Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Aflaverðmæti eftir kjördæmum: Hlutur lands- byggðarinnar hefur styrkst - segir Stefán Guðmundsson. Stefán Guðmundsson (F.- Nv.) sagði efnislega í þing- ræðu í gær að landsbyggðin ætti við margvíslegan vanda að glíma. Mikilvægt væri engu að síður að staða at- vinnuvega hefði styrkst, m.a. vegna aukins jafnvægis í efnahagslífi, ekki sízt sjávar- útvegsins, sem víðast væri undirstaða atvinnu og af- komu fólks. Rekstrarstaða útvegsins væri betri nú en verið hefði um langt árabil. Sitt hvað hefur ____ verið gert, sagði | þingmað- ■ urinn, til | f að sporna við fæti, vegna ■ .ð JH vanda §? lands- byggðar. Hann tók iandaðs sjávarafla (aflaverð- mætis) í kjördæmi sínu Norður- landskjördæmi vestra. Hlutfall kjördæmisins í skiptingu afla- verðmætis hefði verið 2,1% 1970, 4,8% 1982, 6,1% 1983, 7,5% 1984 og 7,9% 1985. Samanburður þingmannsins á skiptingu aflaverðmætis eftir kjördæmum var annars þessi: Suðurland 13,1% 1970, 12,1% 1982, 9,8% 1985. Reykjavík og Reykjanes 25,3% 1970, 25,2% 1982, 17,3% 1985. Vesturland 7,0% 1970,10,1% 1982, 8,7% 1985. Vestfirðir 9,2% 1970, 12,3% 1982, 10% 1985. Norðurland vestra 2,1% 1970, 4,8% 1982, 7,9% 1985. Norðurland eystra 6,3% 1970,12,5% 1982,13,2% 1985. Austfirðir 10,3% 1970, 12,1% 1982, 14,9% 1985. Hlutfall landaðs aflaverðmæt- is erlendis var 26,7% 1970, 11% 1982, 18,2% 1985. Að loknum námsáfanga Frumvarp menntamálaráðherra um framhaldsskóla: „Hver skóli sjálf- stæð rekstrareming,“ - með nokkurt fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði Stefán Guðmundsson sem dæmi hlutfall Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um fram- haldsskóla. Frumvarpið er lagt fram til kynningar. Því er ekki ætlað að fá afgreiðslu á þessu þingi. Undir ákvæði frumvarpsins falla all- ir menntaskólar landsins (sjö að tölu), fjölbrautarskólar, iðnfræðslu- skólar, aðrir framhaldsskólar, sem og sérskólar fyrir nám er ekki telst hagkvæmt að fella inn í námsbrautir fjölbrautarskóla eða ann- arra framhaldsskóla. Frumvarpið er í 10 köflum og rúmlega 40 frumvarpsgreinum. Frumvarpskaflamir fjalla um: gild- issvið, hlutverk framhaldsskóla, stofnun og byggingu slíkra skóla, stjómun þeirra, starfslið, inntöku- skilyrði, rekstur skólanna, fullorð- insfræðslu og eftirmenntun, ýmis ákvæði, lög sem falla úr gildi (ef frumvarpið verður samþykkt) og ákvæði til bráðabirgða: „Mennta- málaráðuneytinu er heimilt að framlengja leyfí til rekstrar fram- haldsdeilda gmnnskóla, sem reknar hafa verið á framhaldsskólastigi, í allt að fimm ár frá gildistöku laga þessara. Helztu einkenni frumvarpsins em, að því er segir í greinargerð: 1) Fmmvarpið felur í sér ramma- löggjöf sem taki til alls náms á framhaldsskólastigi, er taki við af skyldunámsstigi og undirbúi nem- endur til háskólanáms eða starfs. 2) Nám á framhaldsskólastigi er skipulagt í námsáföngum og skal hver áfangi skilgreindur og metinn til eininga í námsskrá sem menntamálaráðuneytið setur og semur í samráði við skólastjómend- ur, iðnfræðsluráð, faggreinafélög o.fl. Öllum framhaldsskólum er skylt að fylgja námsskrárákvæðum, en þrátt fyrir skiptingu námsefnis í áfanga geta skólar, sem þess óska, haldið bekkjarkerfi og starfað áfram með líkum hætti og þeir gera nú. 3) Með frumvarpinu er stefnt að greinilegri verkaskiptingu en nú er milli menntamálaráðuneytis og skólayfirvalda á hvetjum stað. Hlut- verk ráðuneytis verði stefnumótun, kennslueftirlit og gerð tillagna um fjárveitingar til hvers skóla en framkvæmd skólastarfs innan ramma námsskrár og fjárveitinga sé í höndum skólanefnda og skóla- stjómenda. 4) Stofnkostnaður framhalds- skóla greiðist sameiginlega af ríki og viðkomandi sveitarfélagi eða sveitarfélögum í hlutföllunum ríki 60%, sveitarfélag eða sveitarfélög 40%. 5) Ríkið greiði rekstrarkostnað framhaldsskólanna. 6) Tryggt sé samstarf við at- vinnulífið í iðnnámi með iðnfræðs- luráði sem sé til ráðuneytis um skipulag námsins og kennslueftirlit. Einnig skulu fræðslunefndir starfa til að skipuleggja fræðslu í einstök- um iðngreinaflokkum. Birgir ísleifur um vanda landsbyggðar: Jaí'nvægi í efnaliagslífi - lífvænleg atvinnustarfsemi - og góðar samgöngur forsendur byggðajafnvægis Birgir ísleifur Gunnarsson (S.-Rvk.) gerði vanda lands- byggðar, meðal annars fólks- streymi til suðvesturhorns landsins, að umræðuefni í þing- ræðu í gær. Hann lýsti stuðningi við það viðhorf að leitast við að stöðva fólksflótta úr stijál- AIMfMSI býli. Byggðaröskun væri hvorki hagur stijálbýlis né þéttbýlis. Birgir Isleifur taldi fólksflótta úr sttjálbýli að hluta til stafa af röskun atvinnulífs, sem rætur ætti í ringulreið verðbólguáranna, versnandi rekstrarstöðu atvinnu- vega og fyrirtækja og stöðnunar í atvinnuþróun á þeim ámm. Hann sagði jafnvægi í efnahagslífi for- sendu þess að lífleg atvinnustarf- semi geti þrifist, hvort heldur væri í stijálbýli eða þéttbýli. Jafn- vægi í efnahagslífí, lífvænleg atvinnustarfsemi og góðar sam- göngur væru meginforsendur þess að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Árangur ríkisstjórnar- innar á þessu sviði kæmi lands- byggðinni til góða. Ef óðaverð- bólgan hefði áfram ráðið ferð væru undirstöðugreinar atvinnu- lífsins, sem strjálbýlið byggði ekki sízt á, löngu komnar í þrot. Birgir minnti á ályktun flokks- ráðsfundar Sjálfstæðisflokksins frá í nóvember síðast liðnum, þar sem lögð væri áherzla á styrkingu og meiri fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni, jafnvægi í efna- hagslífi og góðar samgöngur. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hafnað þriðia stjómsýslustiginu en lagt áherzlu á eflingu sveitarfélaganna og aukin áhrif íbúa hvers sveitar- félags á þau mál, sem fyrst og fremst snertir þá sjálfa, fjölskyldur þeirra og nánasta umhverfi. Birgir ísleifur Gunnarsson 7) Starfa skal fræðsluráð sjávar- útvegs tilnefnt af samtökum og stofnunum sjávarútvegsins sem móti í samvinnu við menntamála- ráðuneytið heildarstefnu og fræðsluskipulag í sjávarútvegs- greinum. 8) Aðild sveitarfélaga og heima- manna að stjórnum skólanna verði í formi aðildar að skólanefndum sem starfi við hvem framhalds- skóla. Þær skulu skipaðar þremur fulltrúum (tveim tilnefndum af hlut- aðeigandi sveitarfélagi eða sveitar- félögum og einum tilnefndum af menntamálaráðherra). Skólanefnd- ir fái vald til ákvörðunar um skipulag náms og námsframboð. Einnig til ákvörðunar um rekstur innan ramma fjárveitinga. 9) Skólameistari verði fram- kvæmdastjóri skólanefnda og stjómi daglegum rekstri skóla. 10) Hveri skóli verði sjálfstæð rekstrareining. Ríkissjóður greiði laun fyrir kennslu, stjórnun og próf- dæmingu beint. Annar rekstrar- kostnað greiði ríkissjóður til skóla ársfjórðungslega fyrir fram. Sú meginregla gildi að sama framlag komi á hvem nemanda hvar sem er á landinu með heimild til sér- greinds framlags ef sérstakar aðstæður ríkja. 11) Þar sem nauðsynlegt er að reka heimavist greiði ríkissjóður kostnað við umsjón, tækja- og rekstrarbúnað húsnæðis. Sérstakan rekstrarkostnað heimavistar og mötuneytis greiði nemendur. 12) Samvinnuskólinn og Verzl- unarskóli Islands starfi áfram á sama grundvelli og áður og opnuð er heimild fyrir menntamálaráð- herra að samþykkja kostnaðarþátt- töku við einkaskóla á framhalds- skólastigi. 13) Framhalsskólum verði heim- ilt að annast menntun fullorðinna á þeim námsbrautum er skólinn starfrækir, svo og að stofna til sér- stakra námsskeiða (öldungadeilda). Skulu nemendur greiða sem næst þriðjungi kennslulauna. Einnig verði framhaldsskólum heimilt að efna til eftirmenntunarnáms. í greinargerð segir ennfremur að frumvarpið „leitist við að veita hveijum framhaldsskóla nokkurt sjálfstæði til ákvörðunar um inni- hald og þróun náms, svo og nokkurt fjárhagslegt sjálfstæði. Þar með er skólunum veitt aðstaða til þess að taka tillit til staðhátta og þarfa atvinnulfis á hverjum stað“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.