Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Ágæti stjömuspekingur.
Ég er fædd 27.11. 1966 kl.
14.20 og þætti vænt um ef
þú sæir þér fært að birta
stjömukort mitt og segja
mér um hinar ýmsu hliðar
persónuleika míns, svo og
hvaða starfssvið gætu hent-
að mér. Með fyrirfram
þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól og Venus í
Bogmanni, Tungl og Rísandi
merki í Nauti, Merkúr í
Sporðdreka, Mars í Meyju
og Steingeit á Miðhimni.
Ihaldssöm útgáfa
Það að vera svo sterkt Naut
auk Bogmannsins táknar að
þú ert róleg og íhaldssöm
útgáfa af Bogmanni, þarft
öryggi, varanleika og jarð-
festu í líf þitt.
Sveifla
Þar sem þessi merki eru ólík
er hins vegar líklegt að það
geti tekið þig tíma að átta
þig á þessu og finna jafn-
vægi. Sú hætta er alltaf fyrir
hendi þegar ólík merki mæt-
ast að öðru er afneitað,
a.m.k. á tímabilum og sveifl-
ast er milli ólíks athafna-
mynsturs. Eitt árið afneitar
þú kannski ábyrgð og ert á
ferð og flugi, en situr hið
næsta í rósemi heima við og
prjónar.
LífsglöÖ
Sólin er fyrst og fremst tákn-
ræn fyrir lífsorku og grunn-
eðli. Það táknar að þú þarft
hreyfingu og flölbreytileika
til að viðhalda lífsorku og
-gleði, þarft að geta ferðast,
safnað þekkingu og víkkað
sjóndeildarhring þinn. í
grunneðli þínu ert þú síðan
létt, bjartsýn, jákvæð og
ftjálslynd.
FriÖsöm
Tunglið er táknrænt fyrir
tilfinningar, lundarfar, dag-
lega hegðun og heimili. Það
táknar að þú þarft, þrátt
fyrir fjölbreytileikann, að
hafa örugga undirstöðu, eiga
gott heimili og fást við hag-
nýt og uppbyggileg mál. Þú
hefur rólega lund, ert frið-
söm og að öllu jöfnu yfir-
veguð.
Starf
Starf þitt þarf að sameina
þessa tvo þætti, vera fjöl-
breytilegt, sem getur þýtt
að þú þarft að skipta um fag
eða áherslur nokkrum sinn-
um á ævinni, en jafnframt
hagnýtt og öruggt. Það gæti
t.d. táknað einhvers konar
flármálasýslu, eða störf fyrir
traust fyrirtæki sem er í inn-
eða útflutningi, og þar sem
margt fólk er samankomið.
Vandvirk
Merkúr í Sporðdreka táknar
að hugsun þín litast af til-
fmningum, er dul og kryfj-
andi. Mars í Meyju táknar
að þú ert nákvæm og vand-
virk í starfi og vilt fást við
hagnýt mál.
JarÖbundin
Kort þitt er blanda af eldi
og jörð, eða athafna- og
lífsorku og því áþreifanlega
og jarðbundna. Það mætti
því kalla þig athafnamann
og segja að það eigi best við
þig að starfa í athafnalífínu
og þar sem mikið er að ger-
ast.
Ævintýramaöur
í heild má segja að þú sért
jákvæð og bjartsýn mann-
eskja, ert róleg og yfirveguð
á yfírborðinu en eirðarlausari
og ævintýragjamari undir
niðri. Þú ert vinsamleg í fasi
og hegðun, vilt vera sjálf-
stæð og prófa ýmislegt, en
vilt samt hafa fætuma á
jörðinni. Þú ert jarðbundinn
ævintýramaður.
GARPUR
GAKPUR EK S&IL EN pKEVrrjl? CxS
SB5IR Mí> >TeiNPÍ'|?:
y.q
W V/P lír,
f L/NNUMf Tr /
NÆTT / A ' >\ -
♦ A/h'r em /weftiappa í epn/m/ |
TOMMI OG JENNI
UOSKA
þó HEFBIR Atr AÐ t/EEA
gET EG GEICr AF PVI j
frÓÓSSé SE|NN_AÐ r-r/ /
FERDINAND
Heyrðu, þú hægir á þér! Ertu að verða gamall?
Svo sannarlega.
Ég er fimm mínútum eldri
en þegar ég fór af stað!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Vestur var höfundur sagna
og opnaði á einum spaða. Næsta
ákvörðun hans var að velja út-
spil gegn fjórum hjörtum suðurs:
Norður
♦ 64
♦ G65432
♦ 53
♦ ÁD6
Suður
♦ ÁG10
♦ ÁKD87
♦ K87
♦ 54
Hvemig viltu spila?
Utspilið bendir til að austur
eigi laufkónginn. Og þar með
hlýtur vestur að eiga það sem
úti frýs í hinum litunum. Svo
það er stór hætta á að tapa spil-
inu, gefa einn slag á hvom
svörtu litanna og tvo á tígul.
Besti möguleikinn er einfald-
lega að leyfa laufgosanum að
eiga fyrsta slaginn. Það þarf
meira en lítið slunginn spilara
til að yfírdrepa gosann með
kóngnum til að spila tígli, og
við skulum treysta því að austur
fínni ekki þá vöm.
Norður
♦ 64
♦ G65432
♦ 53
♦ ÁD6
Vestur Austur
♦ KD987 .. + 532
▼10 II V9
♦ AD42 ♦ G1096
♦ G103 ♦ K9872
Suður
♦ ÁG10
VÁDK87
♦ K87
♦ 54
Vestur spilar væntanlega
áfram laufí. Það er drepið á ás
og laufdrottning trompuð hátt.
Næst er trompi spilað tvisvar
og endað inni á gosa blinds. Þá
er tímabært að spila spaða á
tíuna og leggja upp. Vestur
verður alltaf að gefa tíunda slag-
inn.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu í Sochi í
Sovétríkjunum sl. haust kom
þessi staða upp í skák sovézka
stórmeistarans Vaganjan, sem
hafði hvítt og átti leik, og enska
alþjóðlega meistarans Hodgsoon.
Svartur lék síðast 15. Rc6 — a5?
r Ww
A'wm jt mrn * WL
mk 1
n m
16. Bxf7! - Kxf7, 17. Hxh6 -
Bxf3, 18. gxf3 og svartur gafst
upp. Svetozar Gligoric frá
Júgóslavíu sigraði óvænt á mót-
inu ásamt hinum frægu Sovét-
mönnum Vaganjan og Beljav-
sky. Þeir hlutu 8 Vz v. af 13
mögulegum, en næstir komu
Sovétmennimir Tal og
Razuvajev með 8 v.