Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 Steingrímurtil Sovétríkjanna og Danmerkur STEIN GRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmundsdóttir hafa þegið boð sovésku ríkisstjórnarinnar um opinbera heimsókn til Sovétríkj- anna. Forsætisráðherra mun eiga fund með Gorbachev aðal- ritara sovéska kommúnista- flokksins og viðræður við Rysjkov forsætisráðherra. Heimsókn forsætisráðherra mun standa yfir í þijá daga, frá 1. til 3. mars næstkomandi. í heimleið- inni fer hann í tveggja til þriggja daga heimsókn til Danmerkur. Átta sækja um fimm umdæm- issljórastöður Samgönguráðherra mun á næstunni taka ávörðun um ráðn- ingu fimm umdæmisstjóra Sigl- ingamálastofnunar rikisins úti á landi. Eru þetta nýjar stöður sem koma í kjölfar nýrra laga um Siglingamálastofnun, sem sam- þykkt voru á síðasta ári. Störf skipaeftirlitsmanna eru lögð nið- ur en settar á stofn umdæmis- skrifstofur á fimm stöðum og ráðnir umdæmisstjórar. Fjórhliða stöðvunarskylda á gatnamótum Bólstaðarhlíðar og Stakkahlíðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tekin verði upp til reynslu í eitt ár, fjórhliða stöðvunarskylda á gatnamótum Bólstaðar- hlíðar og Stakkahlíðar. Að sögn Guttorms Þormars fyrrverandi starfsmanns umferða- deildar hefur fjórhliða stöðvunarskylda á gatnamótum gefíst vel í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Stöðvunarskyldan hefur dregið úr slysum á homum þar sem áður voru tíð óhöpp. „Umferð um gatna- mótin við Bólstaðarhlíð og Stakkahlíð er tímabundin. Mest að morgni dags og á hádegi þegar foreldrar eru að koma með bömin í ísaksskóla og sækja þau,“ sagði Guttormur, en tíð umferðar- óhöpp hafa verið þegar umferð við skólan er sem mest. „Ökumenn verða að ná samkomulagi ef íjórar bifreiðar koma samtímis að gatnamótunum og enginn einn á réttinn. Þetta verður svipað og þegar götur vom þrengdar. Þá höfðu einhveijir áhyggjur af að það mundi skapa erfíleika þegar bifreiðar mættust, en það hefur ekki orðið." Húsnæðisstofnun ríkisins: Um umdæmisstjórastöðuna í Ól- afsvík sótti Guðmundur Magnússon skipaskoðunarmaður þar á staðn- um. Siguijón Hallgrímsson skipa- eftirlitsmaður á ísafirði sótti um' stöðuna þar og Ámi Valmundsson skipaeftirlitsmaður á Akureyri um umdæmisstjórastöðuna á Akureyri. Um Fáskrúðsfjörð sóttu Agnar Jónsson vélvirkjameistari á Fá- skrúðsfírði, Albert Kemp skipa- skoðunarmaður þar og Línberg Þorsteinsson skipaeftirlitsmaður á Neskaupsstað. Tveir sóttu um stöð- una í Vestmannaeyjum: Jónatan Aðalsteinsson stýrimaður og Þórar- inn Sigurðsson skipaeftirlitsmaður, báðir búsettir á staðnum. Víðtæk leit að 8 ára dreng Lánsloforð hafa geng- ið kaupum og sölum Loforðin verða felld úr gildi og viðkomandi útilokaðir frá lán- veitingum segir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastj óri VÍÐTÆK leit að 8 gömlum dreng stóð yfir í Árbæjarhverfi í nótt. Drengsins varð síðast vart klukk- an 18 á miðvikudaginn og sagðist hann þá vera á leið heim. Þrátt fyrir að kannaðir hefðu verið allir möguleikar, sem hugsan- legir voru taldir, hafði drengurinn ekki fundizt á þeim heimilum, sem taiin voru koma til greina um mið- nættið. Þá þegar var skipulögð víðtæk leit í nágrenni hverfisins og tóku þátt í henni lögreglumenn með sporhund. Þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af leitinni kl. eitt hafði ekkert spurzt til drengs- ins. „ÉG hef falið lögfræðingum stofnunarinnar að kanna annars vegar með hvaða hætti hægt er að fyrirbyggja að lánin gangi kaupum og sölum og hins vegar að finna leið til að fella úr gildi þau lánsloforð sem notuð hafa verið með þessum hætti,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnun- ar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kvaðst Sig- urður þegar vita um tvö dæmi þess að lánsloforð stofnunarinn- ar hafa verið seld og sagði hann að kannað yrði nánar hversu við- tækt þetta væri. Sigurður sagði, að tiltölulega auðvelt ætti að vera að fylgjast með þessu og yrðu þau lánsloforð sem þannig væri farið með umsvifa- laust felld úr gildi og kæmu ekki til greiðslu. Jafnffamt yrðu bæði upphaflegir handhafar lánanna og þeir sem keyptu þau útilokaðir frá lánveitingum í framtíðinni. Sigurður kvaðst vilja í leiðinni leiðrétta misskilning, sem upp hefði komið um óeðlilega langan biðtíma eftir húsnæðismálalánum. Sagði hann, að nýju reglumar væru mjög skýrar og í stuttu máli þær að þeir sem væru að kaupa í fýrsta skipti nytu forgangsafgreiðslu. Að und- anfömu hefðu liðið um sex mánuðir eftir að umsögn var lögð inn og þar til fyrri hluti lánsins væri greiddur út. „Ég lít svo að biðtíminn svokall- aði sé nú úr sögunni," sagði Sigurður. „Með gamla lánakerfinu var það siður í landinu að fólk gerði fyrst íbúðarkaup og skuldbatt sig til að greiða svo og svo stórar fjár- hæðir, sem áttu meðal annars að koma í formi húsnæðislána. Oft kom fyrir að þessar greiðslur féllu ekki saman og fólk lenti í vandræð- um. Samkvæmt nýja lánakerfinu Ú flutnings ver ðmæti loðnu- afurða 4,3 milljarðar króna ÁÆTLAÐ útflutningsverðmæti loðnuafurða á yfirstandandi vertíð er um 4,3 miHjarðar króna. Stærstur hluti þess er loðnumjöl, en verðmætasta af- urðin er fryst loðnuhrogn, sem kosta nálægt 100.000 krónum hver lest. Lestin af heilfrystri loðnu kostar að meðaltali um 45.000 krónur, af mjöli um 16.400 og lýsi 8.400 krónur. Verðmæti loðnunnar upp úr sjó eru rúmir 2 milljarðar króna. Veiðiheimildir eru fyrir rúmri einni milljón lesta af loðnu. Samið hefur verið um sölu á 5.000 lestum af frystum hrognum og um 6.000 lestum af heilfrystri loðnu til Jap- ans. Mjöl og lýsi er ýmist selt fyrirfram, jafnóðum eða eftir á og fer að mestu til Evrópulanda. Nýting loðnunnar er mjög mis- munandi eftir árstíma, fituinnihaldi og þurrefnis. Áætla má að meðal- nýting í framleiðslu lýsis sé um 10%. Það þýðir að framleiðsla úr einni milljón lesta verður um 100.000 lestir. Verð að meðaltali frá upphafí vertíðar er um 210 dalir á lestina, 8.400 krónur. Heild- arverðmæti eru því 840 milljónir króna. Áætluð nýting í mjölfram- leiðslu er 16,5%. Því fást 165.000 lestir af mjöli úr milljón lestum. Verð að meðaltali er um 5,85 dalir á hveija próteineiningu. Um 70 slíkar einingar eru í hverri lest og verð fyrir hana því um 16.400 krón- eiga menn að leggja inn umsóknir og bíða eftir því að fá skuldbind- andi lánsloforð áður en þeir gera nokkuð annað í íbúðarkaupum. Þannig geta menn gert skuldbind- ingar á öruggum grundvelli með hliðsjón af afgreiðslu lánanna," sagði Sigurður. Grunnuriiin á horni Garðastrætis og Vesturgötu: Sprengt í þynnri lögum til að minnka titringinn „VIÐ munum sprengja í þynnri lögum framvegis til að minnka titring- inn,“ sagði Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða en eigendur Naustsins hafa sent skriflegar kvartanir til borgaryfirvalda vegna ónæðis af sprengingum í grunni heimilis fyr- ir aldraða á horni Garðastrætis og Vesturgötu. Þegar hefur verið lokið við 75% af sprengingunum og er stefnt að því að ljúka þeim í næstu viku. Ólafur sagði að á fundi með borg- aryfirvöldum í gærmorgun hefði komið fram að eigendur veitingastað- arins hefðu aldrei farið fram á að hlé yrði gert á sprenginum. „Verk- stjórinn okkar fór þarna inn í fyrra- dag og fékk að vita að borðað er á staðnum í hádeginu fram til hálf þijú,“ sagði Ólafur. „Við sögðum að það væri sjálfsagt að reyna að haga þessu þannig að sem minnst ónæði yrði af.“ Að sögn Ólafs er fyrirtækið tryggt gegn hugsanlegum skemmd- um sem kunna að verða vegna sprengmganna. Tilboð Ræktunarsambandsins í verkið er 4 milljónir króna en kostn- aðaráætlunin var 9 milljónir. „Við erum með mjög fullkominn afkasta- mikinn bor og beitum sérstökum aðferðum við sprengingamar," sagði Ólafur. „Þess vegna getum við boðið þetta verð. Sprengingamar eru mjög vægar enda höfum við hugsað okkur að rífa upp klappimar .með 50 tonna jarðýtu. Með því að sprengja í þynnri lögum förum við grynnra niður í hveiju skoti." ur. Heildarverðmæti mjöls verða því 2.706 milljónir króna. Miðað við sölu á 6.000 lestum af heilfrystri loðnu á 45.000 krónur að meðaltali fást fyrir það 270 milljónir króna og fyrir 5.000 lestir af hrognum 480 milljónir. Þetta er samtals um 4,3 milljarðar króna. Lítils háttar af loðnunni hefur verið selt ferskt í Færeyjum á svip- uðu verði og fengizt hefur hér heima, í kringum 2.000 krónur fyr- ir lestina. Hærra verð er greitt fyrir þá loðnu, sem nýtist til fiystingar og hrognatöku, en jafnframt er greitt minna fyrir það, sem gengur af í vinnslunni. Því má ætla að verðmæti loðnunnar upp úr sjó verði rúmir tveir milljarðar króna. Morgunblaðia/Júlíus Lokið verður við sprengingar í grunni þjónustuíbúða fyrir aldraða sem Reykjavíkurborg reisir á horni Garðastrætis og Vesturgötu í næstu viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.