Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 4 *'ftirminnileg ferð, sem kostar aðeins frá kr. 24.385.- Tónlistin hefur verið aðalsmerki Vínar um aldir og svo er enn í dag. Hvergi í heiminum er tónlistarlífið blómlegra, eins og sjá má á fjölbreyttum dagskrám ópera og annarra tónlistarhúsa. Á næstu vikum gefst þér m.a. kostur á að sjá óperurnar La Traviata, Hollendinginn fljúgandi, Valkyrjurnar, Leðurblökuna og ótal margar fleiri. Vínarbúar eru snillingar í matargerð. í Vín getur þú ^valið um fjölmörg úrvals veitingahús, sem öll eiga það sameiginlegt að bjóða upp á fyrsta flokks mat. Daglega eiga sér stað stórviðburðir á öllum sviðum í þessari sígildu borg lista og menningar í hjarta Evrópu. - Það er FLUGLEIDIR sannarlega þess virði að skella sér með í Vínarferð SAS og Flugleiða og upplifa allt það sem Vín hefur að bjóða. SAS og Flugleiðir bjóða þér fimm daga Vínarferðir, brottför er alla föstudaga. Gist er á Sheraton í Kaupmannahöfn eina nóttog þrjár nætur í Vín, þarsem þúgetur valið um gistingu á nokkrum fyrsta flokks hótelum. Hægt er að framlengja dvölina í báðum borgunum að ósk. Boðið er upp á fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferð- ir um borgina og einnig til Búdapest. Eftirminnileg Vínarferð með SAS og Flugleiðum kostar aðeins frá kr. 24.385.- í s tvíbýli. Innifalið er flug, gisting og s morgunverður. ° < <enna bömum og unglingum á píanó, og varla hefur slagharpan þagnað margar stundir á heimilinu, ekki síst eftir að elstu bömin tóku líka að spila, bæði eftir nótum og eyra sínu. Þau hafa fetað á margan hátt f fótspor foreldranna, Björg meðal annars sem organleikari og undirleikari og Öm sem prestur, söngstjóri og tónskáld og nú sem prófastur. Yngri dætumar hafa sinnt hjúkmn og félagsmálum. Einnig kenndu frú Gertmd dönsku og ensku í einkatimum og við unglingaskólann, og eftir að gagnfræðaskóli var stofnaður á Húsavík varð hún fastur kennari þar. 1940 stofnaði hún kvenskáta- félag sem starfaði með miklum blóma í mörg ár. Hún starfaði í kvenfélagi Húsavíkur, og hún var ein af forgöngukonum um stofnun kvennadeildar Slysavamafélags Is- lands 7. febrúar 1937 og heiðurs- félagi í því síðustu ár. Hún var ætíð viðbúin hvar sem hún gat lagt góðu málefni lið. Fyr- ir utan öll þessi störf að félags- og menningarmálum stóð hún við hlið manns síns í því erilsama og um- fangsmikla starfí sem hann gegndi. Þeir sem til þekktu vita hve heils hugar hann gekk að starfí sínu, og vissi þá ekki ætíð mikið um hið hversdagslega amstur sem fram fór í kringum hann. Það var honum vissulega ómetanlegt að eiga svo tryggan og mikilhæfan lífsföru- naut. Það vissi hann mætavel og mat, að það vissu líka hinir flöl- mörgu vinir þeirra hjóna. Þegar hún var fímmtug orti hann til hennar ljóð og samdi við það létt og ljörugt lag sem leikið hefur verið og sungið í brúðkaupum bamabama þeirra. Hann nefndi það Brúðarminni: Út í sumarsins fagnandi sólheim ég leið, borinn söngvanna vængjuðu þrá, og ég horfði yfír braut sem var gullin og greið, alla gæfunnar auðlegð ég sá Og þá bar mig í anda, mín brúður, til þín, 6, hve barnslega sæll er ég nú, því að perla þess alls sem til yndis mér skín og til auðnu mér veit, það ert þú. Sjá, þeir metast um völd og um lofstír og lönd, en hve lítils er allt þetta vert, uns þín brosljúfa ást ogþín hjúkrandi hönd hefír himin úr jörðunni gert. Þú átt skærasta strenginn sem muni og mál geta mundað á gæfúnnar stig. Sjá, hið fegursta Ijóð sem fær lyft minni sál, það er Ijóðið, mín brúður, um þig. Ég held að hann hafí messað flesta daga framan af ámm, og hann átti marga trygga kirkjugesti sem ekki vildu missa af neinu orði sem hann lét frá sér fara. Hann var andans maður, en fíjálslegur bæði í fasi og trúarskoðunum og boðaði kærleika og fyrirgefningu. Og orðum hans fylgdi mikill áhrifa- máttur. Hann predikaði ekki eingöngu út frá orðum Biblíunnar, heldur vitnaði víðs vegar í helstu rithöfunda heimsbókmenntanna. Hann kenndi bömum kristinfræði í bamaskólanum og reyndar ýmis- legt fleira. Það var áreiðanlega holl leiðbeiningtil kristilegs siðgæð- is og umgengni í kærleiksríku samfélagi. Það var hvorki deyfð né dmngi yfír predikunum hans, held- ur líf og fjör, og elskusemin skein úr augum hans og fasi. En hversdagsleikinn fór kannski fram hjá honum. Hann var utan við sig, hann gleymdi stundum að segja konunni sinni frá ýmsu sem mörgum hefði fundist eðlilegt að fá að vita. Hún tók öllu með æðm- leysi og kunni að gera gott úr öllu og gaman að ýmsum spaugilegum atvikum. Hann hafði boðið heim gestum, en gleymt því þar til þeir stóðu við dyr hans. Þá bjargaði hún öllu með brosi. Þegar séra Friðrik var kominn á efri ár og hafði hætt sínu erilsama starfí sem sóknarprestur á Húsavík, fluttu þau hjónin að Hálsi í Fnjóskadal, og gerðist hann nú sóknarprestur Fnjóskdæla. Ógleymanlegt var að heimsækja þau þar og fínna hve notalega fór um þau í faðmi þessa fagra þin- geyska dals. í grein um frú Gertmd áttræða, í Morgunblaðinu 14. febrú- ar 1982, segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson: „Ævintýrið á Hálsi hófst. Þau vom þar í átta og hálft ár, og á því kann ég skil, að Fnjóskdælir töldu þau mikla gæfu- sending. Þau predikuðu fagnaðar- boðskap kærleikans, þau kenndu og þau stofnuðu kóra, — og vom gefandi vinir í faðmi lotningarfullra safnaða. Já, þeim leið þama sannar- lega vel, og sóknarbömunum þótti meira til um dalinn sinn að hafa þau hjá sér.“ Nú em þau hjólin basði horfín f annað ljós. Það var mikið happ fyr- ir ísland og okkur, sem nutum þess að kynnast þeim og eiga þau að vinum, að búið var að ráða í kenn- arastöðuna á Grænlandi forðum, og að Gertmd lagði í staðinn leið sína til Staðarstaðar á íslandi. Þar vom bundin þau tryggðabönd, sem gerðu Gertmd og Friðrik órjúfan- lega samtengd í hugum allra sem þeim kynntust. Ekkert þeirra ung- menna sem nutu uppfræðslu og leiðsagnar þessara merku hjóna gleymir þeirri hiýju og ástúð sem frá þeim streymdi, né því lífí og fjöri sem geislaði frá viðmóti þeirra. Skýr og lifandi er mynd þeirra og hin hollu ráð og áhrif sem þau skildu eftir sig. Margir em þeir sem hugsa til þeirra með þakklátum huga. Fyrmefndri afmælisgrein lýkur séra Sigurður Haukur með þessum orðum: „Má ég hvísla þökk kirkju minnar og þjóðar til frú Gertmd fyrir frábæra gjöf er hún bar ís- landi, sjálfa sig. Ég veit að Danmörk eignaðist við það bjarma í hugum okkar — og Island varð betra eftir." Sjálf á ég henni og séra Friðrik svo ótal margt að þakka, bæði f leik og uppfræðslu og fyrir vináttu þeirra við mig og fósturforeldra mfna. Innilegar samúðarkveðjur fylgja til afkomenda þeirra og vandamanna. Með lífí sínu og starfí hafa þau reist sér óbrotgjaman minnisvarða í hugum allra er kynntust þeim. Sigríður Kristjánsdóttir /1LPINE Toppurinn í bíltækjum UM60ÐSMENN UM LANDALLT Flestir LAMBORGHINI bílar hafa Alpine hljómtæki. Skipholti 7 símar 20080 —26800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.