Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 58 Afmæliskveðja: Steinar Guðmunds- son leiðbeinandi Sumir menn lifa alltaf, af því að þeir hafa unnið til þess. 0g þegar manni er tjáð, að einhver bæti við sig stórum degi i almanakinu, þá orkar slíkt sem ávinningur, svo að ekki sé talað um það, ef menn hafa unnið fyrir skoðun sinni, þegar tekizt hefur verið á við lífið af samvizku og heiðarleik og andlegu hugrekki. Og nú er hann Steinar okkar (Guðmundsson sjötíu ára í dag — klippt eða skorið eins og kerlingam- ar í þjóðsögunni sögðu. Steinar er maður, sem æðrast ekki þrátt fyrir hækkandi aldur. Þar að auki er hann lífskíminn úr hófi fram þrátt fyrir það, að hann sé gæddur meiri alvöru en flestir menn sem ég hef kynnzt, en í honum býr sérstakur sannleikur um lífíð og tilveruna. Kynni af hon- um gera hvem og einn ríkari í andlegum skilningi — og í mörgum tilfellum langtum langtum sterkari eins og starfsferill hans í þágu hug- sjónar sinnar og líflínunnar sannar, svo að ekki verður um villzt. Steinar er Reykvíkingur í húð og hár, af gamla skólanum að sjálf- sögðu, bam litlu stórborgarinnar, fæddur á Laugavegi 19 — en frá tveggja ára aldri til átta ára alinn upp á Njálsgötu 3, sem afmælis- bamið á málverk af í stássstofu sinni á Lindargötunni. Njálsgötuhúsið hafði afí Steinars — kenndur við Vegamót — reist, Guðmundur hét hann og var Guðmundsson, bóndi og ullarmatsmaður, en föðurætt Steinars má rekja alla leið austur í Meðalland f Skaftafellssýslu. Hann er að þriðja og fjórða skyldur herra Sigurbimi Einarssyni biskupi, sem er athyglisvert. Steinar flytur á Hótel Heklu átta ára gamall með foreldrum sínum, sem tóku að reka staðinn. Þar við Lækjartorg lifði hann og hrærðist til tuttugu og fímm ára aldurs. Hann er semsagt með gamal-reyk- vískan bakgrunn, alinn upp á fræg- asta hóteli landsins á þeim tíma, mitt í hjarta borgarinnar — í asfalt- frumskóginum — og vandist því snemma vandasömum blæbrigða- ríkum mannlegum samskiptum. Hótel veita alltaf sérstakt andrúms- loft, sem margir gefa mikið fyrir, t.a.m. sú gáfaða og listræna þjóð Frakkar, en sumir þeirra eyða mest- um hluta ævi sinnar á hótelum. Camus, rithöfundurinn frægi, gat ekki skrifað nema á hóteli. Margrét Ámadóttir móðir Stein- ars var tvígift. Fyrri eiginmann hennar, Egil skipstjóra Egilsson, tók út í ofsaveðri af fískiskútunni „Langanesi" frá Hafnarfírði 21. marz 1907. Seinni maður Margrétar veitingakonu var Guðmundur Krist- inn, búfræðingur og kennari, síðar bóndi, kaupmaður, skipamiðlari og veitingamaður. Böm Margrétar og hans: Ragnheiður, giftist Gunnari Ámasyni skipstjóra frá Brekku í Dýrafírði, en hann fórst með Fróða 1941; Guðmundur Pétur, búfræðing- ur og skógræktarmaður, nú látinn; Egill Þorvarður Steinar og Anna, gift Unnsteini Beck borgarfógeta. Auk náms í skóla lífsins aflaði Steinar sér menntunar í skólum, stundaði m.a. nám í verzlunarskóla í Englandi (í Hull). Hann er einn þeirra manna, sem er alltaf að læra, ekki sízt á síðari ámm eins og síðar verður vikið að — hann hefur þessa leitandi ólgu, einkennandi fyrir sumt fólk af Bergsætt, lífskraft, sem brýzt út á ýmsum sviðum. Hann minnir sterklega á frænda sinn nýlátinn síra Eirík J. Eiríksson, fyrmm þjóð- garðsvörð, en þeir vom þremenning- ar að frændsemi. Ymsir aðrir stórbrotnir karakterar teljast til frændsemi við Steinar svo sem eins og Einar sálugi Hjaltested söngvari, sem ljómi lék um þrátt fyrir ósigra hans í hólmgöngu við Bakkus. Það var hann, sem sagði: „Ef einhver dettur upp fyrir tjaldið á Metropolit- an, þá verður jarðarförin löng." Einar freistaði gæfunnar vestan- hafs. Hann var gæddur snilligáfu. Hjörtur heitinn Hansson kaup- maður og á tímabili formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur var náinn ættingi Steinars. Þeir vom á öðmm og þriðja. Hjörtur var at- hafnamaður og sómadrengur hinn mesti. Það er töluvert um kaupmenn í ætt Steinars, en svo að vitnað sé til Stefáns skálds ffá Hvítadal, þá segir hann á einum stað, að íslenzka kaupmannastéttin sé bezta og heið- arlegasta stéttin á íslandi. Skáldið átti við kaupmenn af gamla skólan- um, sem störfuðu við það aðhald að verða að vera heiðarlegri en annað fólk á hverju sem valt. Það skýrir sig sjálft, að sveiflur í lífi og starfí Steinars em kynfylgj- ur eins og annað. Hann vann hjá hemum sem túlkur og skrifstofu- maður — er fljúgandi fær í enskri tungu, hefur músíkgáfu fyrir tungu- mál. Hann vann ennfremur um skeið hjá bæjarverkfræðingi. En hin stóra stund í lífí hans rann upp 28. apríl 1944, þá hann kvænt- ist stúlku að vestan, Jósíönu Sigríði, dóttur Magnúsar formanns Krist- jánssonar í Bolungarvík. Móðir konu Steinars hét Hansína Guðrún Stef- anía Kristín frá Botni í Súgandafírði, dóttir Jóhannesar Hannessonar Am- órssonar prófasts í Vatnsfírði, en Hannes Iangafí Jósíönu fórst í lend- ingu í Gmnnavík. Þetta er svokölluð Gmnnavíkurætt. Magnús var kennd- ur við Tröð í Bolungarvík, sonur Kristjáns Halldórssonar bátafor- manns. Afí Jósíönu, Kristján Hall- dórsson, reisti eitt fyrsta steinhúsið I Bolungarvík. Það blasir við manni, þegar ekið er inn í plássið og stend- ur við sömu götu og Hraðfrystihúsið og nokkuð fyrir utan bijótinn. Þar í „Steinhúsinu" ólst eiginkona Stein- ars upp — í „fegursta sjávarplássi á norðurhveli jarðar" eins og þýzkur túristi segir um Bolungarvík í reisu- bókarkomi sínu. Raunar hafa fleiri erlendir ferðamenn sagt slíkt hið sama. Ýmsir sjóar hafa brotnað á þeim hjónunum í tímans rás, en þau hafa staðið allt af sér eins og brim- vöm, hún að vestan og hann með sína karlmennsku frá „vötnunum ströngu" f Skaftafellssýslu að lang- feðgatali. Margrét hafði selt Hótel Heklu 1942 og flyzt þá á Vífílsgötu 6 en eftir bmllaup ungu hjónanna þjuggu þau næstu árin þar og á Lindargöt- unni. 1946 ræðst Steinar í stórvirki, reisir lítið hús við Skólavörðustíg og setur þar upp verzlunina Gosa — og þar byijuðu þau hjón að höndla og ráku fyrirtækið í tíu ár eða gott betur. Frúin bakaði ísform heima sem smökkuðust jafíivel betur en ísinn — og það var unnið á fullu. Svo gerast undur og stórmerki. 1954 em AA-samtökin á íslandi 8tofnuð fyrir forgöngu Guðna Ás- geiresonar frá Flateyri, sem þá vann sem dugnaðarmaður á Keflavíkur- velli eftir margra ára dvöl í Banda- ríkjunum — það var vísirinn, ósköp mjór í fyrstu. Steinar gekk hugsjón- inni á hönd í byijun áreins 1956 og hefur sfðan átt tandurhreina göngu innan samtakanna — öllu heldur er „festin" orðin þijátíu ára löng, sbr. tæknina, sem hann sjálfur greinir frá í bók sinni, „Furðuheimar alkó- hólismans". „Einn dag í einu, einn dag í einu, engar áætlanir, engar heitstrengingar, bara einn dag í einu — hver dagur er perla og festin leng- ist og þú átt festina — þú ert festin." Steinar er einn þeirra duglegu ósérhlífnu manna, sem hafa náð prógramminu, en þeir em því miður allt of fáir. í tilefni af afmæli hans, sem er „mikið" góður dagur eins og sagt er á sunnlenzku og minnir okk- ur á, er freistandi að hafa það eftir, sem hann hefur sagt á einum stað: „Enginn drykkjumaður — og þá náttúrlega alkóhólisti — er svo illa farinn, að hann geti ekki náð lífs- árangri á við hvem sem er...“ Hann talar út frá persónulegri reynslu sem leiðbeinandi fyrir alkó- hólista í meðferð. „Og sólin rennur upp ... eins og þar segir — og held- ur áfram að skína glatt. Hann gerðist ákafur sporgöngumaður inn- an AA-samtakanna, einn af máttar- stólpunum, án þess að hreykja sér á einn eða annan hátt. Hann kynnti sér fræði þeirra Bills og Bob, sem vom brautryðjendur úti í júess, Bill, sem var lögfráeðingur að mennt, og Bob, sem hafði numið læknisfræði, en báðar þessar greinar em fyrst og fremst spuming um bijóstvit eins og flest annað í lífínu, en þannig er líka einmitt eðli og inntak AA- prógramsins — „líflínunnar". Steinar fór að vinna á vegum áfengismálafé- lagsins Bláa bandsins ásamt með þeim Jónasi Guðmundssyni píra- mídaspámanni, Guðmundi Jóhanns- ' X GAMLLGOÐI BOKAM ARKAÐU Rl N N ENDURVAKINN 19. febrúar Bókamarkaðurinn þetta árið verður eins og þeir gerðust bestir hér áður fyrr. Manstu? Heilu raðirnar af girnilegum bókum á ótrúlega hagstæðu verði. Stórar, litlar, þunnar, þykkar, sjaldséðar, sígildar, nýjar og gamlar BÆKUR SVO ÞÚSUNDUM SKIPTIR FYRIR ALLA ALDURS- HÓPA Á GJAFVERÐI. # í rh-yC. MARKAÐURINN HEFST FIMMTUDAGINN 19. FEBRÚAR í NÝJA BÆ, EIÐISTORGI. Greiðslukortaþjónusta. FELAGS ISLENSKRA BOKAUTGEFENDA I NYJA BÆ, EIÐISTORGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.