Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 31 í Kanada ast inn á nýja markaði þar sem fiskur unninn úti á sjó væri oft- ast betri en fiskur unninn í landi. Frystitogarar gætu því verið lið- ur í að lyfta kanadískum sjávar- afurðum upp úr lágum gæðaflokkum, sem þær hafa verið í. Seinna leyfið fór til stórfyrir- tækisins FPI á Nýfundnalandi. Eitt leyfi á að veita í viðbót, á það að koma í hlut smærra fyrir- tækis. Ekki hefur verið ákveðið hvaða fyrirtæki það verður. Skilyrði sem sett vom Aðeins eitt leyfanna hefur verið notað, leyfi National Sea Products. Það er fróðlegt að at- huga nokkur þeirra skilyrða sem sett voru við veitingu þess leyf- is, þau lýsa því hve tortryggni er mikil gagnvart þessari veiði- aðferð í Kanada: 1. Minnst 50% af afla verður að koma úr áður ónýttum fískkvótum. fyrra. í stuttu máli var hann Frökkum í vil og má áhöfn togar- ans La Bretagne nú flaka eins mikið og hún vill um borð. Niðurlag Kanadamenn óttast nú að íbúar 2. Ekki má veiða meira en 6000 tonn af Grænlandsþorski (sem veiðist á gjöfulum físki- miðum fyrir norðan Ný- fundnaland). 3. Frystiskipum er alfarið bannað að veiða á ákveðnum veiðisvæðum, líkt og í Fundy-flóa og við mynni St. Lawrence-fljótsins. 4. Hætta verður rekstri skipa og leggja sem nemur sama tonnaíjölda og bætt er við með verksmiðjutogurunum (um 2200 tonn). 5. Fyrirtækið verður að tryggja að röskun á byggð og högum fólks sé sem allra minnst. 6. Sjávarútvegsráðuneytið í Ottawa verður að fá allar upplýsingar um rekstur tog- arans. 7. Skrá verður togarann í Kanada og áhöfnin þarf öll að vera kanadísk. 8. Ekki má veiða loðnu eða ýmsar aðrar fisktegundir á svæðum þar sem fyrir er hag- kvæmur floti til að nýta fískstofna. Þessi skilyrði endurspegla þá miklu andstöðu sem er í Kanada við að taka upp frekari vinnslu á sjó. Með skilyrðunum átta virð- ist reynt að komast hjá því að ganga á hlut sjómanna og fisk- vinnslufólks. Nýir markaðir Frystitogarar eiga þó að geta veitt á kanadískum fiskimiðum án þess að taka spón úr aski annarra. Til dæmis bentu út- gerðaraðilar frystitogarans á að karfi væri ekki mikið veiddur á venjulegum skuttogurum og karfakvótar ekki fullnýttir. Markaði vantar fyrir þessa vöru, Japanir hafa t.d. verið tregir til að kaupa karfa frá Kanada vegna óánægju með gæði þess- arar vöru. Japanir virðast hinsvegar vera tilbúnir að kaupa karfa frá Kanada ef hann er unninn strax um borð í veiðiskip- um. Þarna var því kjörið verkeftii fyrir frystitogarann. eyjanna St. Pierre og Miquelon endurnýji togaraflota sinn og breyti skipunum í frystiskip. Þar að auki eru 15 af 140 togurUm Kanadamanna sjálfra með frysti- aðstöðu um borð. Hingað til hefur þeim verið neitað um vinnsluleyfi og þeir hafa því heilfryst aflann. Óánægja á Nýfundnalandi Um botnfískveiðina eru hins- vegar meiri deilur. íbúar Nýfundnalands óttast að frysti- togurum frá Nova Scotia eða annars staðar frá Kanada verði beitt á gjöful þorskveiðimið fyrir norðan Nýfundnaland. íbúar Nýfundnalands virðast hafa fremur lítinn áhuga sjálfír á að reka frystitogara. Stórfyrirtæki þeirra í útgerð og fískvinnslu, Fishery Products Intem. FPI, virðist ekki ætla að nota leyfið sem það fékk úthlutað til að reka einn frystitogara. íbúar Nýfundnalands telja leyfín til að reka frystitogara brot á samningi þeim er þeir gerðu við sambandsstjóm Kanada á árinu 1983. í tólftu grein þess samkomulags segir reyndar afdráttarlaust; „frysti- eða verksmiðjutogurum er ekki heimilt að veiða á svæðinu fyrir norðan Nýfundnaland“. Sambandsstjórn Kanada í Ottawa segir að tólfta greinin sé hluti af samkomulagi um end- urskipulagningu sjávarútvegs- ins. I þessari endurskipulagn- ingu sé megináhersla lögð á að bæta rekstrarafkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Þó verið sé að bijóta eina grein þessa sam- komulags sé samt sem áður verið að vinna í anda heildarsam- þykktarinnar, því frystitogarar Ef vinnsla um borð eykst hjá frönsku togurunum má búast við að erfítt geti reynst að banna kanadísku togurunum það áfram. Hugsanlegt er því að hinir smáu frönsku nágrannar Kanadamanna séu að hleypa af stað frystitogara- byltingu þar í landi. 1 ■ 'i■■ iín j) m;11«f!i".« i i ilnun.ij") muni létta undir rekstri útgerð- arfyrirtækja. Frystitogarinn „Cape North“ En hver er þá þessi eini frysti- togari, sem Kanadamenn hafa gert út? Hér er um stórt, notað þýskt skip að ræða. NatSea keypti togara sem smíðaður var í Bremerhaven 1975. Togarinn var afhentur til Kanada 15. febr- úar 1986 og nafni hans breytt úr „Scombrus" í „Cape North“. Hann er 81 metri á lengd, 14,6 m á breidd og um 2200 brúttó- lestir að stærð, með 3500 hestafla MAK-vél. I áhöfn togarans eru samtals skráðir 93 menn sem skiptast á um að vera úti á sjó. Hver mað- ur fer tvær ferðir en fær síðan fri þá þriðju. Unnið er í togaran- um 24 tíma á sólarhring á 6 klst. vöktum. Allur aflinn er nýttur og í land er siglt með lestar fullar af pökkuðum freð- físki og fískimjöli. Sjávarútvegsráðuneytið í Ottawa telur að skip af þessari stærð eigi að geta veitt rúmlega 11000 tonn af físki á ári. Gert er ráð fyrir að þetta skiptist þannig að veidd verði um 6000 tonn af þorski, 3—4000 tonn af karfa og 500 tonn af grálúðu. Til gamans má geta þess að all- ir frystitogarar íslendinga veiddu um 24000 lestir af físki árið 1985. Cape North mun því einn veiða sem svarar um helm- ingi þess afla. Gordon Cummings, forstjóri National Sea, vill selja þorskinn til Bandaríkjanna, karfann og grálúðuna til Japan, en ufsa og flatfisk til Evrópu. NatSea er að stíga ný spor ef þeir fara inn á Evrópu- og Japansmarkaði. Fyrirtækið hefur hingað til ein- beitt sér að heimamarkaðnum í Kanada og Bandaríkjamarkaði. Samkeppni við íslending'a Rekstur „Cape North“ virðist af síðustu fréttum að dæma hafa verið góður. Með þessum stóra frystitogara og þeim sem hugs- anlega koma á eftir munu Kanadamenn hugsanlega sækja meira inn á markaði þar sem gerðar eru miklar gæðakröfur. Þetta mun þýða að Kanadamenn sækja á í samkeppninni á mörk- uðum sem eru höfuðvígi íslensks sjávarútvegs. Hinsvegar vantar nú fisk á þessa markaði þannig að þessi samkeppni frá Kanada kemur varla til með að lækka verðið á íslenskum físki í bráð. Sigmar Þormar starfar hjá Verzl- unarráði íslands, HalldórP. Pálsson er við doktorsnám í hag- fræðií Ottawa, Kanada. Stykkishólmur; Veðurblíða og atvinnu- líf í blóma Stykkishólmi. ÞAÐ SEM af er þessu blessaða ári hefir allt gengið vel. Stórviðr- ið á dögunum fór um okkur hér mildum höndum, stóð aðeins um næturstund, en þótt rokumar væm stundum nokkuð hastarleg- ar fór allt vel og ekki er mér kunnugt um nokkurt rask hvorki i Hólminum eða nágrenni hans. Og bátarnir em famir fram á fjörðinn að ná í skelina blessaða sem gefur okkur góða björg í bú. Atvinnuleysi höfum við haft lítið af að segja nema í verk- fallinu. Verksmiðjumar em komnar i gang og senn verður farið að huga að netum og bún- aði fyrir aðalvertíð. Samgöngur geta ekki verið betri og áætlunarbílamir aka eftir sum- aráætlun og póstur og blöð koma eðlilega í hendur okkar. Vöruflutn- ingabílamir koma fullfermdir tvisvar í viku og alltaf er nóg að flytja. Verslun er jafnan minni í janúar eftir öll desemberkaupin, en samt er nokkur „trafík“ og auðvitað þarf alltaf að kaupa í matinn og svo eru líka ýms þægindi sem þurfa að athugast. Myndbandaleigur eru hér tvær og hafa þær margar góðar myndir á boðstólum, um aðrar er mér ekki kunnugt. Bragi Húnfjörð er með aðra þeirra og á ég stundum tal við hann. „Trafíkin" miðast auðvit- að við miðlungs bæjarfélag. Svanhvít Pálsdóttir er með þina. Þá er byrjað að huga að hjóna- ballinu. Yms afmæli verða á árinu og ekki er ráð nema í tíma sé tek- ið. Hjónaballið er einn aðalviðburð- ur í skemmtanalífínu. Nefnd kosin á hveiju balli til að framfylgja því að þetta takist sem best. Fundarsókn hefir minnkað, nema þá meðal bamanna, því fundir barnastúkunnar Bjarkar em alltaf vel sóttir, en að þeim stendur okkar skóli og góðu kennarar ásamt gæslumanni. Á þessum fáu dögum sem liðnir em af árinu hafa látist 4 borgarar, meira en helmingur á öllu árinu í fyrra. Þá minnist ég þess að á árinu 1955 lést enginn hér í bæ eða í nágrenni. Var líka eftir því tekið enda þá heilsufar með besta móti, sagði læknirinn mér þá. Nú vonar maður bara að blíðan haldist áfram. Það sé að hlýna um landið og vorið taki ekki út á okkur það sem veturinn hefír verið góður. Við vonum hið besta. Arni Rey ðarfj örður: Loðnu landað Reyðarfjörður. FYRSTA loðnan á árinu barst til Síldarverksmiðju ríkisins miðvikudaginn 21. janúar. Fimmtán bátar hafa landað loðnu síðan veiðar hófust eftir verkfall. Síðustu tveir bátar sem lönduðu gerðu það á mánudag, Harpa RE 342 með 600 tonn og Magnús NK 72 með 500 tonn. Búið er að landa alls 8 þúsund tonnum af loðnu. Löndun hefur gengið mjög vel. Tuttugu og tveir hafa vinnu við verksmiðjuna og vinna á vöktum, ellefu á hvorri vakt. Gunnar Guð- brandsson verksmiðjustjóri sagði að tankar verksmiðjunnar væm nú fullir en 2000 tonna plá§s losn- aði á fimmtudag, 29. janúar. Gréta. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.