Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 35

Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 ./T 35 35 # A DROrnNS^GI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Svavar A. Jónsson „Við freisting- um gæt þín“ Orðið freisting hefur verið ofar- lega á baugi undanfarið einkum í tengslum við umræðuna um al- næmi. Sterk viðvörun er um að gera ekki þetta heidur hitt með öðrum orðum, það er viðvörun til fólks um „að faila ekki í freistni". Freistingar verða daglega á vegi okkar, hvort heldur stórar eða smáar. Við freistumst til að borða súkkulaði þegar við erum í megrun og við freistumst til að fylla út skattaskýrsluna eftir eigin geðþótta. í langflestum tilfellum verður engin nema við sjálf vör við eigið fall fyrir freistingum. En þegar þar að kemur að freist- ingin, sem við föllum fyrir, hefur jaftiframt áhrif á aðra, þá versnar í því. Hver kannast ekki við fyrirbær- in að svíkja loforð, svindla, falla fyrir Bakkusi, drýgja hór o.s.frv. En er eitthvað til ráða? Erum við ekki bara svona veikgeðja og látum slag standa þótt við vitum, að það að falla í freistni leiðir aldrei til góðs? Ekkert okkar getur forðast freistinguna en fyrir mátt Jesú Krists getum við staðið gegn henni og sigrast á henni. Það er t.d. ekki synd að verða freistað — aðeins að falla fyrir freistingunni. Jesú Krists var sjálfs freistað: „Því að ekki höfum vér þann æðsta prest er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, án syndar." Trúboðinn Victor Jack frá Bandaríkjunum heldur því fram að þó við föllum fyrir freistingu sé til örugg leið frá henni aftur. Fallið verði aldrei svo mikið að við getum ekki með hjálp Drottins komist upp á jrfirborðið á ný. í 1. bréfi Páls postula til Korintu- manna stendur „Yfir yður hefur ekki komið nema mannleg freist- ing, en Guð er trúr, sem ekki mun leyfa, að þér freistist yfir megn fram, heldur mun hann ásamt freistingunni einnig sjá um, að þú komist út úr henni og fáið staðist." Skilgreining á freistingu „Sæll er sá maður, sem stenst freisting, því að þegar búið er að reyna hann, þá mun hann öðlast kórónu lífsins, sem hann hefir heitið þeim, er elska hann. Enginn má segja, er hann verður fyrir freistingu — Guð freistar mín, því að Guð getur eigi orðið fyrir freist- ingu af hinu illa, enda freistar hann sjálfur einskis manns, en sérhver verður fyrir freistingu dreginn og tældur af sinni eigin gimd; þegar gimdin síðan er orð- in þung elur hún synd, og þegar syndin er orðin fullþroskuð, fæðir hún dauða (Jak. 1:12). Freistingin er ekki frá Guði komin. Það á þvi ekki að segja; „Guð freistar mín.“ Það er svo auðvelt að skella skuldinni á Guð. Þegar við sjálf föllum emm við. sérfræðingar í að afsaka okkur og ásaka aðra. Við kennum upp- eldi okkar um hvemig fer, vinum okkar og jafnvel Guði. Við sjálf eram auðvitað saklaus. Þannig hefur þetta verið alla tíð. Þegar Guð spurði Adam í aldingarðinum Eden hvort hann hefði etið af trénu, sem hann bannaði honum að eta af, stóð ekki á afsökum frá Adam: „Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át.“ Þá sagði Drott- inn við konuna: Hvað hefir þú gjört? Og konan svaraði: „Högg- ormurinn tældi mig, svo að ég át.“ Hvoragt þeirra Ádams og Evu vildi ábyrgjast eigin óhlýðni og fall fyrir freistingu. Það er fyrir eigin gimd að við föllum fyrir freistingu. Ábyrgðin er á okkar herðum. En af hveiju föllum við? Innri skilyrði í Jakobsbréfi er vísað til „eigin gimdar". Við eram fædd með syndugt eðli og þó við teljum okk- ur kristin verðum við að viður- kenna að ýmislegt kemur upp í huga okkar sem við vitum að er rangt. Freistingin byijar í okkar Þegar við föllum i freistni finnum við fþ'ótt bragðið af þeim bitra ávexti sem við máttum ekki smakka á. eigin hjartarótum. Jesús sagði: „Því að frá hjartanu koma vondar hugsanir, morð, hórdómur, frillu- lífi, þjófnaður, ljúgvitni, last- mæli.“ Sæðið blundar í bijóstum okkar og er fljótt að frjóvgast þegar við gefum því tækifæri til þess. Af- leiðingin er synd. Ytri skilyrði í Jakobsbréfí stendur að við séum „dregin og tæld“. Við eram dregin og tæld af öllu því skrami og glysi sem í kringum okkur sést. Og þegar við föllum finnum við fljótt bragðið af þeim bitra ávexti sem við máttum ekki smakka á. Við komumst að raun um hversu vitlaus við voram að láta tælast af, að því er virtist, heillandi freistingum. „Sæll er sá maður, sem stenst freisting, þvi að þegar búið er að reyna hann, þá mun hann öðlast kórónu lífsins, sem hann hefir heitið þeim, er elska hann.“ 2. Biðjum. Bænin er mjög mikil- vægt vopn gegn freistingum. „Með allskonar bæn og beiðni skuluð þér biðja á hverri tíð í anda.“ — „Biðjið og yður mun gefast." 3. Ritningin krefst þess af okkur að við veitum freistingunni við- nám. „Standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja frá yð- ur“ og á öðram stað í Nýja testamentinu stendur „Stand- ið gegn honum, stöðugir í trúnni." Ef við erum veikgeðja í trúnni nýtir Satan sér það og fyrr en varir höfum við fallið fyrir freist- ingu. En ef við brynjum okkur þeim vopnum, sem ein era fær um að veita freistingunum við- nám, getum við verið þess fullviss að: „Sæll er sá maður, sem stenst freisting, því að þegar búið er að reyna hann, þá mun hann öðlast kórónu lífsins, sem hann hefir heitið þeim, er elska hann“ (Jak. 1:12) Freistingar í hinum ýmsu myndum munu halda áfram að verða á vegi okkar. Spurningin er hvemig við köstum kveðju á þær þegar við mætum þeim. Segj- um við „Komdu sæl“ — eða eram við nægilega brynjuð til þess að segja: „vík burt“. Svarið þekkir hver og einn. Þegar hin innri skilyrði (gimd- in) falla fyrir ytri skilyrðum (táli) höfum við gert rangt — syndgað. Það að falla fyrir freistingu er stundum líkt við getnað og fæð- ingu: „Þegar gimdin síðan er orðið þunguð, elur hún synd.“ Afbrýðisemi getur leitt af sér glæp, lostagimd til siðleysis og reiði til hefndar. Að standast freistingn „Þó maðurinn falli fyrir freist- ingu er til öragg leið frá henni aftur," sagði V. Jack. Því til sönn- unar bendir hann á þijár leiðir 1. Lesum Ritninguna. Guð gef- ur okkur vopn til þess að sigrast á freistingum. Að áliti Páls postula er sterkasta vopn- ið „sverð andans, sem er Guðs orð“. ALDRIFI! Síðastliðið ár var MAZDA E 2000/ 2200 mest seldi sendibíllinn í sínum stærðarflokki. Nú er líka hægt að fá þennan afbragðsbíl með aldrifi og vökvastýri. Sérlega hagstætt verð. BILABORG HF. SMIOSH0FÐA 23, SlMI 68-12-99 MAZDA E 2000/2200 HUMEÐ í'^r J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.