónverk sem Sveinn lék af innileik. Þrjú spönsk lög eftir Rodrigo vom lokaverkin á tónleikunum og þar gat að heyra margt mjög vel gert. Óhætt er að fullyrða að Sveinn Eyþórsson, sem er aðeins tuttugu og tveggja ára, hefur þegar aflað sér óvenju staðgóðrar menntunar og auk þess að vera mjög leikinn á sinn gítar, má vel heyra að hann er íhugull tónlistarmaður. „Hann á eftir að láta heyra í sér, svo mun- að verði, þessi strákur." Utanríkisráðuneytið: Nýr ráðuneytisstj óri HANNES Hafstein, sem verið hefur sendiherra íslands í Genf, tekur nú um mánaða- mótin við embætti ráðuneytis- stjóra i utanrikisráðuneytinu. Nú em að koma til fram- kvæmda þær breytingar á yfir- stjórn utanríkisráðuneytisins, sem ákveðnar vom undir lok síðasta árs. Ingvi S. Ingvarsson, fráfar- andi ráðuneytisstjóri, er að taka við störfum sendiherra í Wash- ington og Hannes Hafstein við ráðuneytisstjóraembættinu. Við starfí sendiherra í Genf tekur Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, skrifstofustjóri Vamarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Sverrir Haukur fer þó ekki til starfa í Genf fyrr en í maí- næst- komandi. Hannes Hafstein HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON________@ Að^ögðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.