Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 RIR OLAFSSON I dag er fátt líkt með þeim systrum, Jörðinni og Venusi. Því rigndi aldrei á Venusi? að er enn sem komið er ekki fullkomlega ljóst hvert er upphaf lofthjúps jarðarinnar eða hvernig hann hefur þróast á liðnum tímum jarðsögunnar. Sama gildir um aðrar reikistjömur sól- kerfisins, en æskilegt væri að rétt kenning um upphaf lofthjúps þeirra felli inn í almenna kenningu um upphaf sólkerfisins sjálfs. í dag telja flestir fræðimenn víst að sólkerfið hafi orðið til úr efni mikillar orku sem eðlilega nefnist „frumsólþoka". Innan frumsólþok- unnar er talið að myndast hafi efniskom sem síðan hafa dregist saman og orðið uppistaðan af mikl- um fjölda orstima. Orstimi þessi hafa síðan sameinast, fyrir tilstuðl- an þess þyngarkrafts sem verkaði á milli þeirra, en slíkt hefur leitt til myndunar reikistjamanna. Eftir að reikistjarna í myndun hefur náð ákveðinni stærð, getur hún með þyngdarsviði sínu haldið þeim lofttegundum sem um hana em. Hitastig lofttegundanna ræður að vísu miklu, en af það er hátt, getur hreyfíorka lofteindanna verið svo mikil að þær losa sig undan áhrifum þyngdarkrafts reikistjöm- unnar. En hvaðan kemur lofthjúpur reikistjamanna? Um þetta atriði hafa komið fram mismunandi kenn- ingar, en hér getum við einungis tveggja. Önnur þeirra gerir ráð fyr- ir því að eftir myndun reikistjam- anna hafí þær sem höfðu nægjanlega sterkt þyngdarsvið hrifsað til sín lofttegundir úr fmm- sólþokunni sem orðið hafa uppistað- an af lofthjúp þeirra. Ólíklegt er að þessi kenning sé rétt, þar sem efnasamsetning lofthjúps flestra reikistjama er mjög frábmgðin efnasamsetningu fmmsólþokunnar. Hin kenningin sem er öllu líklegri, gerir ráð fyrir því að loft- tegundir andrúmsloftsins hafí verið bundnar í ryk- og efnisögnum þeim sem reikistjömumar mynduðust úr. Lofttegundir þessar hafa síðan losnað úr læðingi við útgufun, aðal- lega vegna innri upphitunar í ármilljóna sögu reikistjamanna. Líklegt er talið að þær loftteg- undir sem helst myndast við útgufun heitra reikistjama, séu vatnsgufa, koltvísýringur og köfn- unarefni. Eðlilegt er að álíta að lofttegundir þessar myndist í mis- munandi magni, vegna óiíkrar efnasamsetningar reikistjamanna. Mismunurinn er þó langtum meiri en hægt er að skýra á einfaldan hátt. Erfiðlega hefur t.d. reynst að skýra þá staðreynd að yfírborð Venusar er þurrt, en djúp höf þekja mikinn hluta af yfírborði jarðarinn- ar, jafnvel þó stærð þessara reiki- stjarna og fjarlægð þeirra frá sólu sé mjög svipuð. Nýlega (Nature, 23. janúar og 7. ágúst 1986) settu Takafumi Matsui og Yutaka Abe frá háskól- anum í Tókýó fram með nýja útgáfu um myndun lofthjúpsins á jörðinni og á Venusi. Tilgáta þeirra skýrir að hluta til þá staðreynd að loft- hjúpur plánetanna er mjög mismun- andi og að engin höf er að fínna á Venusi. Matsui og Abe ganga út frá því að á seinni hluta þess myndunarfer- ils pláneta sem lýst var hér að framan hafí loftsteinum rignt niður til jarðarinnar og að við stöðuga árekstra hafí yfírborð hennar hitnað gífurlega. Þetta leiðir til útgufunar mikils magns lofttegunda svo sem vatnsgufu og koltvísýrings sem verða meginuppistaða lofthjúps í myndun. Tilkoma þessa lofthjúps leiðir til röskunar á jafnvægi því sem ríkt hefur á milli þeirrar orku sem losnar úr læðingi í yfírborði jarðarinnar við árekstrana, útgeisl- unar og innfallsgeislunar sólarljóss- ins. Eldri athuganir á vexti andrúmsloftsins hafa ekki tekið til- lit til þessa fyrirbæris, heldur hafa þær gert ráð fyrir stöðugum hita við yfírborð jarðarinnar. Reikningar þeirra Matsui og Abe sýna að árekstramir og hinn ný- myndaði lofthjúpur hafa aukið hitastigið við yfírborð jarðarinnar svo mikið að heil höf af bergbráði hafa myndast sem spúað hafa út miklu magni af gufum. Þeir telja að í lok þessarar skothríðar hafi lofthjúpurinn haft að geyma 1021 kíló af vatnsgufum. Það styrkir mjög stöðu þessarar hugmyndar að þyngd úthafa jarðarinnar er af svip- aðri stærðargráðu eða l,4xl021 kíló. Venus hefur myndast á mjög svipaðan hátt og jörðin og massi reikistjamanna er af svipaðri stærð- argráðu. Ef líkani þeirra Matsui og Aber er beitt á Venus kemur í ljós að einnig þar hafa síendurteknir árekstrar orstima og loftsteina leitt til myndunar lofthjúps sem inni- haldið hefur ámóta mikið magn af vatnsgufu og lofthjúpur jarðarinn- ar. En hver er þá skýringin á hinu mismunandi rakastigi reikistjam- anna í dag? Strax eftir að skothríð loftstein- anna linnir taka reikistjömumar að kólna og leita eftir varmajafnvægi við umhverfið. Varmajafnvægi næst eftir að jafnvægi hefur náðst á milli þeirrar geislunar sem nær yfirborði reikistjömunnar og út- geislunar. Þar sem Venus er nær sólu hefur hitinn þar verið meiri og því hefur gufan dvalið í lofthjúpnum í stað þess að þéttast og mynda höf eins og á jörðinni. Yfír milljón- ir ára hefur sólarljósið klofíð vatnseindimar í vetni og súrefni. Vegna hins háa hita hefur vetnið rokið út í geyminn, en súrefnið hefur tengst kolefni og myndað koltvísýring. Talið er að sólin hafí verið mun kaldarí á meðan á myndun reiki- stjamanna stóð og að hitastigið við yfírborð jarðarinnar hafí jafnvel ekki dugað til þess að bræða ís nema að verulegt magn koltvísýr- ings hafí verið í lofthjúpnum strax í upphafi. Koltvísýringur kemur í veg fyrir að útgeislun jarðarinnar sleppi út í geyminn, en slíkt leiðir til upphitunar lofthjúpsins. Fyrir- bæri þetta nefnist „gróðurhúsa- áhrif". Ef tilgáta þeirra Matsui og Abe er rétt, þarf ekki að gera ráð fyrir tilvist koltvísýrings strax í upphafí, því fjöldaárekstrar loftsteina og hár loftþrýstingur við yfírborð jarðar- innar hafa dugað til að viðhalda háu hitastigi á jörðinni. Samkvæmt útreikningum þeirra hefur hitastig hinna fyrstu regn- skúra á jörðinni verið u.þ.b. 320 gráður Celsíus, en það hefur leitt til myndunar heitra frumhafa, þrátt fyrir það að sólin hafí verið tiltölu- lega köld. Þessar niðurstöður em í þokka- legu samræmi við athuganir á hlutfalladreifingu súrefnisísótópa í gömlu setbergi sem benda til að það hafí myndast í 150 gráðu heit- um sjó. Engu öðm líkani af frumastandi jarðarinnar hefur tek- ist að skýra þessa staðreynd. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐ- INGA OG HAGFRÆÐ- INGA HELDUR RÁÐSTEFNU UM SKA TTA MÁLÞANN 18. FEBRÚARíSÚLNASAL HÓTELS SÖGU OG HEFST RÁÐSTEFNAN KL. 13.30. FUNDARSTJÓRI VERÐUR TRYGGVIPÁLSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS LANDSBANKA ÍSLANDS. Ráðstefnan er öllum opin GesturráðstefnunnarerJohn Norregárd hagfræðingurOECD og fjallar hann um alþjóðlega þróun í skattamálum. DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNNAR ER SEM HÉR SEGIR: 13.30 Mæting 13.40 Setning ráðstefnunnar, Brynja Halldórsdóttir, varafor- maður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. 13.45 Erindi: John Norregárd, hagfræðingur hjá OECD, GeirH. Haarde, aðstoðarmaðurfjármálaráðherra, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. 15.00 Kaffi 15.20 Hringborðsumræður. Þátttakendurverða: Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar, verðurstjórnandi umræðnanna, Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, Garðar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, Geir H. Haarde, aðstoðarmaðurfjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Þjóðhagsstofnunar, ÓlafurDavíðsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðn- rekenda. lögð verður áhersla á faglega umfjöllun um skattamál OG FYRIRHUGADA BREYTINGU Á SKATTLAGNINGU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.