Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 59 1. deild í knattspyrnu: Islandsmeistarar Fram gegn Þór í fyrsta leik DREGIÐ hefur verið í töfluröð í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu og hefja íslandsmeistarar Fram titilvörnina gegn Þór f Laugar- dalnum. Fyrsta umferð 2. deildar verður leikin 17. maí, en keppni ■ 1. deild hefst seinna en vant er og er gert ráð fyrir að fyrstu leik- irnir fari fram 21. maí eða 23. maf. í 1. umferð leika Valsmenn gegn Víði í Garðinum, KA og KR á Akur- eyri, FH og ÍA í Hafnarfirði, Fram og Þór í Laugardalnum og Völs- ungur og ÍBK á Húsavík. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, formanns mótanefndar KSÍ, byrjar 1. deildin seinna vegna óska lið- anna þriggja á Norðurlandi, en leikdagar verða ákveðnir um helg- ina. ísland leikur gegn Hollandi í undankeppni ÓL 26. maí og sama dag leikur landsliðið skipað 18 ára leikmönnum og yngri við Belga, þannig að önnur umferð 1. deildar verðurum mánaðarmótin maí-júní. Síðasta umferðin verður 12. september og hefjast allir leikirnir klukkan 14. Þá leika Valur og Völs- ungur, Víðir og KR, KA og IA, FH og Þór og Fram og ÍBK. Keppni í 2. deild hefst 17. maí og síðasta umferð verður leikin 10.-12. september. í 1. umferð leika KS og ÍBÍ, Einherji og ÍR, Þróttur og UBK, Víkingur og Leiftur og ÍBV og Selfoss. Ensku bikarmeistararnir úr leik: Luton burstaði Liverpool Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunbladsins á Englandi. LUTON burstaði bikarmeistara Liverpool 3:0 í þriðju umferð bik- arkeppninnar f gærkvöidi á gervigrasinu f Luton. Þetta var þriðja viðureign þessara liða f keppninni, hinum tveimur fyrri lauk með jafntefli. Það er þvf Ijóst nú að Liverpool ver ekki bikar- meistaratitilinn á Wembley f vor. Liðið átti afleitan dag í gær - átti aldrei möguleika á sigri. Leik- menn Luton léku aftur á móti við hvern sinn fingur, yfirspiluðu meistarana allan tfmann. Brian Stein skoraði fyrsta rhark leiksins á 34. mín. Gary Gillespie felldi þá Mick Harford rétt utan vítateigs og Stein skoraði með glæsilegu skoti beint úr auka- spyrnunni framhjá varnarveggn- um. Staðan 1:0 í leikhléi. Síðari mörk Luton komu svo með aðeins einnar mínútu millibili seint í leiknum. Mick Harford skor- aði úr vítaspyrnu á 80. mínútu eftir að Alan Hansen, fyrirliði Liverpo- ol, hafði fellt hann. Aukaspyrna hafði verið dæmd úti á velli á Li- verpool, Hansen sagði dómaran- um til syndanna vegna þess dóms frekar en að drífa sig í vörnina - var því ekki kominn nógu langt til að passa Harford og eina vonin var að toga hann niður. Aðeins einni mín. síðar skoraði svo Mick Newell þriðja mark Luton. Eins og áður sagði var sigur þessi mjög sanngjarn og var Luton nær því að bæta við marki en Li- verpool að skora. Craig Johnston bjargaði til dæmis einu sinni á línu. Annar leikur var í þriðju umferð bikarkeppninnar í gær, Stoke burstaði Grimsby á heimavelli sínum, 6:0. Að sögn þular í BBC í gærkvöldi var einstefna Stoke enn meiri en tölgrnar gefa til kynna og hefðu úrslitin allt eins getað verið 10:0. Morgunblaöiö/Bjarni • Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, fær sér sneið af afmælistertunni. 1. deild kvenna: Erla með 11 mörk gegn Ármanni Erla Rafnsdóttir ERLA Rafnsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Stjörnuna í 37:13 sigri yfir neðsta liði 1. deildar, Ar- manni, í Digranesi í gærkvöldi. Handknattleikur: Afmælismót HKRR í TILEFNI af 40 ára afmæli hand- knattleiksráðs Reykjavíkur fer fram afmælismóti í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Tveir leikir verða á milli Reykjavfkurúr- valsins og landsbyggðarinnar, í karia- og kvennaflokki. Landsliðsmenn íslands sem staddir eru hér á landi munu leika í kvöld. Kvennaliðin leika fyrst kl. 19.30. Á milli leikja keppa hljóm- listramenn, Greifarnir á móti Eiríki Huakssyni og félögum. Karlaliðin leika síðan kl. 21.45. Heiðursgest- ur verður Júlíus Hafstein. Yfirburðir Stjörnunnar voru miklir og var staðan i hálfleik 20:6. Það var um algjöra einstefnu að ræða eins og tölurnar bera með sér. Ármannsstúlkurnar hafa ekki enn hlotið stig í 1. deild. Stjarnan hefur nú hlotið 16 stig eftir 12 leiki og er í 3. sæti. Fram er efst með 24 stig eftir 13 leiki og FH í öðru með 18 stig eftir 12 leiki. MÖRK STJÖRNUNNAR: Erla Rafnsdóttir 11, Margrét Theódórsdóttir 6, Steinunn Þorsteinsdóttir 6, Guðný Gunnsteinsdótt- ir 5, Hrund Grótarsdóttir 4, Brynhildur Magnúsdóttir 2 og Maria Grétarsdóttir 2. MÖRK ÁRMANNS: Margrét Hafsteins- dóttir 4, Halla Grétarsdóttir 3, Ellen Einarsdóttir 2, Elisabet Albertsdóttir 2 og Guðbjörg Ágústsdóttir og Bryndís Guð- mundsdóttir eitt mark hvor. Fjölmenni í afmæli ÍSÍ Fimm félagar sæmdir æðsta heiðursmerki ÍSÍ á laugardaginn „ÞAÐ er bjargföst sannfæring mín að fátt sé mikilvægara i' landinu en öflug iþróttahreyfing,11 sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, þegar hann flutti afmæliskveðju frá ríkis- stjórninni til ÍSÍ f gær. Þá tók framkvæmdastjórn íþróttasam- bands íslands á móti gestum i' iþróttamiðstöðinni í Laugardal í tilefni 75 ára afmælis sambands- ins. Á þriðja hundrað gestir þáðu kaffiveitingar og fjölmargar kveðjur og árnaðaróskir bárust. Á morgun tekur forseti ÍSÍ og afmælisnefndin á móti erlendum gestum, en á laugardaginn hefst hátíðardagskráin klukkan 9.30 með opnun yfirlitssýningar í and- dyri Laugardalshallar. Við sama tækifæri verða fimm íþróttafröm- uðir sæmdir æðsta heiðursmerki ÍSÍ, en til þessa hafa 29 íslenskir ríkisborgarar verið kjörnir heiðurs- félagar ÍSÍ. Þessir fimm eru Andreas Bergmann, Reykjavík, Einar B. Pálsson, Reykjavík, Guð- jón Ingimundarson, Sauðárkróki, Gísli Halldórsson, Reykjavík, og Hermann Guðmundsson, Hafnar- firði. hefst á morgun LAUGAVEGI 47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.