Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
félagatala KÍ og áskrifendafjöldi
Húsfreyjunnar til mikilla muna og
þá festust þessi stærstu kvenna-
samtök landsins enn í sessi með
þjóðinni.
Eins og sést á þessari stuttu
upptalningu var Rannveig ham-
hleypa til verka, því á þessu
umrædda tímabili var hún í forystu-
sveit tveggja annarra félaga eins
og fyrr segir, tók jafnframt virkan
þátt í borgar- og stjórnmálum, var
m.a. alþingismaður í 4 ár. Auk þess
stofnaði hún lögmannsskrifstofu
sína og annaðist málflutningsstörf,
var dómari í verðlagsdómi, átti
sæti í útvarpsráði og yfirskatta-
nefnd, svo eitthvað sé talið.
En að lokinni formannstíð sinni
hjá KÍ hætti Rannveig félagsstörf-
um að mestu og sneri sér alfarið
að lögfræðistörfum meðan heilsan
leyfði. En meðan hún mátti, fylgd-
ist hún af áhuga með störfum
félagssamtaka kvenna og baráttu-
málum þeirra. Síðast átti hún góða
stund í þeim hópi í tilefni af áttræð-
isafmæli sínu haustið 1984, en þá
héldu þau samtök, er hún hafði
starfað mest með, Kvenfélagasam-
bandið, Framsóknarkvenfélagið og
Kvenstúdentafélagið, henni sam-
sæti, sem hún naut vel.
Rannveig Þorsteinsdóttir var og
verður öðrum konum ævarandi
hvatning til þess að hasla sér völl
á ónumdum sviðum, til þess að
gefa sig meira að eigin hagsmuna-
málum og að forystustörfum í
landsmálum, til að taka virkan þátt
í stjórnmálabaráttunni og keppa að
því að standa þar jafnfætis körlum,
því þá fyrst kemst á fullt jafnræði
í verki.
Stjórn og starfslið Kvenfélaga-
sambands Islands þakkar Rann-
veigu gifturík störf og góða
samfylgd.
Sigríður Ingimarsdóttir
Kveðja frá Félagi framsókn-
arkvenna í Reykjavík
Ég verð að fara, feijan þokast nær
og framorðið á stundaglasi mínu.
Sumarið með geislagliti sínu
hjá garði farið, svalur flallablær
af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum
og horfinn dagur gefrir byr frá landi.
(Davíð Stefánsson).
í dag kveðjum við Rannveigu
Þorsteinsdóttur, þá mikilhæfu
konu, og við vitum að það var orð-
ið framorðið á stundaglasi hennar,
enda hafði hún skilað miklu og far-
sælu ævistarfi.
Rannveig lauk samvinnuskóla-
prófi 1924 og hefur störf sem
afgreiðslumaður á Tímanum
1925-1934, en jafnframt kennir
hún við Samvinnuskólann. Frá 1934
starfar hún sem ritari hjá Tóbaks-
einkasölunni.
Það sýnir einstakt þrek og þor
að hefja nám á miðjum aldri, ein
og óstudd, sem á þessum tíma var
nánast einsdæmi. Hún gerir sér lítið
fyrir og les utanskóla undir stúd-
entspróf á einu ári og lögfræðiprófi
lýkur hún þremur árum seinna,
1949. Héraðsdómslögmaður varð
hún 1952 og hæstaréttarlögmaður
1959, fyrst íslenskra kvenna.
Úrslit þingkosninganna 1949
urðu Framsóknarflokknum hag-
stæð, þá bætti hann við sig fjórum
þingmönnum.
Fylgisaukning flokksins varð þó
fyrst og fremst í Reykjavík, en þar
rúmlega tvöfaldaði hann fylgi sitt
frá kosningunum 1946 og fékk í
fyrsta skipti þingmann kjörinn.
Þingmaðurinn sem vann þennan
mikla sigur var Rannveig Þorsteins-
dóttir, nýútskrifaður lögfræðingur,
en hún skipaði efsta sæti listans í
Reykjavík.
Þetta var líka í fyrsta sinn sem
kona var kjörin á þing fyrir Fram-
sóknarflokkinn og enn er hún sú
eina.
Úrslitin í Reykjavík voru því
margfaldur sigur, en þó fyrst og
fremst persónulegur sigur Rann-
veigar.
I kosningabaráttunni þótti Rann-
veig sýna skörungsskap og það
reyndist henni mikill styrkur, að
hún var vön félagsvinnu vegna þátt-
töku í óiargþættu félagsstarfi, m.a.
íþróttahreyfingunni.
Rannveig þótti bæði starfsamur
og skeleggur þingmaður. Hún lét
sig miklu varða réttarstöðu kvenna,
skattamál, húsnæðismál og fleiri
þýðingarmikla þætti þjóðmála. Hún
talaði tæpitungulaust þegar henni
fannst ósæmilega að málum staðið.
Rannveig var ein þeirra, sem tók
þátt í stofnun Félags framsóknar-
kvenna í Reykjavík 1945, og var
formaður þess félags í þrettán ár,
og mun á engan hallað, þótt sagt
sé að félagið hafi eflst mjög undir
hennar leiðsögn.
Hún sat einnig stofnfund Lands-
sambands framsóknarkvenna
haustið 1981 sem sérstakur heið-
ursgestur. Hún fylgdist vel með
störfum þess og lét sig málefni
framsóknarkvenna miklu varða. Þó
að heilsu hennar hafi farið hnign-
andi undanfarin ár var alltaf sami
baráttuviljinn. Við vorum mjög án-
ægð í uppstillingarnefndinni þegar
Rannveig féllst á að taka heiðurs-
sæti listans í Reykjavík við Al-
þingiskosningarnar 1983.
Rannveig var óþreytandi að
hvetja konur til starfa í félags- og
þjóðmálum. Skrifaði hún mikið í
blöð og tímarit. Minnisstæð er lýs-
ing hennar í Húsfreyjunni, blaði
Kvenfélagasambands íslands, er
hún lýsir heimsókn norrænna
kvenna til íslands 1951. Þar segir
hún um áhrif heimsóknanna:
„Við höfum eignast sjálfstraust.
Við vitum að íslenskar konur geta
gert stóra hluti og gert þá svo vel,
að þjóðarheildinni er sómi að ...“
Athygli vekur, að samtímis því
að Rannveig er formaður okkar
félags er hún formaður Kvenstúd-
entafélas íslands (1949-1957). Eins
var hún formaður Kvenfélagasam-
bands íslands 1959-1963, en það
eru fjölmennustu kvennasamtök á
íslandi. Jafnhliða þessu rekur hún
lögfræðiskrifstofu í Reykjavík og
situr í mörgum nefndum og ráðum,
t.d. útvarpsráði og yfirskattanefnd,
einnig var hún fulltrúi íslands á
ráðgjafarþingi Evrópuráðsins svo
og fjölmörgum öðrum ráðstefnum
erlendis.
Rannveig ferðaðist mikið á yngri
árum og unni óbyggðum og útilífi.
Hún var virkur félagi í Armanni
og vann með félögum sínum við að
koma upp skíðaskála í Jósefsdal.
Þegar sá skáli var vígður 1936 orti
hún vígslukvæði:
Þessi skáli er fyrir skíði og snjó
og skauta er haustar að.
Ffyrir veturinn byggður gegn veðrum, og þó
býr vorið á þessum stað.
Og Ijósálfa alla, sem leika sér hér,
til liðveislu höfum við sótt.
Þeir blessun lofa, fyrst byggingin er
byijuð á Jónsmessunótt.
Ein síðasta minning okkar um
Rannveigu er hve glöð og ánægð
hún var er haldið var upp á áttræð-
isafmæli hennar á Hótel Hofi,
Rauðarárstíg 18, haustið 1984. Upp
frá þessu fór heilsu hennar hrak-
andi og dvaldist Rannveig síðustu
ár ævi sinnar á Reykjalundi. Því
miður reyndist ekki unnt að koma
Rannveigu á hjúkrunarheimili í
Reykjavík eins og hún þráði. Það
var erfitt að sætta sig við vanmátt
sinn í að uppfylla þessa ósk hennar.
Rannveig var fjölhæf, vel mennt-
uð gáfukona, sem var langt á undan
sinni samtíð.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Sturludóttir,
Sigrún Magnúsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
©DBXION
■ <
mAXI plastskuffur
PARTSTOR skúffuskápar
MEGAMAT hringekjuskápar
IMPEX samfelluskápi
DEXION fataskápar
LANDSSMIEXJAN BYÐUR
FJÖLBREYTTAR LAUSNIR
0DEXION
/ Q/ LANDSSMIÐJAN HF.
^***] SOLVHÖLSGÖTU 13- 101 REVKJAVÍK
f SÍMI (91) 20680 - TELEX 2207 GWORKS
NÝTT FYRIRTÆKI Á TRAUSTUM GRUNN