Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 27 Stefnuræða Bandaríkjaforseta: Reagan segist bera fulla ábyrgð á vopnasölunni - skorar á Sovétmenn að sýna friðarvilja í verki Washington. Reuter. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, flutti í fyrrakvöld sjöttu stefnuræðu sína á fundi beggja þingdeilda og var henni einnig sjón- varpað til milljóna manna. Hann sagði að einn skugga bæri á starf sljórnar sinnar undanfarin ár og átti þar við Iranmálið, að öðru leyti hefði miðað á framfarabraut. Verðbólga væri minni en nokkru sinni síðustu 25 ár, atvinnuleysi væri það minnsta í 7 ár, 13 milljón- ir nýrra starfa hefðu bætst við á vinnumarkaðinum og friður og frelsi ríkti í Bandarikjunum. „En þó okkur hafí miðað á fram- farabraut, ber einn skugga á. Ég tók áhættu varðandi viðskipti við íran, mál fóru á annan veg en von- ast var til og á því ber ég fulla ábyrgð", sagði forsetinn. „Mark- miðin voru verðug, ég álít það ekki rangt að reyna að koma á tenglsum við ráðandi öfl í hernaðarlega mikil- vægu riki og vissulega var það ekki rangt að vilja bjarga bandarískum þegnum sem haldið er glæpsamlega í gíslingu. En okkur tókst ekki ætlunarverk okkar og alvarleg mi- stök voru gerð. Við munum komast til botns í þessu máli og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði“. Er forsetinn hafði mælt þessi orð stóðu þing- menn Republikana á fætur, klöpp- uðu og fögnuðu ákaft. Forsetinn minntist ekki á það að hluti af hagn- aðinum af vopnasölunni til Iran rann til Contra-skæruliða í Nic- araqua, en lauk umfjöllun sinni um Iran við mikinn fögnuð stuðnings- manna sinna á þessum orðum. „Við skulum ekki láta segja það um núlifandi Bandaríkjamenn að þeir hafi látið mistök heltaka sig svo að þeir þyrðu ekki að taka áhættu er stuðlað gæti að framgangi friðar og frelsis í heiminum“. Reagan lýsti yfir vilja sínum til að eiga vinsamleg samskipti við Sovétríkin, en sagði að þau yrðu V estur-Þýskaland: CDU og CSU eigast við eftir kosmngarnar Ziirich, frá Önnu Bjamadóitur, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR kristilegu bræðra- flokkanna, CDU og CSU, áttu sinn fyrsta fund eftir þingkosn- ingarnar í Vestur-Þýskalandi í gær og undirbjuggu stjórnar- myndunarviðræður flokkanna við frjálsa demókrata, FDP. Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands og formaður CSU, sagði fyrir fundinn að stefna flokkanna í umræðunum yrði mótuð á fundinum en deiluatriði yrðu rædd síðar. Heiner Geissler, framkvæmda- stjóri CDU, sagði að fundinum loknum að bræðraflokkarnir myndu leggja áherslu á endurbót á skatta- kerfinu og á félags- og umhverfis- mál í stjórnarmyndunarviðræðun- um. Framkvæmdastjóri CSU sagði að afvopnunar- og utanríkismál yrðu einnig rædd í viðræðunum. FDP vann sigur í kosningunum, sem voru haldnar á sunnudag, en CDU/CSU töpuðu tæplega fimm prósenta fylgi. Geissler kenndi kosningabaráttu CSU að hluta til um úrslitin strax að kosningunum loknum. Orð hans komu við kaunin á mörgum í Bæjaralandi og nú eru deilur hafnar milli hans og frammá- manna í CSU. Strauss gagnrýndi utanríkisstefnu Hans-Dietrichs Genscher, utanríkisráðherra, harð- lega í baráttunni og sagði tíma til kominn að stjórn Helmuts Kohl mótaði sína eigin utanríkisstefnu. Þetta er talið hafa hjálpað Gensch- er og FDP í kosningunum. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti flytur þingheimi stefnu- ræðu sína sl. þriðjudagskvöld. að sýna friðarvilja sinn í verki og virða mannréttindi. „Þrátt fyrir þá staðreynd að þriðjungur fjölskyldna í Sovétríkjunum hafi ekki heitt vatn í íbúðum sínum, þá hefur sovéska rlkisstjórnin á síðustu fimm árum varið 75 milljörðum bandaríkjadoll- ara í hernaðaraðstoð við ýmis ríki s.s. Sýrland, Víetnam, Kúbu, Líbýu, Angóla, Eþíópíu, Afganistan og Nicaraqua“, sagði forsetinn. Hann spurði síðan hvort hægt væri að draga í efa að Sovétmenn ætluðu að auka áhrif sín í heiminum þegar litið væri á þá staðreynd að mikill fjöldi sovéskra hermanna og hern- aðarlegra ráðunauta væru í Asíu, Afríku og Latnesku-Ameríku. Re- agan kvað það ekki nóg að Sovét- menn segðust vilja binda enda á hina grimmilegu stytjöld í Afganist- an, þeir yrðu að draga her sinn heim og leyfa afgönsku þjóðinni að ákvarða framtíð sína. „Lýðræðisleg sjónarmið eru að vinna á í Mið- og Suður-Ameríku“, sagði Bandaríkjaforseti. „Nic- araqua sker sig þó þar úr, því yfirvöld þar reyna að stemma stigu við starfsemi kirkjunnar, þagga nið- ur í fjölmiðlum og andófsmönnum og grafa undan friði í þessum heimshluta". Hann sagði síðan að hann myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að Sovétmenn næðu varanlegri fótfestu í Mið-Ameríku. Reagan sagði Bandaríkjamenn alltaf vera reiðubúna til að finna friðsamlega lausn mála og hvað Sovétríkin varðaði þá viidi ríkis- stjórn sín semja um að dregið yrði úr vígbúnaðarkapphlaupinu. „Á ís- landi höfðum við tækifæri í október, til að ná árangri, en Sovétmenn gerðu það að engu því þeir lögðu ofurkapp á að eyðileggja geim- varnaráætlun okkar. Slíkt sam- þykkti ég ekki og mun aldrei gera“. Forsetinn ítrekaði andstöðu sína við vemdartollastefnu, en sagði að sýna þyrfti sanngirni í viðskiptum. Hann kvað mikið hafa áunnist í efnahagsmálum, en hallinn á §ár- lögum væri of mikill ogyrði að finna lausn á þeim vanda. Hann sagðist ekki álíta að hækka bæri skatta heldur draga úr ríkisútgjöldum. Velferðarkerfið þyrfti að endur- skoða og bæta. I lok hinnar 34 mínútna löngu ræðu sinnar fjallaði Reagan forseti um framtíð bandarísku þjóðarinnar, sem hann kvaðst álíta bjarta, ef fólkið nýtti ser hin óendanlega margþættu tækifæri til betra lífs sem nú biðust. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR snar- lækkaði gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims á gjaldeyris- mörkuðum i Japan og Evrópu í gær og hefur hann ekki verið Iægri gagnvart vestur-þýzka markinu í sex ár. Verð á gulli féll einnig. Mikið framboð var á dollar í gær vegna efasemda um að framundan sé efnahagsbati í Bandaríkjunum og frétta um methalla á utanríkisvið- skiptum Bandaríkjanna. Þá þótti ekkert benda til að vestur-þýzki seðlabankinn myndi grípa til aðgerða til að styrkja dollarann. Brezka pundið kostaði 1,5470 doll- ara í London, miðað við 1,5310 í fyrradag, og hefur það ekki verið hærra skráð gagnvart dollar frá 13. júní 1983. Þýzka markið var skráð á 1,7750 dollara í Frankfurt en lægri hefur dollarinn ekki verið skráður gagnvart markinu frá 6. ágúst 1980. Gengi dollarans var annars þannig að fyrir hann fengust: 1,4865 svissn. frankar (1,5248) 5,9150 frankir frankar (6,0600) 2,0005 holl. gyllini (2,0465) 1.264,00 ít. lírur (1.290,50) 1,3360 kanad. dollarar (1,34485) í Tókýó féll dollarinn þriðja daginn í röð og var skráður á 151,20 jen (151,95). í London lækkaði dollarinn enn frekar og var skráður á 150,40 jen. Gullúnsan kostaði 408,80 dollara í London (411,40) og 411,00 í Zurieh (411,,50) Veldur hárlos áhyggjum? Ný þjónusta á íslandi! Meðhöndlun með laser-geisla hefur gefið góða raun. Meðferð þessi stöðvar hárlos, er hættulaus og hefur engar þekktar auka- verkanir. Upplýsingar og tímapantanir í síma 11275 kl. 10.00-17.00. PHIIIPS V# POTTÞETTA ELDAVÉLIN FRÁ PHILIPS Verð kr. 19 Heimiiistæki hf Hafnarstræti 9, sími 20455 — Sætúni 8, sími 27500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.