Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987
IBM-skákmótið sett á miðvikudag:
„Ég hef aðeins les-
ið um svona mót“
- segir Jóhann Hjartarson, en fimm af tíu stigahæstu
skákmönnum heims verða meðal þátttakenda
STERKASTA skákmót sem haldið hefur verið á
íslandi verður sett á Hótel Loftleiðum næstkom-
andi miðvikudag og taflmennskan hefst síðan
fimmtudaginn 19. febrúar. Þetta er IBM-skák-
mótið, og þar taka þátt 12 stórmeistarar, þar af
fimm af tíu sterkustu skákmönnum heims sam-
kvæmt skákstigalista Alþjóða skáksambandsins.
Mótið er i 14. styrkleikaflokki, meðalskákstig
keppenda eru 2582 og varla er raunhæft að gera
ráð fyrir að haldin séu sterkari mót en sem svar-
ar einum styrkleikaflokki ofar, það er f 15. flokki.
Morgunblaðið heimsótti íslensku
skákmennina §óra til að athuga
hvemig þeim gengi að undirbúa
sig fyrir komandi átök.
Dauðafærin misnotuð
„Það verður vonandi gaman að
taka þátt í mótinu, þótt ég viti
ekki fyrirfram hvernig mér kemur
til með að ganga. Ég er nýbúinn
að taka þátt í móti í Hollandi sem
varð hálf endasleppt hjá mér, en
ég vil nú líkja taflmennsku minni
þar við knattspymulið sem tapar
vegna þess hvað það misnotar
mörg dauðafæri," sagði Helgi
Ólafsson.
Á mótinu í Hollandi tefldi Helgi
við þijá af skákmönnunum sem
keppa á IBM mótinu, þá Short,
Korchnoi og Ljubojevic, og tapaði
þar fyrir Short og Korchnoi. Helgi
taldi samt að þau töp sætu ekkert
í honum á IBM-mótinu og fyrri
viðureignir skákmanna skiptu
engu máli.
Undirbúningur skákmanna fyr-
ir mót skiptir miklu máli og Helgi
sagði að það væri nauðsynlegt að
taka upp vísindaleg vinnubrögð
við hann. „Það má til dæmis segja
að ég hafí getað sjálfum mér um
kennt fyrir mótið í Hollandi. Við
slógum slöku við eftir Ólympíu-
mótið í haust, sérstaklega við
líkamsþjálfun, en ég hef bætt úr
því síðan með því að synda."
Helgi sagðist engu vilja spá um
úrslit IBM-mótsins. Samkvæmt
stigum ættu íslensku keppendum-
ir að verða í neðstu sætunum, „en
það að svona sterkt mót er haldið
hér er til marks um þær fram-
farir sem hafa orðið í skák á
íslandi. Svona mót hefði ekki ver-
ið hægt að halda hér á landi fyrir
10 árurn," sagði Helgi ólafsson.
Hef aðeins lesið
um svona mót
„Hingað til hef ég aðeins lesið
um svona sterk mót svo ég veit
í rauninni ekkert að hveiju ég
geng,“ sagði Jóhann Hjartarson.
„Þetta er miklu sterkara mót en
ég á að venjast, því þótt ég hafí
teflt á sterkum lokuðum mótum
hafa þau ekki verið í líkingu við
þetta svo ég get alveg eins átt
von á að verða skotinn í kaf.“
Jóhann sagðist því ekkert vera
sérlega bjartsýnn, vona það besta,
en árangurinn færi alveg eftir því
hvemig „stuðið" væri. Jóhann
sagðist ekki vita almennilega
hvort hann væri vel uppiagður
fyrir mótið. „Maður veit það aldr-
ei fyrirfram því þótt menn stúderi
mikið fyrir mót getur það hrein-
lega haft öfug áhrif þegar á
hólminn er komið og það er ekki
hægt að vita neitt um slíkt fyrir-
fram,“ sagði Jóhann.
Hann sagðist þó reyna að und-
irbúa sig með því að rannsaka
skákir, sérstaklega þeirra sem
keppa á mótinu, og á borðinu fyr-
ir framan hann lágu haugar af
skákbókum og blöðum sem eftir
var að pæla í gegnum.
Ekkí nóg- að kunna
mest í Sikileyjarvörn
„Það er fyrst og fremst stór-
Jón L. Ámason í skrifstofu
sinni. íslensku skákmennirnir
hafa allir tekið tölvuna i sína
þjónustu, bæði við skriftir og
skákrannsóknir.
Jóhann Hjartarson á kafi í
skákbókastaflanum á skrif-
borðinu sínu.
kostlegt tækifæri að keppa á
þessu móti, en ég hef aldrei áttað
mig á því fyrr en á hólminn er
komið og jafnvel ekki fyrr en eft-
ir mót, hvemig formi ég var í
hveiju sinni,“ sagði Jón L. Ama-
son þegar hann var spurður
hvemig honum litist á IBM-mótið.
Jón sagðist undirbúa sig með
því að fara yfír helstu skákir
þeirra sem tefla á mótinu og reyna
sjálfur að rifja upp mannganginn,
eins og hann orðaði það. „Þetta
em hinsvegar skákmenn sem em
svo frægir að það liggur við að
það þurfi ekki sérstakan undir-
búning fyrir mótið, því maður
hefur stúderað þá suma síðan
maður byijaði að tefla. Og það
skiptir raunar mestu máli að vera
sálfræðilega tilbúinn í slaginn.
Það vinnur enginn mótið þótt
hann kunni mest í Sikileyjar-
vöm,“ sagði Jón.
Þegar Jón var spurður að því
hveija hann teldi sigurstrangleg-
asta á mótinu sagði hann að þeir
gætu í rauninni allir unnið ef sá
gállinn væri á þeim. Þó yrðu
Korchnoi og Short ömgglega erf-
iðir og þeir hefðu sýnt það á
mótinu í Hollandi að þeir em í
góðu formi, en þar skiptu þeir
með sér fyrstu verðlaununum.
Hefði kosið meiri
undirbúning
„Ég er alveg sæmilega
stemmdur þótt ég hefði kosið að
geta undirbúið mig betur," sagði
Margeir Pétursson en hann er eini
keppandinn á IBM-skákmótinu
fyrir utan Agdestein sem ekki
hefur líf8viðurværi sitt af skák-
Það eru ekki skákbækur lieldur
reikningar sem þekja skrifborð
Margeirs PéturssonAr í Búnað-
arbankanum. Og tölvan þar er
ekki notuð til skákrannsókna,
að því best er vitað.
Helgi Ólafsson við skákborðið
í vinnustofu sinni.
inni. Margeir vinnur sem lögfræð-
ingur á innheimtudeild Búnaðar-
bankans.
„Það kemur vafalaust til að há
mér að hafa ekki fengið nægan
tíma til undirbúnings," sagði Mar-
geir. „Ég sat þó mikið við stúder-
ingar fyrir og á jólamótinu í
Hastings, sem kann að vera ein
skýringin á slökum árangri
mínum þar, en ég var þá með
IBM-mótið í huga. Síðan fór ég á
helgarskákmót um síðustu helgi
til að liðka mig.“
Margeir viðurkenndi að það
væri ekki vænlegt til árangurs að
stunda önnur störf með skákinni,
og hann ætti ekki raunhæfa
möguleika á að ná hærra á skák-
stigalistanum nema að fara
alfarið í atvinnumennsku. Slíkt
sé þó ekki á dagskrá eins og er.
Þegar Margeir var beðinn að
meta stöðu annarra keppenda á
mótinu, benti hann á það sem
dæmi um styrkleika mótsins að
þar kepptu fímm af 10 stigahæstu
stórmeisturum heimsins að við-
bættum Jan Timman, sem var
þriðji stigahæsti skákmaðurinn
fyrir fáum árum en er nú í 16.
sæti. Margeir benti einnig á að
meðal keppenda væru tveir af
efnilegustu skákmönnum heims-
ins þessa stundina, Nigel Short
og Simen Agdestein. Short er
aðeins 21 árs gamall en er samt
7.-8. stigahæsti skákmaður
heims, og Agdestein er 19 ára en
hefur samt náð sér í 2560 stig.
„Það verður gaman fyrir áhorf-
endur að fylgjast með þessum
mönnum því þeir eiga eftir að
vera á toppnum næstu áratug-
ina,“ sagði Margeir Pétursson.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Benediktsson, forstöðumaður dúnhreinsunarstöðvar SÍS á
Kirkjusandi, með eitt af kópaskinnunum sem seld hafa verið til
Grænlands.
500 vorkópaskinn
seld til Grænlands
BÚVÖRUDEILD SÍS hefur selt
500 vorkópaskinn til Grænlands.
Kaupandinn er sútunarverksmiðja
og verða skinnin notuð í hátíða-
klæðnað kvenna. Skinnin verða
send til Grænlands f næstu viku.
Magnús Friðgeirsson fram-
kvæmdastjóri búvörudeildarinnar
sagði að deildin hefði verið að reyna
að finna markaði fyrir kópaskinn að
nýju en lítið gengið. Salan til Græn-
lands væri fyrsti sölumöguleikinn
sem komið hefði upp, en Grænland
væri síðasti staðurinn þar sem mönn-
um hefði dottið í hug að leita fyrir
sér með sölu selskinna. Sagði Magn-
ús að vorkópur islenska landselsins
væri eftirsóttur, á Grænlandi hefði
skinn hans hlotið sess sem efíii í
hátíðarklæðnað kvenna, en lítið væri
um landsel við Grænland.
Magnús sagði að 1.500 krónur
fengjust fyrir skinnið, og væri það
heldur lágt verð. Ekki vissi hann um
hvort framhald yrði á þessum við-
skiptum við Grænland.
Jákvæðir þættir en jafn-
framt vissar efasemdir
- segir Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, um til-
lögu að nýrri stjómstöð leitar- og björgnnarmála
„STJÓRN Slysavamafélagsins
hefur ekki fjallað um þingsálykt-
unartillögu Árna Johnsens og
fleiri um sérstaka nýja stjómstöð
vegna björgunar og leitar. Hún
mun hins vegar gera það, vafa-
laust með jákvæðu hugarfari. í
henni felast vissir jákvæðir þætt-
ir, en jafnframt vakna ýmsar
spumingar um framkvæmd,“
sagði Haraldur Henrýsson, for-
seti Slysavaraafélags íslands, I
samtali við Morgunblaðið.
Haraldur sagði, að í tillögunni
fælist jákvæð viðleitni til að tengja
saman á farsælan hátt störf opin-
berra aðila og ftjálsra félagasam-
Bifreið valt á
Sóleyjargötu
BIFRF.IÐ valt á homi Sóleyjar-
götu og Skothúsvegar í gærmorg-
un. Engin slys urðu á fólki.
Slysið varð með þeim hætti að
þegar ökumaður hugðist stöðva bif-
reiðina við ljós á gatnamótunum,
virkuðu ekki hemlamir á öllum hjól-
um og bifreiðin valt.
Brotist
inn í Hvít-
árskála
Hvannatúni f Andakfl.
BROTIST var inn I Hvítárskála
í Borgarfirði aðfaranótt föstu-
dags og stolið vamingi að
verðmæti um 50 til 60 þúsund
króna.
Það var áberandi við innbrotið,
að þjófurinn olli ekki skemmdum
umfram það sem þurfti til að kom-
ast inn. Hann braut rúðu við hlið
aðaldyra en þaðan gat hann ekki
opnað hurðina og braut þá rúðu í
hurðinni.
Stolið var nokkrum myndbönd-
um, á annað hundrað pökkum af
sígárettum, allt af gerðinni Wins-
ton, nokkru magni af sælgæti og
nokkrum kössum af öli. Verðmæti
þýfísins er að minnsta kosti 50 til
60 þúsund krónur. Lögreglan í
Borgamesi rannsakar málið. Hér
um slóðir eru gripdeildir sem þessar
svo til óþekktar. D.J.
taka á vettvangi leitar- og
björgunarmála. Hins vegar vöknuðu
ýmsar spumingar í kjölfar tillögunn-
ar. Ráð væri fyrir því gert að sett
yrði upp sérstök ný stjómstöð, sem
virtist krefjast talsverðs mannafla
og þar með kostnaðar. Yfír stjóm-
stöðinni yrði síðan sérstök fram-
kvæmdastjóm og Ioks sérstakt ráð
yfír henni. Það liti því út fyrir að
þetta yrði talsvert bákn og hugsan-
lega þungt í vöfum. Jafnframt væri
gert ráð fyrir stjómstöð fyrir leit í
lofti, á landi og sjó og því vaknaði
spuming um gildandi samkomulag
um leit á landi, sem fæli í sér
ákveðna skipun leitarstjóma í sam-
vinnu við lögreglu. Hann hefði vissar
efasemdir um að nauðsynlegt væri
að slá þessu öllu saman í eina stjóm-
stöð. „Við viljum skoða þetta með
jákvæðu hugarfari og stjóm SVFÍ
mun gera það,“ sagði Haraldur
Henrýsson.
„Ég fagna þvi að þessi tillaga er
komin fram og fari til umfjöllunar
eins og framsögumaður óskaði í alls-
heijamefnd Alþingis. Ég vísa annars
til ágætrar framsöguræðu Áma um
þetta mál og jákvæðrar afstöðu ann-
arra, sem þama tóku til máls. Til
(dæmis Guðrúnar Agnarsdóttur, sem
sat í 9 manna nefnd þingmanna;
öryggismálanefnd sjómanna, og
vitnaði sérstaklega í 15. atriði sam-
þykktar nefndarinnar, þar sem sagt
er að forræði Slysavamafélags Is-
lands í sjóbjörgunarmálum mætti
ekki skerða enda væri áratuga hefð
fyrir því starfi. Það er líka mikil-
vægt að þau ráðuneyti, sem um
þessi mál §alla, komi sér saman um
niðurstöðu í þessu máli,“ sagði
Hannes Hafstein, framkvæmdastióri
SVFÍ.
Fundað í kjara-
deilu yfirmanna
VIÐRÆÐUR í kjaradeilu yfir-
manna á farskipum og útgerða
þeirra standa yfir um þessar
mundir. Fundi á föstudag lauk
án árangurs, en fundir hófust
aftur í gær.
Viðræðumar hafa til þessa að
mestu snúizt um breytingar á
vinnutilhögun, en um helgina var
búizt við því að farið yrði að ræða
launaliði kjarasamningsins. Yfír-
menn hafa ekki boðað til verkfalls
og deilunni hefur ekki verið vísað
til sáttasemjara.