Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 41

Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 41 Vmnuvélanámskeið: 16 luku bóklegu próf i í Keflavík Keflavík. Vinnuvélanámskeið Iðn- son verktaki og Ólafur Þorsteins- tæknistofnunar var haldið í Keflavík í síðustu viku. Nem- endur voru 16 og luku þeir allir bóklegu prófi. Kennt var í 80 stundir á 9 dögum og næsta skref hjá þeim er að öðlast starfsþjálfun undir leiðsögn vinnuvélstjóra með kennslu- réttindi. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra heiðraði nemendur og kennara með að koma í kaffisamsæti í tilefni af útskriftinni. Svavar Svavarsson vinnuvél- stjóri fer um landið og heldur þessi námskeið þar sem þátttaka er næg. Hann hefur haft veg og vanda af þessu námskeiði og sagði hann að óvenju margir virtust vera í þessari grein á Suðumesjum. Svo hefði verið síðan eftir stríð að menn hefðu lært að fara með stór- tækar vinnuvélar sem hingað C c % sH m Svavar Svavarsson vinnuvél- sfjóri, en hann er jafnframt búfræðingur að mennt. hefðu verið fluttar inn á vegum hersins. Svavar sagði að árið 1954 hefðu 60 menn verið sendir til Banda- rflganna tii að læra meðferð kennslu á vinnuvélum og væru tveir þeirra, Tómas Grétar Ólafs- Sanitas son verktaki, enn ákaflega virkir og áhugasamir að miðla af þekk- ingu sinni. Þeir hefðu kennt á þessum námskeiðum frá upphafi, en nú væri búið að útskrifa hart- nær 1100 nemendur. Þtjú orð bað Svavar nemendur sína að hafa ávallt í huga þegar þeir væru að vinna á vinnuvél, „ÖRYGGI, ÁBYRGÐ OG AFKÖST." - BB Morgunbladið/Bjöm Blöndal Nemendur á vinnuvélanámskeiðinu ásamt Svavari Svavarssyni sem sér um námskeið af þessu tagi. á lægra verði en nokkru sinni fyrr Við bjóðum þérþrjá heillandi möguleika á ógleymanlegu páskaleyfi þar sem frídagarnir eru gjörnýttir og örfáum vinnudögum bætt við. Nú gefst þér kostur á þægilegu strandlífi í notalegu loftslagi og hitastigi, skemmtilegum skoðunarferðum eða langferð á framandi slóðir fyrir lægra verð en áður hefur boðist fyrir sambærilegar ferðir. Þetta er páskatækifæri sem tilvalið erað grípa efnokkurtök eru á! 2 vikur 15.-29. apríl - 8 virtnudagar Flogið er til Mallorca í beinu leiguflugi og þar er dvalist I fyrsta flokks íbúðum. Við minnum á frábæra golfvelli ínæsta nágrenni og skorum á íslenska kylfinga að taka nú hraustlegt forskot á sæluna! Verðfrá 19.900L- Miðað við flug, sex manns saman í ibúðargistingu, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslenska fararstjórn. 8dagar 14.-21. apríl - möguleiki á framlengingu Flogið er um Amsterdam, þar sem hægt er að dveljast í nokkra daga án aukakostnaðar í flugi, en í Grikklandi ergist í 7 næturá Hilton lúxushótelinu í Aþenu. íslenskurfararstjóri sér um fjölda skoðunarferða um grískar söguslóðir, við kynnumstgrísku páskunum sem eru einkar hátíðlegir og um margt frábrugðnir því sem við eigum að venjast og svo er stutt í sólina og sjóinn á Vouliagmeni-ströndinni og víðar. Verð frá 34.900- Miðað við flug, gistingu í 2ja manna herbergi, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslenska fararstjórn. 2 vikur 9.-25. apríl-8vinnudagar Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan með SAS til Bangkok þarsem gist verður í 4 næturá hinu glæsilega Hotel Montien í hjarta borgarinnar. Síðan erhaldið til Pattaya Strandarinnarog dvalistá lúxushótelinu Royal Cliffí 10 daga. Flogið er heim á leið 24. apríl með millilendingu í Kaupmannahöfn. Verð 57.600L- Innifalið er flug, gisting í 2ja manna herbergi, akstur til og frá flugvöllum erlendis og íslensk fararstjórn. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 ■ Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91-622277. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-27200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.