Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 57

Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 57 Keila: Met hjá Valgeiri - náði átta fellum í röð og hlaut 266 stig SUNNUDAGINN 25. janúar var slegiS tæplega ársgamalt ís- landsmet Hjálmtýs Ingasonar af Valgeiri GuSbjartssyni. Gamla metiS var 258 stig í einum leik, en met Valgeirs er 266 stig. Til aS ná þeim stigafjölda þurfti Val- geir aS ná samfellt 8 fellum og loka öSrum römmum. (Fella er þaö þegar leikmaSur fellir allar keilurnar í einu kasti). Keilufélagið hefur nú myndað landsliðshóp sem kemur til með áð keppa við bestu leikmenn varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli þann 15. febrúár nk. Var öllum félags- mönnum boðið að keppa um réttindi í 16 leikjum. Þátt tóku um 50 manns og náðu 20 félagar rétt- indum til áframhaldandi æfinga í landsliðshópi. Hópurinn samanstendur af: Konur: Dóra Siguröardóttir Kaktus Guðný Pálsdóttir Kaktus Kristrún Árnadóttir Petra Sólveig GuÖmundsdóttir Petra Birna Þórðardóttir Keiluvinir Ásdís Steingrímsdóttir Feykjurnar Heiðrún Þorbjörnsdóttir Dúkpjötlur HrafnhildurÓlafsdóttir Valkyrjur Karian AIoí8 Raschofer Víkingasveitin Ásgeir Heiöar Víkingasveitin Gunnar Kjartansson Víkingasveitin Höskuldur Höskuldsson Fellibylur Þorgrímur Einarsson Fellibylur Ólafur Skúlason Fellibylur Jónas Gunnlaugsson Mánaskin S.F. Guðmundur HarÖarson Mánaskin S.F. ValgeirGuÖbjartsson Yfiriiðið Björn Baldursson Þröstur Halldór Ragnar Halldórsson Keilubanar Magnús Reynisson B.B. Smiöjan Keppnis- og æfingaferð Á fimmtudaginn munu 22 manns fara til Newcastle í keppn- is- og æfingaferð. Keppt verður í blönduðum flokkum á laugardag og sunnudag. Ekki er að efa að þar fá íslensku keilararnir góða reynslu. Munu þeir örugglega vekja mikla hrifningu í rauðum og grænum keppnisbolum með íslenska Svala-auglýsingu í bak og fyrir. Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Alfreð ásamt félögum sínum hjá Essen. Flugleiðamótið: Tomas Bartlett: Alfreð kemur á morgun Sár þegar ég kom fyrst til íslands TOMAS Bartlett er af bresku bergi brotinn. Hefur búið á fs- landi í tíu ár og var annar þeirra sem tóku þátt f Opna breska meistaramótinu f pílukasti fyrir íslands hönd. Segist sjálfur vera sport-ídfót og hafa áhuga á öllum þróttum, hefur m.a. lagt stund á knattspyrnu, box og borðtennis auk pílukastsins. „Ég varð mjög sár þegar ég kom fyrst til íslands, því hér var hvorki pílukast né drukkinn bjór. Það var því mikið ánægjuefni fyrir mig þeg- ar ÍPF var stofnað. Á yngri árum stundaði ég pílukast mikið í Bret- landi og var því feginn að geta dustað rykið af pílunum aftur eftir um tíu ára hlé. Mig óraði nú ekki fyrir því að eiga eftir að keppa fyrir (sland í pílukasti og það á móti Bretum. MFI — British Open-keppnin hefur gefið mér mikla reynslu og það var óneitanlega spennandi að fá að vera þarna innan um bestu spilara heimsins. Það sem dreifði einbeitingunni í þessari keppni var það, að ég þurfti að átta mig á fyrirkomulagi keppninnar og stærð hennar. Ég tók eftir því að aðrir keppendur höfðu flestir aðstoðarmenn til að ganga frá skipulagningu og smá- atriðum, þetta tók frá manni dýrmætan tíma sem annars hefði verið hægt að nýta í upphitun og til að byggja upp einbeitingu. Mér fannst leikurinn sem ég spilaði við Jeff Foster vera búinn áður en ég vissi af. Ég spilaði vel og fékk góð skor á móti honum en átti einfaldlega ekki möguleika. Hann var of góður fyrir mig, fór alltaf úr á fyrstu pílu og fékk há skor, gaf mér aldrei tækifæri á að reyna útgang. Þessir þrír leggir kláruðust allir á 15—17 pílum og óður en ég vissi af var Foster bú- inn að taka í hendina á mér og þakka fyrir leikinn. Nú varst þú númer tvö í fs- landsmótinu eftir tveggja og hálfrar stunda úrslitaleik við Ægir Ágústsson. Hefurðu hug á að hreppa íslandsmeistaratitilinn á þessu ári? Vitanlega stefni ég að því og ætla að reyna allt sem í mínu valdi stendur til að ná titlinum. Ég er með æfingaborð heima hjá mór og reyni að æfa lágmark klukku- tíma á dag. Ég æfi mig á tvöföldun og þreföldun allan hringinn, legg áherslu á reit 20 og svo uppáhalds útgönguleiðir mínar, tvöfaldan 20 og 10. Annars finnst mér hálf leið- inlegt að æfa einn og gef mér því meiri tíma þegar ég hef fleiri til að spila við. Á æfingum ganga hlutirnir yfirleitt upp en þegar í keppni er komið þá bætist tauga- spennan við, þetta tvennt er gjörólíkt. Það eina sem getur sigr- að taugaspennuna er reynslan. Það er enginn vafi að íslands- mótið í ár verður mjqg sterkt. Hérna eru að koma upp spilarar sem hafa mikla hæfileika, það verður tvísýnt hver hreppir titilinn í lok ársins. Ég ætla mér að ná lengra í þess- ari íþrótt og veit að ég get sigrað hvern sem er á góðum degi. Telurðu okkur íslendinga eiga einhverja möguleika gegn þess- um sterku erlendu þjóðum? Já, ég tel okkur geta haldið vel í við þessa erlendu spilara. Ef við lítum á það að hér eru flestir að- eins búnir að æfa í tvö ár og þegar farinn að myndast kjarni sem spil- ar leiki á 16—17 pílum og fær alltaf öðru hvoru 180 í skor, það hlýtur að teljast mjög góður árangur á ekki lengri tíma. Með fleiri mótum og meiri reynslu náum við að koma upp pílukösturum sem eru gjald- gengir í hvaða keppni sem er. Mér finnst nokkuð undarlegt að fjölmiðlar eins og sjónvarpið skuli ekki sýna þessari íþrótt meiri áhuga því t.d. í Bretlandi er þetta eitt vinsælasta sjónvarpsefni al- mennings. Ég er sannfærður að það myndi efla íþróttina verulega ef hún næði betur til almennings. Greinarhöf.: Óðinn Helgi Jónsson Ljósm.: Hjörtur Hjartarson ALFREÐ Gíslason handknatt- leiksmaður hjá Essen í Þýska- landi, kemur til landsins á morgun, föstudag, til þess að taka þátt í Flugleiðamótinu í handknattleik sem hefst í Laugar- dalshöll á mánudaginn. Bjarni Guðmundsson kemur frá Wanne Eicke og Atli Hilmarsson frá Leverkusen. Kristján Arason, Páll Ólafsson og Sigurður Sveins- son komu með landsliðinu til landsins á mánudaginn og verða þeir líka með í mótinu. Miklar líkur eru á að Einar Þorvarðarson komi frá Spáni en Sigurður Gunnarsson reiknaði síður með að hann kæm- ist að þessu sinni. Það verður greinilega hægt að stilla upp sterku liði í Flugleiðamót- inu en auk íslenska liðsins taka þátt landslið Alsír, Sviss og ungl- ingalandsliðs íslands. Mótið hefst á mánudaginn en á sunnudag verða tveir leikir, ísland og Sviss og Alsír gegn yngra liði okkar, og eru þeir liður í 75 ára afmæli ÍSL Skiða- göngu- keppni TOYOTA-skíðagöngumótinu sem auglýst var á laugardaginn hefur verið frestað fram á sunnudag vegna afmælishátíðar ÍSÍ sem verður á laugardag. Keppnin verður við gamla Borgarskálann í Bláfjöllum. Nafnakall verður klukkan 13.00 en keppni hefst klukkustund siðar. Handknattleikur: Fræðslufundur Landsliðsnefnd HSÍ gengst í kvöld fyrir fræðslufundi fyrír þjálfara kvennaflokka í hand- knattleik f húsnæði ÍSÍ í Laugard- al. Fundurinn hefst klukkan 20 og eru allir sem áhuga hafa á handknattleik kvenna hvattir til að mæta. Skutlan frá Lancia kostar nú frá aðeins 266 þúsund krónum. gengtsskr. 14.1.87

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.