Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987
heilmikið af aðkeyptu efni til að fylla upp í myndina.
Þar sem Orsey-safnið spannar í listum tímabilið 1848
til 1914 geymir það vitanlega líka akademisk verk þessa
tímabils og höggmyndir, hús- og listmuni, arkitektúr
og jafnvel ljósmyndir og blaðamyndir — semsagt 65 ára
listasögu Evrópu i sínu umhverfi. Það var því ákaflega
spennandi að fylgjast með fyrstu gestum inn í þetta
safn, þegar dyrnar voru opnaðar almenningi 9. desember
á glæsibyggingunni, er speglaðist í Signu. Hún hefur
að mestu verið látin halda sér með sínum tveimur
risaklukkum, sem raunar
má horfa út í gegn um og
yfir borgina á miðri
skoðunarferð um safnið á
efri hæðunum. Klukkurnar
sem aldamótaárið hringdu
út 19. öldina og inn 20.
öldina.
Listaverk 19. aldar og fram að fyrra stríði hafa nú
safnast á stóra jámbrautarstöð í miðborg Parísar. Hín
virðulega 19. aldar Orsey-jámbrautarstöð á
Signubökkum er orðin að Orsey-listasafninu, sem opnaði
við hátíðlega athöfn og mikla umfjöllun í byijun
desember sl. 20 þúsund þöglir farþegar eru þar komnir
á sinn áfangastað undir 32 metra hárri hvelfingu í 140
metra löngum og 40 metra breiðum salarkynnum.
Listaverkin flutt úr Louvre-safninu handan árinnar og
verk impressionistanna úr Jeu de Paume-safninu við
Concord-torgið, þar sem
þau síðan 1947 drógu að
stanslausan straum gesta
þar til dyrum var lokað í
ágúst í sumar til að
undirbúa ferðalagið. Líka
verk úr öðrum söfnum og
Spannar
listasöguna
frá
1848 til 1914
.a'.
Stóra klukkan úr jámbrautarstöðinni fer vel fyrir endanum á nýju safni.
Orsey-safnið á sér nokk-
um aðdraganda, svo
sem sjá mátti við vígslu-
hátíðina, þar sem
þrömmuðu saman tveir
forsetar, auk Chiracs forsætisráð-
herra. Það var Pompidou forseti sem
varpaði fram þeirri hugmynd á árinu
1973 að breyta Orsey-jámbrautar-
stöðinni í útsafn frá Louvre til að
hýsa 19. aldar listaverkin. En eftir-
maður hans Valéry Giscard d’Esta-
ing tók á árinu 1977 ákvörðunina
um þessa einstæðu safnasamstæðu,
sem Francois Mitterrand opnaði,
enda hafði útvegun fjármagns að
stórum hluta fallið á hans forsetatíð.
Framkvæmdin mun hafa kostað um
1,36 miiljarða franka (8,84 milljarða
íslenskra króna). Og sagt er að
líklega hefði ekki orðið að raun-
- veruleika að leggja út í breytingar
og varðveislu gömlu jámbrautar-
stöðvarinnar, sem ekki gat lengur
nýst á tækniöld, ef Les Halles mark-
aðshallimar hefðu ekki áður verið
rifnar til að víkja fyrir nýtískulegu
Pompidou-safninu. Að nægrar eftir-
sjár gæti til að enginn vilji láta slíkt
gerast aftur.
Orsey-jámbrautarstöðin var vígð
14. júlí árið 1900 í tilefni heimssýn-
ingarinnar í París, á því sem kallað
hefur verið „la Beíle Epoque". Arki-
tektinn var Victor Lalous
(1850-1937), sem skreytti framhlið-
•- • ina með táknum hinna ýmsu borga
Frakklands í formi stórra högg-
mynda. Að vísu ekki tákni um það
besta í höggmyndalist Frakka, en
brautarstöðin að innan úr jámi og
gleri var það. Stöðin er bam síns
tíma og sómir þvf vel sem rammi
um listir þessa tímabiis. Jámbraut-
arstöðin gegndi vel sínu hlutverki
fram að síðari heimsstyijöldinni, en
sinnti þá um hríð aðeins úthverfum
borgarinnar. Engin leið var að lengja
útkeyrslumar neðanjarðar undir
helstu hallir gömlu borgarinnar. Og
enginn vissi hvað átti að gera við
þetta flykki, sem á stríðsárunum
annaðist pakkaflutninga til stríðs-
fanga og tók á móti þessum sömu
föngum við heimkomuna eftir frels-
un Parísar. Þar voru teknar frægar
kvikmyndir, svo sem Réttarhöldin
eftir sögu Kafka, sem Orson Welles
gerði. Þá sló sér þar niður um skeið
leikflokkur Madeleine Renauds og
Jean Louis Barraults, og marga leik-
arana dreymdi um að komast aftur
í Orsey-stöðina, sem og varð á árinu
1980. Margir íslendingar eiga þaðan
góðar minningar, því skipulagðir
ferðahópar gistu þar gjaman í hótel-
inu sem tilheyrði stöðinni. Um 1960
var verið að tala um að gera þessa
jámbrautarstöð í miðborginni að
flugstöð, sem ekki varð af og jám-
brautarfélagið ætlaði að fara að selja
stöðina til niðurrifs vegna nýs hótel.
Le Corbusier byijaði að teikna ásamt
fleiri arkitektum en hroll setur nú
að flestum við tilhugsunina um að
líkanið hans yrði að veruleika á þess-
um stað. Lausnin kom svo 1972,
þegar menningarmálaráðherrann
Jacque Duhamel ákvað að varpa öll-
um hugmyndum um hótelbyggingu
fyrir borð og ríkissöfnin gengu und-
ir foiystu Pompidous í að gera
áætlun um hvemig mætti nýta stöð-
ina undir 19. aldar safn. En 1977
var hún því sett á skrá yfir friðaðar
söguminjar. Loks var Orsey-stöðin
úr hættu þeirri, sem hún hafði verið
í um 20 ára skeið. Það þykir nú
stór sigur í báráttunni við eyðilegg-
ingarpúkann.
Þótt rýmið væri nægt var það
ekkert smáviðfangsefni að útbúa
þama gótt listasafn. Þrír ungir
franskir arkitektar, Pierre Colboc,
Renaud Bardon og Jean-Paul
Philippon, sigruðu í samkeppni um
breytingamar, sem lágu m.a. í að
taka hótelhlutann fyrir aðalinngang,
nýta á listaverkin þessa einstöku
birtu, sem flæddi yfir brautarpallana
um glerhjálminn þar uppi yfir og
láta halda sér þessa sérkennilegu
jámabyggingu inni í skálanum.
En þetta var ekki látið duga.
Kölluð var til „la grande dame“
línunnar og hönnuðanna, arkitektinn
Gae Aulenti frá Ítalíu, sem hefur
getið sér frægðarorð á fjölbrejdtu
sviði. Hannaði m.a. lampa sem eng-
inn maður með mönnum mátti án
vera í Evrópu á 7. áratugnum, leik-
tjöld og snyrtivöruumbúðir, teppi og
innanstokksmunina í hið nýja
Pompidou-safn, svo eitthvað sé
nefnt. Konan hefur orð fyrir einstaka
hæfni í að tengja kenningu og hag-
kvæmni, innan- og utanhússarki-
tektúr og hönnun og skreytingu.
Hún er kona hreinnar og klárrar
línu. Þessi kona var fengin til að sjá
um innanhússfyrirkomulag og inn-
réttingu safnsins sjálfs, og hún réðist
í verkefnið af full miklum krafti að
sumum fannst. Og vitanlega er deilt
hart um úrvinnsluna, eins og Frakka
er háttur. Stöðin hafði nægt rými
en var ekki sérlega falleg. Þessi
mikli geimur er ekki lengur þar. í
augum Gae Aulenti er „safn eins
og flugstöð, verður að ganga fyrst
út frá þeirri þjónustu er þar þarf
að uppfylla. Ég vona að héðan í frá
sjái fólk fyrst og fremst verkin, þau
skipta meira máli en arkitektúrinn",
sagði hún. Auk þess hefur hún lagt
gífurlega vinnu í lýsinguna, sem er
sambland af dagsbirtu og gervilýs-
ingu, bæði lóðréttri og dreifðri, svo
ítalski arkitektinn Gae Aulenti sá um alla
innréttingu.
Hluti af arkitektúmum í stóra salnum.