Morgunblaðið - 29.01.1987, Page 46

Morgunblaðið - 29.01.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Minning: Stefán P. Stefáns- son flugmaður Fæddur25. maí 1948 Dáinn 21. janúar 1987 Það er oft erfitt að skilja lífið og tilgang þess. Stundum er það svo ríkt af gleði og hamingju að unun er að bergja af bikar þess. En síðan breytir það ásýnd sinni og í einu vetfangi virðist það svo óend- anlega miskunnarlaust, hart og án tilgangs. Þessa varð ég áþreifanlega var þegar minn góði vinur, Stefán Páll Stefánsson, var hrifinn úr þessum heimi með svo hastarlegum hætti að kvöldi 21. janúar sl. Aðeins nokkrum dögum áður höfðum við dvalið saman yfir helgi í Reykjavík, ásamt eiginkonum okk- ar og notið ríkulega samvistanna hvert við annað. Minningamar um þessa samveru munu aldrei gleym- ast. Stefán Páll Stefánsson fæddist á Litlu-Hámundarstöðum á Arskógs- strönd 25. maí 1948. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Einarsson bóndi og smiður þar og kona hans, Anna Þorsteinsdóttir. Þau eignuð- ust sjö börn og var Stefán þeirra yngstur. Faðir hans lést árið 1958. Móðir hans hélt áfram búskap um skeið, en flutti síðan til Hauganess og þaðan til Akureyrar, þar sem hún nú býr. Systkini Stefáns eru öll á lífi og búa á Akureyri, utan tvær systur sem eiga heima á Hauganesi. Á Árskógsströnd gekk Stefán í barna- og unglingaskóla, en áhugi lians beindist fljótt að vélum og lækjum og árið 1966 lauk hann prófi vélstjóra 1. stigs, frá Vélskói- anum á Akureyri. Stuttu síðar hóf hann svo nám í bifvélavirkjun og lauk prófi í þeirri grein. Hann stundaði sjómennsku sem vélstjóri á fískibátum um skeið og fékkst einnig við stjóm vinnuvéla. Árið 1973 stofnaði hann ásamt Pálma bróður sínum vinnuvélafyrirtæki, sem þeir nefndu Spora sf. Við það starfaði hann þar til síðla árs 1977. Á árinu 1975 hafði hann byijað að læra flug og segja má að allt frá því hafí flugið átt hug hans allan. Snemma á árinu 1978 hélt hann til Bandaríkjanna til náms í flugvirkjun og lauk prófi frá Spart- an School of Aeronautics á miðju ári 1979. Lauk hann náminu á óvenju stuttum tíma og með mjög góðum vitnisburði. Þegar heim kom hóf hann störf hjá Flugfélagi Norðurlands hf. Þó að hann hefði nú fengið starf sem allt snerist um flugvélar stóð hugur hans alltaf til þess að gerast at- vinnuflugmaður. Þrátt fyrir að hann ætti á þessum árum erfiða för um steinsteypufrumskóg íslenskra húsbyggjenda og stundaði auk þess fulla vinnu þá tókst honum með miklum dugnaði að ná settu marki og Ijúka atvinnu- og blindflugsprófi á árinu 1983. Á árinu 1984 kom svo að því að draumamir rættust er honum bauðst starf hjá flugfélaginu Erni á ísafirði. Þar starfaði hann síðan sem flugmaður og síðar flugstjóri allt til þess að kallið kom. Það er ekki heiglum hent að stunda atvinnu- og sjúkraflug á Vestfjörðum, þar sem allar aðstæð- ur til flugs eru hvað erfiðastar hér á landi. Það er ekki nóg að hafa kjark til slíkra starfa. Það þarf meira til og Stefán hafði til að bera þá hæfi- legu blöndu af áræðni, gætni og lagni sem gerðu hann að þeim góða flugmanni sem hann svo sannarlega var. Stefán kvæntist 25. desember 1967 Auði Sigvaldadóttur frá Akur- eyri. Þau eignuðust 3 börn, Sig- valda fæddan 23. júlí 1967, Fjólu fædda 22. ágúst 1973 og Vigni fæddan 7. maí 1980. Þau áttu heimili sitt á Akureyri, utan eitt ár er þau bjuggu í Banda- ríkjunum, meðan Stefán var við nám og frá 1984 bjuggu þau á ísafirði. Stefán var gæfumaður í sínu einkalífi og Auður bjó þeim fallegt og hlýlegt heimili, þar sem allir voru velkomnir hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Kynni okkar Stefáns hófust þeg- ar við ásamt fleirum keyptum saman flugvél haustið 1976. Hann hafði þá hafið flugnám árið áður og lauk einkaflugmannsprófi fljót- lega eftir að þessi vél kom til sögunnar. Okkur varð fljótt vel til vina, enda var Stefán maður sem gott var að hafa nálægt sér. Hann var vel greindur, fljótur til svars og kunni vel að koma fyrir sig orði. Hann sagði skoðanir sínar hispurs- laust og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Fáum mönnum hefur mér þótt betra að vera í för með enda fórum við saman margar ferðir vítt og breitt um landið, okk- ur til mikillar ánægju. Mér verður líka oft hugsað til þess er ég dvaldi hjá þeim hjónum í nokkra daga á sl. hausti og fór í póstflug um Vest- fírði með Stefáni. Veðrið var ein- staklega gott og fegurð og hrikaleiki þessa landshluta hafði ótrúlega sterk áhrif á mig. Eins og áður var getið var Stefán alla jafnan léttur í lund og oftlega með spaugsyrði á vör. Okunnugum hefur ef til vill virst að hann væri lítill alvörumaður, en því var á ann- an veg farið, það þekkja þeir sem kynntust honum náið. Flugmannsstarfið er mikið ábyrgðarstarf og það er starf flug- virkjans líka ekki síður. Stefáni var vel ljós þessi ábyrgð og ég hef fáa þekkt sem hafa gengið til sinna starfa með meiri ábyrgðartilfinn- ingu en hann. Það eru grimm örlög sem nú hafa klippt á lífsþráð Stefáns Páls Stefánssonar, eftir svo skamma æfi en minningarnar eru hreinar og bjartar. Þar ber engan skugga á. Þessi orð bera innilegustu sam- úðarkveðjur til Auðar, barnanna, móður, systkina og annarra vanda- manna, svo og Harðar Guðmunds- sonar og Jónínu Guðmundsdóttur og annarra starfsmanna flugfélags- ins Ernis frá okkur hjónum. Megi Guð vera ykkur nálægur á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning Stefáns Páls Stefánssonar. Baldur Guðvinsson Ég ætla með nokkrum orðum að minnast góðvinar míns, Stefáns Páls Stefánssonar, flugvirkja og flugmanns, sem fórst af slysförum þann 21. janúar síðastliðinn. Þegar mér bárust þær sorglegu fréttir seint að kveldi sama dag að saknað væri flugvélar frá Flugfélaginu Erni á Isafirði, hvarf hugur minn tæpt ár aftur í tímann. Þá fórst unnusti minn ásamt 4 farþegum í hörmulegu flugslysi. Ég upplifði aftur þær andlegu þjáningar sem heltóku mann á svona sorgar- stundu. Því að sá, sem hefur orðið fyrir þeirri lífsreynslu að missa ná- inn ástvin, veit hve mikill missir það er. Kynni mín og hjónanna Stefáns og Auðar hófust fyrir tæpum tveim- ur og hálfu ári þegar Stefán heitinn réðst sem flugmaður hjá Flugfélag- inu Erni á ísafirði. Þá hafði unnusti minn hafíð störf þar sem flugmaður skömmu áður (maí ’84). Þegar þau hjónin fluttu búferlum frá Akureyri til ísafjarðar æxlaðist það þannig að ég og unnusti minn fluttum hluta af búslóð þeirra í Orminum hans Harðar (TF-ORM) yfir til Ísaíjarð- ar. Mér er þessi ferð einkar minnis- stæð því þegar við komum á vélinni til Ísaijarðar tóku þau hjórtin á móti okkur og ég hitti þau í fyrsta skipti. Þau tóku mér strax vel og fannst mér alltaf eins og ég hefði þekkt þau í mörg ár. Síðar kom í ljós að feður okkar Auðar höfðu verið saman í Iðnskólanum á Akur- eyri í gamla daga. Fannst þeim hjónunum það nógu mikil ástæða fyrir því að þau töldu sig eiga eitt- hvað í mér. Stefán heitinn hafði starfað í nokkur ár sem flugvirki hjá Flugfé- lagi Norðurlands en flugið alltaf heillað hann. Loks þegar honum bauðst tækifæri til að gerast flug- maður hjá Herði Guðmundssyni á ísafirði sló hann til og fluttist með fjölskyldu sína þangað í ágúst 1984. Þar var hann þjálfaður upp af þeim flugmönnum sem þá störfuðu hjá Flugfélaginu Emi: Herði sjálfum, Smára heitnum (unnusta mínum) og Jóni. Milli þessara manna og fjölskyldna þeirra mynduðust fljótt sterk vináttubönd sem haldist hafa æ síðan. Ég minnist Stefáns heitins sem t Móðir mín, SOFFlA BJARNADÓTTIR, Öldugötu 53, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu 27. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sjöfn Egilsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORLÁKURBERNHARÐSSON, Hátúni 10a, Reykjavík, lést að morgni 27. janúar í Landakotsspítala. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra GuAmundsdóttir og börn. t Sonur minn, bróðir og mágur, SIGURÐUR OLGEIRSSON, vélstjóri, Langholtsvegi 181, sem andaðist 20. þ.m. verður jarðsunginn frá nýju kapellunni í Fossvogi (norður inng.) föstudaginn 30. janúar 30. janúar kh 10.30. Hólmfri'ður Sigurðardóttir, Gunnar Olgeirsson, Einar Olgeirsson, Emilia Sigurjónsdóttir, Rafnkell Olgeirsson, Stefanía Sigurjónsdóttir, og bræðrabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, afa og son, SIGURÐ LÚÐVÍK ÞORGEIRSSON, stýrimann, Grenilundi 3, Akureyri, sem fórst með ms. Suðurlandi 24. desember síðastliðinn fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 31. janúar kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Fyrir hönd aðstandenda. Kristin Huld Harðardóttir. t Útför mannsins míns, EGILS PÁLSSONAR, Grettisgötu 20c, verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Alda Jóhannsdóttir. t Útför bróður míns, GUÐMUNDAR GÍSLASONAR frá Árbæjarhelli, Holtum, Rangárvailasýslu, fer fram frá Árbæjarkirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.00. Guðbjörg Gísladóttir. ákaflega viðkunnanlegum manni, rólegum og yfírveguðum. Hann var kátur á góðri stund og einlægur vinur vina sinna, kom ávallt til dyr- anna eins og hann var klæddur og sagði sína meiningu hiklaust. Einn- ig hafði hann góðan húmor. Stefán reyndist mér vel frá fyrstu tíð og sérstaklega eftir að ég missti unn- usta minn. Því á svona litlum vinnustað eins og fyrir vestan eru flugmennirnir ekki bara starfs- bræður heldur bestu vinir utan vinnutíma. Flugmennirnir og fjöl- skyldur þeirra mynda eins konar litla heild — fjölskyldu. Því er það mikil blóðtaka fyrir Hörð Guð- mundsson og ekki stærra flugfélag að missa tvo af sínum bestu flug- mönnum á ekki einu ári. Skjótt skipast veður í lofti og örlögin grípa í taumana án þess að við fáum nokkru ráðið. Eftir stönd- um við ekkjurnar, einmana, varnar- lausar og með „blæðandi hjartasár" sem tekur langan tíma að gróa. Við flugmannakonurnar (og unn- ustur) vitum að hveiju við göngum þegar menn okkar hafa valið sér flugið sem lífsstarf. Því fylgir áhætta sem flugmenn vita af en jafnframt ánægja sem flugið veitir og sagt er að það sé ekkert hættu- legra að fljúga flugvél en að aka bíl. Örlögin grípa í taumana þegar tími okkar er kominn og svipta mann því dýrmætasta sem við eig- um. Stefáni heitnum og Auði varð þriggja barna auðið. Elstur er Sig- valdi, 19 ára menntaskólanemi, næst kemur Fjóla, 13 ára nemi, og yngstur er Vignir, 6 ára gamall. Börnin og minningarnar eru það dýrmætasta sem þú átt eftir eisku Auður mín. Þeirra vegna og í minn- ingu manna okkar verðum við að standa okkur og horfa fram á við. Lífið heldur áfram hvað sem fyrir kemur og minningarnar halda okk- ur uppi. Elsku Auður mín, ég vott þér og börnum þínum, foreldrum, tengda- móður og öðrum ástvinum, mína dýpstu samúð á sorgarstundu. Gríma Huld Blængsdóttir Mig Iangar í fáeinum orðum að minnast svila míns og sérstaklega kærs vinar, Stefáns Páls Stefáns- sonar flugstjóra. Sú stund, þegar við fréttum að flugvél hans væri týnd og síðan óvissan og að lokum staðreyndin hræðilega er án nokkurs vafa sú erfiðasta sem ég og fjölskylda mín höfum nokkurn tíma upplifað. Stefán fæddist á Litlu-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd 25. maí 1948 og var hann yngstur sjö barna hjónanna Önnu Þorsteinsdóttur og Stefáns Einarssonar. Föður sinn missti Stefán þegar hann var 10 ára gamall. Hann ólst upp þarna á Árskógsströndinni hjá móður sinni og systkinum til 15 ára aldurs, er hann hleypti heimdragan- um og fór til sjós. Hann stundaði síðan sjó, lauk prófi úr vélskólanum og stundaði sjóinn áfram um tíma. Árið 1965 kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Auði Sig- valdadóttur, og eignuðust þau þijú börn. Elstur er Sigvaldi, 19 ára. Hann stundar nám í Verk- menntaskólanum á Akureyri og lýkur stúdentsprófi þaðan í vor. Næstelst er Fjóla, 13 ára, og yngstur er Vignir, 6 ára. Eftir að þau hófu búskap hætti Stefán á sjónum og lærði bifvéla- virkjun á BSA-verkstæðinu á Akureyri og starfaði hann síðan við bifvélavirkjun þar til hann stofnaði fyrirtækið Spora sf. ásamt Pálma bróður sínum. Þetta fyrirtæki rak litla jarðýtu og vann Stefán á henni. Kynni okkar Stefáns hófust þeg- ar ég fór að venja komur mínar í Víðimýri 2 á Akureyri fyrir nær- fellt 20 árum til Diddu sem var næstelsta dóttirin á heimilinu. Þá bjó Stefan þar í kjallaranum ásamt elstu dótturinni Auði. Þessi kynni urðu þó ekki mjög náin í byijun þar sem við Didda fluttum úr bænum í nokkur ár. Eftir að við komum til Akureyrar aftur í ársbyijun 1975 varð strax mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar. Árið 1977 sóttum við Stefán

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.