Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 Guðmundur VE með nótina á síðunni Morgunblaðið/Kr. Ben. Mikil loðnuveiði MIKIL loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og síðdegis á föstudag höfðu 17 skip tilkynnt um afla samtals um 10.500 lest- ir. Mörg skipanna einbeita sér að veiðum til frystingar og taka þvi minna en ella í hverjum túr. Loðnan veiðist nú á Lóns- bugt og vestan Hornarfjarðar, en eitt skip fékk 520 lestir í tveimur köstum við Papey. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á fímmtudag; Grindvíkingur GK 1.000, Bergur VE 510, Súlan E3A 800 og Eskfirðingur SU 620 lest- ir. Síðdegis á föstudaginn höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Harpa RE 640, Guðmundur Ólaf- ur ÓF 600, Jón Finnsson RE 1.220, Erling KE 750, Guðmund- ur VE 900, Börkur NK 1.350, Þórshamar GK 600, Keflvíkingur KE 540, Magnús NK 400, til frystingar í Þorlákshöfn, Eldborg HF 600 og rifna nót og slitinn snurpuvír, Gígja VE 350 til fryst- ingar í Eyjum, Albert GK 600, Dagfari ÞH 500, Sighvatur Bjamason VE 320 í frystingu í Eyjum, Huginn VE 600, Húnaröst ÁR 250 til frystingar í Þorláks- höfn og Kap II VE 300 til fryst- ingar hjá Sjóiastöðinni í Hafnarfírði, landað í Þorlákshöfn. Tillögnr í öryggisátt vegna Ljósufjallaslyssins: Upplýsingastreymi milli flugmanna og Veðurstofu verði bætt FLUGSLYSANEFND og Flugmálastjórn gera nokkrar „tillögur í ör- yggisátt“ í skýrslu sinni um flugslysið í Ljósufjöllum i aprfl 1986, þegar ísafjarðarflugvélin TF-ORM fórst. Eins og fram hefur komið er talið liklegt að flugvélin hafi flogið inn i svo öflugt niðurstreymi, að afkastageta hennar nægði ekki til þess að unnt væri að ná henni út úr því, áður en hún rakst á fjallshlíðina. í skýrslunni eru gerðar eftirfar- flugshæðir eru notaðar hveiju sinni andi tillögur í öryggisátt: Brýnt er, að kannað verði með hvaða hætti megi koma á skjótu og góðu upplýsingastreymi milli flug- manna og Veðurstofu íslands. Flugmenn verði einnig hvattir til þess að koma upplýsingum, sem varða flugöryggi, svo sem veðurupp- lýsingum, til viðkomandi aðila. Kannað verði, hvemig flugrekstr- arbækur flugrekenda, upplýsingarit og annað fræðsluefni, sem Flug- málastjóm hefur gefíð út, eru notuð í viðhaldsþjálfun og endurmenntun flugmanna, t.d. við hæfnipróf. Enn- fremur verði brýnt fyrir flugrekend- um og flugmönnum, að þeir kynni sér tiltækt fræðsluefni um veðurskil- yrði á íslandi. Kannað verði, hvort nægilegt tiilit sé tekið til allra þekktra skilyrða og aðstæðna, þegar lágmarks blind- og hvaða úrbætur eru tiltækar í því efni. Kannað verði, hvort ekki sé tíma- bært að krefjast þess, að flugvélar, sem notaðar eru í reglubundnu flugi og þjónustuflugi eftir blindflugsregl- um, verði búnar jafnþrýstiklefum og/eða hverfihreyflum, þannig að unnt sé að fljúga yfir versta veðrið. Dagpeningareglur í staðgreiðslukerf i skatta: Einfaldast að hækka dagpeninga um 35% - segir Gunnar Gunnarsson starfsmannastj óri hjá Vegagerð ríkisins „Reykjanes“ kemur út tvisv- ar í viku REYKJANES fréttablað, sem Sjálfstæðisfélögin á Reykjanesi gefa út mun framvegis koma út tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Að sögn Sigmunds Steindórssonar ritstjóra hefur blaðið hingað til kom- ið út einu sinni í viku, á miðvikudög- um en mun með útkomunni á mánudagsmorgnum verða fyrsta blaðið á mánudegi. Blaðið á mánu- dögum verður átta síður. Miðviku- dagsblaðið hefur til þessa verið sextán en hugsanlega mun það fram- vegis verða tólf síður. OPINBERIR starfsmenn, sem hafa fengið greidda dagpeninga á ferðum sínum og notið ökutækjastyrks vegna notkunar eigin bíla í vinnu, segjast margir efast um að þeir haldi áfram að hafa þann háttinn á, ef hertar reglur um frádrátt dagpeninga og bílastyrkja komi tíl framkvæmda í staðgreiðslukerfi skatta. Morgunblaðið ræddi við Gunnar mánaðarlega en fengist síðan end- Gunnarsson starfsmannastjóra hjá Vegagerð ríksisins, en þar hafa um 150 manns möguleika á að fá dag- peninga og ökutækjastyrk vegna ferðalaga, samkvæmt samningum ríkisins við BHM og BSRB. Gunnar sagði að það væri ef til vill ekki tímabært að tjá sig um þetta nú, þar sem ekki væri vitað hvemig framkvæmdin verður. Þó sýndist honum að 35% af bflapeningum og dagpeningum verði tekið í skatt urgreitt í árslok ef fullnægjandi rekstraryfirliti er skilað. „Ég veit ekki hvort menn sætta sig við að leggja þannig í sjóð og bíða í ár eftir endurgreiðslu ríkis- ins,“ sagði Gunnar. „Síðan hefur ekki verið til þess ætlast að menn geri grein fyrir kostnaði vegna dagpeninga þannig að ég veit ekki hvemig á að fara að með þá. Manni fínnst í fljótu brágði að það væri einfaldast að hækka dagpeningana og aksturspeningana um 35% og þá gæti ríkið borgað þá og tekið aftur sama daginn," sagði Gunnar. Gunnar sagði að það væri hugs- anlegt að þetta leiði til uppsagnar aksturssamninga sem yrði til þess að ríkið þurfí að leysa málið með öðrum hætti, með eigin bflum eða bflaleigubflum sem væri dýrari kostur. Morgunblaðið ræddi einnig við Helga Þorvaldsson línumann hjá Rafínagnsveitum ríkisins, sem sagði að eins og útlitið væri, hefði menn sjálfsagt ekki áhuga á að vera á dagpeningum áfram. Eins væri með útleigu starfsmanna á bflum, sem hefði farið í vöxt undan- farin ár, og væri auglóslega spamaðarhvetjandi fyrir starfs- mennina að gera sig þannig úr sjálfa. Dagpeningamir em frá 1. des- ember síðastliðnum 2900 krónur og er þá gert ráð fyrir gistingu og fæði í sólarhring. Gunnar Gunn'ars- son sagði að þeir sem nytu bæði dagpeninga og bflastyrkja fengju á þann hátt á milli 100 til 200 þús- und krónur á ári, og því gæti staðgreiðsiukerfíð þýtt tugþúsunda lán til ríksins í heilt ár. Bíll brann á Egilsstöðum BIFREIÐ brann „til grunna" á Egilsstöðum seint á fimmtudags- kvöldið. Eigandi bifreiðarinnar var á ferð i kauptúninu þegar reyk fór að ieggja undan vélar- hlífinni. Áður en ökumaður gæti nokkuð að gert varð bfllinn alelda og gjöreyðilagðist. Eigandi bifreiðarinnar og ökumað- ur, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeiddur. Þetta var 5 ára gömul bifreið og er tjón hans tilfinnanlegt. Reglur um dagpeninga og ökutækjastyrki: Tryggvi Tryggvason, kennari, látinn Breytir litlu fyrir opinbera starfsmenn KRISTJÁN Thorlacius, formaður BSRB, telur að ákvæði i væntanlegum skattalögum um hertar reglur i sambandi við frádrátt dagpeninga og ökutækjastyrks skipti ákaflega Litlu máli fyrir opinbera starfsmenn. Aftur á móti kunni þær að vera til óhagræðis fyrir rikið og sveitarfé- lögin. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá munu dagpeningar og ökutækja- styrkir teljast til launa þegar nýju skattalögin taka gildi. Af þeim verða staðgreiddir skattar, en við uppgjör staðgreiðsluárs, þegar endanleg .álagning fer fram, geta mann fengið sannanleg “útgjöld vegna gistingar, ferðalaga' jog notkúnar ökutækja í þágu vinnflveitendaiendargreidd með verðbótum. Reglur þar að lútandi verða mjög hertar frá því sem nú er. Kristján Thorlacius sagði, að opin- berir starfsmenn, sem þyrftu að ferðast mikið, létu ríki eða sveitarfé- lagi f té eigin bifreið og fengju síðan greitt samkvæmt kflómetragjaldi. Þær greiðslur væru alls ekki laun, heldur útlagður kostnaður. Ef skatt- leggja ætti þennan kostnað hlyti það að leiða-til þess að menn yrðu tregir til þess að lána ríki og sveitarfélögum bifreiðar sínar. Það mundi hafa í för með sér, að ríkið yrði að Jeigja. bif- reiðir f auknum mæli eða kaupa bifreiðir til eigin nota. Varðandi dagpeninga sagði Krist- ján, að ríki og sveitarfélög teldu það oft heppilegt að láta starfsmenn sína á íerðalögum hafa ákveðna upphæð til að greiða fyrir gistingu, fæði og ferðir. Eftir breytingamar yrði það líklega algengt, að starfsmenn tækju ekki dagpeninga heldur legðu út fyr- ir kostnaði á ferðalögum og fengju hann síðan endurgreiddan. Þá myndu þeir ekki staðgreiða skatta af kostn- aði vegna ferðalaga í þágu vinnuveit- enda. Kristján taldi, að hinar nýju reglur væru opinberum starfsmönnum ekki til tjóns, en taldi fullvíst að þær myndu breyta því formi, sem nú er á greiðslu dagpeninga og ökutækja- styrlga. Hann sagðistekki eiga von á því, að BRSB myndi leggja til að ákvæðum i skattafrumvörpunum um þessi atriði yrði, breytt. , TRYGGVI Frímann Tryggvason, kennari, lézt á Borgarspítalanum föstudaginn 13. febrúar 77 ára að aldri. Tryggvi fæddist 24. október 1909 í Gufudal á Barðaströnd. Foreldar hans voru Tryggvi Ágúst Pálsson, kennari og kona hans Kristjana Sig- urðardóttir. Tryggvi nam við Ungl- ingaskóla ísaflarðar 1930 til 1931 og lauk kennaraprófi 1934. Hann var kennari við Bamaskóla ísa^arð- ar 1934 til 1937, Miðbæjarskólann f Reykjavík 1937 til 1940, Bama- skólann á Suðureyri 1941 til 1942 óg Bamaskólann í Hnífsdal 1942 til 1946. Hann kenndi siðan við Mela- skólann í Reykjavík frá 1946 til starfsloka. Eftir að hann lét af kennslu sem aðalstarfí stundaði hann stuðningskennslu við Mela- skóla og Langholtsskóla. Tryggvi tók dijúgan þátt í félags- málum: Hann -söng með ýmsum kórum, meðal annars Kirkjukór ísa- fjarðar og Sunnukómum og Karla- kór Reykjavíkur. Hann stjómaði þættinum „Höldum gleði hátt á loft“ í Ríkisútvarpinu frá árinu 1958 og Tryggvi Frímann Tryggvason, kennari söng þar meðal annars með félögum sínum. Tryggvi kvæntist árið 1939 Kristínu Jónsdóttur frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Þeim varð þriggja bama auðið og lifa þau foreldra sína, en Kristín lézt árið 1972. Eftir það bjó Tryggvi með Guðnýju Níelsdótt- ur í Reykjavík til dauðadags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.