Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
39
Stjömu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
Vatnsberann (21. jan.—19.
feb.). Einungis er fjallað um
hið dæmigerða fyrir merkið
og eru lesendur minntir á að
hver maður á sér nokkur
stjömumerki.
Tvœr tegundir
Áður en lengra er haldið er
rétt að geta þess að oftast
birtist Vatnsberinn í tveim
útgáfum. Annars vegar er
hinn opni og félagslyndi
Vatnsberi og hins vegar hinn
sérvitri sem fer eigin leiðir,
er sjálfstæður og að mörgu
leyti óháður öðrum. Fyrir utan
þennan mun hafa báðir hóp-
arnir síðan sameiginleg
einkenni.
Fastur fyrir
Einkennandi fyrir alla Vatns-
bera er að þeir eru fastir fyrir,
stöðugir, heldur ráðríkir og
þijóskir. Ef t.d. vinnufélagi
þinn í Vatnsbera hefur bitið
ákveðna afstöðu í sig er ólík-
legt að hann breyti henni.
Hugsanlega er hægt að tala
hann til, ef rök þín eru sterk
og skynsamleg. Áldrei borgar
sig hins vegar að skipa honum
fyrir eða ætla að þvinga hann
til hlýðni. Þó hann segir já,
breytir hann litlu og er fljót-
lega fallinn í sama farið og
áður. Hvatinn að því sem
Vatnsberi gerir verður að
koma frá honum sjálfum.
Tœknilega
sinnaður?
Sagt er gjaman í bókum
að Vatnsberinn sé mikill pæl-
ari og þá oftast á tækni- og
vísindasviðum. Við sjáum þá
fyrir okkur viðutan prófessor
með hátt enni, pírð augu, lítil
kringlótt gleraugu og úfið
hár. Eða mann flæktan i snúr-
ur, með hauga af rafmagns-
tækjum í kringum sig,
liggjandi undir bílum, rífandi
úr vélar o.s.frv. En skyldi
þetta vera rétt, er Vatnsberinn
með tæknidellu?
Vitsmunir
Reynsla undirritaðs sýnir að
svo er ckki. Konur aíls ekki
og karlmenn einungis stund-
um. Það sem á við í lýsingunni
er að Vatsnberinn er hugar-
orkumerki. Þeir em því oft
djúpt sokknir í eigin hugsanir,
geta virst utan við sig og fjar-
lægir. Hugsun þeirra er hins
vegar ekkert frekar beint að
tæknisviði en að öðmm við-
fangsefnum.
Hugmyndaríkir
Annað sem á ágætlega við er
að Vatnsberinn er hugmynda-
ríkur og uppfinningasamur.
Hann er framfarasinnaður en
þessum eiginleikum beinir
hann að öllum sviðum
mannlífsins. Móðir í Vatns-
beramerkinu hefur t.d. áhuga
á nýjungum í barnauppeldi, les
gjaman bækur og veltir hinum
ýmsu uppeldisleiðum fyrir sér.
MannúÖarmál
Oft virðist undirrituðum sem
konur í Vatnsberamerkinu
hafi fyrst og fremst áhuga á
listum og mannúðar- og fé-
lagsmálum. Það getur t.d.
verið lögfræði fyrir minni-
hlutahópa, nýjar leiðir í heil-
brigðismálum, eða hið
óvenjulega í listum, nútíma-
tónlist o.þ.h.
Félagsmál
Karlmenn í Vatnsberanum
fara oftar inn á tæknisviðin
en jafnoft beita þeir sér að
félags- og stjórnmálum.
Starfa af miklum krafti og
hugmyndaauðgi á slíkum svið-
um. Áð lokum má segja það
að hugsun og beiting vitsmuna
er aðalatriði þegar Vatnsberi
er annars vegar, svo og festa
og stöðugleiki. Hvar þessum
eiginleikum er beitt, er mis-
munandi, háð uppeldi,
umhverfi og aðstæðum.
GARPUR
hAKÐJAXL. HERJK SEKIT ÓSlSRANPI
0AKP/VSASKJP TIU ETERNl'U.
v o
:::::::::::::: X-9
fess/ SAM-AtöiSM/f/Á \ ©KFS/Oistr, bulls S7/7ra&S/ÖU.U/ P/£> A/C//V/& „
e/ss/*PA4e>wM/
K4S*M./£>/sVv/ J >(^*^I1IIIIII 'r/r ^ -
GRETTIR
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
IS THAT ALL YOU'RE
HAVINS FOR LUNCH, 5IR?
JUST FRENCH FRIES ?
Ætlarðu ekki að borða annað
í hádeginu en þetta, herra?
Bara franskar kartöflur?
I HAVE A THEORY
THAT EATING TOO MANY
FRENCH FRIE5 CAU5ES
MEMORY L0S5 ANP
PERSONALITY ALTERATI0N5...
Ég er með kenningu um það,
að ef maður borðar of mikið
af frönskum kartöflum miss-
ir maður minnið og persónu-
gerðin breytist.
I POUST
IT, MARCIE..
Tá
3-18
Það efa ég, Magga ...
Ef svo væri, þá væri aðvör-
unarmerki á hliðinni á þeim
öllum. Þú ert rugluð, herra.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þegar mikið er sagt verður
legan að vera góð. Og spila-
mennskan í toppi. Einn spilari á
Reykjavíkurmótinu í sveita-
keppni fékk það erfiða verkefni
að glíma við sjö hjörtu á eftirfar-
andi spil:
Norður
♦ 109865
VÁ3
♦ 106
♦ ÁKG10
Suður
♦ ÁK
▼ KDG109
♦ ÁG963
♦ 3
Eftir opnun norðurs á einum
spaða héldu suðri engin bönd
og þegar hann frétti síðar af
tveimur ásum í norður lét hann
vaða í sjö hjörtu. Útspilið var
tromp.
Það eru ekki nema 10 beinir
tökuslagir, en ef spaðinn brotnar
3—3 fjölgar slögunum um tvo
og þann 13. má hugsanlega fá
með laufsvíningu. Svo suður
drap fyrsta slaginn heima, tók
ás, kóng í spaða, fór inn á hjarta-
ás og trompaði spaða. En því
miður, austur átti fjórlit í spaða.
Og hvað er nú til ráða?
Jafnvel þótt laufdrottningin
sé þriðja í vestur dugir það ekki
nema í 12 slagi. Úrslitaslagurinn
verður því að koma með kast-
þröng á austur í spaða og tígli.
Austur verður sem sagt að eiga
hjónin í tígli. Á meðan sagnhafi
velti þessu fyrir sér tók hann
trompin af andstæðingunum.
Það kom á daginn að austur
hafði byijað með fjögur. Hann
á sem sagt 4—4 í hálitunum, pg
ef gert er ráð fyrir að vestur sé
með Dxx í laufí á vestur fímm
lauf — og þar með engan tígul!
Og þá er engin kastþröng fyrir
hendi.
Að þessu athuguðu er eina
vinningsvonin að spila austur
upp á drottninguna aðra í laufi.
Taka ás og kóng í Iaufí og svo
gosa og tíu ef daman dettur.
Síðasta laufíð mun þvinga aust-
ur í tígli og spaða ef hann er
svo ólánsamur að halda á hjón-
unum í tígli.
Það þarf varla að taka það
fram að legan var ekki svona
þægileg, svo slemman tapaðist.
Hins vegar féll spilið, því á hinu
borðinu lentu NS í sex spöðum,
sem aldrei var möguleiki að
vinna.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á svæðamótinu í Gausdal í
Norep um daginn kom þessi
staða upp í síðustu umferð í við-
ureign þeirra Jóhanns Hjartar-
sonar, sem hafði hvítt og átti
leik, og Guðmundar Sigurjóns-
sonar.
m
A iiú
Mél 1 1
A fí
m
i
Hvítur hefur tvo riddara fyrir
hrók og peð og stendur því til
vinnings. Hann fann nú þving-
aða mátleið: 41. Reg5-I— hxg5,
42. Be4+ — g6, 43. Rxg5+ og
svartur gafst upp, þvi hann er
óveijandi mát í öðrum leik. Þessi
sigur tryggði Jóhanni sæti á
millisvæðamóti í sumar.