Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 ilfogtiitMfifeifc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Gorbachev boðar breytingar Frystitogarar „Cape North“, togari fyrir tækisins National Sea. Miðstjómarfund sovéska kommúnistaflokksins, sem hófst á þriðjudag, átti upphaf- lega að halda síðastliðið haust. Það hefur vakið vangaveltur um valdabaráttu innan Kremlar, að fundinum var seinkað. Ræða Mikhails Gorbachev í upphafi fundarins er til marks um, að þar takast á tvær fylkingar, menn af kynslóð Gorbachevs, sem ekki stóðu mjög nærri Leon- id Brezhnev, og hinir, sem voru handgengnir Brezhnev. Daginn áður en Gorbachev setti jnið- stjómarfundinn birtist frásögn af því í sovésku vikublaði, að hann hafí tekist á um embætti aðalritara flokksins við Viktor Grishin, fyrram flokksforingja í Moskvu. Grishin var skjólstæð- ingur Brezhnevs. í hinu sovéska vikuriti Ogonyoker sagt, að hann hafí orðið uppvís að lygum og spillingu. Með Gorbachev hafi hins vegar komið til sögunnar maður lýðræðis og heiðarleika. í hinu lokaða stjómkerfi Sov- étríkjanna era frásagnir af valdabaráttu í Kreml ekki háðar neinum tilviljunum. Enda kemur það í ljós af lestri frétta um ræðu Gorbachevs í miðstjóminni, að hann leggur áherslu á það sama og fram kom í tímaritinu, að hann sé fulltrúi umbóta en á tímum Brezhnevs hafi orðið aft- . urför vegna stöðnunar. Gorbachev nefndi Brezhnev aldrei á nafn í ræðu sinni. Á hinn bóginn skildu allir hverjir áttu sneiðar eins og þá, að á síðustu áram hefði neysla áfengis og fíkniefna aukist og glæpum fjölgað, á meðan stjómvöld hefðu látið undir höfuð leggjast að sinna frumþörfum venjulegs fólks. í stað þess að sinna hags- munum almennings hefðu stjóm- arherramir lagt kapp á veislur og hátíðarhöld. Fréttamenn segja, að þetta uppgjör Gorbachevs við fortíðina minni helst á leyniræðu Nikita Khruschev á flokksþinginu 1956, þegar hann réðst á harðstjóm Jósefs Stalíns. Þá áttu forystu- menn sovéska kommúnista- flokksins einkum um sárt að binda, af því að þeir höfðu allir hafist til hinna æðstu metorða í skjóli einræðisherra, sem hafði líf tug milljóna manna á sam- viskunni og hafði af einskæra miskunnarleysi látið koma öllum þeim fyrir kattarnef, sem hann taldi skyggja á vald sitt. Núver- andi valdastétt í Sovétríkjunum hefur gengið skrefín upp á topp- inn í skjóli þeirrar spillingar, sem Gorbachev gagnrýnir. Henni er ljóst að draumurinn um alls- nægtaríki sósíalismans er jafnvel §ær sovéskum almúga nú en áður. Fátækt og vesöld, drykkju- skapur og vinnuslys, hungur, orkuskortur og bamadauði setja svip sinn á þjóðlífið. Mikhail Gorbachev lét ekki sitja við það eitt í ræðu sinni á þriðjudag að hefja sjálfan sig til skýjanna á kostnað forvera sinna. Hann hvatti til aukinna áhrifa almennings á æðstu stjórn landsins. Sagði hann að breyta þyrfti gildandi lögum á þann veg að flokksmenn gætu tilnefnt frambjóðendur til embætta að vild og kosið yrði um þá í leyni- legum kosningum. Menn hafa það að orðtaki hér á landi, að einhver hljóti rússneska kosn- ingu, þegar hann mætir lítilli sem engri mótstöðu. Vísað er til þess, að spumingin sýnist einkum hafa verið um það í kosningum í kommúnistaríkjunum níutíu og níu komma hvað mörg prósent frambjóðendur hljóta. Nú er spurningin, hvort eitt- hvað er að marka af því, sem Gorbachev segir. Ætlar hann sér í raun og veru að gera grandvall- arbreytingar á sovéska stjóm- skipulaginu? Er það til marks um það sem koma skal í mann- réttindamálum, að Andrei Sakharov er ekki lengui í útlegð í Gorkí? Eiga markaðsöflin að fá að nióta sín í stöðnuðu efnahags- kerfi? Þeir, sem hafa skilgreint nóm- enklátúra-kerfí sovésku valda- stéttarinnar, þar sem innri lögmál ráða frama manna en ekki vilji fólksins, era fullir efa- semda um að nokkurt afsprengi þessa kerfís vilji afnema það. Þeir telja einnig af og frá, að hinir innvígðu muni nokkra sinni þola að hróflað verði við undir- stöðum kerfísins. Nikita Khraschev gekk of langt að mati varðhunda kerfísins og var látinn fara. Málsvari hins óbreytta ástands, Leonid Brezhnev, hófst til æðstu met- orða. Nú er honum úthýst af nýrri kynslóð. Ástæða er til að fylgjast gaumgæfilega með tilraunastarfí Gorbachevs. í miðstjómarræðu sinni sagði hann: „Ætlunin er auðvitað alls ekki að brjóta upp pólitískt stjómkerfi okkar. Sósí- alískt lýðræði á ekkert skylt við undanlátssemi, ábyrgðarleysi og stjómleysi." Hvað felst í þessum orðum? Hvar era mörkin á milli stjómleysis og þeirrar ofstjómar, sem nú ríkir í Sovétríkjunum? Er það raunveralega tilgangur Gorbachevs að fara að þessum mörkum? eftir Sigmar Þormar ogHalldórP. Pálsson Kanadamenn hafa löngum farið sér hægt varðandi nýjung- ar í sjávarútvegi. Fyrri hluta þessarar aldar vora t.d. fulltrúar hinnar nýju fiskitækni þeirra tíma, togararnir, bannaðir eða háðir ströngum skilyrðum á Atl- antshafssvæðum Kanada. Enn þann dag í dag era botnfiskveið- ar víða stundaðar á litlum, opnum bátum. Ástæður íhalds- semi og jafnvel hræðslu við nýjungar á þessu svæði era margþættar. Menntunarleysi al- mennings og tortryggni gagn- vart nýjungum er vandamál enn í dag á Nýfundnalandi. Atvinnu- leysi í sjávarútvegsplássum landsins er önnur ástæða. Vinnuaflssparandi tæknibreyt- ingar era litnar hornauga því fólk hefur oft ekki að störfum utan sjávarútvegs að hverfa. Margt er hins vegar _að breyt- ast í þessum efnum. Á undan- fornum áram hefur stefna kanadískra stjórnvalda gagnvart sjávarútvegi tekið stakkaskipt- um. Hér áður var litið á atvinnu- greinina nánast sem atvinnu- bótavinnu fyrir fátækt og atvinnulaust fólk. Gæða- og markaðsmálum var lítið sinnt. Breytt stefna stjórnvalda miðast m.a. að því að auka verðmæti sjávarútvegsframleiðslu með út- flutningi á vöram í hærri gæðaflokkum. Þetta er aðal- ástæða þess að leyfi til reksturs frystitogara hafa nú verið veitt. Leyfi veitt Kanadíska sjávarútvegsráðu- neytið veitti þijú leyfi til reksturs frystitogara í nóvember 1985. Fram að þeim tíma var í gildi bann við útgerð slíkra skipa við Atlantshafsströnd Kanada. Einu skipin með vinnslugetu um borð sem veiddu á kanadískum fiski- miðum vora nokkur erlend verksmiðjuskip sem veiddu þar Hér á öldum áður bitust Frakk- ar og Bretar um yfirráð yfír Norður-Ameríku. Á tímabili var samið um skiptingu hins nýja heims sem var í aðaldráttum þannig að Frakkar áttu þau svæði sem nú era hluti af Kanada, en Bretar svæði sem nú heyra Bandaríkjunum til. En máttur breska ljónsins hélt áfram að magnast og Frakkar gáfu að lokum frá sér, í friðar- samningum árið 1783, öll lönd sín í Norður-Ameríku. Öll, það er að segja nema tvær örsmáar eyjar sem eru rétt suður af Nýfundna- landi. Þessar tvær eyjar, St. Pierre og Miquelon, teljaSt enn þann dag í dag hluti Frakklands. Réttar- staða þeirra er því orðin sérkenni- leg, en landfræðilega ættu þær að vera hluti af Kanada. Deilur við Kanadamenn Þessa dagana hefur þessi sér- kennilega söguþróun orðið til að valda erfíðleikum hjá Kanada- skv. sérheimild kanadískra stjómvalda. Ástæða þess að rekstur skipa, þar sem aflinn er unninn og frystur um borð, var bannaður, var sú að óttast var að skipin ykju enn á alvarlegt atvinnuleysi á Atlantshafssvæðum Kanada. Smáir útgerðarstaðir era á ströndum Nova Scotia og Ný- fundnalands. Algengt er að ekki sé að neinu öðra að hverfa þar en fiskvinnslu. Talin var hætta á byggðaröskun ef atvinna minnkaði á þessum stöðum í kjölfar minna hráefnis frá fiski- skipum. Á síðustu áram hafa þessi sjónarmið vikið fyrir því sjónar- miði að stórbæta þurfi gæði kanadísks sjávarafla. Á fisk- mörkuðum hefur um langt skeið verið litið á kanadískar sjávaraf- urðir sem vörar í fremur lágum gæðaflokki. Ef unnt yrði að breyta þessu aflaði sjávarútveg- urinn meiri tekna, þar með kynni afkoma fátækra sjávarútvegs- byggða að batna. mönnum við að framfylgja físk- veiðistefnu sinni. Það samkomulag hefur verið í gildi um nokkurt skeið að íbúum eyjanna tveggja er heimilt að reka 10 togara og er þeim úthlutað kvótum, meðal annars í St. Law- rence-flóanum, sem er við strönd Kanada. Einnig hefur verið um það samið að togarar frönsku eyjaskeggjanna mættu ekki vera meira en 50 metrar að lengd. I janúar 1985 var togarinn La Bretagne síðan skráður í flota eyjanna. Skipið er lítill frystitog- ari. Kanadamenn vildu hinsvegar ekki heimila togaranum veiðar nema aflinn væri einungis hausað- ur og heilfrystur um borð þegar veitt var í St. Lawrence-flóanum. Flökun á fiski var ekki heimiluð. Þessi stífni Kanadamanna við að leyfa að flaka aflann um borð er efni í aðra grein, en í stuttu máli má þó segja að frekari vinnsla sjávarafla um borð í fiski- skipum er talin stuðla að atvinnu- Fyrsta frysti- togaraleyfið Fyrsta leyfi til reksturs frysti- skips var veitt stórfyrirtækinu National Sea Products (skamm- stafað NatSea) í Nova Scotia. Þetta er sama fyrirtækið og sendi nokkra togara hingað til lands til að láta breyta þeim og lengja. Fyrirtækið benti á tvennt til að réttlæta rekstur frystiskips. Þeir bentu á „fiystiskipabylting- una“ á íslandi. Islendingar væra að snarauka útgerð skipa af þessu tagi án þess að því fylgdu sýnileg vandamál. Þá hafa Kanadamenn verið að missa markaði í hendur útgerðaraðila í Alaska sem reka þar togara og flaka og frysta aflann um borð. I stuttu máli vora rökin þau að Kanadamenn yrðu að hefja vinnslu á sjó til að vera áfram samkeppnisfærir í Bandaríkjun- um og Japan. Hægt yrði að bæta markaðsstöðuna og kom- leysi í landi. Þetta sjónarmið hefur orðið ofan á, en öðrum viðhorfum, líkt og að vinnsla um borð geti bætt gæði aflans, hefur verið ýtt til hliðar. Gerðardómur Frakkar vildu ekki una þessari niðurstöðu kanadíska sjávarút- vegsráðuneytisins. Kanadísk lög og reglugerðir um sjávarútvegs- mál eru margflókin og vilja íbúar eyjanna forðast að láta draga sig inn í þann framskóg. Þá finnst þeim það vera sitt mál hvað þeir gera við aflann eftir að hann er veiddur, þó þeir viðurkenni, að þeir verði að semja um aflamagn við Kanadamenn. Deila þessi var leyst með því að skipaður var alþjóðlegur gerð- ardómur í málið. Þrír dómendur voru skipaðir, einn frá Kanada, einn frá Frakklandi en aðilar komu sér síðan saman um þriðja dómarann. Úrskurður var kveðinn upp í Genf í Sviss þann 17. júlí í Frakkar í nýja heimin- um veiða í frystitogara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.