Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Tölvuinnskrift — vélritun Óskum eftir starfskrafti við textainnskrift á tölvu. Um er að ræða hálfsdags starf. Góð vinnuaðstaða. PRISMA BÆJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651616. Smiður og háskólanemi Óskum eftir fjölbreyttu og skemmtilegu starfi í sumar. Skilyrði útivinna. Upplýsingar í síma 75136. Ffnull hf. óskar að ráða saumakonu, helst vana, til að sauma fatnað úr angóruull í rúmgóðu og björtu húsnæði. Vinnutími er frá 8.00-16.00. Fríar ferðir frá Reykjavík og Kópavogi. Góð laun eru í boði fyrir rétta manneskju. Einnig vantar starfsfólk í spuna- og prjónastofu fyrir- tækisins. Nánari uppl. í síma 666300. Sendibílstjóri — atvinna Viljum ráða bifreiðastjóra á sendibifreið. Þarf að vera nákvæmur, glöggur á tölur og geta útréttað ýmislegú Reglusemi og stundvísi áskilin. Upplýsingar gefur Hafsteinn Eyjólfsson. Prentarar og aðstoðarmenn óskast Óskum að ráða til starfa í prentdeild okkar prentara og aðstoðarmenn. Við leitum að kraftmiklum mönnum sem hafa áhuga á að vinna að fjölbreyttum, krefjandi og skemmti- legum verkefnum í blómlegu fyrirtæki. Góð laun og möguleiki á mikilli vinnu er í boði fyrir góða menn. Áhugamenn hafi samband við verkstjóra, Árna Þórhallsson, milli kl. 10.00 og 15.00 næstu daga. Plastprent hf. Höfðabakka 9, Reykjavik. Sími 685600. Gott starf Vantar þig vinnu sem er spennandi, felur í sér möguleika á námi, gefur þér tækifæri til að skipuleggja eigið starf og býður upp á möguleika á góðum launum? Ertu eldri en 22 ára lagin(n) og líkamlega hraust(ur)? Ef þetta á við þig, hafðu þá samband við okkur strax, því við höfum starf við þitt hæfi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri mánudag og þriðjudag kl. 16.00 til 18.00. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Fyrirsætur 30-60 ára Óskum eftir fólki á aldrinum 30-60 ára á skrá til að taka að sér ýmis fyrirsætustörf í sjónvarps- og blaðaauglýsingum. Vinsamlegast sendið nýlega andlitsmynd og allar helstu upplýsingar á skrifstofu okkar í Borgartún 27. m Fyrirsætan Pípulagnir Sveinar — Nemar Pípulagningameistara vantar nú þegar til starfa sveina í pípulögnum, getur einnig bætt við nemum. Næg vinna framundan. Upplýsingur á skrifstofunni frá kl. 9.00-17. 00, sími 45624. Skrifstofuþjónustan, Laufbrekku 20, Sími45624, Kópavogi. Framkvæmdastjóri bókaforlags — fjölbreytilegt og lifandi starf Lítið en ört vaxandi bókaforlag óskar að ráða framkvæmdastjóra. Starfssvið: Umsjón með útgáfu og sölu bóka, fjármálaumsýsla og bókhald. Umsækjandi þarf að vera framtakssamur og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. febrúar merkt: „Bók — 5465“. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöð Suðurnesja Framkvæmdastjóri Hér með framlengist umsókn um stöðu fram- kvæmdastjóra við sjúkrahús Keflavíkurlækn- ishéraðs og heilsugæslustöð Suðurnesja til 20. febrúar 1987. Æskilegt er að umsækj- andi hafi starfsreynslu í rekstri sjúkrahúss. Skilyrði er búseta á Suðurnesjum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist stjórn sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar Suðurnesja fyrir 20. febrúar 1987. Nánari uppl. um starfið veitir Ólafur Björns- son stjórnarformaður í síma 91-24303 og heima í síma 92-1216. Keflavík, 9. febrúar 1987. Stjórn sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Suðurnesja, Keflavík. Þroskaþjálfar Forstöðumann vantar strax eða eftir sam- komulagi í Ragnarssel. Dag- og skamm- tímavistun. Um er að ræða stjórnun og skipulagningu. Umsóknir sendast til Þroskahjálpar á Suður- nesjum, Suðurvöllum 9, Keflavík fyrir 28. febrúar 1987. Allar upplýsingar eru gefnar í síma 92-4333. MOSmJALF h SVBUBNESJirU 'sM/p' SUÐURVÖLLUM 9 - 230 KEFLAVÍK - SlMI 3330 NAFNNR. 9842-7171 Bílamálarar Tveir bílamálarar óska eftir starfi. Annar er bifvélavirki að auki. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „B — 2091“ fyrir 20. febrúar. Verkamenn Viljum ráða nokkra verkamenn í bygginga- vinnu strax. Upplýsingar í síma 622700. ístak, Skúlatúni4. Járniðnaðarmenn — bifvélavirkjar Óskum að ráða menn til viðhaldsvinnu. Sjólastöðin í Hafnarfirði, sími 651200. Málmsmiðjan hf. óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn til starfa helst vana suðu á riðfríu stáli. Góðir tekju- möguleikar fyrir duglega menn. Upplýsingar í síma 672060 og 671491. Tölvunarfræðingur /kerfisfræðingur Óskum eftir tölvunarfræðingi/kerfisfræðingi til starfa. Þekking á Unix og/eða gagnasafns- kerfum æskileg. Hlutastarf kæmi til greina fyrst um sinn. Töivumyndir hf., Skipholti 50c, sími 689010. fW LAUSAR STÖÐUR HJÁ VJ REYKJAVIKURBORG • Starf fulltrúa á skrifstofu borgarlæknis. Starf háskólamenntaðs fulltrúa á skrifstofu borgarlæknis er laus til umsóknar. Starfið felst í skýrslugerð um heilbrigðismál, tölvuvinnslu upplýsinga, gerð rekstraráætl- ana og rannsókna á sviði heilsuhagfræði. Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskipta- fræði/hagfræðimenntun. Laun samkv. kjara- samningi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir borgarlæknir í síma 22400. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Byggingarverk- fræðingur óskast Byggingarverkfræðingur með 3-5 ára starfs- reynslu óskast til starfa við útibú okkar á Reyðarfirði. Starfið er fjölbreytt og felur í sér bæði hönn- un, eftirlit með framkvæmdum svo og gerð tilboða og aðra verktakaþjónustu. Við leitum að röskum manni, sem getur unn- ið sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á við margvísleg verkefni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í Reykjavík. hönnunhf Ráðgjafaverkfræðingar FRV, Síðumúla 1, 108 Reykjavík. Sími (91) 84311.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.