Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 fólk í fréttum Gljávíðirinn í Aðalstræti Morgunblaðið/Ól.K.M. Gljávíðirinn meðan hann var og hét, en umhverfis hann og silfurreyn- inn var reist grindverk, til þess að veija þau ágangi. I N, ú fyrir skömmu bar svo við að einn af elstu borgurum Reykjavíkur, gljávíðirinn í Fógeta- garði, lagði upp laupana og þurfti að höggva hann. Eftirsjá er að þessu tré, en reyndar má nú segja það um flest tré í þessu berangurs- landi. Til þess að fræðast örlítið um tréð siógum við á þráðinn til Haf- liða Jónssonar og spurðum um uppruna trésins. Það var Georg Schierbeck, land- læknir, sem stóð fyrir gróðursetn- ingu trésins, en hann var fyrsti formaður Garðyrkjufélags Islands. Hann lét einnig gróðursetja hitt tréð sem í garðinum stendur, en það er silfurreynir. Fyrir skömmu komst Hafliði reyndar að því hver það var sem gróðursetti tréð, sem talið er hafa komið frá Danmörku, en það var Júlíus Ólafsson, faðir Játvarðs Jökuls, rithöfundar. Tréð var gróðursett árið 1884, svo það var orðið ríflega aldar gamalt þegar loks þurfti að fella það. Sagði Haf- liði að þessi tré væru frekar gróðursett sem skjólgerði en stök tré, en hér giltu að sjálfsögðu ekki sömu reglur og í Danmörku. Tré eru heldur ekki eilíf fremur en aðrir hlutir og gljávíðirinn hefur orðið fyrir talsverðu hnjaski í gegn um tíðina. Ekki er þó svo að skilja að tréð sé farið veg allrar veraldar. Það lifir. Um árabil hafa nefnilega verið gróðursettir græðlingar af því um allar jarðir og hefur þessi stofn þótt með afbrigðum góður til „undaneldis“. Með þetta í huga hefur m.a. verið tekinn frá græð- lingur, sem ætlað er að gróðursetja á gamla staðnum þegar fram líða stundir. Geta því Reykvíkingar litið fram til þess tíma er „alvöru tré“ stendur á ný við Aðalstræti. Undanfarna daga höfum við birt mikið af tískumyndum, enda er verið að kynna sumartísk- una baki brotnu í tískuhúsum um gervalla hnattkúluna. Enn skal haldið uppteknum hætti og hér eru einmitt fjórar myndir frá há- borg tískunnar: París. Það er Christian Lacroix, sem hefur þótt hefur bera af öðrum tískuhönnuðum sem askur af þyrni, svo notuð sé kunnugleg iíkirg. Föt hans þóttu bera höf- undinum vitni um glaðværð, bæði hvað varðar efni, liti og línur. Mikið bar á fellingum, björtum litum og doppum, víðum pilsum og grönnu mitti. Sem sé, flest það sem undirstrikar æsku og kven- leika. Lacroix sagði að hann vildi kenna þessa línu við Barbados, þaðan væri hugmyndin fengin. Jean-Louis Scherrer gekk öllu lengra en Lacroix, því að kjólar hans sóttu svipmót sitt til Spánar og vantar þá ekki fellingar og barmsýningar. Að vísu þóttu sum- um kjólar hans fullefnismiklir, en aðrir telja að íburður muni fara vaxandi á næstunni í samræmi við afturhvarf til kvenleika. í aðalatriðum hafa einkenni nýjustu tískunnar falist í því að dýrari efni svo sem silki verða sífellt vinsælli. Hvers kyns auka- skraut eins og slaufur, skartgripi, fellingar og annað slíkt er í háveg- um haft, mitti skulu vera grönn Senoritu-kjóll Jean-Louis Scherrer, sem er dæmigerður fyrir línu hans í ár. Þessi kvöldkjóll er svartur og hvítur. Svo við höldum okkur ekki einvörðungu við kvöldkjólana er hér stilfærð matrósaföt, sem japanski hönnuðurinn Hanae Mori stendur fyrir. Sýningarstúlkan sem sveipar sig franska fánanum fremst á myndinni er í dökkbláum jakka, en sú sem fjær er er í hárauðum jakka. Hattarnir eru barðastórir eins og nú er móðins. Snemma í haust afhjúpaði Gísli Sigurbjörnsson minnisvarða um Georg Schierbeck. Þessir kjólar eru frá Ninu Ricci, en þá hannaði Gerard Pipart. Þeir eru úr silki og eru með áprentuðu blóma- munstri. og háls og barmur áberandi. En sjón er sögu ríkari. Þeir voru orðnir margir árhringirnir og stofnarnir engin smásmíð, eins og sjá má á samanburðinum. Meiri hátíska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.