Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 28

Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Persaflóastríðið: íranai’ hóta hefnd- um fyrir loftárásir Nikósíu, Teheran, Reuter, AP. ÍRANAR sögðu í gær að íraskar þotur hefðu varpað sprengjum á fjórar borgir í Iran og myrt og sært fjölda borgara. Nokkrum klukkstundum áður en loftárás- irnar hófust lýstu Iranar yfir því að þeir myndu hætta að skjóta flugskeytum á íraskar borgir, en Irakar höfðu gefið út svipaða yfirlýsingu sólarhring áður. Talsmaður íranshers hótaði grimmilega hefndum fyrir loft- árásirnar í gær og fyrradag. Iranar sögðust hafa gert árang- ursríkar árásir við Basra aðfaranótt Nicaragua: Hall sleppt Managua, AP. STJÓRN Nicaragua tilkynnti í gær að Bandaríkjamaðurinn Sam Hall, sem handtekinn var í des- ember og sakaður um njósnir, hefði verið látinn laus. Var sagt að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna sakir andlegrar vanheilsu. Hall steig í gær um borð í flugvél ásamt lögfræðingi sínum á flugvellinum í Managua og flaug áleiðis til Banda- rikjanna. Hall var tekinn fastur 12. desember sl. Var honum gef- ið að sök hafa farið inn á bannsvæði í Nicaragua. þriðjudags og hefðu herir þeirra nálgast Basra um tvo km., að því er fram kom í hjá opinberri frétta- stofu írans. Sögðust íranar hafa hluta af þjóðveginum, sem liggur til Basra, á sínu valdi. írösk fréttastofa hafði aftur á móti eftir talsmanni hers Iraks að árásir írana hefðu engan árangur borið. Leiðtogar á ráðstefnu múha- meðstrúarríkja reyndu á þriðjudag að leita nýrra leiða til lausna á Persaflóastríðinu. Allar umræður fóru fram bak við tjöldinn á þriðju- dag. Heimildarmenn á ráðstefn- unni, sem hófst á mánudag í Kuwait og haldin er á þriggja ára fresti, sögðu að Perez de Cueillar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, gegndi veigamiklu hlutverki í að leggja drög að friðartillögu. Opinbera fréttastofa Saudi- Arabíu sagði að Fahd konungur Saudi-Arabíu hefði rætt einslega við Hafez al-Assad, forseta Sýr- lands. Sýrlendingar og Líbýumenn styðja írana í styijöldinni, sem nú hefur staðið í sex og hálft ár, en Saudi-Arabar styðja íraka. Assad og Fahd ræddu einnig við de Cueill- ar fyrr um daginn. Perez de Cueillar sagði við upp- haf ráðstefnunnar að leita þyrfti nýrra leiða til að koma á friði milli írana og íraka. Persaflóastríðið er helsta áhyggjuefni þeirra þijátíu múhameðstrúarríkja, sem sitja ráð- stefnuna. Taka arabaríki Egypta í sátt? Hafez al-Assad og Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseti hittust í gær og bendir nú ýmislegt til þess að sættir takist milli Egypta og ann- arra arabaríkja, en þar hefur samband verið stirt síðan Egyptar skrifuðu undir friðarsáttmála við Israela fyrir átta árum. Fahd og Jaber al-Sabah, konungur Kuwait, hittu einnig leiðtogana. Sýrlending- ar og sextán önnur arabaríki slitu sambandi við Egypta þegar Anwar Sadat, forveri Mubaraks, skrifaði undir friðarsáttmálann. Aðeins Jórdanía og Djibuti hafa aftur kom- ið á sambandi við Egypta síðan. Assad og Mubarak sáust leiðast að hætti araba inn í ráðstefnusalinn á þriðjudag. Reuter Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), og Jaber al-Ahmad al-Sabah, leiðtogi Kuwait, fara með gamanmál á leið- togafundi arabaríkja í Kuwait. Afganistan: Harðnandi bardagar þrátt fyrir vopnahlé Islamabad, AP. ÁTÖK í Afganistan hafa farið harðnandi með degi hverjum frá því stjórnin í Kabúl lýsti yfir vopnahléi í bardögum við skæru- Bandaríkin: Tilraun gerð með nýtt námslánakerfi Lánin bera fulla vexti en skorður reistar við afborgunarbyrðinni FRAMLÖG bandarísku alríkis- sljórnarinnar til æðri menntun- ar geta skipt sköpum fyrir margan námsmanninn þar í landi enda sækir hann til henn- ar tvo þriðju hluta námslán- anna og annarrar aðstoðar. Á síðasta ári samþykkti þingið að veita fimm milljónum dollara til nýrrar áætlunar um námsað- stoð og er það meginhugsunin, að hún verði til að létta nokkuð okinu af alrikisstjóminni, sem telur raunar, að menntunar- kostnaðurinn eigi fyrst og fremst að hvila á herðum ríkjanna sjálfra og einstakling- anna. Fátækir námsmenn fá nú styrki frá alríkisstjóminni en á undan- fömum ámm hafa þeir farið minnkandi og er stefnt að því að skera þá enn frekar niður, aðal- lega með því að krefjast betri skilgreiningar af hálfu styrkþega. Aðrir námsmenn, langstærsti hópurinn, fá enga styrki en þeim standa hins vegar til boða lán í bönkum og öðmm fjármálastofn- unum. Ábyrgist alríkisstjómin lánin og greiðir niður vextina. Afborgunartími þessara lána er fastákveðinn en algengt er, að við greiðslurnar sé ekki staðið. Vant- ar árlega um einn milljarð dollara upp á fullar heimtur auk þess sem vaxtaniðurgreiðslumar nema tveimur milljörðum árlega. Við þessi fjárútlát vill alríkisstjómin gjama sleppa. Tilraunin með nýja námslána- Bandarískir námsmenn: Skuld- um vafnir að námi loknu og vel launuð störf ekki á hverju strái. kerfíð er í því fólgin að veita hveijum námsmanni kost á 17,500 dollara láni fyrir úögurra ára nám og er það meira en nú er völ á. Afborgunartíminn að námi loknu er ekki fastnegldur en lánþeginn verður hins vegar að endurgreiða lánið með réttym vöxtum. Eiga afborganir aldrei að vera meiri en 15% af árstekjun- um og á það að tryggja betri heimtur. Höfundar þessa kerfís gera sér vonir um, að eftir 15 ár muni gegnumstreymið, endur- greiðslumar, sjá til þess, að sjóðurinn geti staðið á eigin fót- um. Ekki eru allir þingmenn eða talsmenn skólanna trúaðir á þessa tilraun og þess vegna verður hún að þessu sinni einskorðuð við tíu menntaskóla. Ríkisstjómin fór í fyrra fram á 90 millj. dollara til þessara hluta en fékk aðeins fimm og ólíklegt þykir, að þingið fari mýkri höndum um nýja umsókn um 600 millj. dollara. í skýrslu, sem nýlega var lögð fyrir efnahagsnefnd Bandaríkja- þings, kemur fram, að mennta- og háskólanám er kostnaðarsam- ara nú en það. var fyrir áratug. Námskostnaður í ríkisskólunum hefur hækkað um 10% að raun- virði og um 25% í einkaskólunum. Rauntekjur heimilanna hafa hins vegar ekki hækkað og námsstyrk- ir minnkað verulega. Óttast er, að brátt verði erfitt fyrir böm fátækra foreldra að leggja fyrir sig langskólanám og að þeir, sem það gera þó, útskrif- ist skuldum vafnir á sama tíma og vel launuðum störfum fyrir ungt fólk fer fækkandi. Hætt er því við, að margir leggi fyrir sig ýmiss konar viðskiptanám í von um góð laun síðar þótt þeir hafi í raun meiri áhuga á kennslu eða annarri félagslegri þjónustu. Að giftast, eignast börn eða festa kaup á húsi verður þá að bíða betri tíma enda skuldar yfirleitt hver námsmaður, sem útskrifast úr einkaskóla, um 9000 dollara (360.000 ísl. kr.) og 6,700 dollara (268.000 ísl. kr.) sá, sem lýkur námi við ríkisskóla. (Heimild: The Economist) liða. Fréttir herma að fjöldi sovéskra hermanna og sljórnar- hermanna hafi fallið í heiftarleg- um bardögum. Að sögn vestrænna sendimanna í Islamabad hafa óvenju harðir bar- dagar geisað víða í Afganistan. Þykir það tíðindum sæta þar eð jafnan dregur úr átökum að vetrar- lagi. Virðist svo sem skæruliðar hafi hert baráttu sína eftir að stjórnin í Kabúl tilkynnti um vopna- hléð. Skæruliðar hafa undanfama daga gert árásir á hernaðarmann- virki og stjórnarbyggingar í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og valdið miklu tjóni. Talið er að 60 sovéskir hermenn hafi fallið er skæruliðar gerðu árás á bifreiðalest á Salang- þjóðveginum og einnig féll fjöldi manna er skæruliðar réðust olíu- birgðastöð skammt frá Kabúl. Að sögn sendimannanna loguðu eldar þar í þijá sólarhringa eftir árásina. Kommúnistastjómin lýsti yfir einhliða vopnahléi þann 15. þessa mánaðar í því skyni að binda endi á átökin í landinu, sem nú hafa staðið í rúm sjö ár. Sovétstjórnin lagði blessun sína yfir vopnahléð en talið er að 115.000 sovéskir hermenn séu í Afganistan. Skæm- liðar hafa lýst yfir því að þeir muni beijast þar til stjómin í Kabúl fellur og virðast hafa hert árásir sínar því til staðfestingar. New York: 10 þúsund heimilis- lausir flýja kuldann New York, AP. MIKIÐ fannfergi er nú á austur- strönd Bandaríkjanna og frost. Fjöldi heimilislausra hefur leitað Sovétríkin: llOOmanns bjargað af ís Moskvu, Reuter. TVEIR menn drukknuðu undan strönd Sovétríkjanna að Eystra- salti þegar ísbreiða, sem 1100 manns voru við veiðar á, brotn- aði frá fastlendinu, að því er greint var frá í Prövdu, mál- gagni sovéska kommúnista- flokksins. „Að sögn sjónarvotta ætluðu karlmaður og bam að stökkva milli ísjaka, en féllu í hafið og varð ekki bjargað," sagði í Prövdu. I dagblaðinu Izvestia sagði í gær að hermenn í þyrlum og bátum hefðu bjargað rúmlega 1100 manns af ísjökum ' mánudag. Fólkið hafði verið að veiðum undan bænum Jur- mala í Lettlandi. ísinn brotnaði vegna þess að veður hafði farið hlýnandi. húsaskjóls hjá hjálparstofnunum og kennsla hefur legið niðri í skólum í þremur fylkjum. Unnið er nótt og dag við að ryðja vegi. Átján manns hafa látið lífið í Pennsylvaníu-fylki vegna kulda, snævar og hálku síðan vetrarhörk- umar ágerðust í síðustu viku, fimm hafa farist í Norður-Karolínu, fjórir í Tennessee og Maryland, þrír í Connecticut og Virginíu, tveir í New York og á Rhode Island og einn í Suður-Karolínu, Massachusetts, Michigan og Kentucky. Veðurfræðingar segja að enn sé óveður í aðsigi og gæti gert hríð og rigningu á austurströndinni í dag. Veðrinu gætu fylgt flóð. Mörg þúsund heimilislausir New York-búar leituðu skjóls aðfaranótt mánudags og mældist þá tíu gráðu frost í borginni. Embættismenn telja að 10.144 manns hafi leitað skjóls hjá hjálparstofnunum þessa nótt. Á vesturströnd Bandaríkjanna er annað uppi á teningnum. 30 gráður mældust í Los Angeles á mánudag og hefur aðeins einu sinni mælst jafn mikill hiti þar í janúar. Strand- verðir sögðu að 40.000 baðgestir hefðu verið á strandlengjunni frá Zuma til Newport.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.