Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 V estmannaeyjar: Útibú frá Hafrannsókna- stofnun tekið til starfa Vestmannaeyjum. SKÖMMU fyrir síðustu áramót var opnað hér í Vestmannaeyjum útibú frá Hafrannsóknastofnun. Rættist þar gamall draumur Eyja- manna en í áraraðir hafa áhrifamenn í sjávarútvegi og aðrir áhugamenn um þessi mál þrýst á um opnun slíks útibús í Eyjum. Ámi Friðriksson fiskifræðingur mun oft hafa viðrað þá hugmynd sína, sem sennilega er nú hálfrar aldar gömul, að Vestmannaeyjar væm ákjósanlegur staður fyrir al- þjóðlega hafrannsóknastöð. Hér í námunda við Vestmannaeyjar era mikilvægustu hrygningarstöðvar flestra ef ekki allra fiskistofna við ísland auk ýmissa annarra sjávar- dýra. Er ekki Selvogsbanki stund- um kallaður afkastamesta fæðingarheimili veraldar, eins og Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, komst að orði er hann formlega opnaði úti- búið í Eyjum. ’Útibúið í Eyjum er hið fimmta í röð útibúa Hafrannsóknastofnunar, hin era á Húsavík, Höfn í Homa- firði, ísafirði og í Olafsvík. Frétta- ritari Morgunblaðsins heimsótti útibúið á dögunum og ræddi stutt- lega við forstöðumann þess, Haf- stein Guðfinnsson sjávarlíffræðing. Hafsteinn er borinn og bamfæddur Vestmanneyingur og lagði stund á nám við Háskólann í Osló þar sem hann tók sjávarþöranga sem sér- grein. Hafsteinn var fyrst beðinn að skýra frá aðdragandanum að stofnun útibúsins. „Það má rekja hann til ársins 1972. Þá höfðu Eyjamenn fullan hug á að opna útibú frá Hafrann- sóknastofnun eftir að útibú frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins tók hér til starfa. Ekkert varð þó úr þessu vegna eldgossins í janúar 1973. Málinu var næst hreyft á Alþingi 1980-1981 en náði ekki fram að ganga, en það var síðan vorið 1985 sem Ámi Johnsen al- þingismaður fékk veitt peningum til byijunarandirbúnings. Um vorið 1986 var húsnæði leigt af Vinnslu- stöðinni, það innréttað og útibúið tók til starfa 1. október 1986 en formleg opnun fór fram 11. des- ember." — Hver era svo helstu verkefnin? „Sameiginlegt verkefni allra útibúanna er að annast gagnasöfn- un fyrir aðalstöðvamar. Hún felst í því að fylgjast reglulega með lönd- uðum afla af heimaslóð, sérstaklega bátaafla. Sýni era tekin til lengdar- mælinga og aldursgreininga. Slíkar mælingar gefa upplýsingar um vöxt og afla úr hverjum árgangi sem síðán eru notaðar til að undir- byggja stofnstærðarútreikninga fyrir hveija tegund. Einn liðurinn í að treysta grann stofnstærðarreikninga er hið svo- kallaða „togararall," sem nú fer fram í þriðja sinn í mars næstkom- andi. í því taka þátt allir útibús- stjórar Hafró ásamt fleiram, hver á sinni heimaslóð. Við munum taka þátt í humarrannsóknum í vor hér í kringum Eyjar, en þær era fastur Hafsteinn Guðfinnsson, sjávarlíf- fræðingur. liður í starfi stofnunarinnar. Úti- búið tekur við fiskamerkjum og merktum fiskum en merkin gefa mikilsverðar upplýsingar um ferðir fiska og vaxtarhraða." — Hvað um staðbundin verk- efni? „Þar kemur margt til greina. í deiglunni era rannsóknir á lengdar- dreifingu fisks, tegundasamsetn- ingu og hve smáfískur er stórt hlutfali í afla á heimaslóð. í þessu sambandi verður farið með heima- bátum í leiðangra og mælingar gerðar á föstum togslóðum nokkr- um sinnum yrfir árið. Niðurstöður úr slíkum athugunum ættu að gefa 17 Morgunblaðið/Sigurgeir Forstöðumaður útibús Hafrannsóknastofnunar í Eyjum, Hafsteinn Guðfinnsson, að aldursgreina og rannsaka þorsk í Vinnslustöðinni. góða hugmynd um hlutfall smáfisks á svæðinu kringum Eyjar. Rann- sóknir á rauðsprettu era verkefni sem vert er að huga að en sókn í hana hefur stóraukist síðustu árin í kjölfar vaxandi ferskfísksútflutn- ings. Spyrja má hvaða áhrif stór- auknar veiðar hafi á rauðsprettuna, fer fiskstærðin minnkandi eða þolir hún vaxandi sókn?“ — En langlúran, nú er farið að moka henni á land líka? „Það er þegar hafin gagnasöfnun vegna langlúraveiða í snurvoð, sem staðið hafa frá því í haust. Sáralítð er vitað um langlúra sem fiskstofn, þó tegundin sé velþekkt. — Er eitthvert sérstakt verkefni þér hugleikið? „Eg hef mikinn hug á að hrinda af stað umhverfísrannsóknum hér við Eyjar þó í litlum mæli væri til að byija með. I þeim verður fylgst með þáttum eins og hitastigi, seltu og næringarinnihaldi sjávar en einnig vexti og viðgangi plöntu- svifs. Slíkar rannsóknir era mjög gagnlegar þegar við reynum að gera okkur grein fyrir þeim aðstæð- um sem ríkja í sjónum þegar helstu nytjafiskar okkar klekjast úr eggi. Að auki era slíkar upplýsingar gagnlegar til að meta framleiðni- getu hafsins. Ég minni einnig á að ýmsar at- huganir mætti gera hér í samvinnu við Fiskasafnið, sem vert væri að huga að. Mjög merkilegar rann- sóknir varðandi hrygningu loðnu og fleiri fiska vora gerðar í Fiska- safninu fyrir 15 áram og væri vissulega vert að taka þráðinn upp að nýju.“ — Er útibúinu ekki nauðsynlegt að vera í góðum tengslum við sjó- menn? „Útibúum sem þessu er ætlað að treysta tengsl við sjómenn og útgerðarmenn með miðlun og öflun upplýsinga. Vonandi tekst gott samstarf milli allra aðila og ég vil hvetja sjómenn og útgerðarmenn til að hafa samband við útibúið sem oftast, hvort sem um stor eða smá mál er að ræða, eða aðeins til að spjalla og spá,“ sagði Hafsteinn Guðfinnsson sjávarlíffræðingur. - hkj. ÆILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEI INADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADE ERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERFtADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEI DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILI 3EILD SKÖDEILD SKÖDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÖDI * K HLISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEl (NADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADI ERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEl DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILl 3EILD SKÖDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÖDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.