Morgunblaðið - 15.02.1987, Side 29

Morgunblaðið - 15.02.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 29 Albert, heimili Bolliagfjöl- skyldunnar sem strandgæzl- angat ekki séð í friði. hvað miður sín vegna þess hve strandgæzlan hafði lagt skipið í einelti á siglingunni norður. Á siglingunni frá heimahöfn í Flórída til Oxford hafði skipið verið stöðvað tvisvar sinnum, þrisvar höfðu sjóliðar frá strandgæzlunni verið sendir um borð, og tvisvar hafði verið leitað í skipinu frá stefni aftur í skut, og voru þar strand- gæzlan og menn frá tollgæzlunni að verki. Ekkert ólöglegt fannst um borð í Albert. Þessi endurteknu afskipti strand- gæzlunnar gerðu Bolling æ reiðari, og hann gat vart minnzt á gæzluna án þess að æsa sig upp. Hann sagði að Albert væri enginn flutningadall- ur, heldur heimili sitt. Honum var ljóst að strandgæzlan hafði heimild til að leita í skipum innan banda- rískrar landhelgi, en Bolling fannst að jafnvel úti á sjó þyrfti að setja einhver takmörk fyrir þessari starf- semi. Hann benti á að ef þessi heimild gilti einnig á landi mætti lögreglan fara fyrirvaralaust inn á heimili manna að nóttu eða degi, ógna íbúunum með byssum og leita þar sem henni sýndist. Siglingin frá Oxford til New York var tíðindalítil, og gestir og áhöfn gátu notið þjóðhátíðarhelgar- innar. Eftir að gestimir höfðu farið frá borði var lónað norð-austur með strönd Connecticut og lagzt við fest- ar hjá Block eyju út af Rhode Island. Þar lenti áhöfnin á ný í útistöðum við strandgæzluna 17. júlí. “Þeir komu klukkan 7,30 síðdeg- is og tilkynntu okkur að sjóliðar gæzlunnar yrðu sendir um borð eftir tuttugu mínútur," sagði Boll- ing. “Þeir komu svo tveimur tímum seinna og sigldu upp að okkur ljós- lausir. Eg spurði þá hvers vegna. Þeir sögðu það vera vegna tilgangs leitarinnar." Síðar kom í ljós að ljósabúnaður gæzlubátsins var í ólagi og hafði verið lengi. Leitað var í Albert og skilríki áhafnar skoðuð, en síðan fékk Bolling vott- orð um að leitað hefði verið og ekkert athugavert fundizt. Var hon- um ráðlagt að sýna vottorðið ef hann yrði stöðvaður aftur. Bolling var eðlilega orðinn áhyggjufullur. Hann hafði stundað siglingar út af austurströndinni um tuttugu ára skeið, og aldrei lent í öðru eins. En hann hélt nú ferðinni áfram til Nova Scotia til að heim- sækja foreldra Patsyar. Ekkert markvert gerðist á þeirri siglingu, og það var ekki fyrr en í septemb- er, þegar Bolling íjölskyldan var á heimleið frá Kanada, að strand- gæzlan lét næst til skarar skríða. Á suðurleiðinni var komið við í Sag Harbour á Long Island til að heimsækja fjölskylduvini. Þar komu sjóliðar úr strandgæzlunni um borð til að leita í skipinu. Bolling brást hinn versti við og sýndi vottorðið frá síðustu leit í skipinu tveimur mánuðum áður, en fékk það svar að gæzlan gæti leitað eins oft og henni sýndist í sama skipinu. Þegar sjóliðarnir fóru frá borði, sagði yfir- maður þeirra að þeir kæmu aftur. Bolling hjónin fóru í land til að borða hádegisverð með vini sínum og þar fékk Bill Bolling boð um að hringja í umboðsmann vegna verk- efnis sem honum stóð til boða: að draga skútuna Shamrock, sem tek- ið hafði þátt í keppninni um Ameríkubikarinn þar, alla leið til Ástralíu til að taka þátt í keppninni 1987. Var hann beðinn að hringja inn ákveðið svar og kostnaðaráætl- un fyrir kvöldið. Þetta var á föstudegi, og Patsy hafði tekið til peninga sem nota átti í launagreiðslur til áhafnarinn- ar, 1.400 dollara. Settist Bolling nú niður við að reikna út kostnað við þetta mikla verkefni sem honum stóð til boða, en brá sér svo í sturtu. Meðan hann var í baðinu kom strandgæzlan til baka. Áhöfn Alberts vara safnað sam- an á afturdekkinu og hún látin bíða þar meðan leitað var í skipinu. Að sögn talsmanns gæzlunnar tekur svona leita venjulega 3-5 mínútur. Bolling segir að leitað hafí verið í eina klukkustund, en foringi sveit- arinnar sem leitaði í Albert segir að leitin hafí tekið 20-30 mínútur. Ekkert fannst í skipinu, en athuga- semd gerð vegna þess að hvergi fundust neyðarblys. Hinsvegar seg- ir Bolling að rótað hafí verið í öilum skjölum hans og peningunum sem greiða átti áhöfninni. Og þegar hann taldi peningana f viðurvist sveitarforingjans reyndist vanta 320 dollara, sem Bolling segir að hafí verið stolið. Þegar loks sjóliðamir héldu á brott var klukkan orðin hálf níu að kvöldi og of seint að svara tilboðinu Bill BoIUng í vélarrúminu & Albert. um Shamrock. Bolling fór þó í land til að reyna að hríngja en fékk ekki svar. Fór hann þá aftur um borð til að sofa. Klukkan þijú um nóttina vaknaði Bolling við umgang uppi á dekki og fór fram úr. Þegar hann kom upp var beint að honum ljósköstur- um frá fleiri skipum. Grunaði hann að strandgæzlan væri komin enn einu sinni, og hljóp fáklæddur upp í brú og sendi út neyðarkall. “Það eru sjóræningjar að ráðast um borð til okkar, vopnaðir þorparar," kall- aði hann í talstöðina. Var honum þá sagt að skip frá strandgæzlunni væri að leggjast upp að Albert og menn frá strandgæzlunni, tollgæzl- unni og lögreglunni að koma um borð. Það var níu manna lið með hunda sem þjálfaðir eru til að þefa uppi eiturlyf sem komu um borð í þetta sinn. Leitað var hátt og lágt í skip- inu og hundamir látnir þefa um allt skipið. Tók leitin nú þijár klukkustundir, og að sögn áhafnar- innar tók það fjóra tíma til viðbótar að þrífa eftir leitarmennina. Nú var Bolling öllum lokið, og hann settist niður við að skrifa yfír- manni strandgæzlunnar, Paul Yost aðmírál, kvörtunarbréf, sem hann sagði eftir á að hafi verið misskiln- ingur, því hann hafí verið í of miklu uppnámi og þessvegna of harðorð- ur. I bréfínu tíundar Bolling öll þau skipti sem strandgæzlan hafði af- skipti af Albert og kvartar yfir því við Yost að peningar hafí horfíð. “í stuttu máli sagt, þá var framið vopnað rán hjá okkur á hafí úti. Það, herra aðmíráll, er skilgreining- in á sjóráni." Hann sagði að ef skip frá strandgæzlunni nálgaðist hefði áhöfn hans fyrirmæli um að bregðast við eins og um sjóræn- ingja væri að ræða þar til annað kæmi í ljós. Lagði hann til að eftir- lit strandgæzlunnar færi aðeins fram á daginn, og að gæzlan not- aði fjögurra stafa kennimerki til að sanna á sér heimildir. Þetta væm varúðarráðstafanir, sagði hann, til að “vemda okkur gegn þjófum í stofnun yðar.“ Afrit af bréfinu sendi svo Bolling til allra stjómstöðva strandgæzlunnar, til tollgæzlunnar, Qögurra siglingatímarita og tveggja dagblaða. Bréf Bollings bar ekki tilætlaðan árangur, en rekstrarstjóra gæzl- unnar, Clyde Robbins aðmírál, var falið að svara því. í svarinu kemur í fyrsta sinn fram að Albert hafí verið á svarta lista gæzlunnar. “Því miður hafa upplýsingar um að Al- bert hafi áður verið notaður í ótilhlýðilegum tilgangi leitt 'til þess að skip yðar hefur hvað eftir annað verið tekið til skoðunar,“ segir í bréfinu. En sex árum áður, meðan fyrri eigandi átti skipið, hafði Al- bert komizt á svartan lista hjá E1 Paso Intelligence Center (EPIC), sem safnar upplýsingum um gmn- samleg skip fyrir yfirvöld. Ástæðan var sú, að sögn talsmanns strand- gæzlunnar, að árið 1979 hafði Albert legið um lengri tíma í Balti- more nálægt skipi sem gmnur lék á að notað væri til að smygla eitur- lyfjum. Hafði þá verið tekið eftir “samgangi" milli skipshafna ski- panna tveggja, og nægði það til að koma Albert á svarta listann þar sem skipið var enn þrátt fyrir að því hafði verið lagt í þijú ár og kominn var nýr eigandi. í svari sínu leggur Robbins til að Bolling skipti um nafn á Albert, haldi saman öllum skýrslum um leit í skipinu til að sýna þegar þörf krefði, og tæki upp góða samvinnu við strandgæzluna. En Bolling fékk ekki svarbréfíð fyrr en eftir að hann hafði verið handtekinn í Wilming- ton, Norður Karolinu. Bolling segir að Albert hafí kom- ið til Cape Fear í Norður Karólínu klukkan fjögur að morgni 6. októb- er eftir 500 mílna erfíða siglingu frá Maryland. Áður en hann gekk til náða segist Bolling hafa farið eftirlitsferð um skipið og þá heyrt hraðbát nálgast á mikilli ferð. Var báturinn ljóslaus, og sigldi kringum Albert, en hélt svo á brott. Skömmu síðar kom báturinn aftur, sigldi í hring umhverfis Albert og hvarf á brott. Bolling var hræddur um að þama væru ræningjar á ferð, svo hann fór upp í brú og náði þar í skammbyssu sem hann stakk í bel- tið. Þegar báturinn kom ekki aftur, gekk Bolling til náða. Ekkert er athugavert við það þótt Bolling hafi vopn um borð í skipi sínu. Undanfarin tíu ár er tek- ið að bera mjög á nýju afbrigði sjóræningja, sem eru jafnvel enn hættulegri en sjóræningjamir til foma. Morðum, ránum, innbrotum og nauðgunum fer sífellt fjölgandi á hafí úti, og þeir bátar sjaldséðir sem stunda úthafssiglingar án þess að vopn séu um borð. Þegar Bolling vaknaði stakk hann skammbyssunni í beltið til að fara með hana upp í brú þar sem hún var venjulega geymd. En áður en hann komst upp í brú sá hann að Albert rak og dró akkerið í sjö hnúta straumi í mynni Cape Fear árinnar. Rak skipið í áttina að gam- alli feijubryggju. Bolling rejmdi að slaka út akkeriskeðjunni til að stöðva skipið, en spilið stóð á sér og datt honum í hug að hnútur Albert í þjónustu Landhelgisgæzlunnar. VARÐSKIPIÐ ALBERT Varðskipið Albert tók þátt í öllum þorsk- astríðum Islendinga og þótti standa sig með prýði þó hann væri lengst af minnstur allra varðskipanna, um 200 brúttólestir. Albert var smíðaður hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík árið 1957 og var tekinn í notkun hjá Land- helgisgæslunni 15. ágúst sama ár. Skipið var í eigu Landhelgisgæslunnar allt til ársins 1978 en var þó ekki í rekstri síðustu árin. Árið 1978 keypti Edda Konráðsdóttir skipið og var það síðar selt til Ameríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.